Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 4

Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 4
4 MORGU /V BLAOIÐ Fimmtudagur 19. febr. 1959 I dag er 50. dagur ársins. Fimmtudagur 19. febrúar. Árdegisflæði kl. 2.38. Síðdegisflæði kl. 15.05. Siysavarðstofa Reykjavíkur i Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvarzla vikuna 15. til 21. febrúar er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarf jarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugar- daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- dag kl. 13—16 og kl. 19—21. Næturlæknir í Hafnarfirði er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. □ EDDA 59592197 = 3 RMR — Föstud. 20. 2. 20. — VS — Fjhf. Hvb. I.O.O.F. 5 = 1402198% = B HelgafeU 59592207. IV/V — 2. IBJBrúökaup I dag verða gefin saman í hjóna band af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Ruth Strange, flugfreyja Njálsgötu 84 og John B. Vander- pool, Ft. Worth, Texas, U.S.A. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, Elsa Samúelsdóttir, Langholtsvegi 15 og Hreinn Ósk- ar Árnason, kaupfélagsstjóri, Stokkseyri. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Guðrún Halldórs- dóttir, Krossi, Lundareykjadal og Guðmundur Karlsson, Háholti 15, Akranesi. (Ymislegt Orð lífsíns: — Og menn færðu böm til Itans, til þeu að hann skyldi snerta þau, en lærisveinam- ir ávítu-ðu þá. En er Jesús sá það, gramdist ho,Mm það og hann sagði við þá: Leyfið bömun.im að koma til mín og bannið þeim það ekki, þvi að slíkra er Guðsríki. — (M-ark. '0). Orð lífsins: Sannlega segi ég yður: Hver, • sem ekki tekur á móti Guðsríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma. Og hann tók þau sér í fang, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Mark. 10. I brúðkaupsfrétt í blaðinu í dag misritaðist nafn Guðmundu Þor- leifsdóttur. Þar stóð Guðmund- Pennavinir: — M.B.E. Siliakus, 28 ára gömul hollenzk stúlka hef- ir mikinn áhuga á að skrifast á við íslending — og kynnast landi og þjóð. Hún skrifar ensku. — Heimilisfangið er: Sloestraat 5, Amsterdam-zuid, Holland. Kirkjuritið, 1. hefti 25. árgangs, hefur borizt blaðinu. Efni þess er: Sækjum fram, prédikun Ás- mundar Guðmundssonar, bisk- ups, á nýársdag í Dómkirkjunni. Birtar eru ályktanir og afgreidd mál fyrsta kirkjuþings Þjóð- kirkju fslands, er haldið var 18. til 31. október 1958. Þá er viðtal við dr. Pál ísólfsson tónskáld, sem ber yfirskriftina, Heimur- inn þarf fyrst og fremst kristin- dóms við. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason ritar um séra Harald Þórarinsson níræðan og séra Þorsteinn L. Jónsson ritar um séra Jósef Jónsson sjötugan. Á. G. ritar um Góðtemplara- regluna á íslandi 75 ára, en G. Á. skrifar um nýútkomnar bækur. Þá eru í ritinu pistlar ritstjórans, sem fjalla um margvísleg efni að venju. Auk þess eru erlendar og innlendar fréttir um kirkjulega starfsemi og trúmál og fleira til fræðslu og uppbyggingar er í rit- inu. Munið happdrælti Sjálfstæðis- flokksins. — Frá skrifstofu borgarlæknis: Farsóttir í Reykjavík vikuna 1.—7. febrúar 1959 samkvæmt skýrslum42 (32) starfandi lækna. Hálsbólga 83 (74), Kvefsótt 94 (173), Iðrakvef 39 (75), Influenza 77 (31), Mislingar 44 (44), Hvot- sótt 1 (3), Hettusótt 2 (0), Kvef- lungnabólga 24 (16), Taksótt 1 (0), Rauðir hundar 2 (1), Munn- angur 5 (3), Hlaupabóla 11 (18). j53Aheit&samskot Lamaði íþróttamaðurinn: NN. kr. 100. Lamaða stúlkan. J.Á. kr. 50. Sólheimadrengurinn: ÞH 200; NN 50; J.Á. 50. JFélagsstörf Æskulýðsfélag Laugarnessókn- ar: — Fundur í kirkjukjallaran- um í kvöld kl. 8:30. Fjölbreytt fundarefni. Séra Garðar Svavars- son. Lestrarfélag kvenna heldur aðalfund annað kvöld kl. 8,30 í Garðastræti 8. Spilakvöld Breiðfirðingafél. Ég sneri nú aftur til skipsins og fór þess á leit, að rúmur helmingur skipshafnar- innar kæmi með mér og hjálpaði mér við •ð flá birnina og bera kjötið um borð. Þetta var margra klukkustunda vinna, og þegar henni var lokið, var skipið full- hlaðið. Phipps kapteinn átti erfitt með að leyna öfund sinni. ~me& iwvguMfuffmw rea ------------ — Ert þú strax farinn að hafa áhuga á stúlkium? — Auðvitað! Ég veit bara ekki, hvernig ég á að fara að því að vekja áhuga þeirra á mér! Það bar við í Kansas City fyrir nokkru, að dómari veitti