Morgunblaðið - 14.02.1959, Side 1
16 síður og Lesbók
48. árgangur
37. tbl. — Laugardagur 14. febrúar 1959
Frentsmiðja MorgnnblaðsiM
Ég er e/ns og dýr í búr\“
//
Kvæði Pasternaks um Nóbelsverblaunin
BORIS PASTERNAK afhenti brezka blaðamanninum Anthony
Frown tyrir nokkru handrit að nýju kvæði, sem hann hefur ort.
Kvæðið nefnir Pasternak „Nóbelsverðlaunin“.
Anthony Brown kom kvæði þessu til Englands og þar var það
lirt fyrir nokkrum dögum í enska blaðinu Daily Mail. Pasternak
kvaðst fyllilega gera sér grein fyrir áhættunni með því að láta
birta Ijóð þetta á Vesturlöndum. En hann kvaðst eindregið óska
fcitir birtingu þess.
Kvæðið fer hér á eftir í lauslegri þýðingu:
NÓBELSVERÐLAUNIN
Ég er glataður eins og dýr í búri.
tlti er fólkið, frelsið, ljósið.
Bak við mig er skarkali ofsóknarmannanna.
Og það er engin leið til undankomu.
Myrkur skógurinn á vatnsbakkanum.
Stúfur eftir fallið furutré.
Hér er ég, einn og afklipptur.
Hvað sem verður gildir einu fyrir mig.
En hvað er ég þá sekur um,
é g, morðinginn og fanturinn?
É g, sem knúði heiminn til tára
yfir fegurð föðurlands míns.
Hvað sem verður er ég á grafarbarminum,
og ég held sú tíð renni upp
þegar andi góðvildar sigrar
svívirðuna og illskuna.
Vesfurveldin vilja fjór-
veldaráðstefnu um
Þýzkalandsmálin
Boris Pasternak
PARÍS, 13. febr. (NTB). — Fasta
ráð Atlantshafsbandalagsins
ræddi í dag síðustu orðsendingu
Rússa í Berlínarmálinu og sam-
þykkti uppkast að svari Vestur-
veldanna. Munu sendiherrar Vest
urveldanna í Moskvu afhenda
orðsendingarnar í byrjun næstu
viku.
Eins og kunnugt er stungu
Rússar upp á því í orðsendingu
sinni, að efnt yrði til friðarráð-
stefnu í Þýzkalandsmálinu, þar
sem fulltrúar 28 þjóða, er börð-
ust gegn Þjóðverjum í síðustu
heimsstyrjöld skyldu koma sam-
an og semja uppkast að friðar-
sáttmála.
Það mun hafa verið samþykkt
í Atlantshafsráðinu í dag, at
hafna þessari tillögu Rússa en
stinga í þess stað upp á ráðtefnu
utanríkisráðherra fjórveldanna
um Berlínar og Þýzkalandsmálið
í heild. Þar mun og hafa verið
lagt til að ríkisstjórnir Vestur og
Austur Þýzkalands fái að hafa
áheyrnarfulltrúa á slíkri ráð-
stefnu,
Vesturveldin munu ekkl
stinga upp á neinum sérstökum
tíma fyrir slíka ráðstefnu, heldur
yrði hann ákveðinn í samráði við
Rússa. í orðsendingum sínum
munu Vesturveldin halda fast
við að Vestur Berlín verði ekki
framseld kommúnistum.
Lokaráðstefnan um Kýpur-
málið hefst á þriðjudaginn
Fullur fjandskapur milli
Suður Kóreu og Japan
SEOUL, Suður-Kóreu, 13. febr.
— (Reuter). — Stjórn Suður-
Kóreu hefur ákveðið að grípa til
gagnráðstafana vegna þess, að
japanska stjórnin ætlar að heim-
ila Kóreumönnum, sem búsettir
hafa verið í Japan að flytja til
Norður-Kóreu. Hefur herskipa-
flota Suður-Kóreu verið gefin
fyrirskipun um að reyna að taka
öll japönsk skip, sem eru á leið-
inni til Norður-Kóreu.
Um 600 þúsund Kóreumenn
hafa verið búsettir í Japan frá
stríðslokum og hafa þeir ekki
komizt heim vegna ágreinings
milli ríkisstjórna Japans og
Kóreu. Fyrir nokkru ákvað jap-
anska stjórnin að heimila öllum
þeim Kóreumönnum, sem þess
óska að fara til Norður-Kóreu,
sem er sá hluti landsins sem
kommúnistar ráða yfir. Er búist
við að fjöldi af þessum Kóreu-
mönnum vilji flytjast þangað,
Enn árang-
urslaus leit
I REUTERSKEYTI í gær-
kvöldi segir að í gærdag
hafi níu flugvélar tekið þátt
í leitinni að togaranum Júlí,
og hafi leitarflugið ekki bor-
ið árangur frekar en fyrri
daginn.
í skeytinu segir að flug-
vélarnar muni halda áfram
að leita á stóru svæði norð
austur af Gander.
Á leitarsvæðinu hafði
enn verið heldur óhagstætt
veður til leitar, hafði verið
norðaustan átt, 6—7 vind-
stig, gengið á með éljum og
6 stiga frost.
þar sem enn er ekki um það að
ræða, að þeir fái að flytja til
Suður-Kóreu.
Stjórn Suður-Kóreu hefur
mótmælt þessari ákvörðun Jap-
ana og lýsti utanríkisráðherra
landsins því yfir í dag, að stjórn-
in muni aldrei sætta sig við
flutning þessa fólks til Norður-
Kóreu. Hefur stjórnin nú ákveð-
ið mótmælaaðgerðir og hefndar-
ráðstafanir gegn Japönum. Það
sem hún hyggst gera er m. a.
