Morgunblaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 10
1C
M O R C V /V B l 4 Ð 1 Ð
Fimmfudagur 12. febr. 1959
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vig
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstraeti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
.KOSNINGARÉTT MÁ JAFNA
//
„Dom“ Mintoff heldur ræðu í Valetta, höfuðborg Möltu.
Mintoff fær áheyrendur sína
til oð hlusta með óskiptri
athygli
AÐ atferli Tímans að vitna
til meira en aldarfjórð-
ungs gamalla ummæla Ác-
geirs Ásgeirssonar um kjördæma-
málið, sem „varnaðarorða forset-
ans“, vekur hvarvetna furðu og
fordæmingu. Alþýðublaðið segir
t.d. um þetta í gær:
„Það er furðuleg smekkleysa
af Tímanum að birta ummæli,
sem Ásgeir Ásgeirsson viðhafði
fyrir aldarfjórðungi, og nota þau
í áróðri um stórpólitískt mál sem
álit forseta íslands. Þessi póli-
tíska misnotkun á æðsta embætt-
isheiti landsins er einstæð og
sýnir vítavert virðingarleysi
framsóknarmar-Ba fyrir æðstu
stofnunum þjóðfélagsins.
Að sjálfsögðu er hverjum
manni heimilt að vitna til um-
mæla Ásgeirs Ásgeirssonar um
þetta mál eða önnur. Þá verður
að tilgreina hann sem pólitískan
flokksleiðtoga, sem hann þá var,
en ekki sem forseta fslands".
Ekki þarf að fjölyrða um það,
að þessi framkoma Tímans lýsir
einstakri lítilmennsku. Afsökun
blaðsins er sú — og nægir þó
hvergi til — að Framsókn stend-
ur uppi í kjördæmamálinu raka-
laus og í fullkominni sjálfheldu
vegna rangsleitni sinnar.
★
Þó að Tíminn vitni til meira en
25 ára gamalla ummæla Ásgeirs
Ásgeirssonar, sem „varnaðarorða
forsetans", þá rifjar hann ekki
upp þau orð, sem forseti íslands
mælti um kjördæmamálið í síð-
ustu nýársræðu sinni. Þá sagði
herra Ásgeir Ásgeirsson:
„Þrátt fyrir árgæzku eigum vér
fslendingar við fjárhagserfiðleika
að stríða, og allir viðurkenna að
kosningarétt megi jafna frá þvi
sem nú er. Hvorugt á skylt við
árferði, og er þjóðinni í sjálfs-
vald sett, hvernig leysist, og þarf
þó bæði þekking, vit og góðan
vilja til að vel fari“.
■ Þessi ummæli er hollt að íhuga
í sambandi við lausn kjördæma-
málsins nú og má með réttu kalla
„varnaðarorð forsetans".
Jafnvel Framsóknarmenn þora
og ekki lengur að mótmæla því,
að jafna þurfi kosningaréttinn.
Hitt virðist heldur á skorta, að
þeir vilji láta „þekkingu, vit og
góðan vilja“ ráða miklu um gerð-
ir sínar. Þeir keppast við að draga
inn í málið annarleg atriði og
reyna að flækja það með öllu
móti. Þeir úthúða núverandi fyr-
irkomulagi og svívirða allar til-
lögur, sem fram koma um breyt-
ingu á því. En sjálfir fást þeir
ekki með nokkru móti til að
segja, hverjar séu þeirra eigin
tillögur í málinu.
★
Þó hafa Framsóknarmenn ját-
að, að jafna þyrfti kosningarétt
og fjölga þingmönnum í þéttbýli.
Hversu mikið fást þeir ékki með
nokkru móti til að segja. Með
þessari játningu er þó fengin við
urkenning á því eina atriði i
þessu máli, sem hugsanlegt er að
geti hallað á strjálbýlið frá því,
sem nú er, ef ekki eru hafðir í
huga hagsmunir einstakra flokka.