konu nokkurri skilnað frá manni sín- um á þeim forsendum, að eig- inmaðurinn hafði falið hárkollu konunnar til að komast hjá því að fara með hana á dansleik. Kon an hafði misst allt hárið í veikind um, og var því neydd til þess að bera alltaf hárkollu. Eiginkonan mætti nauðasköllótt fyrir réttin- um, og sú sjón hafði svo mikil á- hrif á dómarann, að hann veitti henni skilnað umyrðalaust. ★ Það er mjög algengur siður hjá fólki að maula sælgæti, meðan það horfir á kvikmynda- eða leiksýningu. Og mjög líklega gera menn þetta einnig, þegar þeir sitja í hægindastól heima hjá sér og horfa á sjónvarpið. Súkkulaði- verksmiðja í Þýzkalandi hefir nú hafið framleiðslu á sérstakrl súkkulaðitegund, sem kallast s j ónvarpssúkkulaði. ★ Símaþjónustan í Jóhannesar- borg virðist vera frábær, ef dæma á af því, að símaþjónustan ann- ast ráðningar drauma — hvað þá annað. Hafi menn dreymt mikla drauma á nóttunni, hringja þeir í ákveðið númer og skýra frá þvl, hvað þá hafi dreymt. Eftir ótrú- lega skamman tíma er hringt aft- ur, og mönnum er þá tjáð, hvað draumurinn merkir. ★ Orson Wells sagði fyrir skemmstu á blaðamannafundi: — Fólk segir, að Beatrice dóttlr mín líkist mér mjög mikið. Von- andi breytist þetta, þegar hún eldist. verður í Breiðfirðingabúð föstud. 20. febr. Kvenfélag Bústaðasóknar: — Fundur annað kvöld í Háagerðis- skóla kl. 8,30. Flugvélar Loftleiðir h.f.: Hekla kom frá New York kl. 07:00 í morgun. Hún hélt áleiðis til Stavangurs, Kaupmannahafn- ar og Hamborgar kl. 08:30. — Saga er væntanleg frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Ósló kl. 18:30 í dag. Hún heldur áleiðis til New York kl. 20:00. Skipin Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla losar salt á Faxaflóahöfn- um. — Askja fór sl. föstudag frá Akranesi áleiðis til Halifax. mmm Ferðin heim til Englands gekk fljótt og vel þrátt fyrir þennan þunga farm. Við fengum góðan byr og sigldum fyrir fullum seglum. Undir eins og við komum heim sendi ég lávörðunum í flotamálaráðuneytinu og fjármálaráðherranum bjarndýrakjöt. — Borgarstjórar Lundúnaborgar fengu líka sinn skerf. Afganginn gaf ég vinum mín- Borgarstjórarnir þökkuðu mér með mestu virktum, og mér var boðið að borða í ráðhúsinu á ári hverju þann dag, sem yfirborgarstjórinn var kjörinn. FERDIN AiMD Kaupir sér frið Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fór 16. þ.m. frá Rvík. — Fjallfoss fór frá Hafnarfirði í gær. — Goðafoss fór 17. þ.m. frá Ventspils. — Gullfoss fór 17. þ.m. frá Kaupmannahöfn. — Lagar- foss er í Rvik. — Reykjafoss fór 15. þ.m. frá Seyðisfirði. — Selfoss er í New York. — Tröllafoss er í Trelleborg í Svíþjóð. — Tungu- foss fer frá Reykjavík í kvöld. Skipadeild S.I.S.: Hvassafell er í Rvík. — Arnar- fell er í Rvík. — Jökulfell er á Sauðárkróki. — Dísarfell fór frá Reykjavík 17. þ.m. — Litlafell er í Reykjavík. — Helgafell er í Gulfport. — Hamrafell er vænt- anlegt til Batumi í dag. — Jelling er á Akureyri. Söfn Listasafn rfkisins lokað um óá- kveðinn tíma. Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga og iaugardaga kl. 1—3. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — AðalsafniS, Þingholtsstræti 29A. — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22, nema laugardaga kl. 14—19. Sunnud. kl. 17—19. — Lestrarsalur íyrir fullrrðna. Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema laugardaga kl. 10—12 og 13 —19. Sunnudaga kl. 14—19. (Jtibúið, Hólmgarði 34. Utlána deild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, aðra virka daga nema laugardaga, kl. 17—19. — Les- stofa og útlánadeild fyrir börn: Alla virka daga nema íaugardaga ki. 17—19. Útibúið, Hofsvallagötu 16. Ut- lánadeild fyrir börn og fullorðna: Alla virka daga nema iaugardaga, kl. 18—19. Utibúið, Efstasundi 26. Utlána deild fyrir börn og íullorðna: — Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga, kl. 17—19. Bamalesstofur eru starfræktar í Austurbæjarskóla, Laugarnes- skóla, Melaskóla og Miðbæjar- okóla. Nátlúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13,30—15 þriðju- dogum og fimmtudögum kl. 14—15 Byggðasafn Reykjavíkur að Skúlatúni 2 er opið kl. 2—5 alla daga nema mánudaga. Listasafn Einars Jónssonar að Hnitbjörgum er iokað um óákveð- inn tíma. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.