Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 11
Fimmfudagur 12. febr. 1959
MORSUNBLAÐIÐ
11
Verður stóriðnaður íslendinga rekinn
með hlutdeildarskipulagi?
Finna verður nýjar leiðir til jbess
að sætta vinnu og tjármagn
Úr rœðu Sigurðar Bjarnasonar á Alþsngi
FYRRI umræða um þingsálykt-
unartillögu þeirra Sigurðar
Bjarnasonar, Gunnars Thorodd-
sen og Magnúsar Jónssonar um
hlutdeiidar og arðskiptifyrirkomu
lag í atvinnurekstri fór fram í
Sameinuðu Alþingi í gærdag.
Flutti Sigurður Bjarnason fram-
söguræðu fyrir tillögunni og
komst þar m.a. að orði á þessa
leið:
Mesta vandamálið
Eitt mesta vandamál hins ís-
lenzka þjóðfélags er í dag að
sætta vinnu og fjármagn, draga
úr þeim átökum, sem eiga sér
stað milli verkalýðs og vinnu-
veitenda. Það er staðreynd að
þjóðina, stéttir hennar og starfs-
hópa greinir mjög á um það, hver
raunverulegur arður af starfi
þeirra sé, og hvernig heri að
skipta honum. Af þessum ágrein-
ingi leiðir svo stórfelld átök um
kaup og kjör, tortryggni og úlfúð.
Reynslan sýnir að þessi átök hafa
haft mjög óheillavænleg áhrif á
efnahagskerfi þjóðarinnar. Sést
það greinilegast á því ástandi,
sem nú ríkir í íslenzkum efna-
hagsmálum. Er óhætt að fullyrða
að ekki ríkir ágreiningur um það,
að efnahagslegu öryggi og af-
komu þjóðarinnar hafi undanfar
ið verið stefnt í hina mestu tví-
sýnu, svo ekki sé dýpra tekið
árinni.
Samningsfrelsið verður
að virða
Til þess ber því brýna nauð-
syn að nýjar leiðir finnist til
þess að skapa samábyrgð þjóð-
félagsþegnanna á efnahagslegu
öryggi þjóðarheildarinnar, og
aukinn frið milli verkalýðs og
vinnuveitenda. Auðsýnt er að
ekki tjóar að freista þess að skapa
slíkan frið með skerðingu á
samningsfrelsi aðila.
Samningsfrelsið verður sem
meginregla að vera óskert. En
skilning verður að skapa á því,
að verkalýður og vinnuveitend-
ur eigi sameiginlegra hagsmuna
að gæta og beri að vinna sam-
eiginlega að aukningu framleiðsl-
unnar, hagkvæmni i vinnúbrögð-
um, auknum afköstum og sköpun
heilbrigðs grundvallar atvinnu-
lifsins á hinum ýmsu sviðum
þess.
Samvinnunefnd launþega
Að þessu takmarki verða öll
ábyrgð öfl á fslandi að stefna.
Sem betur fer er auðsætt, þrátt
fyrir það upplausnarástand sem,
ríkt hefur í atvinnumálum fs-
lendinga, að vaxandi skilningur
er á nauðsyn ábyrgrar upplýs-
ingastarfsemi launþegasamtak-
anna um hagræn lögmál efna-
hagslífsins. Sést það m.a. á
því, að á sl. sumri settu mörg
af fjölmennustu launþegasamtök
um landsins á laggirnar sam-
vinnunefnd um efnahagsmál. í
tlikynningu frá þeim um starf-
semi þessarar nefndar er m.a.
komist að orði á þá leið, að til-
gangurinn með stofnun sam-
vinnunefndarinnar sé sá, að hún
verði eins konar hagfræðistofnun
launþegasamtakanna. Höfuðhlut-
verk hennar er að fylgjast með
efnahagsmálum þjóðarinnar og
láta fram fara rannsóknir á þeim,
þannig að jafnan séu fyrir hendi
fyllstu fáanlegar upplýsingar um
þjóðarhaginn, sem launþegasaifl-
tökin gætu byggt stefnu sína og
kröfur á. Sérstök áherzla er á
það lögð nú, með hvaða hætti
launþegasamtökin geta lagt hönd
á plóginn til að stöðva hina miklu
verðbólguþróun.
Aukin þekking
Þessi yfirlýsing margra fjöl-
mennustu launþegasamtaka lands
ins sýnir greinilega að vaxandi
Sigturöur Bjarnason
skilningur ríkir á nauðsyn þess,
að almenningur fylgist með þró-
un efnahagsmálanna og þess
verði freistað að þau geti átt sinn
þátt í að stöðva verðbólgukapp-
hlaupið.
