Morgunblaðið - 14.02.1959, Page 8

Morgunblaðið - 14.02.1959, Page 8
8 M o r r. r Mtr 4 m e Laugardagur 14. febr. 1959 imÞfftft'* Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigui Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3304S. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 * skriftargald kr. 35,00 á mánuði innamand' í lausasölu kr. 2.00 eintakið. TILLÖGUR, SEM FÁ HLJÖM■ GRUNN HJÁ ALMENNINGI UTAN UR HEIMI Dæmdir fyrir morð árið 1906 — sýknaðir 36 árum s/ðor IIINAR Olgeirsson hefur ný- I lega í umræðum á Al- Á þingi, viðurkennt, að við- reisnartillögurnar, sem flokksráð Sjálfstæðismanna samþykkti hinn 18. des. sl., hafi mikinn hljóm- grunn meðal almennings. Hið sama segir Þjóðviljinn í forystu- grein sinni sl. fimmtudag: „Annað þrepið-------er klætt mjúkum orðum í Morgunblað- inu: „Stefnt verði að því að af- nema uppbótakerfið“ . . . „með því að skrá eitt gengi á erlend- um gjaldeyri og gera útflutnings- atvinnuvegunum kleift að standa á eigin fótum án styrkja".------ — Þriðja þrepið----------er líka sveipað viðkunnanlegum orðum um „frelsi í viðskiptum" og „af-- nám hafta" í viðskiptalífinu". Einar Olgeirsson játaði, að þessi boðskapur léti vel í eyrum al- mennings, végna þess, hve V- stjórninni hefði tekizt illa til um framkvæmd stefnu sinnar. Hann taldi ófarnað hennar koma af því, að hún hefði beitt neikvæðum höftum, en látið undan fallast jákvæðan áætlunarbúskap. ★ Þá viðurkenndi Einar að V- stjórnin hefði svikizt um að fram- kvæma „úttektina á þjóðarbú- inu“, sem hún hafði lofað. Og Ein ár lá ekki á því að þau svik væru sök Framsóknarflokksins. Fram- sókn hefði umfram allt viljað forðast hina margumtöluðu „út- tekt“. Uppgjör hinna fýrri samstarfs- flokka um það, hverjum þeirra svikin séu að kenna, er fyrst og fremst þeirra eigið mál, þó að fróðlegt sé fyrir almenning að fylgjast með þeim reikningsskil- um. En að sinni er rétt að leiða hugann fremur að játningum Einars sjálfs um að þjóðin sé orðin svo leið á höftunum og öllu, sem þeim fylgir, að hún kjósi algera stefnubreytingu: Aukið frelsi en ekki sívaxandi skerð- ingu þess. Fullvíst er að Einar Olgeirsson mundi ekki játa þetta nema til þess lægju gild rök. Hitt er alger misskilningur, að fólk hafi fengið nóg af höft- unum vegna þess að of lítið hafi verið af þeim, og mundi una hag sínum betur, ef enn yrði hert á, svo sem kommúnistar vilja. Það er einmitt vegna þess að höftin hafa verið of mörg en ekki of fá, sem menn vilja nú breyta til. ★ Tillögur kommúnista stefna «ð því, að ríkið og hlmannavald- ið komi hvarvetna í atvinnu- rekstri og framkvæmdum í stað einstaklinga. Höftin ein verði ekki látin nægja, heldur ryðji rík- ið einstaklingunum algerlega úr vegi og kæfi athafnaþrá þeirra og framkvæmdadug. Slíkt verður ekki gert nema með því að herða stöðugt á, ekki aðeins í atvinnulífi heldur og um hvers konar kúgun, í andleg- um málum ekki síður en efnis- legum. Þar talar reynslan í lönd- unum handan járntjalds sínu ó- tvíræða máli. Ef að ráðum Ein- ars Olgeirssonar væri farið, mundi flutt úr öskunni í eldinn. Forsmekkurinn einn hefur nægt íslendingum og þess vegna er það rétt hjá kommúnistum, þegar þeir segja, að almenningi þyki boðskapur Sjálfstæðismanna nú í senn mjúkur og viðkunnan- legur. ★ Kommúnistar reyna raunar að hræða almenning með því, að af kenningum Sjálfstæðismanna mundi leiða atvinnuleysi og rýrn un lífskjara. En hvað segir reynsl an um þetta? Ekkert land hefur á þessari öld verið verr komið en Þýzka- landi í ófriðarlok 1945. Nú eru Vestur-Þjóðverjar orðnir ríkasta og athafnamesta þjóð í Norður- álfu. Auðvitað eru Þjóðverjar dugmiklir og vinnusamir. En Ein ar Olgeirsson hefur sjálfur játað á Alþingi, að lífskjör íslendinga nú væri þrátt fyrir allt betri en flestra