Morgunblaðið - 19.02.1959, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.02.1959, Qupperneq 6
Ö MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. febr. 1959 ♦ * ÚRSLIT í 7. umferð sveitakeppni meistaraflokks hjá Tafl- og Bridgeklúbbnum urðu þessi: Svavar vann Ragnar 87:46 Sófus vann Björgvin 72:54 Jón vann Ingólf 75:35 Björn vann Sigurleif 66:55 Hjalti vann Hákon 77:34 Úrslit í 8. umferð: Svavar vann Hákon 88:35 Hjalti vann Björn 59:46 Sófus vann Ragnar 71:36 Ingólfur vann Sigurleif 55:46 Jón vann Björgvin 73:46 Að loknum 8 umferðum er sveit Hjalta efst með 16 stig. Níunda og síðasta umferð verð- "ur spiluð í kvöld. — Jafnhliða sveitakeppninni fór fram tví- menningskeppni og urðu þar sig- urvegarar Bjarnleifur og Haf- steinn, hlupu 509 stig, í öðru sæti urðu Guðjón og Helgi með 503 stig. Endanleg úrslit í sveitakeppni I. flokks hjá Bridgefélagi kvenna eru nú kunn. Röð 5 efstu sveita varð þessi: 1. Þorgerður Þórarinsdóttir 11 2. Ásta Bjarnadóttir 11 3. Ásta Guðjónsdóttir 9 4. Margrét' Ásgeirsdóttir 9 5. Lovísa Þórðarson 8 Úrslit í 6. umferð sveitakeppni meistaraflokks hjá Bridgefélagi kvenna urðu þessi: Lovísa vann Elínu 48:37 Vigdís vann Eggrúnu 54:24 Bagbjört vann Margréti 60:36 Ásta G. vann Unni 53:46 Þorgerður vann Ástu B. 51:40 Úrslit í 7. umferð: Þorgerður vann Lovísu 61:19 Vigdís vann Dagbjörtu 50:35 Eggrún vann Unni 61:31 Margrét vann Ástu B. 72:24 Elín vann Ástu G. 69:25 8. umferð fer fram annað kvöld og verður spilað í Sjómanna- skólanum. Spilið, sem hér fer á eftir, kom fyrir í 4. umferð leiks Banda- ríkjamanna við ítali í nýafstað- inni heimsmeistarakeppni. Spilið er einkum sýnt hér til að menn geri sér ljóst, að margt getur komið fyrir í hörðum keppnum, sem þessum. Spilið, sem hér fer á eftir, kom fyrir í 4. umferð leiks Bandaríkjamanna við ítali í ný- afstaðinni heimsmeistarakeppni. Spilið er einkum sýnt hér til að menn geri sér ljóst, að margt getur komið fyrir í hörðum keppnum, sem þessum. ítalarnir Avarelli og Bella- donna sátu N—S og sögðu 3 grönd. Suður (Belladonna) var sagnhafi og lét Vestur út hjarta fimm. Nú skulum við athuga hvernig hjartaliturinn skiptist milli handanna, aðrir litir skipta ekki máli. Sigvrgeir Sigurjónsson hæstarétlarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Málflutningsskrifstofa SVEINBJÖRIN DAGFINNSSON EINAR VIÐAR Hafnarstræti 11. — Sími 19406. I.O.G.T. St. Andvari 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. Fjöl- breytt skemmtiatriði. — Æ.t. ♦ * V D 7 4 y Á ío 9 N 532 V A V G 8 S ♦ K 6 Norður gaf hjartafimmið, Aust- ur lét gosann og Suður drap með kóngi. Nú tók Suður 2 slagi á lauf og þegar laufinu var spil- að í þriðja sinn, þá komst Aust- ur inn og lét nú út hjartaáttu. Suður setti tigultvist í, Vestur lét í hjartaníu og Norður drap með drottningu. Nú heyrðist í Avarelli, sem sat yfir og spurði hann hvort Suður ætti virkilega ekki fleiri hjörtu. Suður svaraði því játandi og skipti á tigultvisti og hjartasexi. Þetta er leyfilegt, ef það er gert áður en sá, sem rangt hefir látið í, spilar út aft- ur eða gefur í annan slag. Borð- vörðurinn varð því að fara eftir alþjóðareglum, og bjóða þeim, sem látið hefir í, á eftir þeim, sem skiptir um spil þ. e. a. s. Vestur, að