Morgunblaðið - 19.02.1959, Qupperneq 1
Hörmulegt sjóslys við Reykjanes
Hermóður fórst með tólf
manna áhöfn við Reykjanes
Skipið var í fyrrinótt á leið til
Reykjavikur frá Vestmannaeyjum í
stormi og stórsjó
1 FYRRINÓTT varð íslenzka þjóðin fyrir öðru stóráfallinu
á sjó á skömmum tíma, er vitaskipið Hermóður fórst með
allri áhöfn, 12 mönnum, undan Reykjanesi.
í gærkvöldi sendi Landhelgisgæzlan út svohljóðandi
fréttatilkynningu um þennan hörmulega atburð:
Talið er víst að vitaskipið Hermóður hafi farizt með
allri áhöfn í stórsjó og ofviðri undan Reykjanesi í nótt.
Var síðast haft samband við það frá öðru skipi um kl. 4
í nótt. Var Hermóður þá staddur við Reykjanes, en síðan
hefur ekkert heyrzt eða sézt tii skipsins.
Hermóður var á leið frá Vestmannaeyjum, þar sem hann
hafði verið við bátagæzlu á vegum Landhelgisgæzlunnar
undanfarinn hálfan mánuð, og var væntanlegur til Reykja-
víkur í morgun.
Strax þegar ekki heyrðist til skipsins í morgun og það
var heldur ekki komið til Reykjavíkur, sendi Landhelgis-
gæzlan gæzluflugvélina Rán til þess að leita að því og nokkru
síðar var Slysavarnafélagið beðið um að láta leita meðfram
ströndinni frá Grindavík og vestur og norður fyrir Reykja-
nes allt að Garðskaga. Brugðu slysavarnadeildirnar í Grinda-
vík og Höfnum, svo og þrír leitarflokkar frá Reykjavík skjótt
við og fundu skömmu eftir hádegi brak úr skipinu rekið
undan bænum Kalmanstjörn sunnan við Hafnir. Leitað var
allt til dimmu, en mun verða haldið áfram strax í birtingu
á morgun.
Á Hermóði var 12 manna áhöfn og voru það þessir menn:
Vitaskipið Hermóður var viðurkennt sjóskip, þó ekki væri það stærra en 200 lestir. Skipið var
hyggt í Svíþjóð árið 1947 fyrir vitamálastjórnina. Hermóður hefur einnig komið við sögu i land-
helgisgæzlunni og hefur á undanförnum vertíðum verið með Vestmannaeyjabátum.
Ólafur G. Jóhannesson skip-
stjóri, Skaptahlíð 10, Rvík, 41 árs.
Hann var kvæntur og auk konu
lætur hann eftir sig sjö börn á
aldrinum 10, 8, T, 5, 4 og tvö
tveggja ára.
Sveinbjörn Finnsson, 1. stýri-
maður, Útgerði við Breiðholtsveg,
Rvík, 24 ára. Hann lætur eftir sig
konu og eitt barn árs gamalt.
Foreldrar hans búa vestur í
Grundarfirði.
Eyjólfur Hafstein, 2. stýrimað-
ur, Bústaðavegi 65, 47 ára. Hann
lætur eftir sig konu og 4 börn, 12,
9, 7 ára og 8 mánaða. Móðir hans
öldruð, er á lífi.
Gniðjón Sigurjónsson, 1. vél-
stjóri, Kópavogsbraut 43, Kópa-
vogi, 40 ára. Kvæntur og auk
konu lætur hann eftir sig 5 börn
á aldrinum 5—14 ára.
Guðjón Sigurðsson, 2. vélstjóri,
Freyjugötu 24, 65 ára. Lætur eft-
ir sig konu og uppkomin börn.
Birgir Gunnarsson, matsveinn,
Nökkvavogi 31, 20 ára. Ókvæntur.
Var í foreldrahúsum.
Magnús Ragnar Pétursson,
háseti, Hávallagötu 13, 46 ára.
Ókvæntur.
Jónbjörn Sigurðsflon, háseli,
Gnoðarvogi 32, 19 ára. Var hjá
foreldrum sínum og er elztur 10
systkina.
Kristján Friðbjörnsson, háseti,
27 ára, til heimilis austur á Vopna
firði.
