Morgunblaðið - 17.02.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.02.1959, Qupperneq 1
20 siður Þegar reynt var að snúa, fékk togarinn 60 gráða halla „Klakabarningur bjarg- aði skipinu" segir Marteinn Jón- asson skipstjóri á Þorkeli mána FRÉTTAMENN fengu í gær tækifæri til aS ræða við Martein Jónasson skipstjóra á togaranum Þorkeli mána. Með honum var Þorsteinn Arnalds, skrifstofustjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. — Þorsteinn kynnti Martein skipstjóra fyrir fréttamönn- um og sagði um leið, að hann hefði ráðizt til Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur í marz 1956 og starfað þar síðan sem skipstjóri á Þorkeli mána við bezta orðstír, eins og skrif- stofustjórinn komst að orði. Togarinn Þorkell máni, var einn af íslenzku togurunum, sem voru á Nýfundnalandsmiðum, þegar fárviðrið gekk þar yfir fyrir rúmri viku. Eins og kunn- ugt er af fréttum, var togarinn allhætt kominn, en með þraut- seigju skipshafnarinnar og aðstoð hollra vætta tókst að heimta skip. ið úr greipum Ægis. Til marks um það, hve hætt skipið var kom- ið má vitna í ummæli Marteins skipstjóra á blaðamannafundin- um í gær. Hann sagði: Við gerðum eina tilraun til þess að slá hann af og venda, þegar dúraði og við vorum búnir að berja vel klakann af vöntum, hvalbak og brú, en þá kom svo mikill halli á hann, að við hættum við til- raunina. Hann lagðist á brú- argluggann. I vélinni er halla- skipið alltaf lengra og lengra inn í frostbeltið. Má geta þess hér, að Marteinn skipstjóri sagði, að ef engin ísing hefði verið, þá hefði ekkert gerzt. Hann sagði einnig: — Ég tel vafalaust, að klakabarningur skipshafnar- innar hafi bjargað skipinu. Frásögn skipstjórans Hér á eftir fer frásögn skipstjór ans: — Við komum á -Nýfundna landsmið 4. febrúar s.l. og var þá allsæmilegt veður. Við hóf- um þá þegar veiðar syðst á Ritu- bakka við ágætar aðstæður og fiskuðunv í þrjá daga. Þar voru íslenzkir togararnir í hnapp á litlu svæði. Það stóðst nokkurn veginn á endum, að þegar við höfðum fyllt skipið, þá skall veðrið ó mjög snögglega. Það var síðari hluta dags 7. febr. Þá vor- um við nákvæmlega staddir 50 gr. 28. mín. norður og 51 gr. vest- ur, en láta mun nærri, að það sé álíka sunnarlega og syðsti oddi Englands. Dýpið þarna var 155 —185 faðmar. — Þegar veðrið var skollið á á laugardag, var haldið upp í sjó og vind og skipið gert sjóklárt að svo miklu leyti, sem hægt var. Hann var á norðvestan og veðrið jókst stöðugt, þegar á kvöldið leið, og um miðnætti voru komin að minnsta kosti 12 vindstig með miklum sjó, frosti og byl. Veðrið skall mjög snögg- lega á og hygg ég fæstir hafa bú. izt við þvílíkum ofsa, þó að loft- vogin sýndí slæmt útlit og frétzt hefði af lægðum. En það er ekk- ert nýtt, að mjög djúpar lægðir gangi þarna yfir og hefur slíkt ofviðri ekki fylgt í kjölfar þeirra áður. Við andæfðum svo þarna, hélt Marteinn skipstjóri áfram, og þegar kemur fram yfir mið- nætti, þá herðir hann frostið til muna, svo skipið yfirísast mjög fljótt. Sást það m. a. af því, að skipið lagðist þá á bakborðshlið- Framh. á bls. 18. Bátaþilfarið á Þorkeli mána. Enn var ís á því þegar togarinn kom til hafnar. Stögin, sem sjást fremst á vinstri hönd, voru eins gild og tunnur. Myndir: Ljósm. MbL Vesfurveldin bjóða Rússum fil stórveldafundar um Þýzka- land London, 16. febrúar. (NTB-Reuter) VESTURVELDIN afhentu Rússum í dag orðsendingar, þar sem hafnað er tillögu Rússa frá 10. janúar sl. um að þýzk friðarráðstefna verði haldin með þátttöku 28 þjóða. Þess í stað leggja Vestur- sé skilyrði fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna, að hægt sé að ná samkomulagi um réttláta friðarsamninga við Þýzkaland. í bandarísku orðsendingunni er sagt að skipting Þýzkalands feli í sér hættu fyrir öryggi Ev- rópu og áherzla lögð á það að Vesturveldin láti ekki hrekja sig með hótunum frá Vestur-Berlín. Er þar staðhæft að ef Rússar af- hendi austur-þýzku stjórninni öll yfirráð yfir Austur-Berlín og feli henni umsjón með flutning- um til Vestur-Berlínar, þá sé heimsfriðnum stefnt í voða. Frakkar leggja einnig áherzlu á það í sinni orðsendingu, að þeir muni