skipta einnig um spil. Bandaríkjamaðurinn Starkgold var Vestur og þáði hann það og skipti á hjartaás og níunni. Þeg- ar Vestur skipti um spil, vildi Suður einnig skipta um spil í borði. í alþjóðareglum stendur ekki, að þetta sé leyfilegt og var því úrskurðað, að drottningin skyldi falla í ásinn, því þegar væri búið að láta hann í. Töpuðu ítalirnir því spilinu, en á hinu borðinu unnu Bandaríkjamenn 3 grönd. — Sýnir þetta spil ljós- lega, hve nauðsynlegt er fyrir bridgespilara að kynna sér öll lög og reglur. Undanrásir fyrir Reykjavíkur- meistaramót í sveitakeppni hefj- ast n. k. þriðjudag. öllum sveit- um er heimil þátttaka og ber að tilkynna um þátttöku hið fyrsta til stjórnar Bridgesam- bands Reykjavíkur, en í stjórn- inni eru þau Hjalti Elíasson, Vigdís Guðbjörnsdóttir og Eirík- ur Baldvinsson. íslendingar verða sföðugt háðari Sovétríkjunum Ummœli norska blaðsins ,,Aftenposten EFTIRFARANDI forystugrein birtst í „Aftenposten", víðlesnasta blaði Noregs, 10. febrúar sl.: Hinn alvarlegi ágreiningur milli íslendinga og Englendinga á miðunum kringum ísland, hef- ur lengi verið efst í hugum okkar. Nú vekja íslenzk blöð athygli á því, að í sambandi við fiskveið- ina ér líka til íslenzkt-sovétrúss- neskt vandamál, sem krefst þess að því sé gaumur gefinn. Þar er ekki um fiskveiðitakmörkin að ræða, heldur fiskútflutninginn til Sovétríkjanna. Á seinni árum hafa Rússar lát- ið í Ijós sívaxandi áhuga á kaupum á íslenzkum fiski. f nýút- kominni útflutningsskýrslu er skýrt frá því, að stjórnarvöldin beini þriðjungi til helmingi af fiskframleiðslu fslendinga til Sovétríkjanna. Út af fyrir sig er engin ástæða til að harma það þó Sovétríkin séu orðin stór og vax- andi markaður fyrir íslenzkar sjávarafurðir. En íslendingar eru farnir að velta því fyrir sér hvað það gæti undir vissum kringum- stæðum þýtt fyrir landið, fjár- hagslega og pólitískt, að verða þannig í sívaxandi mæli háð hin- um rússneska markaði. Um leið og kaup Rússa á ís- lenzkum sjávarafurðum hafa stöð ugt orðið fyrirferðarmeiri, hafa íslendingar afrækt sír.a gömlu markaði í öðrum hlutum heims. Á sama tíma hafa orðið gífurleg- ar framfarir á fiskveiðiaðferð- um Sovétríkjanna sjáfra, og sú þróun heldur áfram samkvæmt áætlun. Og nú spyrja margir ís- lendingar sjálfa sig, hvað verði ef Sovétríkin hætti að kaupa ís- lenzkan fisk. Þetta er ákaflega alvarlegt mál. Síðasta stjórnarkreppa í Finn- landi gefur hugmynd um það, hvernig málinu er háttað og hversu alvarlegt það er. Við- skiptasamband Finnlands og Sov- étríkjanna hefur þróazt í þá áttað Finnland er orðið því alveg fjár- hagslega háð að viðskiptin haldi óhindrað áfram. Þegar Krúsjeff geðjaðist ekki að þeirri stjórn, sem settist að völdum í Finnlandi, stöðvaði hann sovézk vörukaup í Finnlandi og hætti sovézk-finnsk- um umræðum um viðskiptasamn- inga. Þetta leit ekki út fyrir að vera eins mikið mál og framkoma brezkra herskipa í íslenzkri land- helgi. En það hafði í reyndinni meiri áhrif en nokkur herskip við íslenzku landhelgislínuna. ís- lenzka stjórnin heldur óhindruð áfram störfum þrátt fyrir land- helgisdeiluna. En Krúsjeff notaði sér það, hve Finnland er háð viðskiptunum við Sovétríkin, til að gera finnsku stjórninni ólíft. Viðskiptin