Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIfl Þriðjudagur 17. febr. 1959 Dagsbrúnarfundur i fyrradag: Blekking auðvaldsins að verkamenn geti eignazt sitt eigib hús r' r • sagði Arni Agústsson Aðalfundur Dagsbrúnar var haldinn s. I. sunnudag. Miklar umræður urðu og framhaldsaðalfundur boðaður siðar. Inntökugjald og félagsgjöld hækkuð AÐALFUNDUR Verkamannafé- lagsins Dagsbrún var haldinn sl. sunnudag í Iðnó. Fundurinn var fámennur en þó urðu þar allmikl- ar umræður, um skýrslu for- manns, reikninga félagsins og starfsemi þess á sl. ári. Fundinum varð ekki lokið og var boðaður framhaldsaðalfundur síðar. Fundurinn hófst á því að for- maður félagsins, Hannes Stephen- sen, las skýrslu félagsstjórnar fyrir árið 1958. Minntist hann í upphafi máls síns 33 félagsmanna er látizt höfðu á árinu og las nöfn þeirra, en fundarmenn risu úr sætum sínum í virðingarskyni við hina látnu félaga. — Hannes ræddi síðan um starfsemi félags- ins á árinu og taldi hana hafa að mestu mótazt af tvennum kosn- ingum, sem fram fóru, þ. e. stjórnarkjöri og kosningu full- trúa á þing ASÍ, svo og nýjum samningum félagsins við atvinnu- rekendur, Nýjung á árinu voru 4 skákkeppnir við önnur verka- lýðsfélög — og hafði Dagsbrún sigur í þeim öllum. Síðari hluti skýrslunnar var nær eingöngu pólitískur áróður um öngþveiti það, sem fyrrv. ríkisstjórn kom efnahagsmálum þjóðarinnar í þau ár, sem hún hélt völdum. For- maðurinn réðst að Verkamanna- félaginu Hlíf í Hafnarfirði vegna samninga þeirra, er hún gerði við atvinnurekendur á sl. sumri. En svo sem kunnugt er samdi Dags- brún ekki fyrr en á sl. hausti og þá með baksamningum, sem gerðir voru fyrir milligöngu Lúð- víks Jósefssonar. Síðan þökkuðu kommúnistar Lúðvík fyrir „mikil væga aðstoð“ hans í samninga- viðræðunum, en fengust ekki til þess að upplýsa í hverju sú „að- stoð“ var fólgin. Formaður ræddi um 26. þing ASÍ og að lokum fór hann nokkrum orðum um ríkis- stjórn Alþýðuflokksins og að- gerðir hennar í efnahagsmálun- um. Hann bað menn að fylkja sér undir merki kommúnista og benti í því sambandi á sæluna i hinum „kreppulausu ríkjum sósíalismans". Hvatti hann að lokum Dagsbrúnarmenn til ein- hugs og að standa sameinaðir um hagsmuni sína og stéttarfélags sins. Guðmundur J. Guðmundsson, fjármálaritari Dagsbrúnar, las upp reikninga félagsins. Tekjur félagsins á árinu voru um 650 þús. kr., skuldlaus eign um 1,5 millj. kr., en tekjuafgangur ekki nema um 18 þús. kr. Aukameð- limir greiddu samtals 122 þús. kr. í félagsgjöld, en sem kunnugt er halda kommúnistarnir í Dags- brún um 800 starfandi verka- mönnum á aukameðlimaskrá og eru þeir réttindalausir með öllu. Að lokum lagði Guðmundur fram tillögu stjórnarinnar um hækkun félagsgjalda, þar sem búast mætti við stórauknum útgjöldum á þessu ári án þess þó að gera nokkra tilraun til þess að skýra það fyrir mönnum í hverju hin auknu útgjöld væru fólgin. Skal árgjald fullgildra félaga hækka úr kr. 200,00 í kr. 250,00, en auka meðlimir greiða kr. 200,00 og pilt ar innan 16 ára