Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 8
8
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. febr. 1959
s
s
s
s
s
s
'•V I.
^J^i/enLióÉin ocj IteimiíiÁ
Sýning á íslenzkri fataframleiðslu
undir stjórn Rúnu Brynjólfsdóttur
ÞAÐ var ausandi rok og rigning,
þegar fréttakona kvennasíðunnar
lagði leið sína inn í Austurbæjar-
Mér hefur orðið tíðræddast um
hlífðarflíkurnar, enda eru þær
efst í hugum fólks um þetta leyti
Ylfa og Aðalheíður Brynjólfsdætur í „Grænlandsstökkum“
frá Lillu. „Grænlandsstakkarnir“ eru gerðir á fullorðna og
börn. —
bíó fyrir nokkrum dögum, til að
sjá sýningu á íslenzkum fatnaði,
undir stjórn Rúnu Brynjólfsdótt-
ur.
Sýningin byrjaði líka með
utanyfirflíkum fyrir íslenzka
veðráttu, og hugsaði fréttakonan
til þess með eftirsjá að hafa ekki
verið eins vel varin og sýningar-
stúlkurnar — þá hefði hún ekki
setið þarna, ótótleg eins og reytt
hæna Fyrst voru sem sagt alls
kyns úlpur á fullorðna og börn.
Nú orðið kannast allir við gæru-
skinnsúlpurnar, sem eru orðnar
eins og nokkurs konar einkennis-
búningur íslendinga að vetrar-
lagi. Það nýstárlegasta á því sviði
voru leðurúlpur fyrir „skelli-
nöðrustælgæja“, og úlpur fyrir
drengi með litlum vösum með
rennilás fyrir á ermunum, þar
sem geyma má strætisvagna-
miða og peninga. Að framan voru
á þeim rennilásar, sem hægt er
að renna upp, engu síður en nið-
ur, en það er til hagræðis fyrir
drengi, þegar þeir vilja fara í
buxnavasana, að þurfa ekki að
renna alveg frá sér úlpunni.
Þarna voru líka gæruskinnsokk-
ar, ekki þó utanyfirsokkar, eins
og notaðir vorú hér áður fyrr,
heldur sokkar úr órakaðri gæru,
sem hægt er að nota til hlýinda
innan í stígvél og klossa og ganga
á inni.
Sýndar voru regnkápur, hattar
og regnhlífar á fullorðnar stúlk-
ur og telpur. Telpuhattarnir voru
sniðnir með það fyrir augum, að
regnvatnið gæti ekki runnið nið-
ur um hálsmálið. Einnig var úr-
val af fallegum kápum og drögt-
um. Svolítill galli var það þó á
sumum kápunum, ekki nærri öll-
um mótaði greinilega fyrir fald-
inum gegnum ytra borðið.
árs. En á sýninguni var mikið
af öðrum fatnaði; sportpeysum og
blússum, fíltpilsum (eitt var svo
stutt, að hnén á sýningarstúlk- ^
unni sáust), morgunsloppum og
kvenskóm.
Á seinni hluta sýningarinnar
var svo aðallega sýndur sam-
kvæmisklæðnaður. Sýningar-
stúlkurnar komu fram hver af
annari í fallegum kvöldkjólum,
sem fóru vel, og með frumleg og
smekklegt höfuðskraut, og karl-
mennirnir í sparifötum og sam-
kvæmisklæðnaði.
Það er óvenjulegt að sjá karl-
menn á fatasýningum, enda hef-
ur Rúna látið hafa það eftir sér
að hún hafi orðið að slá á strengi
persónulegrar vináttu til að fá
karlmenn til að sýna þarna.
Sýndu piltarnir alls kyns karl-
mannafatnað, allt frá vinnufötum
og upp í smóking. Helzta nýjung-
in í karlmannafatnaði voru föt úr
teryleene nýju gerviefni. Þarna
var mikið af brúnum karlmanna-
fötum, en íslenzkir karlmenn
virðast ekki mikið fyrir þann lit,
þó undarlegt megi virðast.
Fatnaðurinn, sem sýndur var,
var frá Vinnufatagerð íslands,
Þessi kokteil-hattur frá Hrund
var á fatasýningunni í Austur-
bæjarbíó. Sýningarstúlka Anna
Guðmundsóttir.
Andersen & Lauth, Kjólabúðinni
Elsu, Klæðaverzlun Andrésar
Andréssonar, Prjónastofu Önnu
Þórðardóttur, SAVA, Nærfata-
verksmiðjunni Lillu, Regnhlífa-
búðinni, Hattaverzluninni Hrund.
Nýju skóverksmiðjunni og stúlk-
70 ára:
Guðm. Guðmundsson
bóndi trá Sœbóli á Ingjaldssandi
KIRKJUBÆKURNAR segja, að
Guðmundur Guðmundsson fyrr-
verandi bóndi á Sæbóli á
Ingjaldssandi í Önundarfirði, sé
sjötugur í dag.
En útlit Guðmundar gefur til
kynna, fimmtugan mann, og alls
ekki eldri. Guðmundur er mikill
að vallarsýn, léttur í lund, og læt-
ur brandarana fjúka á báða bóga.
Guðmundur er fæddur 12. fe-
brúar, árið 1889, að Kleifum í
Seyðisfirði í Súðavíkurhreppi við
ísafjarðardjúp.
