Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 14

Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 14
14 HtORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. febr 1959 Kindur farast, bát tekur á sjó út og tré rifna upp með rótum Skólum lokað vegna veðurofsa á Akur- eyri AKUREYRI, 18. befrúar. — Xíð hefur verið mjög umhleyp- Ingasöm hér að undanförnu, og má segja, að skipt hafi um vindátt og veðurfar þrisvar til fjórum sinnum á dag. í nótt gerði hér afspyrnuveður af vestri, og var hvassast frá kl. 9—11 í morgun. Urðu talsverðar skemmdir af þessu veðri, fjárhús hrundu og fé fórst, báta tók á sjó út, skemmd ir urðu á síma, tré tók upp með rótum og járnplötur af húsþök- um ollu skemmdum í morgun urðu menn hér á Akúreyri þess varir, að ýmislegt lauslegt fauk um götur og torg t.d. öskutunnur og innihald þeirra og settist það á girðingar, svo að þær voru alþaktar bréfa- rusli. Fljótt fór að bera á því, að þakplötur losnuðu á húsum, og ollu þær skemmdum á nær- liggjandi byggingum, brutu glugga, slitu símalínur og felldu niður .útvarpsloftnet. Ýmsar fleiri skemmdir urðu af völdum veður- hæðarinnar. Fjós fauk af grunni Má þar nefna, að fjárhús fuku af grunni og urðu kindum að bana. Skammt ofan aðalspenni- stöðvarinnar hér í bænum á Kristinn Björnsson, bóndi að Kotá, fjárhús og hafði í þeim 30 kindur. í morgun hafði veður- ofsinn lamið niðúr þakið og fellt inn á kindurnar, en hús hans ásamt viðbyggðri hlöðu vóru járn klædd með tvöföldu þaki. Um 20 kindur urðu undir þakinu og drápust þrjár þeirra, en nokkrar aðrar sködduðust — þó ekki meira en svo, að allar gátu þær gengið, er þær voru fluttar milli húsa. Hey var áfast við húsið og var það kyrrt. Hins vegar er húsið gjörsamlega horfið og lít- + KVIKMYNDIR + Nýja bíó: Gráklæddi maðurinn ÞESSI ameríska kvikmynd, sem tekin er í litum og Cinemascpe er gerð eftir samnefndri skáld- sögu eftir Sloan Wilson og munu margir hér kannast við söguna því hún hefur komið út í íslenzkri þýðingu. Myndin segir frá ungum manni Tom Rath, sem er kvæntur og á þrjú börn. Hann tók þátt í heims- styrjöldinni, en þegar hann kom heim aftur þótti konu hans hann vera orðinn nokkuð breyttur og áhugalaus um að koma sér áfram. Úr því rætist þó að lokum, en mesta vandamálið, sem rís upp með þeim hjónum, er það, að Tom hefur átt ástarævintýri með ungri stúlku í Róm á meðan hann dvaldist þar sem hermaður og hafði eignast með henni dreng. Hann fréttir að hún og drengur- inn líði skort, og til þess að þurfa ekki að fara á bak við konu sína með peningasendingar til drengs- ins segir Tom konu sinni allan sannleikann um ævintýrið í Róm, en sú saga, — dvöl hans í þeirri miklu borg og ástir hans og stúlk- unnar þar, — er fléttuð inn í myndina. Kona Toms, Betsy, tek- ur þessu illa í fyrstu, sem vonlegt var, en af því hún er gáfuð kona og göfuglynd fyrirgefur hún ur út eins og sprengja hafi fallið á það. Tré rifnuðu upp með rótum Auk þessa urðu spjöll í hin- um fagra trjágarði Gróðrarstöðv- arinnar hér í bænum. Hafði sjö tré tekið upp með rótum, og auk þess