Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. febr. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 9 Hafnarfjarðarbíó sýnir um þessar mundir nýja spænska myntl. Aðalhlutverkin leika Pablito Calvo, sem lék aðalhlutverkið í myndinni „Marcelino" og hinn snjalli enski leikari og leik- ritahöftmdur Peter Ustinov (höf. Romanoff og Júlíu, sem Pjóðleikhúsið sýndi hér 1957). * KVI KMY N Dl R * Austurbæjarbíó ÞREMENNINGARNIR VIB BENZÍNGEYMINN ÞESSI ÞÝZKA dans- og söngva- mynd, sem tekin er í litum, er gamall kunningi að því leyti, að mynd um sama efni og með sama nafni var sýnd hér fyrir um 25— 30 árum, með hinum skemmtilegu leikurum, Willy Fritch, Lilijan Harvey og Hans Riihmann í aðal- hlutverkunum. Var mynd þessi afburðaskemmtileg, enda hlgut hún hvarvetna mikla aðsókn og vinsældir. — Útgáfa sú af þess- ari mynd, sem nú er sýnd í Aust- urbæjarbíói er að því er mér finnst, hvergi nærri eins skemmti leg og gamla myndin, og eru þó ýmis atriði myndarinnar dágóð og einstaka ágæt, svo sem er þeir vinirnir heyja hnefaleik út af hinni fögru og heillandi Gaby, sem þeir eru allir ástfangnir af. Og gaman er að sjá þarna aftur eftir áratugi, Willy Fritsch. — Hann leikur reyndar ekki elsk- huga að þessu sinni, heldur föð- ur, sem kominn er til ára sinna, en honum Kefur tekist að halda sínum gamla „sjarma". Germaine Damar, sem leikur Gaby Kossman, eitt af aðalhlut- verkunum, er glæsileg leikkona og dansar prýðisvel. Og þremenn ingarnir, Adrian Hoven, Walter Múller og Walter Giller, fara dá- vel með hlutverk sín, en eru þó ekki eins skemmtilegir og þre- menningarnir í gömlu myndinni. Gamla bíó: Hinn hugrakki. ÞESSI bandaríska kvikmynd í lit um og „Cinemascope" gerist í Mexikó og þar er hún tekin. Er myndin gerð eftir skáldsögu Ro- berts Rich (Dalton Trumbo) og hlaut höfundurinn Oscars-verð- launin 1957 fyrir söguna, sem „beztu kvikmyndasögu ársins“. Fjallar myndin um lítinn dreng, son fátæks mexikansks leiguliða og vin hans, kálfinn „Gitano", er drengurinn hafði bjargað ný- fæddum eina óveðursnótt. Og kálfurinn vex upp og verður að lokum að þróttmiklum bola, og er hann sóttur einn góðan veður dag til þess að heyja baráttu sína við nautabana á „Plaza de Mexi- ko“. Þetta fellur Leonardo liíla illa og hann reynir allt sem hægt er til að bjarga „Gitano" vini sínum frá þessum voða. Hann fær forseta landsins til þess að gefa út skipun um að „Gitano" skuli hlíft, en það er um seinan. Nauta atið er byrjað. En leikslokin koma öllum á óvart. Það er ýmislegt gott um þessa mynd og Michel Ray, sem leikur Leonardo litla fer furðuvel með hlutverk sitt. En myndin er nokk- uð langdregin, einkum nauta- atið, en þó sjálfsagt skemmti- leg fyrir þá, sem hafa gaman af þessum ljóta leik. Ég hef alltaf haft skömm á honum og því hafði ég litla ánægju af mynd- inni. Trípólíbíó: Stúkan á svörtu sokkunum. ÞETTA er ný amerísk sakamála- mynd og er, eins og flestar mynd- ir af því tagi, hreinn glæpur gegn siðmenningu og heilbrigðri skyn- semi. Auk þess er myndin svo ruglingslega samin, að spennan nær ekki að stíga, enda sækja að áhorfandanum geispar í stór- um stíl. Leikurinn er freniur slakur, og Ron Randell, í hlut- verki hóteleigandans E1 Parry, er svo leiður á svipinn, að ann- að hvort hefur hann framið öll morðin, sem eiga sér stað í mynd- inni, eða hann er í „fýlu“ yfir því að hafa ekki framið þau. Annars læt ég öðrum bíógestum eftir að komast til botns í þessari þvælu. Geta má þess, sem dæmi um smekkvísina, að g-moll synfónía Mozarts rr leikin undir hugleið- ingum hóteleigandans! —Ego. Rússar úgna keis- aranum með morði MOSKVU, 14. febrúar. — Enn hefur Ráðstjórnin ráðizt harka- lega á íraksstjórn og keisarann fyrir að láta hvergi undan síga fyrir þvingunartilraunum Rússa, sem miða að því að íran segi sig úr Bagdadbandalaginu. Varaði Pravda Iranskeisara alvarlega við því að láta ekki fara fyrir sér eins og fór fyir írakskeis- ara, en hann var myrtur í upp-. reisinni í Irak í sumar, eins og kunnugt er. Hallgrímur Bjarnason