Morgunblaðið - 17.02.1959, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.02.1959, Qupperneq 13
Þriðjudagur 17. febr. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 13 Leikfélag Akureyrair: „Forríkur fátæklingir" Leikstjóri Jóhann Ögmundsson ÞRIÐJUDAGINN 3. febrúar frumsýndi Leikfélag Akureyrar þýzkan gamanleik, er hlotið hef- ir nafnið „Forríkur fátæklingur". Þessi leikur er gerður eftir þýzkri sögu er nefnist á frummálinu „Drei Mánner im Schnee“ eftir Erich Kástner. Sagan hefir komið í íslenzkri þýðingu bæði í bókar- formi og sem framhaldssaga í mörgum leikjum sem þessum. Guðmundur Gunnarsson leikur Schlúter aðalforstjóra mjög skemmtilega og hressilega en þó hvergi yfirdrifið. Vera kann að hann mætti vera nokkuð eldri í útliti, því eins og hann er hefir maður ekki nokkra samúð yfir meðferð dyravarðar- ins á honum. Búningur hans í Við fjallahótelið. Anna Þriíður ur Hat aldsson sem doktorinn. tveimur dagblöðum landsins, ýmist undir nafninu „Þrír menn í snjónum", eða „Gestir í Mikla- garði“. Efni það, sem hér er fjall að um er því næsta kunnugt. f leikskrá segir að leikritið hafi Robert Neuner gert, en þýðing- una „Vilhjálmur Eyjólfsson", sem sé dulnefni á vel þekktum leik- húsmanni í Reykjavík. Leikurinn er í fjórum þáttum Og gerist 1. þáttur á heimili Schluters forstjóra en hinir þætt irnir á fjallhóteli Tammenhof. Með þessu er nokkuð vikið frá efni sögunnar og ennfremur er nöfnum breytt. Hins vegar er söguþráðurinn hinn sami: Ríkur maður í gervi fátæklings, þjónn í gervi auðkýfings, fátækur menntamaður tekinn fyrir millj- ónamæring, fallega dóttir ríka mannsins trúlofast fátæklingn- um, hinn mikli mismunur á fram komu hótelyfirmanna við þann sem ríkur er og þann sem lítils er megnugur, skemmtilegur mis- skilningur á miskilning ofan og endirinn allra beztur. Jafnan er ærinn vandi á hönd- um er snúa skal skemmtilegri sögu í leikrit. Oftast nær leikrit- ið ekki sögunni til hlítar. Svo er einnig hér. Leikurinn fer hægt af stað. 1. þátturinn er of daufur, nema end irinn. 2. og 3. þáttur eru báðir líflegir og skemmtilegir og hæst rís leikurinn í lok 3. þáttar .— og þar hefði hann í rauninni mátt hætta. Að vísu er eftir að greiða úr flækjunni, en til þess er varið of miklum tíma. í 4. þætti ger- ist nánast ekkert skemmtilegt. Áhorfandinn veit allan tímann hvað hlýtur að koma fram og há- tíðleikinn er hundleiðinlegur. Hér er áberandi smíðisgalli á leiknum og leikstjóra og leik- endum tekst engan veginn að bæta úr honum. Sviðsetning Jóhanns Ögmunds sonar er á margan hátt liðleg, stöður eðlilegar og nýting for- senunnar ágæt. Hraðinn er víða góður þótt sums staðar mætti hann vera meiri og þá fyrst og fremst í þeim köflum, sem léleg- astir eru frá höfundarins hendi. Slíka galla geta góðir leikarar og smekkvís leikstjóri oft hulið. Vera kann að hér ráði nokkru um að margir leikendanna eru lítt sviðsvanir. Skortur þjáfaðra leikara hér á Akureyri kemur auðvitað skýrast í ljós í mann- sem forstjóradóttirin og Hauk- Frú Mensing ráðskona er leik- in af frú Kristínu Konráðsdóttiur. Ég hef ekki séð frú Kristínu á .sviði í