nokkur tré í öðrum skrúð- görðum bæjarins. í Gróðrarstöð- inni féllu í eini röð sex lerkitré um 10—11 m há, og enn fremur brotnaði ofan af nokkrum öðrum trjám. Vindhviðurnar sviptu trjánum í sundur, sem eldspýtur væru. Eitt elzta tré garðsins 7—8 m hátt rifnaði upp með rótum. Unnið var að því í morgun að setja taugar á stærstu trén í Gróðrar- stöðinni til þess að varna þvi, að frekari eyðilegging yrði. Jarð- vegur er þarna ófrosinn, og var eins og hann væri allur á hreyfingu, er tíðindamaður blaðs ins, kom þangað í heimsókn um hádegið í dag. 12 smálesta bát rak á sjó út Á Oddeyrartanga fauk 12 smá- lesta bátur á sjó út og rak hann þvert yfir fjörðinn. Bátur þessi, sem er hringnótabátur, var í smíðum í Skipasmíðastöð Svavars Þorsteinssonar. Togskipið Björg- vin frá Dalvík var fengið til þess að freista þess að bjarga bátnum, en tókst ekki sökum þess, hve hratt hann rak undan veðrinu. Báturinn hafnaði í fjörunni aust- an Eyjafjarðar, og urðu þar nokkrar skemmdir á botni hans. Símalínur slitnuftu Allmiklar skemmdir urðu á símalínum einkum norður frá Ak ureyri vestan megin Eyjafjarðar. Hjá Krossum á Árskógsströnd brotnuðu átta staurar. Á nokkr- um stöðum öðrum brotnaði einn og einn staur, og iinur tók í sundur vegna þess, að ýmislegt lauslegt fauk á þær. Af þessum sökum er sambandslaust bæði við Hjalteyri, Dalvík og Ólafsfjörð. ★ Hér á Akureyri urðu nokkrar frekari skemmdir. Má þar nefna, að þak timburskýlis Vegagerðar- bónda sínum víxlsporið og verður jafn áhugasöm og hann um að styrkja drenginn. — Tom fær svo góða stöðu við stóra útvarpsstöð og glæsileg framtíð blasir við þeim hjónum. Mynd þessi er allefnismikil og vel gerð, ekki sízt sá þáttur henn- ar er lýsir ógnum styrjaldarinnar og hún er vel leikin, enda fara ágætir leikarar þar með aðalhlut- verkin, svo sem Gregory Peck, er leikur Tom, Jennifer Jones, sem leikur konu hans afbragðsvel, þó að hún sé ekki nógu fríð til þess að hæfa fyllilega hlutverkinu. og Frederic March, er leikur for- stjóra útvarpsstöðvarinnar, af miklum tilþrifum og með glæsi- brag, svo sem honum er lagið. Galli er það á myndinni að hún er nokkuð langdregin enda stend- ur hún lengur yfir en almennt gerist um kvikmyndir sem hér eru sýndar. Ego. Marshall veikur MARSHALL hershöfðingi hefur fengið annað slag og er óttazt um líf hans. Marshall er 78 ára gam- all. Hann fékk slag 15. janúar sl. Marshall fékk friðarverðlaun Nóbels 1953 vegna þess að hann er höfundur Marshallaðstoðar-' innar svonefndu, sem hjálpaði fjölmörgum Evrópuríkjum til að komast til bjargálna eftir styrj- öldina síðari. innar fauk og olli skemmdum á bifreið, er stóð fyrir utan bifvéla verkstæði Jóhannesar Kristjáns- sonar. Um 20 hestar af heyi fuku hjá Kotá hér í bænum. Ennfrem- ur varð nokkurt heytjón á býlum í Kræklingahlíð, einnig urðu nokkrar minniháttar skemmdir, heyvagnar fuku og annað laus- legt úti við. Ekki er vitað til þess, að alvar- leg slys hafi orðið á fólki. Hins vegar mun fólk hafa hrakið und- an veðrinu, er það var á ferð um bæinn í morgun ,og munu sumir hafa orðið fyrir smávægilegum meiðslum. öllum skólum var lok- að um hádegi í dag vegna veð- urofsans. Foreldrum í bænum var tilkynnt um að sækja börn sín í barnaskólann, enda var ekki talið, að þeim væri einum fært heim frá skólanum um hádegis- bilið. Þá aðstoðaði lögreglan og strætisvagnar bæjarins við flutn- ing barna heim úr skólanum. Um kl. 3—4 í dag slotaði veðr- inu hér, og er nú hér sæmilegt veður. — vig. Um þessar mundir er verið að setja á svið í Det Ny Teater í Kaupmannahöfn leikrit um Kamelíufrúna, einhverja frægustu gleðikonu, sem nokkurn tíma hefir ve.rið uppi. Með hlutverk Kamelíu- frúarinnar fer Bodil Kjær, og myndin hér að ofan er tekin af henni á æfingu. Rithöfundurinn Kjeld Abell hefir skrifað leikritið — ekki eftir leikriti Alexander Dumas yngri um Kamelíufrúna heldur eftir skáldsögunni, þar sem hann raunverulega Ijóstrar upp um samband sitt við þessa frægu konu. 1 leikriti Abells kemur Dumas því sjálfur við sögu, og fer Mogens Wieth með það hlut- verk, en Olaf Nordgreen leikur elsfehugann Armand Duval. Sam Besekow er leikstjóri. íslendingar hafa eins gott úthald en ekki knattleikni ávið Norðurlandaliðin — ÞAÐ, sem við þurfum fyrst og fremst að gera til að standa Norðurlandaþjóðunum fyllilega á sporði í handknattleik, er að þjálfa mun meira og stöðugar allt árið en gert er hér og í öðru lagi að fá stórt og fullkomið hús til iðkunar íþróttarinnar. Á þessa leið fórust Ásbirni Sigur- jónssyni, formanni Handknatt- leikssambands Islands, orð, er hann ásamt landsliðsnefnd HSÍ og fyrirliða landsliðsins, Herði Felixsyni, ræddi við fréttamenn á þriðjudaginn. Ásbjörn lýsti förinni í stórum dráttum og sagði að árangur hennar væri mjög góður fyrir handknattleiksmenn. Ungt, ó- reynt íslenzkt landslið, sem á mikla framtíð fyrir sér, hefði mörgu kynnzt, sem væri þarflegt og gott fyrir framtíðina og ár- angur leikanna væri sízt þannig að bera þyrfti kinnroða fyrir — þvert á móti, einkum þegar þess er gætt að þessar þjóðir, sem við var keppt, eru 3 af 5 eða 6 beztu handknattleiksþjóðum heimsins. Árangur þessarar farar er m. a. sá, sagði Ásbjörn, að samböndin fjögur vinna hvert í sínu lagi að undirbúningi landsleikjaferðar Is Iendinga með svipuðu sniði og nú var. Árangurs af þeim undirbún- ingi má vænta innan hálfs mán- aðar. Hingað vilja öll löndin senda lið sín, þegar við höfum fengið boðlegt hús. En við urðum því miður að segja þeim, að við yrðum að heimsækja þá einu sinni til tvisvar enn áður en við gætum boðið þeim heim í okkar nýja hús. Ásbjörn kvað það skoðun sína, að hver leikmaður íslenzka liðs- ins hefði sýnt góða framkomu og liðið fyllilega leikið eins vel og búizt var við og vonazt eftir. — Fjórir hefðu þó borið af nokkuð, þeir Ragnar Jónsson, Hjalti Ein- arsson, Gunnlaugur Hjálmarsson og Guðjón Ólafsson. Einnig hefði Guðjón Jónsson komið mjög skemmtilega á óvart með traust- um leik. Allir liðsmenn hefðu verið samhentir mjög og ákveðn- ir og um leið glaðværð ríkjandi allan tímann á erfiðu ferðalagi. Betri þjálfun Ásbjörn sagði að Norðurlanda- liðin væru skipuð betur þjálfuð- um