þetta:
Halda japönskum fiskimönnum
sem teknir eru innan landhelgi
Kóreu í fangelsi, hefja ofsóknir
gegn japönskum fiskimönnum,
sem stunda veiðar við Kóreu,
efna til fjöldafunda í landinu,
Framh. á bls. 2
Utanríkisráðherrar Breta, Crikkja og
Tyrkja eins og óaðskiljanlegir vinir
LONDON, 13. febr. (NTB-
Reuter). — Utanríkisráð-
herrar Breta, Grikkja og
Tyrkja ákváðu í dag að n.k.
þriðjudag skyldi hefjast í
Lundúnum lokaráðstefna,
þar sem teknar verða á-
kvarðanir um framtíð Kýp-
ur. Ráðstefnuna mun sitja
auk ráðherranna, Makarios
erkibiskup á Kýpur og dr.
Fadil Kutchuk, foringi tyrk
neska þjóðernisminnihlut-
ans á eynni.
Utanríkisráðherrarnir þrír,
Selwyn Lloyd, Averoff og Zorlu
snæddu allir saman hádegisverð
í dag. Síðan óku þeir allir í sömu
bifreið til brezka utanríkisráðu-
neytisins. Virtust þeir allt í einu
vera orðnir óaðskiljanlegir vinir
log fóstbræður, enda sér nú fyrir
<S>lok hinnar hörmulegu deilu þjóð-
anna þriggja um stjórnskipun á
Kýpur.
Fundurinn í dag stóð aðeins
um klukkustund. Þar gerðu þeir
Averoff og Zorlu grein fyrir sam-
komulagi Grikkja og Tyrkja á
Zurichfundinum. Lloyd lýsti yfir
ánægju með þetta samkomulag
en setti fram óskir brezku stjórn-
arinnar um að mega hafa áfram
herstöðvar á þessari eyju í aust-
urbotni Miðjarðarhafsins.
Óeirðir í írak
BEIRUT í Líbaon, 13. febr. (Reu-
ter). — Dagblaðið A1 Kifah í
Beirut, sem styður Nasser ein-
ræðisherra Egyptalands skýrir
frá því að til óeirða hafi komið
milli kommúnista og þjóðernis-
sinna í bænum Negef í írak.
Höfðu hópar kommúnsta komið
til bæjarins frá Bagdad og ráðizt
að leiðtogum múhameðstrúar-
manna, sem þar sátu á fundi.
Hin hörmulega Kýpurdeila virðist nú að leysast. — Komu forystumenn Tyrkja og Grikkja saman
á fund í Zúrich í Svisslandi um helgina og framkvæmdu kraftaverkið. Mynd þessi var tekin í
Zúrich og sýnir, taiið frá vinstri: Konstantin Karamanlis, forsætisráðherra Grikkja, Evangel-
hos Averoff, utanríkisráðherra Grikkja, Adnan Mcnderes, forsætisráðherra Tyrkja og Fatin
Zorlu, utanríkisráðherra Tyrkja.
Sir Hugh Foot landstjóri Breta
á Kýpur, sat einnig fund þennan.
Hann kom flugleiðis til Lundúna
í morgun. Blaðamenn spurðu
hann við komuna til Lundúna-
flugvallar, hvað væri á seyðL
Hann svaraði: — Það hefur gerzt
eitthvað sem líkist kraftaverki i
Kýpurdeilunni. Ég hef varið einu
og hálfu ári í að sannfæra Kýp-
urbúa um að ekkert kraftaverk
muni gerast, en hér er krafta-
verkið komið. Að lokum bætti
hann við: — Bretland fagnar
því, að þetta kraftaverk hefur
gerzt.
í dag voru símrituð til Aþenu
og Kýpur boð til Makariosar
erkibiskups og Kutchuk, foringja
Tyrkja, um að mæta á Kýpur-
ráðstefnunni n. k. þriðjudag.
Þær fregnir berast frá Kýpur
að eyjarskeggjar fagni af heilum
hug því samkomulagi sem náðist
í Zúrich. Er búist við að sá samn-
ingur verði undirstaða samkomu-
lags um framtíð eyjarinnar, sem
endanlega verður ákveðin á
hinni fyrirhuguðu Kýpur-ráð-
stefnu. Er búist við, að þar verði
samþykkt að stofna á Kýpur
sjálfstætt lýðveldi, en að Bret-
um verði heimilað að hafa þar
áfram herstöðvar.
Laugardagur 14. febrúar.
Efni blaðsins er m.a.:
— 3: Geir Sigurðsson skipstjórft
(minning). — íþróttir.
— 6: Þrumandi, langvajrandi lófa-
klapp, þegar Kristinn Andrés-
son talaði í Kreml.
— 8: Forystugreinin: Tillögur, sem
fá liljómgrunn hjá almenningL
Utan úr heimi: Dæmdir fyrir
morð árið 1906 — sýknaðir 38
árum síðar.
— 9: Bréf frá Vínarborg: Samvizka
í sviðsljósi. — Bridge.
L E S B Ó K fylgir blaðinu i dag.
Efni m.a.:
Fornritafélagið, grein eftir Jón Ab-
björnsson, hæstaréttardómara.
Sá sem öllu bjargaði.
í sveitinnl, kvæSi eftir Knút Þor-
steinsson.
Ókunn lönd og þjóðir: Ómenntað
fólk, sem kann listina að lifa.
Gömul húsráð eru nytsöm.
Annáll janúar.
Straumar í Hammsfirði.
Anastasia hin umdeilda keftsara-
dóttir.
Bridge, Fjaðrafok o. fl.