Framsóknarmenn treysta sér ekki
til að halda því lengur fram, að
sanngjarnt sé að 426 kjósendur á
Seyðisfirði eigi að hafa 1 þing-
mann, samtímis því sem 7515
kjósendur í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu hafi einnig einungis 1,
eða 803 kjósendur í Vestur-Húna
vatnssýslu hafi 1 þingmann, þeg-
ar Akureyri með 4640 kjósendur
hefur einnig 1.
En ójafnvægið kemur fram í
fleiru en því, hversu hroðalega
mikill munur er á rétti kjósenda
um fulltrúafjölda eftir því, hvar
þeir búa á landinu. Kosningaað-
ferðin er einnig gersamlega ólík.
★
Kjördæmakosnir þingmenn eru
nú valdir með þrennu ólíku móti.
f einmenningskjördæmum er
sá kosinn, sem flest fær at-
kvæðin, án tillits til þess, hvort
hann hefur meirihluta kjósenda
með sér eða ekki. f tvímennings-
kjördæmum eru aftur á móti
hlutfallskosningar. Þar er því
kosinn efsti maður þess lista,
sem flest fær atkvæði. En til
þess að vera kosinn í annað sæti
þarf listi að hafa fengið a.m.k.
helming fylgis á við hinn, sem
fylgismeiri er í því kjördæmi,
ella fær sá síðarnefndi báða
kosna.
Loks eru í Reykjavík kosnir 8
þingmenn hlutfallskosningu. Þar
getur listi því fengið mann kos-
inn með einungis liðlega % af
fylgi á við þann sem mest fékk,
þar sem rúman helming þurfti í
tvímennin gsk j ör dæmunum.
Möguleiki flokka og frambjóð-
enda til að ná kosningu er þess
vegna gersamlega ólíkur, eftir því
hvar þeir eiga heima á landinu.
Með þessu er þeim flokki eða
flokkum, sem mest fylgi eiga í
litlum kjördæmum stórlega íviln-
að á móts við hina sem mest
fylgið hafa í Reykjavík.
Af þessu leiðir, að þegar jafna
á kosningaréttinn ,tjáir ekki að
hugsa um það eitt að jafna tölu
kjós.enda í kjördæmum, heldur
verður og að láta samskonar eða
sem svipaðastar kosningareglúr
gilda í öllum kjördæmum.
★
Þess vegna verður annað hvort
að taka upp á öllu landinu ein-
menningskjördæmi eða skipta
landinu í allstór kjördæmi með
hlutfallskosningum, þar sem
sambærilegur hluti kjósenda fái
hvarvetna möguleika til að koma
manni að.
Frá fræðilegu sjónarmiði má
endalaust deila um, hvor háttur-
inn sé heppilegri, einmennings-
kjördæmi eða hlutfallskosning.
En annan hvorn háttinn verður
að taka upp, hitt stenzt ekki til
lengdar að gera á þennan veg upp
á milli flokka eftir því hvar
fylgi þeirra er.
Á árunum 1952—53 var það
rækilega kannað, hvort hægt
væri að fá samkomulag, eða a.
m.k. meirihluta fyrir því, að
skipta öllu landinu í einmenn-
ingskjördæmi. Því fylgdi að
sjálfsögðu, að Reykjavík yrði
skipt í slík kjördæmi í einhverju
hlutfalli við fólksfjölda sinn.
Þegar á átti að herða, reyndist
Framsóknarflokkurinn alls ekki
viðmælandi um þvilíka lausn.
Hvorki Alþýðuflokkur né komm
únistar tóku hana i mál. Þar með
var hún endanlega úr sögunni,
enda á henni ýmsir gallar, svo
sem sannast hefur.
Eins og komið er, verður málið
þess vegna ekki leyst með nokkru
móti, nema með því að taka upp
nokkuð stór kjördæmi með hlut-
fallskosningum.
BRETAR hafa i mörgu að snúast
um þessar mundir, þó að Kýpur-
búar hafi sig ekki mjög í frammi.