aldurs kr. 100,00 Inntökugjald hækki úr kr. 25,00 í kr. 50,00. Jóhann Sigurðsson tók næstur til máls. Spurðist hann fyrir um hvernig stæði á kr. 14.300,00 út- gjaldalið vegna verkfalls 1955. Einnig spurði hann hvað liði rit- un sögu Dagsbrúnar, sem Sverri Kristjánssyni, sagnfræðingi höfðu verið greiddar 10 þús. kr. fyrir. Jóhann kvaðst ekki geta látið ósvarað pólitískum rangfærslum formanns. Hannnes hefði talað um raunhæfar tillögur Alþýðu- sambandsþings, en allt tal um slíkt væri fjarstæða. Frá Alþýðu- sambandsþingi hefði ekki komið ein einasta raunhæf tillaga um efnahagsmálin. Furðulegt hefðx verið að hlusta á tal formanns um „Bjargráðin" svonefndu. Hvernig stóð á því, spurði Jó- hann, úr því Alþýðubandalag- ið var svona mótfallið þessum að- gerðum, að aðeins einn þingmað- ur flokksins mælti gegn þeim á Alþingi? Því næst hrakti Jóhann blekkingar formanns um stjórnar slitin í desember sl. Ástreðan fyrir því að Her- mann Jónasson baðst lausnar fyrir s'j og sitt ráðuneyti var ekki fyrst og fremst sneypuför forsætisráðherra á þing ASÍ heldur sú, að það var að rísa ný vcrðbólgualda og ríkis- stjórnin treysti sér ekki til að ráða niðurlögum hennar. „Stjórn hinna vinnandi stétta“ skaut sér undan því að leysa þann vanda, sem hún hafði komið efnahagsmálunum í, með því að segja af sér. — Og nú gagnrýna þessir menn í ákafa þær ráðstafanir sem nú- verandi ríkisstjórn framkvæm ir og eru nákvæmlega þær sömu, sem Hannibal Valdi- marsson, forseti ASÍ, iýsti yf- ir í grein í Vinnunni, að hann væri fyllilega sanþyl.kur. í tæp 3 ár stjórnuðu kommún- istar efnahagsmáium þjóðar- innar án þess að koma fram með eitt einasta úrræði til varnar aukinni dýrtíð í iand- inu. Undir stjórn þeirra sprengdi dýrtíðin af sér alla til skammar að viðhalda slíku óréttlæti, þ. e. að láta menn greiða — eins og verið hefði til þessa — fullt gjald án þess þó að um hið „kreppulausa" sæluríki sósíalismans og „frelsi" 'verka- manna undir oki sósíalismans, sem bezt hefði komið ljós við uppreisnir verka- manna í Búdapest, Austur-Berlín og víðar. I sæluríki sósíalista væri verið að rita sögu frelsisbaráttu njóta nokkurra réttinda framyfir mannsins með blóði. Einnig utanfélagsmenn. Þetta hefði lengi verið gagnrýnt, en stjórn félags- ins hefði haldið í þetta óréttlæti til þessa, en augu æ fleiri manna væru farin að opnast fyrir því hver tilgangurinn væri með að halda því. Eðvarð Sigurðsson, ritari félags ins, tók næstur til máls. Skýrði hann í upphafi máls síns frá málavöxtum í sambandi við út- gjöldin vegna verkfallsins 1955. Benzín hefði verið tekið af manni, sem svo hefði neitað að taka við því eftir verkfallið vegna mikill- ar og að því er virðist óeðlilegrar rýrnunar á því. Maðurinn hefði svo ætlað að leita réttar síns fyrir dómstólunum, en stjórn félagsins hefði ákveðið að leita heldur sætta við manninn en að málið kæmi fyrir dómstólana. Var helzt á Eðvarð að skilja, að það hefði verið gert til þess að fjöldi manna þyrfti ekki að mæta sem vitni fyrir réttinum! — Ég ætla