fyrrum bóndi að Suður-Hvammi í Mýrdal Minningarorð HINN 8. janúar sl. var borinn til hinztu hvíldar að Víkur- kirkju heiðursbóndinn Hallgrím- ur Bjarnason í Suður-Hvanjmi í Mýrdal. Fæddur var hann að Eftir I'jtlugosið 1918 fór að losna um Hallgrím og fjölskyldu hans í Hjörleifshöfða. Árið 1920 losnaði Suður-Hvammur í sama hreppi úr ábúð, er hinn mikli völundur Sveinn Ólafsson, faðir þeirra Einars Ólafs prófessors og Rofum í Mýrdal 12. sept. 1867, en i Gústafs hæstaréttarlögmanns, brá lézt 29. desember 1958. Mér er ljúft að minnast hins aldna heiðursmanns, því að ég hafði lengi þekkt hann og notið með honum margra ánægju- stunda. Ég kynntist Hallgrími fyrst á unglingsárum mínum. Veitti hann þá forstöðu Nautgriparæktunar- félagi Mýrdælinga og gegndi auk þess fleiri störfum fyrir sveit sína. Ég held mér sé óhætt að segja, að ekki hafi betri og ákjós- anlegri maður verið á ferð en hann, þar sem hann var. Hann var síleiðbeinandi og miðlaði fús- lega af reynslu sínni og þekkingu. Var leitun á jafnreglusömum manni og áreiðanlegum í öllum skiptum og Hallgrímur var, enda gerði hann miklar kröfur til sín og annarra um verkleg efni og fjármál öll. Ef hann þurfti á smá- láni að halda, var með öllu óþarft að fá skriflega viðurkenningu frá honum. Allt stóð eins og stafur á bók, sem um var samið. Mátt- um við yngri mennirnir mikið af þessu læra. Ég man einna fyrst eftir Hall- grími Bjarnasyni, þegar Markús bóndi Loftsson í Hjörleifshöfða var jarðsunginn árið 1906. Sá Hallgrímur um þá útför ásamt sonum Markúsar ungum, Skær- ingi og Kjartan Leifi, og ekkju hans, Áslaugu Skæringsdóttur. búi og fluttist til Reykjavíkur með konu sinni, Vilborgu Einars- dóttur. Höfðu þau búið um mörg ár á þessari skemmtilegu jörð og unnið þar að miklum jarðarbót- um og húsað hana vel. Var þess vegna eigi lítill vandi að taka við búskap í Suður-Hvammi. Margir höfðu augastað á jörð þessari, enda er hún vel i sveit sett. Enginn vissi hins vegar fyrr en eigandi jarðarinnar hafði kyrrláta og góða heimili í Suður- Hallgrímur bjó í Suður- Hvammi, þar til hann missti Ás- laugu konu sína 8. október 1939. Þá tók Kjartan Leifur stjúpsonur hans við jörðinni, og hjá honum og konu hans, Ástu Þórarinsdótt- ur, dvaldist hann til dauðadags. Vann hann heimilinu allt, er hann mátti, meðan heilsa entist, og átti að síðustu friðsælt ævikvöld í skjóli þeirra hjóna og barna þeirra. Á yngri árum var Hallgrímur myndarlegur á velli, ötull til verka og skýr og rökfastur í hugs- un. Að sjálfsögðu beygði Elli kerling hann með árunum, enda mörg að baki, áður en yfir lauk. Hins vegar var hugsunin alltaf jafnskýr, og grandvarleikinn til orðs og æðis hélzt til hinztu stundar. Þegar ég var á ferð þar eystra síðastliðið sumar, gisti ég á þessu byggt hana Hallgrími í Hjörleifs höfða. Má af því marxa það álit, sem menn höfðu á Hallgrími, er hann var tekinn fram yfir marga aðra. Við, sem bjuggum á næstu jörð, þar sem lönd lágu saman, höfð- um ágæta reynslu af fyrri ábú- endum. Má því segja, að brugðizt getur á ýmsa vegu, þegar nýir ábúendur koma í nágrennið. En hér tókst val eftirmanns Sveins í Hvammi mjög vel, og varð sam- búð milli heimilanna hin ágæt- asta öll þau ár, sem ég bjó á Giljum með móður minni og Hjörleifi bróður mínum. Er mér ljúft að votta það að leiðarlokum. Hvammi. Hafði ég þá tækifæri til að rifja upp öll gömlu, góðu kynnin við þetta heimili og þá ekki sízt við hinn aldurhnigna húsbónda. Þótti mér vænt um að hafa enn fengið tækifæri til að endurnýja forna vináttu við þessa nágranna mína frá búskaparár- um mínum. Að leiðarlokum þakka ég göml- um samferðamanni fyrir mína hönd og systkina minna.alla vin- áttu á liðnum árum og sendi að- standendum öllum samúðar- kveðjur. Markús Jónsson frá Giljum. Var hún hin mesta myndarkona, enda rómuð um allan Mýrdal og víðar fyrir skörungsskap. Fyrir Hallgrími átti það svo að liggja Prestssetrið verði flutt trá Æsustöðum að Auðkúlu góðan gjaldanda hjá sér. Hins vegar kvaðst Jón Pálmason líta svo á, að eðlilegast