fóru ekki aftur að ganga sinn eðlilega gang fyrr en komin var ný stjórn, sem Krúsjeff tók gilda. í ljósi þessa horfa margir ís- lendingar nú á það, hversu kaup Sovétríkjanna á íslenzkum fiski gera þá stöðugt háðari Sovétríkj- unum, og enginn okkar efast um að þarna sé um alvarlegt mál að ræða. Sjálfstæði landa er oftar í hættu en á stríðstímum. Úr leikritinu „Irma la Douce“. Á flótta frá Djöflaeyju. Leikfréttir frá Lundúnum „Irma la Douce“, heitir franskur gaman-söngleikur í Lyric Theatre við Shaftesbury Avenue. Þessi gamanleikur er prýðilega vel með farinn og einna skemmtileg- asti leikur, sem völ er á þessa stundina. Framúrskarandi fransk ur, hvað líferni snertir! Leikurinn fjallar um unga sksekju, sem heldur til á sama barnum og sömu götuhornunum. Hún er ung, full af fjöri og velliðin á skrifar ur daglegq lífínu Stúkan Frón nr. 227 Fundur í kvöld kl. 20,30. Venju- leg fundarstörf. Skýrslur og reikn ingar. Félagsvist og kaffi eftir fund. — Æ.t. Frá útvarpshlustanda úti á landsbyggðinni VELVAKANDA hefur borizt bréf utan af landsbyggðinni, frá „Hlustanda". „Þann 5. þ. m. flutti útvarpið þáttinn Spurt og spjallað í út- varpssal. Bar þar margt á góma, eins og gerist og gengur, þegar menn ræðast við. Var þó fyrst og fremst athyglisvert að hlusta á málflutning Gísla Jónssonar, fyrrv. alþingismanns, eins og að líkum lætur. Gísli er eins og kunnugt er sérstaklega frumleg- ur í hugsun eins og komið hefir fram í sambandi við störf hans á Alþingi undanfarin ár. Ekki er það þó ætlun mín í þetta sinn að ræða tillögur hans til hlítar, þó þær séu fyllilega þess verðar. Mættu ráðamenn þjóðar- innar sannarlega taka þær til at- hugunar og koma sumum þeirra í framkv.-emd. Tvær vildi ég þó aðeins minn- ast á. Það er um lengingu vinnu- vikunnar og styttingu orlofs í tvær vikur, eins og áður var. Sýnist það nægilegt til viðbótar við aðra helgidaga, sem alltaf fer heldur fjölgandi. Og með því að fjölga vinnudögum hjá full- vinnandi fólki, ætti að vera hægt að komast hjá því að fá eins mik- ið af útlendu verkafólki til lands- ins. Um afkomu sveitabóndans EN það sem kom mér sérstak- lega til að minnast á þennan þátt, var álit mjólkurfræðings- ins, sem kom fram í þættinum. Taldi hann að bændur ættu að geta selt framleiðsluvöru sína ódýrari, vegna þess hvað ræktun hjá þeim hefur aukizt mikið hin síðari árin. Satt er það, að bænd- ur hafa lagt í mikla ræktun og húsabætur hin síðari ár, og þá um leið hleypt sér í nokkrar skuldir þeirra vegna. Þó held ég að aukin dýrtíð hafi ekki síður komið niður á framleiðslu bónd- ans en annarri framleiðslu. Er skammt að minnast hækkunar frá sl. vori, sem vinstri stjórnin kom á, þegar fóðurvörur hækkuðu um þriðjung, landbúnaðarvélar hækkuðu stórkostlega og yfir- leitt allt sem að framleiðsl- unni lýtur. Og þótt mjólkur- lítrinn hækkaði um 20 aura í vor fengu bæi.dur lítið eða ekkert af þeirri hækkun, held ur fór pað mest í aukinn dreif- ingarkostnað. Það er því síður en svo að bændur standi nokkuð betur að vígi eftir allt þetta, eða að þeir séu færir um að gefa eftir af sínum hlut fram yfir aðr- ar stéttir. En hinu munu bændur ekki skorast undan, að taka þátt í sanngjörnum álögum í hlutfalli við aðrar stéttir, ef það mætti