mörg ár og finnst mér það leitt, svo ágætlega sem hún leikur þetta hlutverk. Þó mun ekkert hafa vakið eins mikinn hlátur og þegar hún kemur inn örlítið „hýr“, en mörgum hættir til að yfirdrifa sliíkt. Kristín missir ekki eitt augnablik vald á þessari einföldu og umhyggju- sömu, en þó röggsömu pérsónu, sem hún á að túlka. Gervið er gott. Sviffsmyhd úr fyrsta þætíi. Anna Þruffur, Kristín Konráffsdóttir — Myndirnar tók Eðvarff Sigurgeirsson. fyrsta þætti er of „blátt áfram“. Anna Þrúffur Þorkelsdóttir leik ur forstjóradótturina. Hún er falleg stúlka, sem sómir sér vel í þessu hlutverki. Víða er leikur hennar ágætur, en á stöku stað gætir skorts á framsagnarþjálf- un. Beztur er leikur hennar á móti unnustanum í 3. þætti. Júlíius Oddsson leikur Seidel- bast þjón oft skemmtilega, enda kann Júlíus ýmislegt til verka á sviði. Þó finnst mér hann óþarf lega sperrtur og harður á brún- ina, sem umhyggjusamur þjónn. Gervið er allgott, nema hvað hár kollan er fremur tuskuleg. Jóhann ögmundsson leikur klæðskera, lítið hlutverk en lag- legt. Þráinn Karlsson leikur hótel- stjórann. Þráinn mun áreiðanlega geta gert ýmislegt á leiksviði, en í þetta hlutverk fellur hann ekki. Hann skröltir innan í föt- unum og málrómurinn samrým- ist engan veginn því gervi sem á hann er sett. Hins vegar er framsögn skýr og oft góð og lodd- aratilþrif skemmtileg, en þarna eiga þau ekki við. Það væri gam- an að sjá Þráin í hlutverki við hans hæfi. Kjartan Ólafsson leikur hótel- dyravörðinn af mikilli snilld. Þetta syfjaða rolumenni, sem hímir í pontu sinni heila þætti án þess að segja svo sem nokkurt orð eða hafast nokkuð að. Þó er persónan grátkómísk og Kjartan og Guffmundur Gunnarsson. missir aldrei tök á henni. Gerviff er ágætt og hreyfingarnar í fullu samræmi við þær. Haukur Haraldsson leikur heim spekidoktorinn Georg Scheinp- fluy. Haukur er ungur og óreynd- ur leikari. Hann er frjáls á svið- inu og geðþekkur ungur maður. En hann er óþarflega rolulegur og framsögn víða ábótavant, jafn vel svo að ekki skilst allt sem hann segir. Það má tala hratt án þess að tafsa. Mér finnst Hauk- ur of unglingslegur til þess aS falla í hlutverk manns sem er orðinn doktor í heimspeki. Ann- ars er hlutverkið frá höfundar- ins hendi vandræðaskapnaður. ^ Frú Sigurveig Jónsdóttir leikur frú von Haller með ágætum, þótt ef til vill megi segja að stundum nálgist hún það að yfirdrífa. En „typan“ er skemmtileg. Páll Helgason leikur barón Framh. á bls. 17 Hvítur 0 M 0 - þvottur Þarna er hún að flýta sér í matinn. Hvað er það, sem vekur athygli þína? Kjóllinn, OMO-þveginn, auðvitað. Öll hvít föt eru hvít tilsýndar, en þegar nær er komið, sést bezt, hvort þau eru þvegin úr OMO. Þessi fallegi kjóll er eins hreinn og Blátt OMO skilar yður þolir allan samanburð verða má, hvítur, mjallahvítur. Þegar þú notar OMO, ertu viss um að fá hvíta þvottinn alltaf verulega hreinan, og mislitu fötin einnig. Láttu þvottinn verða þér til sóma, —• láttu ekki bregðast að hafa ailtaf OMO í eldhúsinu. hvitasta þvotti í heimi — einnig bezt fyrir mislitan!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.