Á þetta er minnst hér vegna
þess, að aukin þekking almenn-
ings á efnahagsmálum þjóðarinn-
ar er einmitt veiga mikill þátt-
ur í baráttiínni fyrir sáttum milli
vinnu og fjármagns.
Flutningsmenn þessarar tillögu
hafa á tveimirr undanförnum þing
um flutt tillögu til þingsályktun-
ar um hlutdeildar- og arðskipti-
fyrirkomulag í atvinnurekstri.
Var þar lagt til „að ríkisstjórn-
inni væri falið að láta rannsaka
og gera tillögur um, hvar og
hvernig megi koma á hlutdeildar-
og arðskiptifyrirkomulagi í at-
vinnurekstri fslendinga, og á
hvern hátt þing og stjórn geti
stuðlað að eflingu slíks fyrir-
komulags. Skal ríkisstjórnin hafa
samráð við fulltrúa frá samtök-
um atvinnurekenda og launþega
um þetta undirbúningsstarf, er
skal lokið eins fljótt og mögu-
leikar eru á“.
Þessi almenna tillaga sem nú
er flutt hér að nýju, um und-
irbúning hlutdeildar- og arð-
skiptifyrirkomulags hefur dagað
uppi á undanförnum þingum.
Hún hefur ekki einu sinni verið
afgreidd úr nefnd.
Sementsverksmiðja og
áburðarverksmiðja
Það er mín skoðun að rétt væri
að freista nýrra leiða í þessum
þýðingarmiklu málum. Skynsam-
legt vs^ri t.d. að athuga hvort
hlutdeildarfyrirkomulag gæti
ekki hentað í rekstri tveggja
stærstu iðjufyrirtækja þjóðarinn-
ar, Sementsverksmiðju og Áburð-
arverksmiðju. Bæði eru þessi
fyrirtæki að verulegu leyti ríkis-
eign. Er því auðvelt að taka upp
það fyrirkomulag, sem hér um
ræðir.
Það er persónuleg skoðun mín,
að hlutdeildar- eða arðskipti-
fyrirkomulag í rekstri tveggja
stærstu iðjufyrirtækja þjóðar-
innar myndi geta haft stórfelld
áhrif í þá átt að vinna slíku fyrir-
komulagi fylgi. Með því yrði gerð
merkileg tilraun til þess að stuðla
að sáttum milli vinnu og fjár-
magns, skapa samábyrgðartilfinn
ingu vinnuveitenda og verkalýðs
gagnvart heill og afkomu fram-
leiðslunnar.
Þetta gerðist með þvi að starfs-
mönnum hinna tveggja stórfyrir-
tækja yrði veitt hlutdeild í arði
þeirra og gefinn kostur á að safna
þeim arði og eignast þannig ein-
hvern hluta í þeim. Jafnframt
væri þeim veitt einhver áhrif á
stjórn þeirra og rekstur.
Með slíku fyrirkomulagi skap-
aðist aukinn áhugi starfsmanna
Á hörðu vori.
Eftir Hannes J. Magnússon.
Bókaútgáfan Norðri.
„Minningar frá upphafi nýrrar
aldar“ kallar höf. einnig bók
þessa, en hún er framhald af
Hetjum hversdagslífsins, er kom
út 1953. Það var fjarska geðfelld
bók og vel gerð. Sagði höf. þar
frá foreldrum sínum og ýmsu
merkisfólki í Skagafirði, sem
hann kynntist í barnæsku. Verð-
ur lesandanum þar margt minn-
isstætt, ekki sízt lýsingarnar á
hamingju hins einfalda lífs í
„sveitasælunni", er veita marg-
háttaða menningarsögulega og
sálfræðilega vitneskju. Frásagn-
argáfu og frásagnargleði höf.
liggur í augum uppi, auk þess sem
bókin er listræn að allri gerð og
verður að telja þetta minninga-
verk í fremstu röð. Það mun
standast tímans tönn og verða
klassiskt í ísl. bókmenntum.
Á hörðu vori er allmiklu lé-
legra verk en hið fyrra, og þó
skemmtilegt aflestrar á köflum.
Bygging þess er lausari og lista-
tökin víða slöpp. Eigi að síður
er þetta athyglisverð bók, sem
hefur menningarsögulegt gildi
fyrir glöggar lýsingar á þjóðhátt-
um. Að vísu fer nú að verða
allmikið til af aldarfarslýsingum,
og margar þeirra minningabóka,
sem út hafa komið á síðari árum,
eru harla lítils virði. En frásagn-
argáfa þessa höfundar bregður
skáldlegum blæ yfir marga kafla
bókar hans og lyftir henni yfir
hversdagsleikann. Kaflar eins og
Fermýigardagur, Nótt í Paradís,
Símon í Litladal, Kynslóðir fara,
sem er ljómandi vel gerður, og
Heiman ég fór bera henni ljóst
vitni. Aðrir kaflar, eins og t.d.
