Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.02.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. febr. 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Gullfoss hefur siglt um 500,000 sjóm. og fer nú í flokkunarviðgerð Krani færir hið mikla loftnet radartækisins upp á þak stýris- liússins, þar sem það var tengt á sérstakt masiur. (Ljösm. Garðar Pálsson). Mjög fullkomið radar- tœki sett á „Þór" FLAGGSKIP flotans, Gullfoss er nú að verða níu ára gamall, en hann kom til landsins í maímán- uði 1950 og hefur siglt um hálfa milljón sjómílna. Fer skipið nú í svonefnda flokkunarviðgerð og mun ekki koma hingað til lands aftur fyrr en upp úr miðjum maímánuði næstkomandi. Flokkunarfélagið Lloyds féllst á það í fyrra, að veita Gullfossi eins árs framlengingu á hinni reglulegu 8 ára flokkunarviðgerð, af þeim sökum hve viðhald skips ins hefur frá öndverðu verið ör- uggt og smíði skipsins traustlega af hendi leyst. öll skip, sem byggð eru eftir ströngustu kröf- um Lloyds, fara til slíks viðhalds á 4ra ára fresti. Gullfoss er nú kominn til Kaup mannahafnar og mun fara í skipa- kví hjá Burmeister & Wain, til umræddrar flokkunarviðgerðar. Það er svo ráð fyrir gert að við- inga hélt fund á Hellu að kvöldi sunnudagsins 15. þ.m. Var fund- urinn boðaður kl. 8,30 um kvöld- ið ,en gat ekki hafizt fyrr en kl. 9,30 vegna vonzkuveðurs. For- maður Sjálfstæðisfélags Rangæ- inga, Guðmundur Erlendsson, fyrrverandi hreppstjóri á Núpi, setti fundinn og stýrði honum. Fundarritari var Páll Björgvins- son á Efra-Hvoli. Er fundur hafði verið settur, gaf fundarstjóri Ingólfi Jónssyni, alþm., orðið og flutti hann ræðu um stjórnmálaviðhorfið og fyr- irhugaðar breytingar á kjördæma skipuninni. í fyrrihluta ræðu sinn ar gerði þingmaðurinn grein fyr- ir hinni nýju niðurfærslulöggjöf, sem samþykkt var á Alþingi í janúarlok, en ræddi síðan vænt- anlegar breytingar á kjördæma- skipuninni. Talaði Ingólfur Jóns- son í hálfa aðra klukkustund og var ræðu hans tekið með miklum fögnuði og almennu lófataki. Að ræðu þingmannsins lokinni töluðu þeir Sigurjón Sigurðsson í Raftholti; Sigmundur Þorgilsson, skólastjóri, Ásólfsskála; Jón Þor- gilsson, verzlunarmaður, Hellu; séra Sigurður Haukdai, Berg- þórshvoli og fundarstjórinn, Guð mundur Erlendsson. Studdu ræðu menn allir mál þingmannsins. Fundurinn þótti mjög vel sótt- ur og var aðsókn mun betri en mátt hefði vænta vegna veðurs. Sóttu fundinn á annað hundrað manns úr öllum hreppum sýsl- unnar. f fundarlok voru bornar upp og samþykktar einróma tvær tillög- ur. Var hin fyrri á þá leið, að skora á Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu frá Jóni á Reynistað og Ingólfi á Hellu um iækkað verð á tilbúnum áburði. Hin tillagan var á þá leið, að fundurinn samþykkti að skora á Alþingi að samþykkja tillögur Sjálfstæðisflokksins um væntan- legar breytingar á kjördæma- skipuninni, um að tekin verði upp fá stór kjördæmi með hlutfalls- kosningum. Þá var fulltrúum Sjálfstæðis- félagsins í hreppum sýslunnar falið að sjá um að tveir fulltrúar úr hverjum hreppi mættu á lands fund Sjálfstæðisflokksins. Þess