Morgunblaðið - 19.02.1959, Qupperneq 2
MORCVNBLAÐJÐ
nmmtudagur 19. febr. 1959
Eisenhower segir um Berlinardeiluna:
Ef einhverjir skjóta, jbd
verða Ibað Rússar
Washingrton, 18. febr. — Eisen-
hower Bandaríkjaforseti lýsti
því yfir á blaðamannafundi í dag,
að ef valdbeiting ætti sér stað í
sambandi við Berlínardeiluna,
þá verði það Rússar, sem til
hennar grípa. Þetta er fyrsta
svarið við hinni harðorðu ræðu
Krúsjeffs í Tula í gær. Forset-
inn bætti því við, að Vesturveld-
in hefðu ekki í hyggrju að brjótast
Inn í Berlín. Aftur á móti mundu
þau ekki hlaupast burt frá þeirri
ábyrgð, sem þau hefðu tekið á
sinar herðar fyrir fólkið í borg-
Inni. Ef Vesturveldin eru hindr-
nð í þvi að uppfylla loforð sín,
eru það ekki þau, heldur Rússar
sem nota valdbeitingu. Þá sagði
Eisenhower, að þegar Krúsjeff
talaði um að skjóta í rseðu sinni,
þá hlyti hann að eiga við það,
að Rússar ætluðu að skjóta til að
hindra Vesturveldin í því að
standa við skuldbindingar sínar.
Þegar forsetinn var spurður
um væntanlega heimsókn Mac-
millans til Moskvu, sagði hann
að ráðherrann mundi tala fyrir
munn brezku stjórnarinnar, en
sjónarmið hennar í Berlínardeil-
unni væru hin sömu og sjónar-
mið annarra stjórna á Vesturlönd
um. Hann sagði, að Vesturveldin
væru alltaf reiðubúin að ræða
Þýzkalandsmálið í heild og
öryggi Evrópu, og þau vildu kom-
ast að sanngjarnri niðurstöðu í
þessu máli.
Þá var forsetinn spurður um
veikindi Dullesar. Hann sagði,
að breytingar yrðu ekki í utan-
ríkisráðuneytinu. Utanríkispóli-
tík Bandaríkjanna byggði á
Innanlandsflug hefur leg-
ið niðri í 6 sólarhringa
Miklar tatir í milli-
landafluginu
Illviðrið undanfarna daga hef-
ur mjög hamlað öllum flugsam-
göngum innanlands og til og frá
landinu. Ekkert hefur verið flog-
ið innanlands frá því á föstu-
daginn, eða í sex sólarhringa og
eru um 170 manns á biðlista hjá
Flugfélaginu eftir fari út á land.
Millilandaflugið hefur ekki held-
ur gengið snurðulaust. Flugvélar
Flugfélagsins hafa nokkurn veg-
inn staðizt áætlun, en flugvél-
ar Loftleiða hafa átt í miklum
erfiðleikum vegna storma á leið
þeirra vestur til Bandaríkjanna.
Hafa flugvélarnar verið meira
og minna á eftir áætlun og flug-
vél Loftleiða, sem áætlað var að
reynslu Dullesar í sex ár og þar
væri samvalið og gott starfslið,
sem Dulles sjálfur hefði skipað.
Það mundi fært um að vinna þau
störf, sem vinna þyrfti, í veikind-
um utanrikisráðherrans, en auð-
vitað mundi Eisenhower sjálfur
hafa hönd í bagga með starfsem-
inni í utanríkisráðuneytinu. (í
dag ræddi Dulles í tíu mínútur
við ritara sinn í síma um heims-
vandamálin. Á morgun hefjast
geislalækningarnar, og verður
notað tæki, sem framleiðir millj.
volta spennu. Dulles leið vel í
dag eftir atvikum).