væri, að prest urinn sæti í Auðkúlu. Jón Pálmason tók breytingar- FRUMVARPIÐ um áætlunarráð tlllógu„ sína aftur þar tU við 3- Frá Alþingi ríkisins var samþykkt til 2. umr. í neðri deild Alþingis í gær og einnig frv. um sameign fjölbýlis- húsa. Þriðja málið á dagskránni var frumvarp um skipun presta- kalla, sem var til 2. umr. Fylgdi Páll Þorsteinsson því úr hlaði fyrir hönd menntamálanefndar. Kvað hann nefndina mæla með því, að frv. yrði samþykkt, en þrír nefndarmanna hefðu þó skrifað undir með fyrirvara. I frv. væri stefnt að því að lög- festa skipan, sem þegar væri orð- in í framkvæmd og komið til móts við óskir manna í hlutað- eigandi sóknum. Jón Pálmason tók næstur til máls og talaði fyrir breytingartil lögu, sem hann bar fram við þetta frv. Er hún á þá leið, að næst þegar prestaskipti verði að Æsu- stöðum í Húnaþingi, verði prests- setrið flutt að Auðkúlu. Skýrði Jón Pálmason svo frá, að Auð- kúla væri elzta prestssetur á þessum slóðum. Síðast þegar laga breyting hefði verið gerð, hefði þáverandi prestur á Æsustöðum, séra Gunnar Árnason, verið því að kvænast þessari heiðurskonu nótfallinn að flytja aðAuðkúluog tveim árum síðar — eða 1908. Er Hallgrímur hafði setzt í hús- bóndasætið í Hjörleifshöfða, varð þar mikil breyting á skömmum tíma. Markús Loftsson hafði búið í Höfðanum um marga áratugi og setið jörðina á forna vísu. En Hallgrímur hófst þegar handa um auknar jarðarbætur og húsabygg ingar, svo að allt útlit jarðarinn- ar gjörbreyttist. Fór hér saman atorka og víðsýni, enda varð Höfðinn að höfuðbóli í höndum Hallgríms og hins unga sonar Markúsar, Kjartans Leifs. Urðu þeir líka svo samhentir á öllum sviðum að til fyrirmyndar var. Þegar hér kom til dugnaðar og snyrtimennska húsfreyjunnar var sízt að furða, þótt upp risi í Höfð- anum mikið myndarheimili, sem unun var að sækja heim. Man sá, er þetta ritar, margar ánægju- stundir á þessu heimili í Hjörleifs höfða. sama máli gegndi um þann prest er nú sæti á Æsustöðum. Prest- urinn á Æsustöðum væri hins vegar ungur maður og gæti sótt burtu hvenær sem væri og væri því rétt að bíða ekki með að gera þessa lagabreytingu. Lagði Jón Pálmason til að lokum, að um- ræðu um málið yrði frestað svo menntamálanefnd gæti kynnt sér máiavöxtu. Páll Þorsteinsson beindi því til flm. breytingartillögunnar hvort hann vildi ekki taka hana aftur og flytja við 3. umræðu. Skúli Guðmundsson spurði hver væri vilji íbúa prestakalls- ins í þessu máli. Jón Pálmason sagði, að ekki lægju fyrir óskir sóknarnefnda í viðkomandi sóknum, en fyrir tveimur árum, er málið var til umræðu, hefði komið i ljós að skoðanir manna hefðu verið nokkuð skiptar. Allir vildu hafa umræðu, en frv. var vísað til 3. umr. samhljóða. Önnur dagskrár mál voru tekin út af dagskrá og fundi slitið. Einu nýju þingskjali var út- býtt á Alþingi í gær. Var það stjórnarfrv. þess efnis að sérstak ur frádráttur bátasjómanna frá skattskyldum tekjum verði hækk aður úr kr. 850 í kr. 1500. — Er þetta í samræmi við það sem samið var um eftir áramótin. Matreiðslimám- skeið Húsmæðra- félags Reykja- víkur SL. miðvikudag lauk fjórða mat- reiðslunámskeiðinu í vetur hjá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur, og um leið siðasta námskeiðinu í bili. Hafa þá hátt á annað hundr- að stúlkur sótt styttri og lengri námskeið og sýnikennslu i mat- reiðslu^ hjá félaginu á þessum vetri. í fyrrakvöld buðu stúlk- urnar mæðrum sínum og fleiri gestum til kvöldverðar og var þar á boðstólum fallegt „kalt botð“. Síðasta námskeiðið var 6 vikna kvöldnámskeið og tóku þátt í því 12 stúlkur, sem flestar vinna úti eða eru við háskólanám. Kennari var Vilborg Björnsdóttir hús- mæðrakennari. I hófinu þetta síð- asta kvöld þakkaði Edda Schev- ing veitta kennslu fyrir hönd stúlknanna og árnaði félaginu heilla. Húsmæðrafélagið mun nú aftur taka upp saumakennslu, en starf- semin í haust byrjaði einnig með saumanámskeiðum. Munu verða haldin lengri og skemmri sauma- námskeið fram í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.