skal að lokum getið, að þetta er fyrsti fundur Ingólfs Jónssonar alþm. með Sjálfstæðismönnum í Rangárvallasýslu eftir að núver- andi ríkisstjórn var mynduð. gerð skipsins verði lokið 13. maí næstkomandi. Á undanförnum árum hefur orðið vart við sprungur í undir- stöðuramma aðalvélarinnar. En svo gaumgæfilega hefur verið fylgzt með þeim, að í sprungurn- ar hefur verið soðið jafnóðum og þær hafa komið í Ijós, enda hef- ur Gullfoss aldrei tafizt af þess- um sökum. Nú mun B&W nota tækifærið og skipta um undir- stöðuramma. Þetta er mikil vinna og þarf að taka aðalvélina alveg upp úr vélarrúminu. Þess má geta að í þeim Fossum, sem vélar frá B&W eru, hafa þær í alla staði reynzt hinar traustustu og hafa enn sem komið er ekki orðið teljandi bil- anir á vélum þessara Fossa, enda njóta Burmeister & Wain skipa- vélar viðurkenningar um allan heim. (Samkv. símtali við ritara fundarins, Pál Björgvinsson, Efra-Hvoli). TÍMINN setti algert met í frétta- mennsku sl. sunnudag þegar hann birti frásögn af fundi, sem Sjálf- stæðisfélag Rangæinga hélt á Hellu á sunnudagskvöldið, eins og nánar er skýrt frá hér að ofan. Ber greinin í Tímanum yfirskrift- ina, „Tvær stuttar hetjusögur“, og er hin fyrri þeirra á þessa leið: Ingólfur á Hellu var nýlega á pólitískum fundi í kjördæmi sínu. Við erum að bjarga efnahags- málum þjóðarinnar, sagði hann. Ráðstafanir núverandi ríkisstjórn ar duga nokkuð til þess, ef stjórn arandstaðan spillir þeim ekki með því að spenna upp kaupið og verðlagið. Kallaði þá þekktur Sjálfstæð- ismaður fram í: „Já, eins og þið gerðuð í ykk- ar stjórnarandstöðu"! Ingólfur reyndi að malda í mó- inn en hinn svaraði samstundis. „Við lesum nú Morgunblaðið, — ennþá að minnsta kosti“. Hlógu menn þá, — og Ingólfi varð fótaskortur á tungunni. Einhverjum kynni kannske að AF fréttum frá Kaupmanna- höfn að dæma virðist sem allt logi nú í illdeilum innan nor- ræna flugfélagsins SAS og hefur stjórn félagsins lýst yf- ir stöðvun starfsemi sinnar frá og með 1. marz, þar sem ekkert samkomulag hefur náðst um launastiga eða vinnufyrirkomulag fyrir flug menn á farþegaþotunum, sem félagið er að taka í þjónustu sína. Að undanförnu hafa hámarks- UM ÞESSAR mundir er verið að setja nýtt radartæki í varðskipið Þór. Er þetta mikið tæki og vand- að. Hefur Mbl. átt tal við Pétur Sigurðsson forstjóra Landhelgis- gæzlunnar, um þetta nýja tæki skipsins. — Það má segja að hér sé að- eins um að ræða eðlilega endur- bót á útbúnaði varðskipsins, þar sem tekið er tillit til þeirra að- stæðna sem skapazt hafa við út- færslu „línunnar“ í 12 mílur, sagði Pétur Sigurðsson. Þetta tæki er af gerðinni „Sperry Mark 3“, amerískt. Hefur detta í hug, að spámaður væri upp risinn í herbúðum Tíma- manna, en svo mun þó ekki vera, því atburðir á fundinum urðu mjög á annan veg en Tíminn hafði sagt fyrir. Um þessar mundir leggur Tím- inn mikið kapp á að ná til Ingólfs Jónssonar og sýnir það bezt, hve Framsóknarmenn óttast sívax- andi vinsældir hans — hina stöð- ugu fylgisaukningu Sjálfstæðis- flokksins í Rangárvallasýslu. Engar kvik- myndasýningar í Firðinum