Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 2
MORCVNfíL 4Ð1Ð Fimmtudagur 12. i febr. 1959 V- og a-þýzkir sérfræðingar sitji utanríkisráðherrafundinn WASHINGTON, 11. febrúar. — Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum munu Vesturveldin leggja það til við Ráðstjórnina í svar- orðsendingum sinum um Þýzka- landsmálið, sem afhentar verða í næstu viku, að efnt verði til utanríkisráðherrafundar stórveld anna, Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og Ráðstjórnarinnar, um Þýzkalandsmálin og öryggi Evrópu. Jafnframt mun það Úlfaþytur um heimhoð til Krúsjeffs KAUPMANNAHÖFN, 11. febrú- ar. — Einkaskeyti til Mbl. — Talið er, að yfirlýsing Gerhard- sens forsætisráðherra : Norð- manna í gær þess efnis, að Krú- sjeff væri velkominn til Noregs hafi komið illa við H.C.Hansen forsætisráðherra Dana. Að vísu er talið, að þeir Hansen séu á einu máli, en Hansen hefur enn ekki lagt málið fyrir utanríkis- málanefnd þingsins — og ekkert mun opinberlega birt um af- stöðu dönsku stjórnarinnar til heimboðs Krúsjeff til handa fyrr en álit nefndarinnar liggur fyrir. Kvöldberlingur segir í dag, að sífellt verði ljósara að Rússar ætli sér að reyna að þvinga Noreg og Danmörku til þess að segja sig úr Atlantshafsbanda- laginu — og krefjast friðunar Eystrasalts — og tryggja sér þar með óskoruð yfirráð á þessari siglingaleið út til Atlantshafsins, ef til styrjaldar kæmi. Segir blaðið ennfremur, að enginn vafi sé á því hvaða tilfinn- ingar danska þjóðin beri til hins rússneska leiðtoga. Óttinn við það, sem að baki honum stendur, mun setja svip sinn á yfirbragð móttakanna Stjórnir Norðurland anna hefðu átt að bíða þróunar Berlínarmálanna. Við styðjum þá, sem vísa ógnunum Rússa á bug í Berlinardeilunni — og sá dagur getur runnið, að við verð- um enn á ný að tilkynna Krú- sjeff, að nærvera hans í Dan- mörku sé óæskileg. Að lokum segir blaðið, að heimsóknin geti ekki haft nein áharf á utanríkis- málastefnu Dana, sem hafi sett traust sitt á Atlantshafsbandalag ið. Léttibótur ionnst HALIFAX, 11. febrúar. — Skip frá faandarísku strandgæzlunni fann í dag léttibát á reki suður af Nýfundnalandi. Báturinn maraði í kafi á hliðinni — og þegar strandgæzlumenn höfðu náð honum upp kom í ljós, að hann var af togaranum „Blue Wave“ frá Nýfundnalandi, en togarinn fórst á þessum slóðum á mánudagskvöldið. Vonlítið er nú talið ,að nokkrir hafi komizt lífs af, er togaranum hvolfdi. — Leit er samt haldið áfram á skip- um og flugvélum. Dr. Euwe hrósar Friðrik Olafssyni á hvert reipi Skrifar um hann í fjölmörg skákrit TÍMARITIÐ SKÁK, 2. tölublað 9. árgangs, er um þessar mundir að koma í bókaverzlanir. Þetta hefti er fjölbreytt að efni og flytur meðal annars allar skákir Friðriks Ólafssonar stórmeistara frá mótinu í Beverwijk þar sem hann sigraði með svo miklum glæsibrag að víðfrægt er. Að vanda er í heftinu þáttur- inn „Skák mánaðarins" en þann þátt ritar hinn gamalkunni heims meistari dr. M. Euwe. Þessi þátt- ur birtist mánaðarlega í öllum stærstu skáktímaritum heims og á hvarvetna miklum vinsældum að fagna, því dr. Euwe velur hverju sinni þá skák, sem hann telur eina þess virði að bera heit- ið „skák mánaðarins". í formála Dagskrá Alfaingis t DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1.30. — Þrjú mál eru á dagskrá efri deildar: 1. Samkomudagur reglulegs Al- þingis 1959, frv. — 3. umr. 2. Veitingasala o. fl., frv. — 1. umr. 3. Lífeyrissjóður starfsmanna, frv. — 1. umr. Á dagskrá neðri deildar eru sex mál. 1. Áætlunarráð ríkisins, frv. — Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Sameign fjölbýlishúsa, frv. — 1. umr. 3. Skipun prestakalla, frv. — 2. umr. 4. Olíuverzlun ríkisins, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyfir. 