ekki yfirgefa Vestur- Berlín og muni beita öllum róð- um sem tiltæk eru til að verja herlið sitt í borginni og sjá því fyrir eðlilegum birgðaflutning- um. Frakkar telja það ekki væn- legt til samkomulags, ef Rússar ganga til viðræðna með því hug- arfari, að aðeins verði samið um tillögur þeirra sjálfra og engar aðrar. Enski blaðamaðurinn sveik Pasternak Hafði ekki leyti til að birta kvœðið mælir og sögðu vélstjórarnir, að skipið hefði fengið 60 gráða halla. Þetta var á sunnudagskvöld. Þetta sagði Marteinn skipstjóri og má bæta því við, að reynt var að venda. til þess, að unnt væri að slóa undan veðinu í austur, þar sem sjór er miklu hlýrri og ekki eins hætt við ísingu. Með því að andæfa upp í veðrið fór Dulurfull Iung- dræg eldfluug CANAVERAL-höfða á Florída, 16. febrúar. (Reuter). — Banda- ríski flugherinn skaut í dag á loft dularfullri eldflaug, sem ekkert nafn hefur verið gefið, en er tveggja þrepa og mun vera mjög langdræg. Var eldflauginni skot- ið frá tilraunastöðinni á Cana- veral-höfða út yfir Atlantshaf. Ekkert annað er um hana vitað, nema það að hún er smíðuð af McDonnel flugvélaverksmiðjun- F yrstu mýsnar með gervitungli kringum jörðina WASHINGTON, 16. febrúar. — Innan skamms ætla Bandaríkja- menn að skjóta nýju gervitungli á braut Lringum jörðina. Innan- borðs verða fjórar lifandi mýs og vonast vísindamenn til þess að geta komið þ'eim aftur lifandi til jarðar. Framkvæmd þessi er þáttur í víðtækum rannsóknum á því hvernig lífverur þoli hið snögga viðbragð, er eldflaugum er skotið á loft og breytt umhverfi háloft- anna. Hafa tilraunamýsnar þegar gengið undir ýmsar þolraunir og þolað fimmtugfaldan þunga að- dráttarafls jarðar í 15 sekúndur. í hinni fyrirhuguðu tilraun verður fylgzt með líffærastarf- semj músanna með nókvæmum mælitækjum og mælingarnar sendar með sjálfvirkum útvarps- tækjum til jarðar. veldin til að haldinn verði fundur utanríkisráðherra stór veldanna, Breta, Frakka, Bandaríkjamanna og Rússa um Þýzkalandsmálin. Leggja þau og til að stjórnir Vestur- og Austur-Þýzkalands fái að hafa áheyrnarfulltrúa á slíkri ráðstefnu. Rússar fengu í dag fjórar orð- sendingar, sitt hverja frá Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Orðsend- ingarnar eru ekki samhljóða að orðalagi, en meining þeirra allra er hin sama, enda var samstaða Vesturveldanna mótuð í fjög- urra manna nefnd og síðar sam- þykkt á fundi í Atlantshafsráð- inu fyrir helgi. Áherzla er lögð á það í orð- sendingum þessum, að Þýzka- landsmálið í heild verði rætt á fyrirhuguðum fundi utanríkis- ráðherra, en ekki sé nóg að ræða Berlínar-málið eitt. í orðsendingu Vestur-Þjóð- verja eru Rússar sérstaklega var- aðir við því að valdbeiting og einhliða aðgerðir í Þýzkalands- málunum muni leiða af sér mjög hættulegt ástand í Evrópu. Það MOSKVA, 16. febrúar — Boris Pasternak er sár yfir því, að brezkur blaðamaður, Anthony Brown við Lundúnablaðið Daily Mail hefur birt kvæði eftir hann í fullkomnu óleyfi. Kvæði þetta „Nóbelsverðiaun- in“ hefur vakið alheimsathygli vegna þess að Pasternak lýsir sjálfum sér þar sein dýri í búri. Anthony Brown kvaðst birta kvæðið með sérstöku leyfi Pasternaks, en höfundurinn hefur nú borið það til baka og segir að blaðamaðurinn hafi illilega svikið sig. Pasternak lét blaðamanninum kvæðið í hendur gegn loforði um að það yrði ekki birt. Hann átti að afhenda kvæðið Jacqueline de Proyart, sem er safnvörður við Tolstoy-safnið í París og skyldí kvæðið gaymast þar tii betri tíma. Er Pasternak sár og reiður yfir því að hinn brezki blaða- maður hefur brugðizt heitl sínu c„ má vera að þessi at- burður verði Pasternak hættu- legur. Þriðjudagur 17. febrúar Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Gullfoss hefur siglt 500 000 sjé« mílur. — 6: Frá aðalfundi Dagsbrúnar. — 8: Frá Seyðisfirði. — 9: Kvikmyndir. — 10: Forystugreinin: „Engin leið ti undankomu“. „Dýrasta bók í heimi“. (Utaa úr heimi). — 11: Páfi kallar saman kirkjuþing. Gerpir kominn heim úr harS~ sóttri för. — 13: „Forríkur fátæklingur“ leikrH Leikfélags Akureyrar. — 18: Bridge. *--------------------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.