HAFNARFIRÐI. — Engar sýningar verSa hér í kvik- myndahúsunum í kvöld eða efnt til annars mannfagnaðar. Er það vegna hins sviplega hvarfs togarans Júlí. laun flugstjóra hjá SAS verið 53 þús. d. kr. Nú hafa flugmenn sett fram kröfur um 10% launa- hækkun, en auk þess kröfur um það, að fíugmenn á farþegaþot- um fái um 43% hærri laun en flugmenn á venjulegum farþega- flugvélum. Saman við þessar deilur bland- ast deilur milli norskra og danskra flugmanna annarsvegar og sænskra hinsvegar. Saka hinir norsku og dönsku Svíana um að ætla að troða sér í flugstjórn á þotunum, sem bæði verður hægara starf og betur launað. Verða nú æ háværari með hverj. um deginum sem líður, þær radd- það meðal annars, ©g skíptir það mestu máli, meiri nákvæmni til miðana en hin venju legu radartæki. Þá er sjónskífa þess mun stærri, 18 tommur á móti 12 tommum á hinum venju- legu gerðum radartækja. Til þess að ná þessari miklu miðunarnákvæmni, sem ég minnt ist á áðan, sagði Pétur Sigurðs- son, en hún er um það bil helm- ingi meiri en tíðkast um hinar venjulegu gerðir tækjanna, hef- ur þetta nýja tæki í Þór óvenju- stórt loftnet (scanner). Hafa gengið ýmsar tröllasögur við höfnina um stærð þess og þyngd. Loftnetið er stórt um sig, en er þó ekki þyngra en 350 kg. en margt í því er úr léttum málmi. Yfirloftskeytamaður Landhelgis- gæzlunnar, Kristján Júlíusson sér um niðursetningu tækisins. Bóndi slasast BÆ, Höfðaströnd, 16. febr. — Á sunnudagskvöldið slasaðist Páll bóndi Hjálmarsson á Kambi í Deildardal, er hann var að reyna að verja fjárhús sitt og hlöðu fyrir skemmdum í aftaka vestanveðri. Páll var einn heima er þetta gerðist. í snarpri vind- hviða missti Páll fótanna og slengdi veðrið honum svo að hann lenti innan um brak úr þaki húsanna, festist við það og dróst með því þó nokkurn spöl og fékk hann við þetta mjög slæma byltu. Hann gat þó kom- ist hjálparlaus heim á bæinn og þaðan gat hann hringt á næstu bæi eftir hjálp, en hann var einn heima er þetta gerðist. Er hann nú rúmliggjandi, lerkaður mjög en marinn víða. Ekki sakaði féð í fjárhúsinu og ekki mun heytjón mikið. Veðrið hefur ekki lægt, svo hægt hafi verið að lagfæra skemmd- irnar á húsunum. — B. stödvast ir, að SAS sé Svensk Alla Samm- an“. SAS hyggst taka fyrstu far- þegaþoturnar í notkun um miðj- an maí. Er þar um að ræða hinar frönsku Caravelle-þotur. Var ætlunin að æfing flugmanna í meðferð þessara nýju flugvéla hæfist um miðjan þennan mán- uð, en af þvi, getur ekki orðið vegna fyrrnefndra deilna. Stöðvun starfseminnar, getur orðið SAS mjög kostnaðarsöm. Er talið að tap félagsins á hverj- um degi nemi 2 millj. d. kr. með- an stöðvun stendur yfir. Stöðv- un kemur sér einnig mjög illa, rýrir félagið í áliti, einmitt þegar það hugðizt taka í notkun nýj- ustu og fullkomnustu farþega- þotur og var að undirbúa auglýs- ingaherferð, fyrir sumarflugið. Fjölsóttur fundur Sjálf- stœðisfél. Rangœinga Ingólfur Jónsson alþm. rœddi um stjórn- málaviðhorfið og kjördœmabreytinguna SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Rangæ- Tíminn sngði iréttii nf fundinum ú Hellu úður en