Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 17. febr. 1959 19 MORGUNTtLAÐIÐ Orustuþotur ógnuðu öryggi Cometunnar LONDON, 14. febr. — Forráða- menn brezka flugfélagsins Brit- ish Overseas Airways Corpora- tion upplýstu í dag, að ein af hin- um nýju Comet XV þotum félags- ins hefði orðið fyrir ágangi or- ustuþota úr liði kínverskra þjóð- ernissinna, er Cometan var á flugi milli Tokyo og Hong Kong hinn 30. janúar sl. Hér var um að ræða tvær Sabre þotur. Kínversku flugmennirnir flugu mjög nálægt Cometunni, önnur orustuþotan kom svo ná- lægt, að ekki voru nema örfá fet á milli vængenda þotanna. Reyndu brezku flugmennirnir með handapati að gera Kínverj- unum skiljanlegt, að þeir æsktu ekki nærveru þeirra — og reyndu jafnframt að ná sambandi við orustuþoturnar um loftskeyta- stöðina, en árangurslaust. Or- ustuþoturnar flugu þannig sam- hliða Cometunni í 5—6 mínútur, en hurfu síðan. Flerðubeið var dregin I var BREIÐDALSVÍK, 16. febr. — Síðdegis í dag er ekki vitað hér hvort tekizt hafi að ná vírnum úr skrúfu strandferðaskipsins Herðubreiðar. — Hér í höfninni var ógerlegt að fást við það og var skipið dregið héðan út af höfninni af vé'lbáiwum Hafnarey, sem dró skipið út að varðskipinu Ægi, sem síðan dró það norður á firði til þess að komast ein- hvers staðar inn á lygnan fjörð, til þess að hægt verði að senda kafarann niður og losa vírinn af skrúfunni. XJm það hafa sem sé ekki borizt fréttir. Herðubreið hefur stórskemmt hryggjuna í ofsaveðri því, sem hér hefur geisað. ■ í gær fauk járn af þaki íbúðar- hússins Brekkuborg, ennfremur tók þak af hlöðu þar. Fólk sakaði ekki og heyið mun óskemmt að mestu í tóftinni. í Brekkuborg búa Gísli Stefánsson og kona hans Jóhanna Jónsdóttir, með syni sínum Jóni. -— Páll. Mcsta veður sem mælzt hefur KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR, 16. febr. - Flugvöllurinn var lokaður á laugardaginp vegna hríðarveðurs, en það má til tíð- inda teljast, að hér mældist á sunnudaginn mesti vindhraði, sem mælzt hefur á þessu ári. í einum hinna hörðu bylja á sunnu daginn, komzt vindhraðinn upp í 80 hnúta, sem er 13—14 vindstig. Ekki varð neitt tjón hér í þrumu. verðinu á sunnudagsmorguninn, en það hafði staðið yfir í fulla klukkustund. — B.Þ. Eldin?ar á Ákranesi AKRANESI, 16. febr. — Um klukkan 7,30 á sunnudagsmorg- un laust eldingu niður í húsið Miðteig 6, og hljóp eldingin eftir raflögnum. Fólkið í húsinu vakn- aði við ljósaganginn og hávaðann af þrumunum. Sá fólkið að ljós logaði eftir allri rafmagnslínunni við götuna, en það er loftlína. — Allir fóru á fætur, börn- in klædd í snatri, til þess að vera reiðubúin að yfirgefa húsið ef með þyrfti. Þruman var löng og virtist skammt undan. Allt í einu kom blossi út úr rafmagnselda- vélinni og öll öryggi í húsinu sprungu. Hafði eldingunni lostið niður í eldavélina og brunnu þar vírar. Þá hætti gauragangurinn. Götuljósin slokknuðu og víðar í bænum sprungu öryggi og ljósa- perur. — Oddur. Með Cometunni voru 50 manns. Margir farþeganna tóku myndir af þessu glæfralega tiltæki Kín- verjanna — og verða þessar mynd ir m.a. lagðar fram sem sönnun- argögn, en brezka samgöngumála ráðuneytið mun koma kvörtun- um sínum á framfæri við stjórn- arvöldin á Formósu. Aksel Larsen stof n- ar nýjan flokk Kaupmannahöfn, 16. febr. (Páll Jónsson) í GÆR stofnaði Aksel Larsen nýjan flokk, sem nefnist Sósíal- íski alþýðuflokkurinn. Var boðað til stofnfundar eftir að 15 þúsund ir skriflegra áskorana höfðu bor- izt. Larsen var fyrir nokkru rekinn úr kommúnistaflokknum danska fyrir Títóisma. Formaður hins nýja flokks var kosinn Aksel Larsen, en meðal meðstjórnenda eru Willy Brauer, formaður prentarafélagsins, og Kai Moltke, sem áður var blaða- maður við Land og Folk. Garnalt hæsnaliús stórskemmist I FYRRINÓTT kom upp eldur í gömlu hænsnahúsi að Bústaða- bletti 8, hér í útjaðri Reykjavík- ur. Þar var nú til húsa stein- stólpa- og steinhandriðagerð Þor steins Löve. Var mikill eldur í húsinu, enda var það klætt að innan með trétexi og spænir not- aðir til einangrunar.Veður