Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 10
1C MORGU1VBLAÐ1Ð Þriðjudagur 17. febr. 1959 Utg.: H.f. Arvakur, Heykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. A.ðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Áckriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. „ENGIN LEIÐ TIL UNDANKOMU' A21. þingi rússneska komm- únistaflokksins tók „fé- lagi Kristinn Andrés- son“, fulltrúi „hins sameinaða sósíalistaflokks íslands og mið- stjórnar hans“ m. a. svo til orða: „Sósíalistar Islands gleðjast yfir því, að vinátta Sovét-ríkj- anna og íslands eflist stöðugt". Allir íslendingar sameinast um að óska eflingar raunveru- legrar vináttu íslands og Sovét- ríkjanna. Óþarft er að takmarka gleði yfir henni við „sósíalista Islands" eina. Islendingar óska vináttu við allar þjóðir og á milli allra þjóða, því að það er rétt, sem Kristinn Andrésson segir: „Allt líf slíkrar smáþjóðar sem íslendinga er komið undir friði í öílum heiminum“. En óskin ein nægir ekki. Við verðum að líta á raunveruleik- ann. Er hætta á ófriði úr sög- unni? Ef ekki, hvaðan stafar sú hætta? Og hvaða stórveldi eru nú hættulegust smáþjóðum? Um ríki, smá og stór, á við hið sama og einstaklinga, ekkert þeirra er fullkomið. Vegna legu íslands telja tvö stórveldi, Bretland og Bandarík- ki, sig hafa hér alveg sérstakra hagsmuna að gæta. I skiptum okkar við þessi ríki hafa risið ýmis ágreiningsefni. Þar er skemmst að minnast landhelgisdeilunnar við Bret- land. Allir Islendingar fordæma framkomu Breta í henni. Bandaríkin hafa og verið sök- uð um ásælni hér á landi af ýmsum. Nú er mest deilt um varnarsamninginn frá 1951. Um hann er það óhagganleg stað- reynd, að engri þvingun var beitt við Islendinga, þegar hann var gerður. íslendingar sömdu um hann alveg af frjálsum vilja, vegna þess að við vildum með þeim hætti leggja okkar skerf fram til þess að friður héldist. Eðlilegt er og sjálfsagt, að ís- lendingar ásaki Breta fyrir fram- komu þeirra í landhelgismálinu og að deilt sé um varnarsamning- inn við Bandaríkin. En þrátt fyr- ir þann ágreining, sem af þessu sprettur, hefur engum íslending nokkru sinni komið til hugar, að þessi 2 stórveldi reyndu að skipta sér af, hverjir mynduðu stjórn á íslandi, eða hversu lengi hver ríkisstjórn sæti að völdum. Þar er ólíku saman að jafna við það, er gerðist nú í vetur í Finnlandi. ★ Engum getur dulizt að í Finn- landi varð lögleg ríkisstjórn, studd af yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar að víkja frá völdum vegna andúðar stjórnar Sovét- ríkjanna. Nokkru eftir að ný ríkisstjórn, geðþekkari Sovétríkjunum, hafði verið mynduð, fór forseti Finn- lands í „skemmtiferð" til Lenin- grad og kom sjálfur Krúsjeff þangað til móts við hann. Árang- ur þess fundar er sagður vera sá, að nú hafa ríkisstjórnir Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar boðið Krúsjeff í heim- sókp til landa sinna. Það heim- boð hafði að vísu áður verið ráð- gert, en menn ekki haft geð í sér til að láta verða úr því, eftir at- burðina í Ungverjalandi. Sam hengi alls þessa er enn mjög á huldu, en því miður virðist heim- boðið nú frekar vera merki hræðslugæða en sannrar vináttu. Hætt er við að svo verði um samskipti smávelda við Sovét- ríkin, á meðan þar ræður sé andi, sem nú mótar framkomu þeirra. ★ Um framkomuna gegn eigin þegnum nægir að vitna til hins átakanlega kvæðis Pasternaks, sem birt var hér í blaðinu s.l. laugardag og hljóðar svo: Ég er glataður eins og dýr í búri. Úti er fólkið, frelsið, ljósið. Bak við mig er skarkali ofsókn- armannanna. Og það er engin leið til undan- komu Myrkur skógurinn á vatns- bakkanum. Stúfur eftir fallið furutré. Hér er ég, einn og afklipptur. Hvað sem verður gildir einu fyrir mig. En hvað er é'g þá sekur um, ég, morðinginn og fanturinn? Ég, sem knúði heiminn til tára yfir fegurð föðurlands míns. Hvað sem verður er ég á graf- arbarminum, og ég held sú tíð renni upp . þegar ég held sú tíð renni upp þegar andi góðvildar sigrar svívirðuna og illskuna. Mönnum fannst þetta furðu djarflega mælt af hinu mikla skáldi. Sumir hugðu jafnvel, að um fölsun væri að ræða. En Þjóðviljinn segir á sunnudag- inn, að svo