hunn vur huldinn Starfsemi SAS Miklar deilur innan félagsins milli Jbjóðerna og um launakjör STAKSTEIMAR „Sýslug'ey á hjara veralda«-£í „Dagur“, málgagn Framsóka- armanna á Akureyri ræðii fyrir skömmu um kjördæma- málið og telur það fim mikil ef tekin verði upp sama kjördæmaskipun og kosningafy* irkomulag til Alþingis og Fram- sóknarmenn beittu sér fyrir árið 1937 að tekið væri upp til Bún- aðarþings. í grein þessari leggur Dagur höfuðáherzlu á það að leggja eigi niður öll núverandi k jördæmi nema Reykjavík. Enda þótt blaðið þykist halda uppi vörnum fyrir núverandl kjördæmi, kemur það þó greini- lega í ljós, að það ber fyrir þeim harla litia virðingu. í lok grein- arinnar talar blaðið um „sýslugrey á hjara veraldar á borð við Norður-Þingeyjarsýslu, Suður-Þingeyjarsýslu eða Eyja- fjörð“. Hvað skyldi Norður-Þingey- ingum, Suður-Þingeyingum og Eyfirðingum finnast um þessa nafngift „Dags“? Eftir allt sam- an verðskulda þá þessi fögru og svipmiklu héruð Norð-austur- lands ekki virðulegra heiti að áliti málgagns Framsóknarflokks ins í þessum landshluta, en sýslu- grey á hjara veraldar".! Þannig skín fyrirlitningin fyrir strjálbýlinu og rétti þess fólks, sem þar býr, út úr skrifum mál- gagns Framsóknarflokksins. Það er enn einu sinni orðið ljóst, að Framsóknarmenn eru með and- stöðu sinni við kjördæmabreyt- ingu ekki að berjast fyrir réíti fólksins í sveitunum og strjálbýl- inu yfirleitt, heldur fyrir viðhaldi gamals ranglætis til þess að geta haldið enn nokkur ár í valdaað- stöðu til handa broddum Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Bændur fá leiðrétting mála sinna Jón Sigurðsson, alþingismað- ur á Reynistað, ræddi í mjög glöggri grein í Morgunblaðinu s.L sunnudag þá hlið niðurfærslulag- anna, sem snýr að bændum. En samkvæmt þessum lögum lækk- aði verðlag Iandbúnaðarafurða i svipuðum hlutföllum og kaup launþega. En það nýmæli var tekið upp í lögum þessum, að framleiðsluráði skuli heimilt að hækka afurðaverð til framleið- enda, ef hækkun verður á vísi- tölu eða grunnkaupi. Jón á Reynistað segir m.a.: „Með samþykkt þessara til- lagna fá bændur leiðréttingu mála sinna, sem allir, er fylgzt hafa með þessum málum, hafa óskað, og beðið eftir árum saman. Hér eftir verður t.d. ekki hægt að stórhækka grunnkaup verkamanna í sept.—okt. þannig að bændur fái ekki tilsvarandi hækkun fyrr en 1. september næsta ár, eins og verið hefir. Verði hér eftir knúin fram al- menn kauphækkun, er nú aðstaða til að svara henni um hæl með tilsvarandi hækkun á verði Iand- búnaðarvara. Háskaleg víxlhækkun Allir hljóta að játa, að slík víxl hækkun á kaupgjaldi og verðlagi er háskaleg. En við það hefur þjóðin búið í mörg ár. Og er þá ekki jafn gott að fólk fái strax að sjá afleiðingarnar, t.d. af al- mennri kauphækkun, að þær dragi óumflýjanlega strax dilk á eftir sér, í stað þess að láta af- leiðingarnar koma fyrst fram mörgum mánuðum síðar?“ Þessi grein Jóns á Reynistað er mjög greinargott svar við því blekkingamoldviðri, sem Tíma- menn hafa undanfarið reynt að þyrla npp um þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.