Nú eru það Möltubúar, sem gera
Bretum erfitt fyrir.
Verkalýðsleiðtoginn Dominic —
eða „Dom“, eins og hann er stund
um kallaður — Mintoff hefir ein-
dregið krafizt þess, að Bretar
sleppi forráðum á Möltu og eyjan
verði sjálfstætt ríki. Hann mót-
mælir því, að brezkur landstjóri
stjórni eynni með reglugerðum,
sem verði til þess að aðstaða
eyjarskeggja innan brezka heims-
veldisins fari sífellt versnandi og
atvinnulífinu á eynni sé stofnað
í mikla hættu.
★
Mintoff sagði af sér embætti
forsætisráðherra fyrir tsepum
átta mánuðum. Hafði hann þá
verið í því embætti í þrjú ár.
Meðan hann var forsætisráðherra
barðist hann fyrir því, að Malta
yrði hluti áf Bretlandi á sama
hátt og Alsír er hluti af Frakk-
landi. Vildi hann, að eyjarskeggj-
ar ættu fulltrúa í þinginu, en þó
var þetta háð því skilyrði, að
brezka stjórnin ábyrgðist sömu
lífskjör til handa eyjarskeggjum
og öðrum brezkum þegnum.
Allt bendir nú til þess, að Mint-
off hafi komizt að raun um, að
Bretum sé í engu treystandi. Sum
ir telja þó, að hann kunni að hafa
sínar gömlu tillögur í bakhör.d-
inni. En hvað sem því líður, berst
hann nú af miklu kappi fyrir
sjálfstæði eyjarinnar, og dregur
enga dul á, að hann telji eyjar-
skeggjum fyrir beztu að eiga
ekkert undir Bretum.
★
Við skulum nú kynnast þess-
um manni ofurlítið betur. Mmtoff
er sonur matsveins, sem var í
þjónustu brezka flotans á Möltu.
Matsveinninn sendi son sinn til
mennta, og Mintoff lauk prófi
bæði sem verkfræðingur og arki-
tekt frá Konunglega háskólanum
á Möltu. Hann fékk styrk til
náms við Oxfordháskólann og
lagði þar stund á enska tungu.
Hann talar að vísu mál eyjar-
skeggja sem er arabisk mállýzka
mjög blönduð ítölsku — við
verkamennina sína, en á heimili
sínu talar hann ensku. Mintoff
er kvæntur dóttur fyrrverandi
landstjóra á Möltu, Bonham Cart-
er. Þau hjónin eiga tvær dætur.
Mintof stundaði nám sitt af
miklu kappi og gaf sér því lítinn
tíma til að taka þátt í íþróttum,
meðan hann var í Oxford. En
hann bætti sér það upp síðar, og
er nú bæði góður sundmaður og
liðtækur tennisleikari. Á styrjald
arárunum var hann í Englandi og
starfaði sem verkfræðingur í her-
málaráðuneytinu, en árið 1944
hélt Mintoff heim og tók þegar
að gefa sig að stjórnmálum.
★
Það yrði of langt mál að rekja
hér þær deilur, sem risu innan
Verkamannaflokksins eftir að
Mintoff kom til sögunnar, en
minnstu munaði, að verkalýðs-
hreyfingin klofnaði, þegar mest
gekk á.'Eftir 5—6 ár hafði Mintoff
náð öllum völdum innan flokks-
ins í sínar hendur.
Hann á sér traust verkamanna,
og það nægði til að tryggja hon-
um hlutverk leiðtogans. í fljótu
bragði finnst manni Mintoff ekki
líta út fyrir að geta staðið í stór-
ræðum. Hann er grannvaxinn og
fremur lágur vexti, en þegar
hann byrjar að tala, verður mönn
um ljóst, hvers vegna hann gegn-
ir hlutverki foringjans. Hann er
mikill áróðursmaður, sem ber-
sýnilega á mjög auðvelt með að
fá áheyrendur sína til að hlusta
með óskiptri athygli. Þar að auki
hefir hann mikla hæfileika til að
stjórna og skipuleggja, og skipti
hans við Breta hafa sýnt, að hann
er kænn samningamaður.