ekki að fara að karpa við Jóhann um það sem hann sagði í ræðu sinni hér á undan mér, sagði Eð- varð, en notaði samt allan ræðu- tíma sinn til þess að karpa um það er Jóhann hafði sagt. Sagði Eðvarð m. a. að Hannes Stephen- sen hefði ekki sagt í skýrslu sinni, að þing ASÍ hefði komið með raunhæfar tillögur í efna- hagsmálunum, Hannes hefði sagt „gagnmerkar" tillögur!! Jón Vigfússon spilaði gatslitna brandaraplötu sína enn á ný með tilheyrandi persónulegum svívirð ingum um verkamenn. Halldór Briem ræddi nokkuð ræddi hann um nýmæli hér á landi í sambandi við sættir milli fjármagns og vinnu. Jón Hjálmarsson kvaðst óttast það, að með réttarsætt þeirri, sem stjórn félagsins hefði fundið sig knúða til að gera vegna benzín- málsins hefði skapazt fordæmi, sem gæti síðar meir haft óþægi- legar afleiðingar fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Hann ræddi nokkuð um sögu Dagsbrúnar, sem verið hefði í deiglunni nú um langt ára- bil og kvað greinilegt að árangur af starfi sagnfræðingsins hefði ekki orðið svo sem vonir hefðu staðið til. En mikil þörf væri orð- in á því að þessu máli væri sinnt meira en verið hefði. Jón talaði um aukameðlimakerfið, sem orð- ið væri algjörlega óviðunandi og kvað það skyldu félagsins að sjá um að allir starfandi verkamenn væru fullgildir meðlimir félags- ins. Þá ræddi hann um samþykkt- ir síðasta Alþýðusambandsþings um skipulagsmál verkalýðshreyf- ingarinnar. Þau frumdrög, sem þar hefði’ verið samþykkt mið- uðu vissulega í rétta átt og nauð- syn bæri til að vinna að því að það mál yrði leyst hið fyrsta. Skoraði hann á stjórn félagsins að fylgja því fast eftir að svo mætti verða. Árni Ágústsson, sem vel er kunnur frá því á þingi ASÍ sl. haust, þar sem hann var einn þeirra, er mælti með því að er- indi Hermanns Jónassonar á þing inu yrði samþykkt, tók næstur til máls. Hann kvað það blekkingu auðvaldsins, að verkamenn gætu eignazt sín eigin hús. AuðvaldiS blekkti á sínum tíma verkamenn til þess að leggja út í smáíbúða- byggingar, sagði Árni og fékk verkamenn til þess að vinna að byggingu húsa sinna og útvegaði þeim lán til þess, að þeir gætu lokið við þau. Það er blekking auffvaldsins, aff verkamenn eigi sjálfir sín hús! hrópaði Árni og 1 var hinn versti. Um aðgerðir núv. ríkisstjórnar varðandi lækkun vísitölunnar og aðgerðir fyrrv. ríkisstjórnar í sams konar tilfelli sagði Árni: Það er mismunur á því hvernig á að fórna. Það var rétt af verkamönnum að fórna 6 vísitölustr unum 1956, en núna eiga verkamenn ekki að fórna neinu. Það er ekki sama hverjir halda um stjórnartaumana þegar fórnað er!! Árni kvað aukameð- limakerfið nauðsynlegt. Ef það væri ekki myndu þeir sem' nú eru hafðir utandyra fara að ráðskast í félaginu, gæti jafnvel svo farið að þeir fengju einhverju ráðið um stjórn félagsins. Síðan tók Árni það vafasama hlutskipti að sér að betrumbæta smásögu eftir kunnan íslenzkan rithöfund. Guffmundur Nikulásson hafði mál sitt stutt, en hirti Árna Ágústsson fyrir cfst:>ki hans í stjórnmálum á fundi í