Davíð Sigurðsson, háseti, Sam-
túni 32, 23 ára. Elztur 5 syskina.
Einar Björnsson, aðstoðarmað-
ur, frá Vopnafirði, 30 ára.
Helgi Vattnes Kristjánsson, að-
stoðarmaður í vél, Þinghólsbraut
23, Kópavogi, 16 ára. Var hann á
heimili foreldra sinna.
Skip það, sem minnzt er á í
tilkynningu Landhelgisgæzlunn-
ar að Hermóður hafi haft sam-
band við um kl. 4 í fyrrinótt, er
flutningaskipið Vatnajökull, en
hann hafði nokkrum klukku
stundum áður farið fyrir Reykja-
nes. Einnig hafði þar farið um
á leið til Reykjavíkur, strand-
ferðaskipið Esja, sem fór kl. 3,30
á þriðjudaginn frá Vestmanna-
eyjum, en vitaskipið Hermóður
fór þaðan kl. 4 þennan sama dag.
Brak það, sem fannst við Kal-
manstjörn, var björgunarbátur
frá Hermóði og léttbáturinn, en
báðir voru bátarnir lítt brotnir
er þeir fundust þar í fjörunni.
Að áliti siglingafróðra manna,
mun Hermóður hafa verið kom-
inn í gegnum Reykjanesröstina,
er slysið bar að höndum. Um það
leyti, sem frá Hermóði heyrðist,
var vindur og sjór orðinn suð-
vestanstæður á þessum slóðum.
Telja þessir sömu menn það
sennilegast, að hnútur hafi kom-
ið á skipið og fært það á kaf.
Gizkað er á, að skipið hafi verið
2,5—3 sjómílur undan ströndinni.
☆
Vitaskipið Hermóður var við-
urkennt sjóskip, þó ekki væri
það stærra en 200 lestir. Skipið
var byggt í Svíþjóð 1947 fyrir
vitamálastjórnina, en auk þess að
vera á vegum hennar, hefur Her-
móður verið við landhelgisgæzlu.
Hefur skipið t. d. verið undan-
farin ár á miðum Vestmanna-
eyjabáta á vetrarvertíðum og
verið bátaflotanum til ómetan-
legs gagns, sagði fréttaritari Mbl.
í Vestmannaeyjum.
Ólafur G. Jóhannesson skip-
stjóri, hefur verið stýrimaður á
Hermóði frá því skipið kom og
hefur hann ætíð farið með skip-
stjórn á Hermóði þá er Guðni
Thorlacius skipstjóri, hefur ver-
ið í orlofi, og svo var nú. Ólafur
var að þeirra dómi er bezt þekkja,
mjög traustur skipstjóri. Aðrir
yfirmenn skipsins áttu að baki
sér lengri eða skemmri feril hjá
Landhelgisgæzlunni eða á skip-
um Skipaútgerðarinnar. Geta má
þess og að Guðjón Sigurðsson,
vélstjóri, Freyjugötu 24, hætti
vélstjórastarfi á Hermóði í haust
er leið, vegna aldurs, en var í af-
leysingum nú. Hann hafði áður
verið vélstjóri á Hermóði allt frá
því skipið kom til landsins, en
þar áður var hann á gamla Her-
móði. Geta má þess og að hinn
reglulegi matsveinn Hermóðs er
í sjúkrahúsi um þessar mundir.
★-------------*
Fimmtudagur 19. febrúar.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Fallinna sjóhetja minnzt á Al-
þingi. —
Sjópróf yegna svaðilfarar Þor-
kels mána.
— 6: íslendingar stöðugt háðari Sov-
étríkjunum — segir Aftenpost-
en. — Bridgeþáttur.
— 8: Forystugreinin „Tímamennska*
Hljóðrituð talstöðvarsamtöl —
og Lundúnaþoka (Utan úr
heimi.)
— 9: Kýpur verður sjálfstætt iýð-
veldi.
— 14: íþróttafréttir.
Veðurofsi veldur tjóni á
Akureyri.
*-----------------------------★
Kortið sýnir þær slóðir, sem talið er að Hermóður hafi
farizt. Undirstrikað er nafn Kalmanstjarnar, þar sem
hiutir frá skipinu fundust reknir.