★
Árið 1955 leiddi hann
vinstrisinnaða verkamannaflokk-
inn fram til sigurs, og varð sjálfur
forsætisráðherra 38 ára að aldri
— hann var þá yngsti forsætis-
ráðherra innan brezka samveld-
isins. Starf hans var þó ekki sam-
bærilegt við embætti forsætis-
ráðherra í öðrum samveldislönd-
um Breta. Hann fór með æðstu
völd á flestum sviðum, er vörð-
uðu innanríkismál eyjarskeggja,
en varnarmál, utanríkismál og
önnur skyld mál voru utan við
hans verksvið, og landstjóri, sem
var fulltrúi brezku krúnunnar,
fór með æðstu völd á eynni.
En har.n sýndi Bretum fljót-
lega, að hann ætlaði sér ekki að
láta þá skerða valdsvið sitt á
neinn hátt. Skömmu eftir að hann
tók við forstæisráðherraembætt-
inu, lokaði hann útvarpinu á.
Möltu, af því að brezku yfirvöld-
in höfðu látið útvarpa tilskipun
án þess að leita leyfis hans fyrst.
Bretar komust sem sé fljótlega
að því, að hér var ekki við neina
liðleskju að eiga og þeir hafa oft
orðið illilega varir við það síðan.
★
Frá því að Mintoff hóf fyrst
afskipti af stjórnmálum hefir
hann haft miklar áhyggjur af, að
ein viðamikil grein atvinnulífsins
á eynni kynni að bregðast —
þ. e. a. s. vinnan í hinum stóru
verkstæðum brezka flotans. Mik-
ill fjöldi eyjarskeggja hefir bein-
línis eða óbeinlínis atvinnu af
þessum stóru viðgerðarverkstæð-
um.
En allt er breytingum undir-
orpið. Hernaðarlegt gildi eyjar-
innar sem flotahafnar hefir
minnkað til mikilla muna, og því
hefir brezka stjórnin ákveðið að
leggja verkstæðin niður. Hafa
þeir boðið að greiða eyjarskeggj-
um 25 milljónir sterlingspunda
á fimm árum og 4 millj. punda
að auki, sem verja á til þess að
gera nauðsynlegar breytingar á
verkstæðunum, svo að hægt sé að
hagnýta þau í öðrum tilgangi.
Þessar upphæðir eru mjög
snotrar svartar á hvítu, en Mint-
off finnst þær ekki vera nægi-
lega háar. Hvað tæki þá við að
fimm árum liðnum. Mintoff sér
fyrir sér sífellt versnandi atvinnu
skilyrði, og hann hefir stöðugt þá
staðreynd í huga, að 75% af öll-
um matvörum og svo að segja öll-
um iðnaðarvörum verður að
flytja inn í landið.
★
— Við verðum að vera harð-
orðir við Breta, segir hann og
stendur sannarlega við orð sín.
Hann tekur sér menn eins og
Nehru og dr. Nkrumah til fyrir-
myndar.
— Við megum ekki óttast píslar
vætti, sagði hann eitt sinn. Enda
myndi hann sjálfsagt ekki láta
sér bregða, þó að Bretar fang-
elsuðu hann.
★
Margir Englendingar skilja bar
áttu Mintofs, og þeir eru alls ekki
svo fáir í Englandi, sem hafa
samúð með honum. Hann á sterk
ítök í brezka verkamannaflokkn-
um. Ef til vill kann svo að fara,
að Malta verði á dagskrá í bar-
áttunni milli Verkamannaflokks-
ins og íhaldsflokksins, sem nú
harðnar óðum, eftir því sem kosn
ingarnar nálgast. Ef svo færi,
myndi Mintoff líta á það sem
sigur fyrir sig og kannski telja
það upphafið að því, að kröfur
hans næðu fram að ganga.