stéttar- félagi. Á fundinn kom Sigurffur GuS- mundss., og gerði skilagrein fyrir Styrktarsjóð Dagsbrúnar, sem nú skyldi lagður niður. Bar hann félagsmönnum kveðju formanns sjóðsins, Kjartans Ólafssonar, sem ekkj gat mætt vegna veik- inda. Afhenti hann félaginu um 13 þús. kr. sem var hluti félagsin* af eignum sjóðsins samkv. lögum hans. Form. bar nú upp til samþykkt- ar reikninga félagsins og tillög- una um hækkun félagsgjalda og var hvort tveggja samþykkt. Var þá orðið svo áliðið að ekki þótti fært að taka fyrir næsta mál, sem var um lóð Dagsbrúnarhússins, og var ákveðið að halda fram- haldsaðalfund síðar. M9IZrífT77J£7V7T7?m skrifar úr daglega lifinu j Rökræður um sterkan bjór. Gunnar Dal skrifar: „'IT'EGNA þeirra deilna, sem út- * varpsþáttur Sigurðar Magn- ússonar „Spurt og spjallað“ (22. jan.) hefur vakið hér í dálkun- um og annars staðar, sé ég mig tilneyddan að stinga niður penna. í umræddum þætti í rökræðum um strekan bjór, urðu menn eink- um ósammála um þrennt. 1) f jötra og reis hærra á skemmri Reynslu Islendinga af sterkum tíma en nokkru sinni fyrr. í lok ræðu sinnar kvaðst Jó- hann fagna' því, að nú loksins væri verið að setja upp og opna til afnota fyrir verkamenn hið vandaða bókasafn sem Héðinn Valdimarsson hefði átt og ekkja hans gefið félaginu á fimmtugs- afmæli þess. Stuðningsmenn B- listans í Dagsbrún hefðu æ ofan í æ vakið máls á því að ekki væri vanzalaust af félaginu að láta safnið liggja umhirðulaust árum saman. Þessari gagnrýni hefði nú loksins verið sinnt, stjórnin hefði séð sitt óvænna og farið að hefja einhverjar fram- kvæmdir í þessu máli. Væri ósk- andi að stjórn félagsins tæki svipað tillit til annarrar gagnrýni og vaknaði af löngum svefni sín- um hvað snerti félagsmálin, en mætti þess í stað sofa svolítið á flokkspólitískum áróðri sínum innan félagsins. Jóhann kvaðst ekki vera andvígur íiækkun fé- lagsgjalda enda þótt allt annað væri að lækka, ef stjórn félagsins teldi það nauðsynlegt yrði svo að vera. En varðandi hið alræmda aukameðlimakerfi vildi hann segja það, að það væri félaginu bjór, 2) áhrif vínneyzlu á Frakka og 3) drykkju íslendinga 1862. Sigurður Ólason hæstaréttar- lögmaður fullyrti að sterkur bjór hefði aldrei fengizt á íslandi og landsmenn hefðu enga reynslu af þeim varningi. Rök mín fyrir gagnstæðri fullyrðingu eru m. a. þessi: í Landsbókasafninu er til höfuðbók verzlunarfélags þess, er hafði með höndum aðflutning hingað til lands árið 1655. ’Sést þar að fluttir eru alls hingað 28420 pt. af brennivíni og 163632 pt. af öli. Sést af þessu að sterkur bjór er ekki aðeins til, heldur er neyzla hans 5—6 sinnum meiri en neyzla víns. Skúli fógeti stað- festir þetta og segir að þetta ár hafi verið flutt inn öl og brenni- vín fyrir 14728 vættir, en mat- vörur fyrir aðeins 9449 vættir. Þessi mikla bjórdykkja á 17. öld er auðvitað grundvöllur hinnar miklu víndrykkju íslendinga á 18. og 19. öld. — Sterkur bjór fæst hér í verzlunum, eins og maTgir núlifandi menn muna, fram yfir aldamót. Fullyrðingar Sigurðar