5. Hefting sandfoks og græðsla lands, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyfir. 8. Vöruhappdrætti Sambands ísl. berklasjúklinga, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyfir. að þessum þætti sínum nú fer dr. Euwe miklum viðurkenning- arorðum um Friðrik Ólafsson. Hann segir m.a. „Gæði skákanna tala jafnvel enn skýrara máli en vinninga- fjöldinn. Svo að segja hver ein- asta skák Friðriks frá mótinu ber aðalsmerki stórmeistarans, svo að engan veginn er auðvelt að velja eina þeirra úr“. Og sem skák mánaðarins velur dr. Euwe skák Friðriks og Elis- kases, úrslitaskák mótsins. Fylgja skýringar dr. Euwe á skákinni. Auk þessa er í heftinu greinar um „Skyssur í endatöflum“, þætt ir „Lærið að „kombinera“,“ og „Skákbyrjanir" auk erlendra og innlendra frétta. Birgir Sigurðsson er ritstjóri tímaritsins Skák. Hann tók við blaðinu úr hendi Skáksambands- ins í ársbyrjun 1954 og hefur annast um útgáfu ritsins reglu- lega síðan og er það mál skák- manna, sem annarra skákunn- enda að Birgi hafi tekizt það starf með miklum ágætum. Birgir er prentari að atvinnu og lætur hann sig ekki mu»a um það auk þess sem hann velur efni ritsins að annast um setningu þess í prent- smiðjunni. Þegar prentun er lok- ið annast hann sjálfur afgreiðslu ritsins. Þetta er því eina blaðið á landinu sem einn maður skrifar eða velur efni i, setur og af- greiðir. Dulles hættir ekki WASHINGTON, 11. febrúar. — Blaðafulltrúi Eisenhowers for- seta sagði í dag, að getgátur um að Dulles mundi láta af utan ríkisráðherraembætti vegna van- heilsu væru ekki á rökum reist- ar. — verða lagt til, að boðið verði til ráðstefnunnar v-þýzkum og a- þýzkum sérfræðingum. Þetta mun þó ekki jafngilda því, að Vesturveldin hyggist viðurkenna a-þýzku stjórnina, því að í tillögunni er gert ráð fyrir því, að sérfræðingar þessir sitji ráðstefnuna sem einstaklingar, en ekki fulltrú ar rikisstjórna sinna. Nær- vera þeirra mundi hins vegar geta haft töluverð áhrif á um- ræðurnar á utanríkisráð- herrafundinum — og úrsUt fundarins. □ © □ Ráðstjórnin hefur að undan- föi’nu haldið því fram, að stjórnir beggja hluta Þýzkalands ættu að semja um sameiningu landsins, en Vesturveldin telja, að stór- veldin séu öll ábyrg fyrir sam- einingu landsins. Stjórnmála- fregnritarar í Washington telja þessa tillögu Vesturveldanna merkilega og bera glöggan vott um viðleitni þeirra til að sam- eina sjónarmið austur og vesturs. Fastaráð Atlantshafsbandalags ins kom saman í dag til þess að ræða svörin við orðendingu Ráð- stjórnrinnar frá 10. jan. — og liafa uppköst svaranna verið send ríkisstjórnum aðildarríkja NATO til athugunar. I gær, á öskudaginn, var hinn árlegi merkjasöludagur Rauða krossiixs. — Ljósmyndari Mbl. hitti þessa ungu liðsmenn Rauða krossins á götu síðdegis í gær, og hafði þeim orðið vel ágengt í sölunni. Boeing-þota fór 9 km. steypiflug með 124 farþega ÞEGAR ein af farþegaþotum Pan American af gerðinni Boeing 707 var á leið frá New York til París- ar kom fyrir óvænt atvik og uggvænlegt, sem vakið hefur at- hygli og umræður beggja vegna hafsins. Þotan var í 10.500 metra hæð, er hún steyptist skyndilega — og tókst flugstjóranum ekki að stöðva „fallið“ fyrr en í 2.000 Bretar gerðu Dr. Otto John afturreka DOVER, 11. febr. — Dr. Otto John, fyrrum yfirmaður v-þýzku leyniþjónustunnar, kom í gær með ferju frá Ostende í Belgíu til stuttrar dvalar í Englandi, en þar hugðist hann hitta eiginkonu sína. Brezk stjórnarvöld neituðu Dr. John hins vegar um land- göngu og varð hann að snúa aftur með ferjunni. Sögðu Bretar hopum, að hann væri talinn ó- æskilegur gestur í Bretlandi. Það var Dr. John, sem flýði austur fyrir járntjald fyrir nokkr um árum eins og kunnugt er, en snéri aftur