Frá Garðshorni til kóngsríkis, eru
krubbulega ritaðir, líkt og höf.
hafi flýtt sér of mikið með þá.
Fyrri hluti bókarinnar er óskipu-
legri en hinn síðari. Sumir kafl-
ar stappa nærri því að vera leið-
inlegir, t.d.: Að Eiðum. En með
kaflanum: Suður yfir heiðar hefst
skipulegri frásegn og lesandinn
fær talsverðan áhuga fyrir hin-
um unga manni, sem er að brjóta
sér braut í veröldinni. Eigi að
síður finnst mér þessi hlutinn
öllu lágreistari *g tilþrifin þar
minni.
Fyrir málið l»er höfundi hrós,
það er gott í báðum bókunum.
En skáldlegra »r það í hinni
fyrri og fellur þar betur að efn-
inu. — Hetjur hversdagslífsins
er að öllu leyti betri bók en
Á hörðu vori.
fyrir vaxandi framleiðslu, hag-
kvæmari vinnubrögðum og yfir-
leitt sem beztri afkomu fyrir-
tækjanna.
Það er mín skoðun að slíka
tilraun verði að gera. íslending-
ar hafa ekki efni á því, að láta
undan fallast að freista nýrra
leiða til þess að koma á friði
i þjóðfélagi sínu, draga úr stór-
átökum um kaup og kjör, treysta
grundvöll efnahagslífs sins. Vel
færi á því, að hinn nýi stóriðn-
aður landsmánna riði á vaðið í
þessum efnum. Við hin nýju iðju
fyrirtæki eru miklar vonir tengd-
ar. Við verðum að halda áfram
að nota vatnsafl og jarðhita til
þess að koma fleiri slíkum stór-
fyrirtækjum upp. Þá skiptir
miklu máli að skynsamlegar leið-
ir hafi verið fundnar til þess að
tryggja rekstur þeirra og afkomu.
Hlutdeildar- og arðskiptifyrir-
komulag hefur verið reynt í ýms-
um löndum og á vaxandi trausti
að fagna. Áðalatriði þess eru
þessi:
Laugavatnsskóli þrítugur
Bjarni Bjarnason tók saman.
■Útgefandi:
Iléraðsskólinn á Laugavatni.
RIT ÞETTA er fullt af fróðleik,
yfirleitt vel skrifað og skipulega
saman sett. Það hefst á stuttum
formála skólastjórans, Bjarna
Bjarnasonar, sem ritað hefur obb-
ann af lesmáli þess. Gerir hann
þar grein fyrir hversu það er
tilkomið, í tilefni af þrjátíu ára
afmæli unglingaskólans á Lauga-
vatni, en hann var settur fyrsta
sinn þann fyrsta nóvember árið
1928.
Þá er stutt grein eftir Ragnar
Ásgeirsson, er nefnist „Vígða-
laugin", þar sem höf. rekúr í
raunar alltof stuttu máli parta
úr sögu þessarar stórmerku laug-
ar. Telur hann hana með réttu
meðal athyglisverðustu forn-
menja okkar. Einnig minnist
hann á Líkasteina, hvetur til
varðveizlu slíkra minja og varar
við nafnbreytingum á þeim.
önnur stutt grein nefnist: Út-
sýni frá Laugavatni og umhverfi.
En siðan er löng ritgerð eftir
Bjarna Bjarnason skólastjóra:
Skólar á Suðurlandi. f henni og
annarri ágætisritgerð: Laugavatn
numið sem skólasetur, rekur höf-
undurinn alla þróu* skólamáls-
ins frá öndverðu. Raunar byrjar
hann frásögn sína á stuttu en
greinagóðu yfirliti yfir allt skóla
hald Sunnanlands, allt frá því
er ísleifur Gissurarsan hóf að
kenna prestsefnum i Skálholti,
fyrir um það bil níu Sldum siðan,
og til vorra daga.
Ekki hefur skólastofnun á
Laugavatni verið erfiðislaus,
fremur en önnur brautryðjenda-
starfsemi. Segir höf. mjög svo
vel og fjörlega frá gangi málsins
og tekst blátt áfram að gera
þetta að spennandi lesningu, og
eru þó afmælisrit skóla venjulega
engar skemmtibækur. Jafnframt
er þarna ógrynni af alls konar
heimildum, sem auka mjög verð-
mæti ritgerðanna, bréf, samþykkt
ir og fl. sem koma við sögu skóla-
stofnunarinnar.