Móðir Guðmundar var Sigríður
Einarsdóttir, dóttir Einars Magn-
ússonar frá Hvammi í Dýrafirði,
en móðir hans var Sigríður Ein-
Svanhildur Jakobsdóttir í kjól frá Elsu og Jón Baldursson
í smóking frá Andersen & LauP
arsdóttir systir Þóru í Skógum.
Langamma Guðmundar var
því móöursystir Matthíasar Joch-
umssonar, þjóðskálds frá Skógum
á Barðaströnd.
Á því Guðmundur ekki langt
að sækja hagmælskuna, en hann
er hagyrðingur góður. svo að ekki
sé fastara að orði kveðið.
Faðir Guðmundar var Guð-
mundur Jónsson, sonur Jóns
Jóhannessar, bónda á Folafæti í
Seyðisfirði í Súðavíkurhreppi.
Guðmundur ólst upp í föður-
húsum við ísafjarðardjúp til
sautján ára aldurs, en þá fluttist
faðir hans búferlum að Kirkju-
bóli í Korpudal í Önundarfirði.
Guðmundur naut aðeins
skamma stund samvista móður
sinnar, en minntist stjúpu sinn-
ar Jensínu Jensdóttur frá Blá-
mýrum í Ögursveit, sem beztu
móður.
Þess má geta, að þegar Guð-
mundur var á fyrsta árinu, var
honum komið um tíma í fóstur
til móðursystur sinar að Ketil-
eyri í Dýrafirði, og var þá bor-
inn á miðju vori í reifum yfir
Hestfjarðarheiði.
Þegar faðir Guðmundar flutti
að Kirkjubóli, var búsmalinn rek
inn yfir Álftafjarðarheiði, var
það í fardögum og rifahjarn á
heiðinni. Það er bratt uppúr
Álftafirðinum, og þótti drengn-
um kúnum seint sækjast fjall-
gangan, og hafa klaufalegan fóta-
burð á hjarninu, enda vanari
fjósbásum og láglendi. Ferðahug
urinn og þráin eftir því ókunna
báru drenginn hálfa leiðina, varð
hann því fljótari en kýrnar uppá
heiðina, og naut um stund feg-
ursta útsýnis yfir fyrrðblátt Djúp
ið og sæbrött rismikil fjöll með
vorljósan himin sem baksvið.
Árið 1910 fór Guðmundur í
unglingaskólann að Núpi í Dýra-
firði, sem hinn þjóðkunni æsku-
lýðsleiðtogi og merki kennimað-
ur, séra Sigtryggur Guðlaugsson
var þá nýbúinn að stofnsetja.
Lauk Guðmundur þar námi með
góðum vitnisburði. Þessa skóla-
vist undir handleiðslu séra Sig-
tryggs, telur Guðmundur hafa
orðið sér til ómetanlegrar gæfu á
lífsleiðinni. En hugur unga
mannsins stóð til meiri mennt-
unar, þott af litlum efnum væri
að taka.
Aðalbjörg Brynjólfsdóttir í
pilsi frá Lillu og peysu frá
Önnu Þórðardóttur.
urnar voru snyrtar með vörum
frá Regnboganum. Var sýningin
hugsuð sem kynningarsýning á
íslenzkri framleiðslu, og bar hún
þess merki að framleiddur er á
íslandi fatnaður sem stendur er-
lendum tízkufatnaði á sporði.
Árið 1917 innritaðist Guðmund
ur í bændaskólann á Hvanneyri,
en þar var þá skólastjóri hinn
stórmerki bændaleiðtogi og vin-
sæli skólamaður Halldór Vil-
hjálmsson. Á þessu tímabili var
það ein glæstasta hugsjón fá-
tækra sveitapilta að komast í
Hvanneyrarskóla, og útskrifast
þaðan sem búfræðingar.
Skólinn var í hugum þeirra
ímynd hinnar glæstu framtíðar,
sem þeir vildu búa þjóð sinni —•
nútíðarinnar. —
Þróttmikill skapstór foringi,
réði þar ríkjum, og mótaði æsku
mennina svo fast til sjálfstæðis
og framfara, að þeir minnast hans
jafnan síðan.
Guðmundur lauk námi sínu á
Hvanneyri við ágætan orðstír, og
vorið 1914 réðist hann til búnað-
arfélags Mosvallahrepps í Önund
arfirði í jarðabótavinnu.
En Hvanneyrardvöl Guðmund-
ar varð honum til ennþá meiri
gæfu.
Á Hvítárvöllum var starfrækt-
ur annar skóli. Þar lærðu ungar
og myndarlegar bændadætur
meðferð á mjólk og mjólkuraf-
urðum og útskrifuðust sem rjóma
bústýrur, og vitanlega gáfu bú-
fræðingarnir á Hvanneyri rjóma-
bústýrunum á Hvítárvöllum hýrt
auga.
Þar kynntist Guðmundur
hinni ágætu konu sinni Ingi-
björgu Guðmundsdóttur, en hún
var þá eitt hið bezta gjaforð sem
ungir menn í Borgarfirði gátu
hugsað sér, og þegar það kvisað-
ist, að Guðmundur og Ingibjörg
Framh. á bls. 18.