árið 1954 — og var þá dæmdur til fjögurra ára fang- elsisvistár í V-Þýzkalandi fyrir landráð. Hvað segir Krúsjeff ? LONDON, 11. febrúar. — Mikið er nú rætt um væntanlega Moskvuför Macmillans, en þang að heldur hann 21. þ.m. Líklegt er talið, að Krúsjeff leggi til við brezka forsætisráðherrann, að gerður verði gagnkvæmur griðar samningur milli landanna í Atl- antshafsbandalaginu og landanna í Varsjárbandalaginu, sem Vest- urveldin hafa jafnan hafnað. Hins vegar er ekki búizt við því, að neinar meiriháttar ákvarðanir verði teknar á þessum fundi. metra hæð. Með þotunni voru 124 farþegar og má geta nærri, að að felmtri hefur slegið á þá. Eng- in stórslys urðu á mönnum, en margir skrámuðust og hlutu slæma byltu — og skemmdist þot- an innanstokks svo og einangr- un hennar. Flugsjóranum tókst að lenda heilu og höldnu á Gander á Ný- fundnalandi. En margir farþeg- anna höfðu enn ekki jafnað sig af þessu tæplega 9 km falli og hræðslunni, sem alla greip. Forráðamenn flugfélagsins gefa þá skýringu á atburðinum, að bilun hafi orðið á sjálfstjórnar- tækjum (autopilot) þotunnar. Sérfræðingar annarra flugfé- laga hafa ekki viljað fallast á þessa skýringu forráðamanna Pan American. Telja þeir hiris vegar sennilegra, að flugmennirnir hafi orðið varir við bilun á loftþrýsti- tækjum í stjórnklefanum, þ,e. þeim tækjum, sem halda stöð- ugum loftþrýstingi inni í þotunni. Ef tæki þessi biluðu í 10,000 m hæð og loftþrýstingurinn inni í þotunni yrði skyndilega hinn sami og úti mundu farþegar og áhöfn aðeins halda rænu í 60 sekúndur eftir breytinguna. Telja sérfræðingar þessa skýr- ingu á steypiflugi þotunnar senni legasta. Þeir hafi séð hvert stefndi — og ekki hafi verið um annað að ræða en iteypa þotunni á svipstundu til þess að forðast stórslys. Slœmt ástand í St. Louis ST. LOUIS, 11. febrúar. — Mið- hluti borgarinnar St. Louis er í rúst, ef svo mætti segja. Eyðilegg ingarnar, sem hvirfilbylurinn olli á tveimur stöðum í gær, eru sagðar nema 84 milljónum doll- ara. Björgunarsveitir voru enn að verki í dag — og bexndist starfið aðallega að leit sjö manna, sem vitað var, að ekki hefðu komið fram eftir að ósköpin dundu yfir í gær. Með vissu er vitað um 21 mann, sem fórst, en a.m.k. 71 var Heimta neitunar- vald GENF, 11. febrúa.-----Enn er komin fram ný tillaga á ráð- stefnu stórveldanna um stöðvun tilrauna með kjarnorku og vetn- isvopn. Rússar eru nú á ferðinni og flytja tillögu þess efnis, að þeir fjórir meðlimir hinnar fyrir- hugðu eftirlitsnefndar, sem ekki eiga að hljóta fastasæti í nefnd- inni, eigi a.m.k. tveir að vera bandamenn Rússa. Einn ætti að vera bandamaður Vesturveld- anna og einn frá hlutlausu landi. Þá vilja Rússar, að fastafulltrú- arnir í nefndinni, þeir brezku, bandarísku og rússnesku njóti réttar til neitunarvalds. fluttur I sjúkrahús. Samtals hafa 230 manns hlotið læknishjálp vegna sára, sem þeir hlutu í byln- um. Þá er talið að 1.725 hús hafi ger eyðilagzt. Um 16.000 manns í Fre- mont í Ohio munu nú í hættu vegna flóða. Þar er nú ríkjandi algert neyðarástand og 1.000 menn hafa þegar verið fluttir í brott. Berlín gefst oldrei upp NEW YORK, 11. febrúar. Willy Brandt, borgarstjóri Berlínar, sagði í ræðu hér í dag, að Berlínar búar mundu berjast með öllum tiltækum ráðum gegn yfirgangi Rússa. Berlínarbúar myndu aldrei þola þeirra yfirgang, þeir myndu veita mótspyrnu. Rússar héldu, að Berlín væri veikur dep ill, en svo væri ekki — þeir munu komast að raun um það. Hins vegar má segja aðra sögu um A-Þýzkaland, hinn stöðugi flóttamannastraumur sannar bezt ástandið þar og fylgi fólks- ins við stjórnarvöldin. Kvað hann viðræður sínar við bandaríska ráðamenn hafa verið mjög upp- örvandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.