var sæmilegt, milli átta, og var slökkviliðið eina klukkustund að berjast við eldinn. Er húsið, sem er eign Páls Bjarnasonar, talið ónýtt að mestu. Kviknað hafði í út frá olíukyndingu. Frá Alþingi Tvö mál voru á dagskrá efri deildar Alþingis í gær. Frumvarp um sauðfjárbaðanir var til 2 umr. atkvgr. Féllu atkvæði þannig, að breytingartillaga frá Friðjóni Þórðarsyni um að baðanir skyldi framkvæma árlega, var felld með 10 atkv. gegn 2, en aðrar breyt- ingartillögur við frv. voru sam- þykktar og því vísað til 3. um- ræðu með 13 samhljóða atkvæð- um. Frumvarp um lífeyrissjóð- starfsmanna ríkisins, var til 2 umræðu. Formaður fjárhags- nefndar deildarinnar, Bernharð Stefánsson, gerði grein fyrir at- hugun nefndarinnar á frv. og breytingartillögum, sem nefndin hafði borið fram við það. Voru breytingartillögur samþykktar og frv. svó breytt vísað til 3. um- ræðu. Á dagskrá neðri deildar voru fimm mál. Frv. um olíuverzlun ríkisins var vísað til 2. umræðu, með samhljóða atkv. Frumvarp um skipulagning samgangna var‘ til 3. umræðu og afgreitt til efri deildar með 13 atkv. gegn 9. Frv. um hefting sandfoks og græðslu lands var til fyrstu umræðu. Fylgdi Steingrímur Steinþórsson, því úr hlaði með ítarlegri ræðu og sagði m.a. að það væri vitað að það væri bæði hægt að forð- ast uppblástur lands og einnig hægt að græða þau sár, sem kom. in væru. Þá minntist hann braut- ryðjendastarfs Gunnlaugs heit- ins Kristmundssonar í sambandi við þessi mál. Frv. var samþykkt samhljóða til 2. umræðu. Frumvarp um breytingar á sjúkrahúslögunum var til 1. um- ræðu. Flm. Áki Jakobsson, talaði fyrir því, en það var síðan sam- þykkt til 2. umræðu samhljóða. Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti o- hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Simi 18259 Lokað Skrifstofa og verzlun okkar verður lokuð frá 11?—4 I dag vegna jarðarfar. Kristján Sigurgeirsson h.f. Lokað vegna jarðarfarar frá 1—4 í dag. Verzlivnin Lárus F. Bjornsson Freyjugötu 27. Vegna jarðarfarar verður skrifstofu vorri og verzlun lokað frá hádegi þriðjudaginn 17. þ.m. Slippfélagið í Reykjavík Fyrirtœkjum vorum verður lokað miðvikudaginn 18. febrúar vegna útfarar. Barðar Gislason h.f Ungling vanfar til blaðburSar r eftirtalið bverfi Nesveg Aðalstræti 6 — Sími 22480. Huðheilar þakkir til allra f jær og nær, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára af- mæli mínu 9. þ.m. Valgerður Pálsdóttir, Vík í Mýrdal. Alúðar þakkir til hinna fjölmörgu vina minna og kunn- ingja, sem heimsóttu mig, gáfu mér gjafir og sendu kveðj- ur sínar á margvíslegan hátt í tilefni af 70 ára afmæli mínu 12. þ.m. og gerðu mér þar með daginn ógleymanleg- ann. Kveðjur og óskir um blessun guðs til ykkar allra. Böðvar Pálsson GUNNÞÓRUNN HALLDÖRSDÓTTIR Amtmannsstíg 5, andaðist 15. febrúar s.l. Fósturbörn. Konan mín SIGURBJÖRG SVEINSDÓTTIR Hringbraut 109, andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangi að kvöldi hins 14. þ.m. Magnús Árnason. Elskuleg móðir okkar ÁSTRÓS JÓNASDÓTTIR andaðist í Landakotsspítala 16. þ.m. Börnin. Maðurinn minn og faðir okkar OTTÓ H. GUÐMUNDSSON Öldugötu 3, Hafnarfirði, andaðist af slysförum 14. þ.m. Guðrún Guðmundsdóttir og börn. Eiginmaður minn JÓHANNES ÁRMANNSSON frá Húsavík, andaðist laugard. 14. þ.m. Ásta Stefánsdóttir Útför GARÐARS GlSLASONAR stórkaupmanns, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 18. febrúar kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Eiginkona, börn og tengdabörn. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug, samúð og hjálpsemi í veikindum og við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa ARNGRlMS KRISTJÁNSSONAR skólastjóra. Sérstaklega þökkum við kennurum og starfsfólki Melaskólans, sem heiðruðu minningu hans á svo eftr- minnanlegan hátt. Henny Kristjánsson, Áslaug Arngrímsdóttir, Unnur Arngrímsdóttir, Baldur Maríusson, Hermann Ragnar Stefánsson, og bamabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KARL L. GUÐMUNDSSONAR Vandameim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.