Ólasonar, að hér hafi aldrei verið sterkur bjór, fær því ekki staðizt. Þetta er þó af- sakanlegt í líK undirbúnum rök- ræðum, því að jafnvel hæfustu mönnum getur að sjálfsögðu skj átlazt. Drekka íslendingar verr en Frakkar? GÍSLI Jónsson forstjóri benti réttilega á að íslendingar drykkju illa, en sagði hins vegar, að Frakkar virtust drekka sér að skaðlausu. Ég mótmælti þessu og gat þess að skýrslur sýndu að um 40% Frakka létust á bezta aldri af völdum áfengis. Þessu var mótmælt mjög ákveðið og talið óhugsandi að satt væri. — Heimild mín fyrir þessu eru „Sécurité Sociale” skýrslur, út- gefnar af frönsku stjórninni. Þar er sagt að þriðji hver Frakki (30 —40%) á aldrinum 35—50 ára látist af völdum áfengis. Einnig er þar sagt að 60% glæpamanna þar í landi séu alkóhólistar. — Ennfremur að 40% umferðar- slysa séu af völdum ölvunar. Þá kem ég að þeirri staðhæf- ingu minni, að íslendingar 1862 hafi drukkið, þrefalt meir en 1958, samkvæmt upplýsingum Áfengisverzlunarinnar. „Tölu- fróður reglumaður” gerir auðvit- að enga tilraun til að hnekkja þeirri staðhæfingu að 1862 hafi verið drukkið sem svarar 8 1. af brennivíni á hvert nef í landinu, enda ekki hægt þar sem millí 7 og 8 1. eru taldir fram beint á aðflutningsskýrslum, eins og hann viðurkennir. Töflur Áfeng- isverzlunarinnar sýna 1958, að drykkjan er 1,69 1. af óblönduðum vínanda. Þetta er ekki hægt að vefengja. Hins vegar telur „Tölu- fróður“ að brennivínið 1862 sé aðeins 45% alkóhól (sama og núlar“ er), sem er nokkru lægra en ég hefi reiknað með. Þess ber að gæta að á þessum tíma eru öll brennd vín kölluð brennivín, jafn vel franskt koníak. Menn kunnu að brugga hreinan víanda þegar í lok 13. aldar og á þessum tíma var brennivín til af öllum styrk- leika frá 40% og upp fyrir 90%. Brennivínsskattar á Norðurlönd- um sýna t. d. að 50% brennivín er talið venjulegt í útsölu. Um áfengisprrsentu sterkra drykkja 1862 er erfitt að fullyrða, en tvennt mælir með því að hinar sterkari tegundir hafi verið flutt- ar til landsins. 1) Eftir því, sem vínið var sterkara varð gróðinn meiri af verzluninni m. a. vegna minni innflutningskostnaðar. Vín ið var hægt að þynna síðar í verzlunum. 2) Lög mætu svo fyr- ir að greiða skyldi 8 sk. af hverj- um potti af alls konar víni, hvort heldur var sterkt eða veikt. Ber hér allt að sama brunni, gróð- inn verður því meiri sem vínið er sterkara. Er því líklegt að styrkleiki brennivínsins hafi 1862 verið meiri en nú er, eða yfir 60%. Annars verður þessi mismunur að teljast smámunir einir; Aðalatriðið er að á 19. öld stendur drykkjuskapur íslending- um fyrir þrifum og hindrar við- reisn landsins að dómi beztu manna. Jón Sigurðsson t. d. býnir fyrir mönnum þá stað- reynd, að efnahagslegt frelsi sé grundvöllur þjóðfrelsis, en þar er að hans dómi brennivín helzt ur Þrándur í Götu. Annars er ekki rúrn hér til að ræða við „Tölufróða" um þátt Góðtempl- ara í frelsisbaráttunni, en ég mun gera það í sjálfstæðri grein síð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.