Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 1
20 slður Öttast er um togarann Júlí frá Hafnarfirði Var á Nýfundnalands- Á þessu korti er sýndur staður sá, er togarinn Júlí var talinn vera á sl. sunnudag. — Grikkir og Tyrkir sammála um lausn Kýpurrhálsins Ef Bretar verða einnig samþykkir verður fribvænlegt á eyjunni ZURICH, LONDON og AÞENU, 11. febrúar. — Vonir standa nú til þess, að deilu Tyrkja og Grikkja um Kýpur sé brátt lokið. Eftir sex daga þrotlaus fundar- höld forsætis- og utanrikisráð- herra landanna hefur dregið til samkomulags og héldu utanrikis- ráðherramir, Averoff hinn griski og Zorin hinn tyrkneski, í dag til Lundúna til þess að greina brezku stjórninni frá niðurstöð- um viðræðnanna. Forsætisráð- herrarnir héldu heimleiðis í kvöld. □ □ Enda þótt enn hafi ekki verið opinberlega greint frá samkomu- lagi Grikkja og Tyrkja í smáatr- iðum hefur það vitnazt, að þeir séu sammála um það, að Kýpur ov.ounlilaí>ií) Fimmtudagur 12. febrúar Efni blaðsins er m.a.: Bls. 3: Verðlækkanirnar. Greinargerð Jónasar Haralz. — 6: Kvikmyndir. — 8: Kvennasíða. — 10: Forystugreinin: „Kosningarétt má jafna“. Utan úr heimi: Minoff fær á- heyrendur sína til að hlusta með óskipta athygli. — 11: Verður stóriðnaður íslendinga rekinn með hlutdeildarskipu- lagi. Úr ræðu Sigurðar Bjarna- sonar á Alþingi í gær. Kristmann skrifar um bók- menntir. — 18: Ilappdrættisheimild S.f.B.S. verði framlengd og fleiri frétt- ir frá Alþingi. beri sjálfstæði — og eyjan eigi aldrei að verða yfirráðasvæði Grikklands eða Tyrklands. Önnur meginatriði eru þau, að forseti eyjarinnar skuli vera af grísku bergi brotinn, en varafor- setinn tyrkneskrar ættar. Þing eyjarinnar skuli grískættaðir Kýpurbúar sitja að tveimur þriðju, en tyrkneskir að einum þriðja. Varnarlið eyjarinnar skuli bæði skipað grískum og tyrknesk um eyjaskeggjum, en því megi ekki beita menn samþykki bæði forseta og varaforseta liggi fyrir. □ • □ Þá fallast ráðherrar Grikklands og Tyrklands á það að Bretar skuli áfram fá að hafa herstöðv- ar á eyjunni. í yfirlýsingu, sem gefin var út að fundinum í Zurich loknum sagði, að stjórnir Tyrklands og Grikklands væntu þess, að niður- stöður viðræðnanna mættu leiða til samkomulags um framtíð Kýp ur. Ef brezka stjórnin fellst á meg- inatriði samkomulagsins — svo og Kýpurbúar allir — má búast við að ógnaröldinni á Kýp- ur verði brátt aflétt og friður muni loksins komast á. □ • □ Makarios vildi að svo stöddu ekkert láta uppi um álit sitt á samkomulaginu, sem gert var í Zurich. Kvaðst hann ekki hafa kynnt sér smáatriðin, en hann var allt annað en vondaufur. Hins vegar var fregnunum vel fagnað á Kýpur. Fólk bauð þar til veizluhalda og stiginn var dans á götum úti. Staðgengill Makariosar á Kýpur lét einnig í ljósi hinar beztu framtíðarvonir. Veðrið við Nýfimdnaland VEÐURSTOFAN hér í Reykja vík skýrði svo frá í gærkvöldi, að norðan og norðvestlæg átt væri á Nýfundnalandsmiðum. Þaðan hafði klukkan 6 í gær- kvöldi borizt veðurlýsing frá skipi. Þá voru 6 vindstig og frostið 7 vindstig þar vestra. Var búizt við vaxandi veðri er kæmi fram á nóttina. Horf- ur vonu þó á því, að veðrið mynda lægja í dag. Snjókoma var á þessum slóðum í gær- kvöldi, en einnig von um að draga myndi úr henni í dag. miðum í fárviðrinu þar Ekki heyrzt til skipsins siðan á sunnud. ÓTTAST er um afdrif togarans Júlí frá Hafnarfirði, en hann var á Nýfundnalandsmiðum, er stórviðrið brast þar á sl. laugardag. Þrjátíu manna áhöfn er á skipinu, en skipstjóri er Þórður Péturs- son. — Siðast