Eisenhower var að því spurð-
ur, þegar hann hafði rætt um
utanríkisráðuneytið, hvort Dulles
mundi fara frá. Hann svaraði
því neitandi. Ég vonast til þess,
að Dulles haldi áfram að
gegna embætti utanrikisráðherra,
sagði forsetinn, á meðan hann
treystir sér. Og hann bætti við:
— Ég þekki engan mann, sem
hefur eins mikið vit á utanríkis-
málum og jafngóða reynslu á
þeim sviðum.
Makarios
Verkfall í Belgíu
BRÍÍSSEL, 18. febr. — Náma-
menn í Belgíu eru í verkfalli.
Verkfallið mun breiðast út á
morgun, því að landssamband
námamanna, sem stjórnað er af
sósíaldemókrötum, hefur ákveð-
ið að allir námamenn landsins
leggi niður vinnu á morgun, en
þeir eru um 170 þús. — í dag
gerðu fjölmörg iðnaðarmanna-
félög samúðarverkfall með náma
mönnum.
Námamenn höfðu sig í dag
mjög í frammi í syðsta hluta
landsins, þar sem þeir unnu spjöll
á járnbrautinni til Parísar.
Verkfallið verður til umræðu í
neðri málstofu þingsins á morgun
og búast margir við pólitisku
uppgjöri milli þingflokkanna. í
stjórn eru kaþólskir og frjáls-
lyndir, en kratarnir eru í stjórn-
arandstöðu.
Dagskrá Alh’mgis
í DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis kl. 1,30.
Á dagskrá efri deildar eru tvö
mál.
1. Tekjuskattur og eingarskatt
ur, frv. 2. umr.
2. Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins, frv. 3. umr.
Fjögur mál eru á dagskrá neðri
deildar.
1. Listasafn Islands, frv. — 1.
umræða.
2. Sauðfjárbaðanir, frv. — 1.
umræða.
3. Áfengis og tóbakseinkasala
ríkisins, frv. 1. umr. (Ef
deildin leyfir).
4. Skipun prestakalla. frv. •
3. umræða.
kæmi frá Evrópu í gærkveldi, var
orðin meira en sólarhring á eft-
ir áætlun. Flugvél þeirra, sém
lagði upp til Bandaríkjanna í
fyrrakvöld var 11 stundir á leið
til Goose Bay á Labrador, en
venjulega tekur það flug um 7
stundir. Hafa Loftleiðir þurft að
hýsa tugi farþega næturlangt hér
undanfarnar nætur vegna taf-
anna.
Lítil umferð hefur verið um
Keflavíkurflugvöll að undan-
förnu og Katalínubátarnir tveir
frá danska sjóhernum, sem hing-
að komu til leitar að Hans Hed-
toft, hafa verið lokaðir inni í flug
skýli alla tíð síðan. Segja má,
að ekki hafi verið fært að opna
skýlið.
Flugstefnuvitinn á Suðurnesi
skemmdist eina nóttina, er eld-
ingu sló niður í vitann — og
valda þessar skemmdir nokkrum
erfiðleikum í aðflugi að Reykja-
víkurflugvelli.
Nýr bátur til
Siglufjarðar
SIGLUFIRÐI, 18. febr. — Laust
eftir hádegi í dag kom hingað
nýr bátur frá A-Þýzkalandi, Mar-
grét SI. 4, 250 lestir að stærð og
með 850 hestafla vél. Eigandi er
Útver h.f., en framkvæmdastjóri
þess er Árni Friðjónsson. Skip-
stjórinn, sem sigldi bátnum hing-
að upp og verður með hann i vet-
ur, er Helgi Jakobsson, frá Dal-
vík. Skipið var 5% sólarhring á
leiðinni og fékk vont veður, eink-
um frá Færeyjum hingað til
lands, Skipið verður gert út héð-
an á togveiðar í vetur. — Guðjón
Enn meiri skemmd-
ir á Douglasvélinni
Douglasflugvélin Gunnfaxi,
sem skemmdist vegna ofviðris á
flugvellinum í Vestmannaeyj-
um nú fyrir skemmstu varð enn
fyrir skemmdum í fyrrinótt. Hún
fauk að vísu ekki á loft, en hlið-
arstýrið laskaðist mikið — og
aðrar smáskemmdir urðu. Flug-
vélin er nú með öllu stýrislaus
og því lítt vænleg til langferða
eins og stendur. Það kom fram í
blaðinu í gær, að vel gæti verið,
að frekar borgaði sig að kaupa
nýja vél en að gera við þessa. Og
hafa þær líkur nú enn styrkzt.