annarra vegna þess að þeir væru öðrum vinnu- samari og dugmeiri. Það er og satt, að í þeim efnum þolum við samanburð við hverja sem er, þegar við leggjum okkur fram. Að undanförnu hafa höft og fá- vísleg stjórnaríhlutun dregið kraft úr mönnum og hefur þó því verið áorkað, sem raun ber vitni. Ef athafnaþráin er leyst úr læðingi, nefndafarganinu aflétt og þeim, er þar að vinna, fengin þarfleg störf, mundi vafalaust verða komizt enn lengra ,svo sem dæmi Vestur-Þjóðverja sýnir. fslendingar hafa aldrei' átt við tilfinnanlegt atvinnuleysi að stríða nema á neyðarárunum, þeg ar Hermann Jónasson og félagar hans fóru með völd 1934—39. Þá eins og nú ætluðu höft og of- stjórn að sliga þjóðfélagið. ★ í þjóðfélagi þar sem jafn margt er ógert eins og á íslandi, með ónýttar auðlindir undir fótum manna inni í sjálfri höfuðborg- inni, ætti allra sízt að þurfa að óttast atvinnuleysi og kjararýrn- un, ef viturlega er stjórnað og kraftar allra eru nýttir til að byggja upp en ekki til að halda hverjum öðrum niðri. Sjálfstæðismenn hafa í við- reisnartillögum sinum vísað veg- inn að þessu marki. Með stöðv- unarlögunum hefur nú' unnizt svigrúm fyrir þjóðina til að átta sig og kveða sjálf á um framtíð sína. Það er mikil viðurkenning og hvatning fyrir S„\ ðijmenn um að þeir séu á réttri braut, þegar hörðustu andstæðingarnir verða að játa að tillögur þeirra hafi mikinn hljómgrunn hjá þjóð inni og ómengaður boðskapur þeirra sé í senn „mjúkur“ og „viðkunnanlegur". Andstæðing- arnir neyðast til þess að játa þetta af því, að kenningar Sjálf- stæðismanna koma heim við reynslu þjóðarinnar. Ófarnaður V-stjórnarinnar hefur fært henni heim sanninn um að betra er að treysta raunsæi og athöfnum Sjálfstæðismanna en loforðum og valdabraski andstæðinganna. Kosningarnar næsta vor veita almenningi færi á að hagnýta þá reynslu í verki. Þess vegna vilja Framsókn og kommúnistar um- fram allt hindra þær þvert ofan í óskir þjóðarinnar. NORSKA stjórnin hefir lagt fyr- ir Stórþingið tillögu um, að Ole Mikalsen Hetle verði greiddar 50 þús. kr. (norskar) í bætur. Fyrir rúmum 50 árum var hann dæmdur til margra ára fangelsis- vistar fyrir morð að yfirlögðu ráði, án þess að nökkurn tíma hefðu fengizt öruggar sannanir fyrir því, að hann væri sekur. Má segja, að með þessari tillögu ljúki síðasta þætti í einhverju einkennilegasta máli, sem komið hefur fyrir norska dómstóla. ★ Sunnudaginn 19. ágúst 1906 fannst Henrik Hetle látinn í for- arpolli á landareign Hetlefjöl- skyldunnar. Hvenær, hvar og hvernig hann dó er enn óupplýst. Þrátt fyrir það voru tveir menn sakfelldir, sem sé Mikal Hetle, sem var dæmdur til lífstíðarfang- elsis, og sonur hans, Ole, sem var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar. Annar sonur Mikáls, Mathæus, var sýknaður. Ole var látinn laus til reynslu árið 1914, og Mikal, sem ekki vildi fara fram á náð- un, var látinn laus sama ár í til- efni af 100 ára afmæli Eiðsvalla- stjórnarskrárinnar. Þeir feðgar sóru jafnan og sárt við lögðu, að þeir væru saklausir, og Mikal hélt fast við framburð sinn alveg fram í andlátið. Fjórum sinnum var reynt að taka málið upp að nýju. Það tókst ekki fyrr en ár- ið 1942, og var þá felldur sýknu dómur í málinu. ✓ Býli Hetlefjölskyldunnar liggja í Sunnufirði í Vestur-Noregi. Á Efri-Hetle var tvíbýli, og þar bjuggu þeir Mikal og Henrik. Mik al var 53 ára, þegar Henrik dó. Mikal var kvæntur og átti fimm börn þ.