spurðist til togarans Júlí sl. sunnudag, er togarinn Austfirðingur telur sig hafa heyrt til skipsins og virtist þá ekkeit að um borð. Skömmu eftir að fárviðrið skall á sást til skipsins af togaranum Júm og er það hið síðasta, sem tii togarans hefur sézt. Skipulögð leit var hafin að togaranum á sjó og úr loftl en sú leit hefur enn engan árangur borið. I gær fóru m. a. tvær flugvélar frá Keflavíkurflugvelli vestur yfir hafið og vorn þær búnar fullkomnum ratsjártækjum til leitarinnar. Annars hefur leitinni verið stjórnað frá stöðvum á Nýfundnalandi. Óveðrinu slotaði ekki fyrr en á mánudagskvöld. Veðurhæð hafði verið mfkii, frost 10—11 stig, og hlóðst því mikill ís á togarana, s«m staddir voru á þessum slóðum. ★ ★ Bæjarútgerð Hafnarfjarðar gaf út svohljóðandi tilkynningu í gær: Togararnir Júní og Júlí eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fóru á veiðar á laugardagskvöld 31. jan. Skeyti barst frá togaran- um Júlí, að hann hefði byrjað veiðar á svokölluðum Ritubanka á Nýfundnalandsmiðum kl. 13.00 föstudaginn 6. þessa mánaðar og frá togaranum Júní um að hann hefði byrjað veiðar kl. 4.00 að- faranótt laugardags 7. þessa mán- aðar. Á sunnudag bárust þær fréttir af veiðum togaranna að þeir hefðu hvor um sig verið búnir að fá um eða yfir 100 tonn er veiðar hefðu hætt þegar hvessti á miðunum kl. 17.00 á laugardag. Kl. 17.00 sl. mánu- dag barst Bæjarútgerðinni skeyti frá togaranum Júní þess efnis að hann væri á heimleið vegna veð- urs og frosts. Kl. rúmlega 22,00 á mánudagskvöld barst ennþá skeyti frá Júní, þar sem skýrt var frá því að ekki væri vitað með vissu að heyrst hefði frá tog- aranum Júlí síðan kl. 23,30 á laugardagskvöld. Jafnframt skýrði Júní frá því að eitt skip teldi sig hafa heyrt í Júlí kl. 19,30 á sunnudagskvöld. Eftir miðnætti aðfaranótt mánudags þegar útgerðin hafði staðið í frekari skeytasambandi við togar ann Júní, og komið hafði fram að leit á sjó að togaranum Júlí að óbreyttu veðri, væri illfram- kvæmanleg. Snéri Bæjarútgerðin sér til Slysavarnarfélags íslands og óskaði eftir að ráðstafanir yrðu gerðar til að leit yrði hafin að skipinu með flugvélum strax og veður leyfði. Slysavarnarfé- lagið gerði þá strax um nóttina allar ráðstafanir til þess að leit yrði hafin. f gær fékkst staðfest að heyrst hefði til b.v. Júlí kk 7,50 á sunnudagsmorgun og kl. 19,30 á sunnudagskvöld, og var þá ekki að heyra að neitt væri að. Það upplýstist einnig að Júli hafði farið suður frá Ritubanka og var á laugardag staðsettur á 50 gr. 27. mín N-breiddar og 50 gr. 47 mín V-lengdar, en einmitt þar voru aðrir íslenzkir togarar staddir á laugardag. Leitin í gær f erlendum fréttastofufregnum síðdegis í gær sagði, að banda- rískt strandgæzluskip væri á leið til svæðis þess norð-austur af Nýfundnalandi, sem togarinn Júlí hefði verið staddur á, þegar síðast heyrðist til hans. í gærkvöldi bárust svo fregnir þess efnis, að í flugvél, sem var á leið frá fslandi til Nýfundna- lands, hefði heyrzt neyðarmerki á svipuðum slóðum og Júlí var á síðast þegar til hans fréttist. Flug- vélin lækkaði flugið til nánari eftirgrennslunar, en árangurs- laust. Bandarísk strandgæzlu- flugvél var send af stað frá Ný- fundnalandi, og bandarísku strandgæzluskipi, sem skammt var undan, var einnig stefnt á staðinn. Skömmu síðar bárust fregnir um að þarna hefðu mis- tök átt sér stað. Hér hefði ekki verið um neyðarmerki að ræða. Hafnarf jarffartogarinn Júlí — mynd eftir málverki af togaranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.