Það er eðlilega ákaflega mikils
virði, að fá slíka greinargerð þess
manns, sem fylgst hefur með skól
anum frá fyrstu byrjun og átt
sinn mikla þátt í að gera hann að
því, sem hann er í dag. Reynsla
slíks manns er ómetanleg og
mætti gjarnan meira koma fram
af henni. En Bjarni sýnir hvar-
vetna staka háttvísi í frásögn-
inni og það væri synd að segja
að hann tranaði sér fram. Aft-
ur á móti sér hann um að hlut-
ur samstarfsmanna hans sé góð-
ur gerður í ritinu. Hvergi gætir
kala til nokkurs manns, eða álas-
Illutdeild í arði og stjórn
1. að verkamennirnir fái auk
hinna föstu launa einhvern hluta
í arðinum.
2. að þeim gefist kostur á að
safna arðhluta sínum, eða ein-
hverjum hluta hans, til þess með
honum að eignast hluta í atvinnu
fyr irtæk j unum.
3. að þeir fái hlutdeild í stjórn
fyrirtækjanna, annaðhvort með
því: a) að eignast hlutafé og
verða á þann hátt aðnjótandi
réttinda venjulegra hluthafa, eða
með því: b) að nefnd verka-
manna hvers fyrirtækis hafi í-
hlutun um rekstur þess.
Eru þetta Þær grundvallarsetn
ingar, sem sérstaklega hefur ver-
ið byggt á í þessu efni. En fjöl-
breytni fyrirkomulagsins er svo
að segja takmarkalaus, enda hægt
að beita því við svo til allar grein
ar atvinnulífsins. Er fengin í
þessum efnum mikil reynsla er-
lendis.
Ég skal ekki fjölyrða frekar um
þetta mál að sinni. Vænti ég að
það fái jákvæða aigreiðslu á
1 háttv. Alþingi að þessu sinni.
ana í annarra garð. Má þó getá
sér til, að stundum hafi andað
köldu að Bjarna, og ekki hafi
honum ávallt v«rið vandaðar
kveðjurnar.
f riti þessu eru einnig athyglis-
verðar greinar um látna starfs-
menn skólans, svo *g minningar-
grein um fyrri eigi*konu skóla-
stjórans. Höfundar þeirra eru:
Þórður Kristleifsson, Páll Þor-
steinsson, Símon Jóh. Ágústsson,
Bjarni Bjarnason, Rannveig L.
Þorsteinsdóttir, Jón Gauti Pét-
ursson, Guðmundur Daníelsson
og Stefán Jónsson.
Þá er afmæliskveðja frá Jónasl
Jónssyni, til Bjarna skólastjóra.
Stutt grein er nefnist: Mennta-
skóli í sveit, eftir Guðjón Krist-
insson. Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri á grein, er hann kall-
ar: Menntasetrið í Laugardal.
Böðvar Magnússon, hreppstjóri á
Laugarvatni, skrifar stutta yfir-
litsgrein: Héraðsskólinn á Laug-
arvatni 30 ára. — Litið um öxl.
Og Aðalsteinn Eiríksson ritar
greinina: Margs að minnast og
margt að þakka.
Loks er sagt frá hátíðahöldum
í tilefni af afmælinu. Þá er kenn-
aratal og nemendatal.
Ritið er prýtt mörgum mynd-
um.
Kristmann Guðmundsson.
Hvernig fullvinna
skal síldaraflann
KARL KRISTJÁNSSON þing-
maður Suður-Þingeyinga flutti
framsöguræðu í Sameinuðu þingi
í gær fyrir þingsályktunartillögu
sinni um „hagnýtingu síldarafla".
Tillaga þessi fjallar um það, að
hið opinbera skuli rannsaka,
hvers vegna við íslendingar
vinnum ekki síldina betur en
gert er. Skiptir það miklu máli,
því að síldin hefur numið fjórð-
ungi alls fiskafla okkar síðustu
tvö ár. Þar af fer helmingur í
bræðslu, % í salt og % er fryst-
ur, aðallega til beitu. Frá íslandi
er síldin seld söltuð í tunnum til
annarra landa. Þetta hráefni
taka nágrannaþjóðir okkar svo
og fullvinna það til neyzlu,
krydda það, rykja það og sjóða
niður. Taldi flutningsmaður
nauðsynlegt að Islendingar full-
ynnu sjálfir síldarafla sinn. Það
myndi auka atvinnu og gjaldeyr-
istekjur. Tillögunni var vísað til
nefndar.
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR