Morgunblaðið - 19.02.1959, Side 13
Fimmtudagur 19. febr 1959
WORCVNBLAÐIÐ
13
ÁfengisverzluninogTóbakseinka-
salan gerðar að einu fyrirtæki
í GÆR var útbýtt á Alþingi
frumvarpi til laga um Afengis-
og tóbakseinkasölu ríkisins. —
Flm.: Magnús Jónsson og Pétur
Ottesen. — Frv. er í 16. grein-
um. 1. gr. frv. er á þessa leið:
Ríkissstjórnin rekur verzlun,
sem nefnist Áfengis- og tóbaks-
einkasala ríkisins. Skal hún ann-
ast innflutning og sölu á þeirri
vöru, er ríkisstjórnin hefur rétt
til einkasölu á samkvæmt 2. gr.,
svo og tilbúning þeirrar vöru, er
um getur í lögum þessum.
I 2. gr. segir:
Ríkisstjórnin ein má flytja
Gerðftir Helgadóttir
Magnús Jónsson og Pétur Ottesen flytja
frv. þess efnis á Alþingi
þetta
hingað frá útlöndum eftirtalda
vöru:
1. Áfengi og vínanda, sem leyft
er að flytja til landsins og í
er meira en 2Vi% af vínanda
að rúmmáli.
2. Tóbak og tóbaksvörur hvers
konar.
3. Eldspýtur og vindlingapappír,
allar tegundir.
4. Ilmvötn, hárvötn, munnvötn,
andlitsvötn, bökunardropa,
kjarna (essensa) til iðnaðar
og pressuger. Sömuleiðis er
ríkisstjórninni heimilt að
framleiða ofangreinda vöru.
I greinargerð fyrir frv. segir á
þessa leið:
Arið 1950 var lagt fram á Al-
þingi stjórnarfrv. um að sameina
í eina stofnun Áfengisverzlun
ríkisins og Tóbakseinkasölu rík-
isins. í greinargerð með því frv.
segir m. a.:
„Ríkisstjórnin hefur leitazt við
að finna leiðir til þess að draga
úr kostnaði við ríkisreksturinn
og gera hann hagfelldari. Hefur
verið skýrt frá nokkrum ráð-
stöfunum, sem ríkisstjórnin hef-
ur ýmist gert í þessu skyni eða
mun gera tillögur um. Ein þeirra
er sú að sameina þessi tvö fyrir-
Cerður Helgadóttir í
þýxku sjónvarpi í dag
Sést þar vinna að fyrsta Skálhalts-
glugganum
I DAG sendir sjónvarþið í Köln
út um Þýzkaland þátt um ís-
lenzka listakonu við vinnu sína.
Það er myndhöggvarinn Gerður
Helgadóttir og listaverkið, sem
hún sést vinna að, er fyrsti glugg-
inn í Skálholtskirkjuna.
Eins og kunnugt er hlaut Gerð-
ur fyrstu verðlaun í samkeppni,
sem fram fór milli listamanna
hér heima um tillögur að skraut-
glugga í hina nýbyggðu kirkju,
en tveir danskir kaupsýslumenn
ætla að gefa alla gluggana í kirkj
una. Og nú er Gerður semsagt að
byrja á verkinu, sem unnið verð-
ur í þekktu gluggagerðarverk-
stæði í Linnich, skammt frá
Köln, en eigandi þess heitir
Oidtmann.
Tildrög þess að sjónvarpið í
Köln fékk áhuga á málinu eru
þau, að Gerður fór fram á að fá
sjálf að mála á glerið, til að vera
viss um að fá þann blæ sem hún
óskaði eftir, en hún hefur tals-
verða reynslu í þessum efnum,
vann lengi í glergluggagerð í
París og hefur m. a. gert hinn
stóra skrautglugga í Saurbæjar-
kirkju á Hvalfjarðarströnd og
tvo glugga í Elliheimilið í Reykja
vík. Hún fór því til Linnich, til
að mála fyrsta gluggann, og þeg-
ar sjónvarpið í Köln komst á
snoðir um það, var sendur heill
hópur af myndatökumönnum á
vettvang. Þeir þustu inn í verk-
stæðið með kvikmyndavélar,
lampa og annað hafurtask og
unnu í fimm tíma við að mynda
Gerði meðan hún málaði glerið
og höfðu viðtal við hana. í dag á
svo að sjónvarpa þættinum.
Því má skjóta hér inn í, að
morguninn sem Gerður ætlaði að
taka lestina frá Linnich til Par-
ísar, tafðist hún við að líta í síð-
asta sinn eftir Skálholtsmyndinni,
og missti af lestinni. En sú lest
rakst á aðra, og fórust nokkrir
menn og fjölmargir slösuðust,
eins og áður hefur verið getið í
fréttum.
Gerður Helgadóttir er búsett i
Paris, þar sem hún á litla vinnu-
stofu, og mun hún á næstu mán-
uðum vinna þar að uppdráttum
að gluggunum í Skálholtskirkju.
Annað verkefni á hún fyrir
höndum í sambandi við kirkju-
skreytingu. Hún hefur verið ráð-
in til að gera IVz m. háan kross,
sem nota á til skreytingar í kirkju
eina í Þýzkalandi. Hafði prestur
kirkjunnar séð frummynd af
grip, nánar tiltekið líru, sem
Gerður smíðaði til verðlauna-
veitingar á tónlistarhátíð á Ítalíu
fyrir einu eða tveimur árum.
Varð hann svo hrifinn af líru-
myndinni, að hann kom því til
leiðar að listakonan yrði fengin
til að gera krossinn í kirkjuna.
tæki, svo sem frumvarp
gerir ráð fyrir.
Telja menn sig mega vona, að
af þessu leiði sparnað í beinum
rekstrarkostnaði stofnananna.
Frumvarpinu er ætlað að koma
í staðinn fyrir þau lög, sem nú
eru í gildi um þessar tvær stofn-
anir. Eru því aðalatriði gildandi
lagaákvæða um áfengisverzlun
og tóbakseinkasölu tekin upp I
frumvarpið, en þó voru ákvæðin
endurskoðuð í samráði við for-
stjóra þessara stofnana og fengna
reynslu. Breytingar, sem gerðar
eru á einstökum atriðum, eru
ekki svo veigamiklar, að ástæða
sé til að rekja þær í einstökum
atriðum í athugasemdum. Höf-
uðatriði frv. er að sjálfsögðu
sameining þessara tveggja fyrir-
tækja.“
Á næstsíðasta þingi flutti flm.
þessa frv. og þm. N-ísf. till. til
þál. um sameiningu þessara
tveggja stofnana. Var sú tillaga
flutt með hliðsjón af því, að
þá losnaði framkvæmdastjóra-
staðan við annað fyrirtækjanna
og þvi hentugt tækifæri til að
sameina fyrirtækin. Töldu flm.
ekki ósennilegt, að þáverandi
fjármálaráðherra, sem einmitt
stóð að flutningi frv. um sam-
einingu fyrirtækjanna 1950,
mundi nú vilja nota tækifærið
til að koma þessari sparnaðartil-
lögu í framkvæmd, en reyndin
varð önnur og tillagan náði ekki
samþykki.
Þar sem einmitt nú virðist
mikill áhugi á að' freista allra
úrræða til þess að draga úr út-
gjöldum ríkissjóðs, hafa flm.
þessa frv. talið rétt að taka upp
frv. frá 1950 um sameiningu þess-
ara tveggja ríkisstofnana, og er
það því endurflutt hér efnislega
óbreytt.
Mænusóttarbólusetning. —
Mænusóttarbólusetning í Reykja-
vík fer enn fram í Heilsuvernd-
arstöðinni við Barónsstíg alla
þriðjudaga kl. 4—7 e. h. — Sér-
staklega er vakin athygli þeirra
Reykvikinga, sem aðeins hafa
fengið fyrstu, eða fyrstu og aðra
bólusetningu, á því að rétt er
að fá allar 3 bólusetningarnar,
enda þótt lengra líði á milli en
ráð er fyrir gert.