Enn er afstaða
Makaríosar óviss
Sdgusagnir um, að
hann sé andvígur
samkomulaginu
Lundúnum, 18. febr.
í KVÖLD klukkan 8 var
Kýpurráðstefnan kölluð sam-
an hér í kvöltf til að ræða ný
viðhorf í Kýpurmálinu eftir
að talsmaður Grikkja hafði
lýst því yfir, að habb væri
komið í bátinn, þar sem
Makarios væri sennilega ekki
reiðubúinn að fallast á sam-
komulag það, sem náðst hef-
ur, Talsmaður Makariosar
lýsti því hins vegar yfir, að
þetta væri rangt. — Málin
standa því þannig, að algjör-
lega er óvíst um afstöðu erki-
biskupsins til Kýpuráætlunar
innar nýju.
Talsmaður brezku stjórnarinn-
ar sagði í kvöld, að samkomulag
væri milli stjórna Bretlands,
Grikklands og Tyrklands um
lausn Kýpurdeilunnar, en reynt
mundi verða að fá fulltrúa grísku
og tyrknesku þjóðabrotanna á
eyjunni til að fallast líka á þetta
samkomulag.
Eins og kunnugt er, lenti
Menderes, forsætisráðherra Tyrk
lands, í hræðilegu flugslysi í
fyrradag, þegar hann var á leið
til Lundúna að sitja Kýpurráð-
stefnuna. Hann komst lífs af, en
mun hafa fengið taugaáfall og
hefur ekki enn getað tekið þátt
í viðræðunum í Lundúnum.
Fundurinn um Kýpur, sem
boðað var til klukkan 8 í gær-
kvöldi, stóð yfir í tvo tíma.
Versto vcjur
SANDGERÐI, 18. febr. — Undan-
farið hefir verið hér versta veð-
ur, og lítur enginn við sjó eins
og er. f dag er útsynningur og
foráttubrim. — Axel.
Ekki náðist algjört samkomu-
lag, en fréttamenn segja, að
samningaviðræður hafi ekki
heldur farið út um þúfur. Nú
er nokkurt þóf um málið. Nýr
fundur verður haldinn á morg
un. .—• Aferoff, utanríkisráð-
herra Grikkja, sagði eftir
fundinn í gærkvöldi, að
möguleikarnir á samkomulagi
nú væru 50:50.
Makarios, erkibiskup, var
hinn eini, sem lét í ljós
nokkra óánægju með sam-
komulagsdrögin á fundinum
í gærkvöldi. Þess er vænzt,
að hann leggi fram tillögur
sínar og álit á nýjum fundi
í dag. Aferoff skoraði á erki-
biskupinn að fallast á drögin
að samkomulagi til þess að
stofna ekki málinu í hættu.
Biskupinn kvaðst líta svo á,
að þetta væru úrslitakostir og
sagðist vísa þeim á bug.
Seinnihluta dags í gær
sagði Makarios, að gríska
stjórnin hefði ekki heimild til
að gera neitt samkomulag
fyrir hönd grískumælandi
manna á Kýpur, því hann
einn væri fulltrúi þeirra.
Miklar skemi**'1^
á Bíldudal
BÍLDUDAL, 18. febr. — Miklar
skemmdir urðu hér í kauptúninu
af völdum vatns, grjóts og aurs,
er Búðagil og Gilsbakkagil hér
fyrir ofan þorpið hlupu fram í
gærkvöldi. Einkum urðu miklar
skemmdir á götum í kauptúninu,
sem grófust sundur í vatnsflóð-
inu, og með flóðinu kom mikið
af grjóti og aur, og olli það
skemmdum á túnum og görðum.