á.m. Ole, sem var 19 ára, er þessir atburðir gerðust, og Mathæus, sem þá var 16 ára. Henrik Hetle fæddist árið 1870 og var því aðeins 36 ára, er hann beið bana. Aldursmunurinn á þeim Mikal og Henrik var sterk röksemd gegn því, að Mikal hefði ráðið Henrik bana, og þar við bættist, að Henrik var mjög sterkur maður. Deilur út af landskika. Undir Hetlebýlin heyrðu Merk- jeútslægjurnar, og voru þær um hálfan annan kílómeter frá býl- unum. Frá Merkje lá leiðin upp til Hetleseljanna. Um margra ára skeið höfðu þeir Henrik og Mikal deilt um lítinn skógivax- inn landskika við Merkje. Fóru þeir í mál út af skikanum, og dómurinn féll Henrik í vil. Mikal varð mjög æstur út af málalykt- um þessum og var mjög stórorður. Systir Henriks sagði síðar svo frá fyrir rétti, að Mikal hefði látið svo ummælt, að fyrr skyldi fljóta blóð en að hann tapaði málinu. Vafalaust hefir Mikal ekki verið alvara, er hann mælti þessi orð. En atvikin höguðu því þannig, að síðar var lögð örlagaþrungin merking í þau. Sannleikurinn mun vera sá, að Mikal hafi sætt sig við dóminn í málinu út af landskikanum, þar sem hann var orðinn þreyttur á málaþrasinu og landskikinn var ekki sérlega mikils virði. Margt bendir líka til þess, að þeir hafi upp frá því látið öll sín ágreiningsefni liggja í láginni. Dagana fyrir 17. ágúst 1906 LEIBRÉTTING í þættinum „Utan úr heimi“ í blaðinu í gær féll niður orðið „ekki“ þar sem Clement Attlee ræðir um Eisenhower forseta. Setningin átti að vera þannig: „Eisenhower var ekki mikill her- maður — í þeim skilningi, sem venjulega er lagður í þau orð, en hins vegar ágætur diplomat". voru Henrik og Mikal báðir að slá engi sín við Merkje. Henrik sló nú í fyrsta sinn skikann, sem þeir nábúarnir höfðu deilt um. Um tíuleytið á föstudag fór Karó- lína, kona Henriks, upp í Hetle- selið til að hirða þar hey. Þau höfðu komið sér saman um, að Henrik svæfi í heyskúrnum á Merkje um nóttina, en Karólína ætlaði að fara heim úr selinu og koma upp á engið með mat á laug ardagsmorgun. Sonur Mikals, Mathæus, var á föstudagskvöld sendur upp í fjall til að sækja hest, sem átti að nota heima á býl- inu næsta dag. Mikal lauk við að hirða heyið á Merkje á föstu- dagskvöld og hélt síðan heim- leiðis. Ole og systir hans sáu Henrik standa við heyskúrinn og reykja, er þau fóru heim. Þetta var í síðasta sinn, sem Henrik sást á lífi. Jt Henrik hveríur Er kona Henriks kom upp á engið á laugardagsmorgun ásamt 10 ára gömlum syni þeirra hjóna, gátu þau hvergi fundið Henrik. Heyið í skúrnum var bælt, svo að augljóst var, að Henrik hafði legið þar, og greinileg slóð var í döggvuðu grasinu frá skúrnum. Þau mæðgin héldu upp í selið, en Henrik var ekki þar. Þau leit- uðu drykklanga stund, en árang- urslaust. Leituðu þau þá aðstoð- ar bænda í seljum í grendinni, og leitað var allan laugardaginn. Um kvöldið var Mikal og fjölskyldu hans sagt frá því, að Henriks væri saknað, og þau slógust í hóp með leitarmönnum. Karólína bað Mikal að tala við sig. Hún var mjög raunamædd, því að hún og Henrik höfðu lent í miklum deil- um á föstudagsmorguninn. ★ Sunnudaginn 19. ágúst komu 60—70 manns til Hetle til að leita að Henrik. Fannst hann þá lát- inn í forarpolli við Hestleselið. Mönnum þótti rétta.rt að hreyfa ekki líkið fyrr en hreppstjórinn kæmi á vettvang. Gert var boð eftir honum, en hann kom ekki fyrr en næsta dag. Einnig var sent eftir héraðslækninum. En menn tóku óðara að spjalla óspart um málið. Deilurnar milli Henriks og Mikals voru rifjaðar upp, og pískrað var um það, að Mikal hefði átt stryknin, sem hann notaði við refaveiðar. Sú saga komst fljótlega á kreik, að Mikal hefði sett itryknin í matar- kassa Henriks. Hreppstjórinn hélt því fram, að Henrik hefði dottið, slegið höfðinu í stein í fallinu ög rotast og síðan kafnað í forinni. Til ör- yggis yfirheyrði hann nokkur vitni, sem öll fullyrtu, að þau hefðu ekki heyrt nein óvenjuleg hljóð aðfaranótt laugardagsins. Engin spor fundust í grennd við staðinn, þar sem líkið fannst. Er héraðslæknirinn heyrði sögusagnirnar um, að Henrik hefði verið myrtur, krafðist hann þess strax, að líkið yrði krufið. Niðurstaðan