mönnum yfirleitt. Ekki þó hvað úthald snerti — það hafa íslendingar ekki síður en þeir. En hvað snertir knattmeðferð, leikni í eins konar „látbragðs- leik“ með knöttinn til að villa fyrir mótherja bera liðsmenn þeirra langt af íslendingum. Sýnilegt er að einstakir leikmenn sérþjálfa sig einslega í slíkum „listum". Samæfing er ekki mikil hjá liðunum ytra, en þeim mun meiri og betri hjá einstökum leik mönnum. Svíar æfa ekki saman, en liðsmönnum er stefnt saman til landsleikjanna sínum úr hverri áttinni, en allt fellur vel saman. Danir hafa sérstöðu vegna langrar reynslu landsliðsins. Liðsmenn Dana höfðu samtals 250 landsleiki að baki er þeir mættu okkur. Norðmenn komu okkur mest á óvart. Við sáum þá í heimsmeistarakeppninni í fyrra en þar komust þeir í undanúr- slit. Mikil framför hefur orðið hjá þeim og kvaðst Ásbjörn vilja spá því að þeir ættu eftir að komast, langt. Ásbjörn rómaði mjög móttökur allar — einkum þó hjá Svíum. Alls staðar voru íslendingar leystir út með gjöfum og mættu margháttaðri vinsemd, t. d. gátu þeir vinsemdar ræðismanns ís- lands í Gautaborg, sem liðsmenn vildu vel þakka. Landsliðsnefndarmennirnir og fyrirliðinn ræddu um leikaðferð- ir og fleira. Þeir voru á einu máli um að það hafi tekið ís- lenzka liðið nokkuð langan tíma að aðlagast breyttum staðháttum, t. d. með vallarstærð. Einkum varð vörnin opin vegna þessa. Is- lenzku liðsmennirnir voru oft dá- lítið hikandi í vörninni, þeir beittu knattrekstri um of, svo að úr leikhraða dró. Reynsluleysi í slíkri landskeppni háði þeim mik ið miðað við hin liðin og íslenzka liðið skortir knatttækni á við ýmsa leikmenn hinna liðanna, eins og áður er sagt. KnattspyrnuSandsleikur við íra í Dublin 13. sept. f FRÉTTATILKYNNINGU frá Knattspyrnusambandi íslands, sem send var út í gær segir að ákveðinn sé landsleikur í Dublin í september nk. Mun ísl. landslið- ið í knattspyrnu fara utan ll.sept. og leika við íra 13. sept. og síðan sennilega 2 aukaleiki. Heim verð- ur komið 19. sept. Til stóð að leikinn yrði ungl- ingalandsleikur við Dani hér heima. Það boð gátu Danir ekki þegið. Norðmönnum hefðu nú verið boðið en svar hefur ekki borizt. Hér er um að ræða leik landsliða þar sem liðsmenn eru undir 21 árs aldri. Þá er sagt frá ákvörðuninni um þátttöku íslendinga í knatt- spyrnukeppni Olympíuleikanna í Róm, en frá því skýrði Mbl. í gær, og tekið fram að KSÍ muni gera allt sem í þess valdi er til þess að undirbúningur og þjálfun þeirra, er valdir verða til væntanlegra landsleikja verði í ^em beztu lagi og hefur sambandið ráðið Karl Guðmu.idsson knattspyrnuþjálf- ara til sín í þessu sambandi og væntir mikils af starfi hans. Þá er skýrt frá því, að Þróttur hafi fengið leyfi til að bjóða heim erl. liði í maí í vor og verði senni- lega þýzkt lið fyrir valinu. KR mun bjóða hingað úrvalsliði frá Jótlandi 4.—15. júlí og fara KR- ingar til Jótlands síðar. Færeyingar hafa óskað eftir að KSÍ sendi B-landslið til keppni í Þórshöfn 29. júlí nk. Eru líkur til að það boð verði þegið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.