sé ekki, heldur hafi Pasternak skýrt frá þvi, „að Ijóðið sé úr flokki sem hann „orkti, þegar illa lá á mér um stund“ og ekki sé ætlaður til birtingar". Hann hafi beðið blaðamanninn, sem því kom á framfæri, að „færa ljóðið vini sínum í París“. Jafnframt fylgja nokkur harðyrði um blaða- manninn, sem birti ljóðið. Eins og á stendur hefur þessi yfir- lýsing þá þýðingu eina að stað- festa sanngildi kvæðisins. Af- sakanir Pasternaks eru til áfell- is því þjóðfélagi, sem neyðir sína beztu syni til að fara svo að. ★ Fyrir Pasternak „er engin leið til undankomu". Hann ann þjóð sinni og vill ekki láta hrekja sig úr landi, þó að hann ætti kost á því. E. t. v. er sú tryggð við föðurlandið hið mesta, gem Pasternak getur nú gefið því. örlög hans verða ætíð til að minna menn á hina eilífu bar- áttu frjálsborins anda við kúg- un og ofbeldi. Engir ættu fremur að skilja þá baráttu en við íslendingar. Skilningur á henni ætti og ekki að vera bundinn við flokka. Á meðal kommúnista eru margir, sem tileinkuðu sér kenningar þeirra af þvi að þeir héldu, að þeir væru þar með að berjast gegn kúgun og ofbeldi. Þessir menn þurfa nú að heyja sitt eigið frelsisstríð til að bjarga sjálfum sér í tíma undan „skark- ala ofsóknarmannannai“. Með því afla þeir ekki einungis sjálf- um sér fr-elsis ,heldur stuðla þeir að því, að í hinu mikla föð- urlandi Pasternaks „fái andi góð- vildar sigrað svívirðuna og illskuna11. UTAN UR HEIMI r . lilPÉ£í ,,Dýrasta bók í heimi'4 LÁGVAXINN, dökkeygur Frakki, útgefandinn Joseph For- et, hefir ákveðið að reisa bók- inni glæsilegt minnismerki, eins og hann sjálfur orðar það. Dagar bókarinnar bæði sem ritverks og sem listaverks eru taldir, segir hann. Eftir áratug eða svo hefir bókin orðið að víkja fyrir sjónvarpi og kvik- myndum — og í heimi véla- menningarinnar er ekkert rúm fyrir bókaútgáfu í góðum og gömlum skiiningi. Þess vegna vil ég gefa út stórt, handunnið ritverk sem minnisimerki xun bókina. Á komandi tímum verð ur það táknrænt fyrir liðna tið. Og þetta er ástæðan fyrir því, að „dýrasta bók í heiminum", sér nú dagsins Ijós. Joseph Foret gerði fyrstu til- raunina í fyrra, er hann gaf út Don Quijote, myndskreytta af Salvador Dali. Glæsilegustu eintökin kostuðu sem svarar 3.500 kr. ísl. Bókin var 50x75 cm. að sta-ið, o" la-fm út í 200 cin- tökum, sem seldust upp á mjög skömmum tíma. Foret gerði því ósmeykur aðra tilraun og gaf út „Voyages fauta- stiques aux Etats et Empires de la Lune et du Soleil“ eftir Cyrano de Bergerac — lýsing á ferð til tunglsins eftir einhvern hug- myndaríkasta rithöfund, sem uppi hefir verið. Franski málarinn og milljónamæringurinn Bernard Buffet myndskreytti þá bók, og fyrsta eintakið seldist fyrir sem svarar 250 þús. ísl. kr. önnur út- gáfa bókarinnar var ekki eins glæsileg, og kostaði hvert eintak sem svarar 35 þús. ísl. kr. ★ En í þriðju tilraun virðist Foret ætla að slá öll sín fyrri met: Hann ætlar að gefa út dýrustu bók í heiminum, og áætlað verð á fyrsta eintakinu er sem svarar 3,5 millj. ísl .kr. Prenta á bókina á 18 kar- ata gullblöð, og þeir, sem eiga að myndskreyta hana, eru engin smámenni í heimi málaralistar- innar: Picasso, Chagall, Miro, Buffet og Dali. Upphafsstafinn á fyrstu blaðsíðunni á að gera úr örsmáum gimsteinum. Það er Op- inberun Jóhannesar, sem Foret ætlar að láta prenta í svo veg- legri útgáfu. Meðal viðskiptavina Forets eru nokkrir auðugustu bókasafnarar og stærstu bókasöfn í heiminum. Tvö eintök af bókinni hafa þeg- ar verið pöntuð og eiga að fara til Stokkhólms. En það er einnig hægt að panta bókina, greiða helminginn af verðinu, þegar pantað er, og hinn helminginn, þegar viðskiptavininum er af- hent bókin. Hins vegar er skylt að geta þess að nú sem stendur er gert ráð fyrir því, að upplagið af fyrstu útgáfunni verði aðeins eitt ein- tak. MYNDIRNAR Efsta myndin: Bergerac gerir fyrstu athuganir sínar á tungl- inu. Honum kemur það á óvart að tunglbúar ganga á fjórum fótum. — Teikningin er eftir Buffet. Næsta mynd: Teikning Buffets af tunglferðinni. Útgefandinn Joseph Foret sýn- - ir eintak af næstdýrustu bók- inni, tungiferð Bergeracs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.