stuðla að betri og bættari hag allra landsmanna. Þær framfarir, sem orðið hafa í sveitum landsins á sl. 20—30 árum bæði í ræktun o. fl. hafa hamlað á móti því að sveitirnar gjörtæmdust af fólki, og samt er fólkið þar of fátt til þess að sinna nauðsynlegustu störfum. Verði einhver veikur, eru fáir aflögu- færir til hjálpar. Góðir vegir, rafmagn og sími geta mjög bætt þar um, en þó sérstaklega raf- magnið, því það tel ég einna fremst til að létta undir hin dag- legu störf. Ég held að það sé til of mikils mælzt, að sveitabóndinn 'fefz og það fólk, sem vinnur að sveita störfum beri minna úr býtum en yfirleitt aðrir þegnar þjóð- félagsins. Eru ekki framleiðslu- vörur bænda einmitt verðlagðar af framleiðsluráði með það fyrir augum að þeir eigi að hafa svip- aða fjárhagsafkomu og verka- maðurinn í bænum? Ýmislegt fleira mætti um þetta segja, til og frá. En hér skal staðar numið.“ Lítill snáði og hátíðisdagarnir IBRÉFI „Hlustanda" hér fyrir ofan er minnzt á alla helgi- dagana, sem haldnir eru hátíð- legir hér. Þegar ég las þann hluta bréfsins kom fram í huga mér brosleg spurning, sem lítill snáði lagði fyrir pabba sinn á bolludag- inn. Hann var ekki almennilega farinn að átta sig á öllum þessum hátíðisdögum. „Heyrðu pabbi“, sagði hann. „Hvað gerði Jesú á bolludaginn?“ meðal kunningjanna á barnum. Einn góðan veðurdag rekst þang- að inn fátækur lögfræðinemi, — hann leggur hug á stúlkuna, þau elskast og byrja að búa saman. Ástkonu hans finnst ekkert fyrir því að vinna fyrir honum með því að skjótast út á götuhornið sitt og bíða eftir viðskiptavini! Elskhuganum finnst eitthvað rangt við það, hann er afbrýðis- samur og leitar lausnar. Ungu stúlkuna Irmu, hefur alltaf dreymt það, sem skikkanlega skækju daglega dreymir um, að eignast aðeins einn viðskiptavin, nógu ríkan til þess að gefa henni nógu mikla peninga, svo að hún þurfi ekki að leita til fleiri. Elsk- hugi hennar ákveður að slá tvær flugur í einu höggi og dulbúa sig sem kaupsýslumann og ríkan við- skiptavin, á þann hátt sér hann um, að enginn annar geti notið hennar. Hann gefur henni sömu peningaupphæðina, aleigu sína úr bankanum í hvert sinn. Irma kemur sigrihrósandi með laun sín og færir honum og sömu pening- arnir fara inn og út úr bankarium, altaf sömu hringferðina- Irma þekkir hann ekki í dulbúningn- um, en henni er farið að þykja vænt um þenna ókunnuga mann. Elskhuginn, sem vill hafa hana einungis fyrir sig, verður afbrýð- issamur út í kaupsýslumanninn (sjálfan sig), sem hann hefur skapað og ákveður að myrða hann! Athöfnin fer fram snilldar- lega á sviðinu á bak við stora súlu. Keith Michell, sem leikur elsk- hugann, sýnir leikni og léttleika í meðhöndlun sinni á hlutverk- inu. — Sigri hrósandi tilkynnir hann lögiaglunni, að hann sé sek- ur um morð, í þeirri trú, að hann geti sannað að hann sjálfur hafi verið einn og sami maður. Hann getur ekki sannað það, og er sendur til útlegðar til Djöflaeyj- ar, ævivistar. Irma er harm- þrungin, hún hefur tapað báðum elskhugum sínum og gengur nú með barni, sem elskhuga hennar er ókunnugt um. Vistin er dauf- leg á Djöflaeyju, og þeim félög- um tekst að lokum að strjúka þaðan, þeir komast á fleka og Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.