Einnig kom vatn í kjallara í
nokkrum íbúðarhúsum á Bíldu-
dal. I dag er hér mjög vont veð-
ur, rok og rigning.
Undanfarið hafði nokkur snjór
legið á jörðu, þar til í gærmorg-
un, er tók að rigna. Mun þá
hafa myndazt stífla í gilunum, er
olli hlaupi. f kvöld er aftur tekið
að snjóa hér. --- Hannes.
Særok gekk yfir
Húsavík í gær
HÚSAVÍK, 18. febr. — Allan
þennan mánuð hefur verið hér ris
jótt veður, og veðrabrigði hafa
verið tíð og snögg. Veður þessi
hafa ekki valdið tjóni fyrr en í
morgun, að í suðvestanroki urðu
dálitlar skemmdir á húsum. Járn
fauk af þökum, og tvær stórar
rúður brotnuðu hjá Kaupfélagi
Þingeyinga.
Veðrið var verst um áttaleytið
í morgun eða um það leyti, sem
margt fólk var að fara til vinnu
sinnar. Stóðu menn varla í
rokinu, og meiddust nokkrir,
vegna þess að þeir fuku um koll.
Munu meiðslin ekki hafa verið
stórvægileg.
Fylgdi veðrinu svo mikið sæ-
rok, að það var sem rigning væri
yfir svo til allan bæinn og alveg
upp að fjallsrótum í norðanverð-
um bænum. Rúður í gluggum
eru svo sæbarðar, að glerið lítur
út eins og það sé sandblásið. Sæ-
rok er sjaldgæt hér i þessari átt.
Veðrið fór að ganga niður um
hádegið, og er nú orðið sæmilega
gott. — Fréttaritari.
Athugasemd frá
skipstjóranum
á Lagarfossi
Herra ritstjóri:
Viljið þér gera svo vel að birta
fyrir mig eftirfarandi athuga-
semd.
í tilefni af grein í blaði yðar í
dag viðvíkjandi 30 kössum af
áfengi, sem varpað var í sjóinn
af Lagarfossi, skal eftirfarandi
tekið fram:
Allir skipverjar, sem hlut áttu
að máli, voru það heiðarlegir að
skila þessu áfengismagni sjálfir
persónulega á einn stað í skipinu,
án þess að til leitar þyrfti að
koma. Var því síðan varpað fyr-
ir borð, eins og áður er getið.
Reykjavík, 18. febrúar 1959.
Óskar Sigurgeirsson.
Krúsjeff stórorður,
beitir hótunum
LUNDÚNUM, 18. febr. — Krús-
jeff flutti ræðu í gær (sjá frétt
um blaðamannafund Eisenhow-
ers annars staðar í blaðinu) og
réðist harkalega á stefnu Vest-
urveldanna í Berlínarmálinu.
Hann sagði, að Rússar mundu
ekki leyfa Vesturveldunum af
halda uppi loftbrú til borgarinn-
ar, þegar Austur-Þjóðverjar
hefðu tekið við yfirráWum borg-
arinnar af þeim. Þá sagði hann,
að ef einhver byrjar að skjóta,
þá muni það verða upphaf heims
stríðs, því að svarað yrði í sömu
mynt. Fréttamenn í Moskvu
benda á, að í ræðunni hafi Krús-
jeff gefið í skyn, að svo gæti
farið, að Rússland og leppríkin
geri sér friðarsamning við Aust-
ur-Þýzka!and.
Stjórnmálamenn á Vesturlönd-
um segja, að hótanir Krúsjeffs
séu liður í taugastríði Rússa gegn
Vesturveldunum í sambandi við
Berlínardeiluna og Þýzkalands-
málið allt.