Þróftur rœðir hagsmuna-
mál sín
FRAMHALDSAÐALFUNDUR
Vörubílstj órafélagsins Þróttar var
haldinn siðastliðinn sunnudag.
Fundurinn var einn sá fjölmenn-
asti sem haldinn hefir verið í
félaginu.
Á fundinum voru gerðar fjöl-
margar ályktanir sem stjórn fé-
lagsins bar fram, m. a. var sam-
þykkt áskorun á bæjarstjórn
Reykjavikur varðandi skiptingu
á allri vörubílavinnu sem Reykja
víkurbær og bæjarfyrirtækin
kaupa út, og að félaginu verði
sköpuð aðstaða til að fylgjast með
þeirri vinnuskiptingu. Tillagan,
sem var samþykkt að afloknum
! mjög fjörugum og hörðum um-
ræðum með 102 atkv. gegn 48,
I hljóðar svo:
| „Framhaldsaðalfundur Vöru-
bílstjórafélagsins Þróttar, hald-
inn sunnudaginn 17. febrúar
1959, samþykkir að setja fram þá J
áskorun til bæjarráðs og bæjar-
stjórnar Reykjavíkurbæjar, að nú
þegar verði allri vörubílavinnu
sem bærinn og bæjarfyrirtækin
kaupa út, skipt jafnt millí þeirra
félagsmanna Þróttar sem skráðir
eru atvinnulausir hverju sinni.
Jafnframt setur félagið fram
þá ósk, að því verði veitt aðstaða
til að fylgjast með framkvæmd
vinnuskiptingarinnar.“
Þá var einnig gérð samþykkt
varðandi akstur til Keflavíkur-
flugvallar, á þá lumj að frá deg-
inum í gær er félagsmönnum
Þróttar, sem þennan akstur
stunda, óheimilt að taka á bif-
reiðar sínar meiri hlassþunga en
7 tonn, og sama bifreið skal að-
eins fara eina ferð á dag.
Einnig var samþykkt svehljóð-
andi áskorun á ríkisstjórnina og
verðlagsyfirvöldin:
„Framhaldsaðalfundur Vöru-
bílstjórafélagsins Þróttar, nald-
inn sunnudaginn 15. febrúar 1959,
samþykkir að skora á ríkisstjórn-
ina að hlutast til um að nú begar
verði framkvæmd lækkun á benz-
íni og brennsluolíu, í samræmi
við þær lækkanir sem fram-
kvæmdar hafa verið á gjaldtöxt-
um vörubifreiða.
Jafnframt skorar fundurinn á
verðlagsyfirvöld landsins, að
herða til muna eftirlit með verð-
lagi bifreiðavarahluta."
Auk nefndra tillagna og áskor-
ana voru sem fyrr segir, sam-
þykktar fjölmargar tillögur og
ályktanir frá stjórn félagsins,
sem allar miða að lagfæringu frá
því ástandi, sem nú ríkir innan
stéttarinnar. Rvik, 17/2. 1959.
Vörubílstjórafélagið Þróttur.
STÚ LKU R
óskast til starfa í
Dósaverksmibjunni h.f.
Borgartúni 1 — Sími 12085
Baðvatnsgeymar
’TDEAL"
100, 150 og 200 lítra fyrirliggjandi.
J. Þorláksson og Morðmann h.f
Skúlagötu 30 — Bankastræti 11.
Plast — gólfdúkur
Sérstaklega sterkur og góður á eldhús, stiga, bað-
herbergi og skrifstofur fyrirliggjandi.
J. Þorláksson og IVorðmann h.f
Bankastræti 11.
Grœnmeti þurkað
SÚPUJURTIR
R A U Ð K Á L
LAUKUR
GULRÆTUR
Blandað GRÆNMETI
BIÁBER
Eggert iiristjánsson & co h.f
símar 1-14-00.
einangrunarplötum
Birgðir fyrirliggjandi
Mars Trading Co. h.f.
Sími 1-73-73 -
Klapparstíg 20.
Czehoslovan Ceramis Prag
Einangrið hús
yðar með
WELLIT