í skýrslu læknanna, sem tókust á hendur að kryfja líkið, var sú, að ekki væri hægt að færa sönnur á, að Henrik hefði dáið eðlilegum dauðdaga, en ekki væri loku fyrir það skot- ið, að hann hefði verið kyrktur. Magi hins látna var rannsak- aður. Kom þá í ljós, að ekki kom til greina, að Henrik hefði verið byrlað eitur. Þannig voru úr sög- unni þær getgátur, sem upphaf- lega hafði komið af stað orðrómn um um, að Henrik hefði verið myrtur. Samkvæmt skýrslu hreppsstjórans fundust engin grunsamleg spor við forarpollinn, er gætu bent til þess, að Henrik hefði verið kyrktur. Síðar komust læknarnir að þeirri niðurstöðu, að Henrik hlyti að hafa verið látinn, er hann lenti í forarpollinum. Allt benti til þess, að líkið hefði verið stirðn að áður. Var það álit læknanna, að líkið hefði verið flutt að for- arpollinum á hestbaki. A Spákona og mjaltakona leysa frá skjóðunni. Nú kom nýtt atriði í málinu. Þó að lítið væri á þvi að byggja, hafði það samt sem áður sín á- hrif. í Björgvin bjó um þessar mundir þekkt spákona, og leitað var ráða hjá henni. Hún svaraði því til, að Mikal og synir hans hefðu drepið Henrik. Einn þeirra hefði setið fyrir Henrik við veg- inn upp í selið, þar sem morðið hefði átt sér stað. Ef betur væri gáð að, myndu finnast þar greini leg merki um mannaferðir og storknir blóðpollar. Spákonan sagði ennfremur, að Henrik hefði risið upp á hnén og hrópað á hjálp. Augljóst er, að ekkert er auðveldara en að finna spor bæði manna og hesta á leið upp í fjall- beit, enda fundust slík ummerki rétt hjá Merkje. Það var mjalta- konan á býli Henriks, sem fann sporin. Og mjaltakonan hafði frá ýmsu öðru að segja. Er hrepp- stjórinn yfirheyrði hana sama dag og Henrik fannst, sagði hún ákveðið, að hún hefði ekkert séð eða heyrt, þó að líkið fyndist 50— 60 skref frá þeim stað, sem hún var stödd á snemma á laugar- dagsmorgun. En fimm mánuðum síðar mundi hú* allt í einu eftir ýmsum atriðum, sem aldrei höfðu komið fram, Nú sagði hún, að hún hefði orðið. vör mannaferða í grennd við skúrinn, þar sem Henrik svaf, og m.a.s. séð mann með hatt á höfði rétt hjá skúrn- um. Mjaltakonan varð aðalvitnið í málinu. Mörgum árum síðar kom það í ljós, að hún var á valdi sjúklegra hugaróra, og var vitn- isburður hennar þar með ógild- ur. Nokkrar selstúkur, sem til þessa höfðu ekkert haft til mál- anna að leggja, sögðu nú frá ýms- um grunsamlegum hljóðum, sem þær höfðu heyrt aðfaranótt laug ardagsins. ★ En hefði líkið verið flutt á hestbaki að forarpollinum, hlutu að finnast hrosshár á klæðunum, sem Henrik hafði borið. Hrepp- stjórinn hafði ekki orðið var við neitt slíkt, og þegar rannsaka átti fötin, hafði ekkjan þegar þvegið þau. Samt sagði hún svo frá fyrir rétti, að hrosshár hefði verið bæði á jakka Henriks og vesti, m.a.s. fullyrti hún, að hárin hefðu verið af rauðum hesti. Hest ur Mikals var sem sé rauður. Flestum var það óskiljanlegt, hvers vegna Karólína réðist nú gegn Mikal, þar sem hún hafði leitað hjálpar hans, þegar ósköp- in dundu yfir. Ef til vill hefir þetta átt að vera vörn gegn þeim sjálfsásökunum, sem hafa ásótt hana, þar sem þau Henrik höfðu skammað hvort annað blóðugum skömmunum, er þau sáust í síð- asta sinn. Jt Feffgarnir sakfelldir án nægilcgrra sannana. Tvisvar var það lagt til, að mál- inu yrði skotið á frest vegna skorts á sönnunargögnum. En eftir að hinn opinberi ákærandi hafði fengið frá sérfróðum mönn- um nýjar upplýsingar, sem útilok uðu, að um eðlilegan dauðdaga væri að ræða, ákvað hann, að ÍJikal og synir hans skyldu sóttir til saka. Hinn opinberi ákærandi kvað síðar hafa sagt, að hann hafi verið í mjög miklum vafa um, hvort hann ætti að leggja málið fyrir kviðdóm og kvaðst hann hafa gert það aðallega í Frh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.