Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 19.02.1959, Síða 15
TTimmtudagur 19. febr. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 15 ^J^uenhjó&in oq heimí tí Hún heillar alla með töfrandi söng og fallegri framkomu Spjallað við Gittu og foreldra hennar UNDANFARNAR tvær vikur hef ur lítil dönsk stúlka heillað þús- undir Reykvíkinga með söng sín- um, — hún hefur sungið (hvorki meira né minna en á 14 hljóm- leikum x Austurbæjarbíói ávallt fyrir fullu húsi. Kvennasíðunni fannst ekki úr vegi að heim- sækja stúlkuna, sem reyndar er engin önnur en Gitte Hænning, — og kynnast því hvernig hún er fyrir utan leiksviðið, — hvern- ig foreldrar hennar taka hinum miklu vinsældum svo ungrar dóttur. Og þegar ég kom á Hótel Skjaldbreið, þar sem Otto Hænn- ing hefur búið með fjölskyldu sinni, — eldri dóttir hjónanna Jette, er einnig með í ferðalag- inu, — var hin unga listakona ekki komin heim. — Hún hafði farið í bíó með ungri íslenzkri vinkonu sinni. Og á meðan við biðum eftir Gittu fékk ég tæki- færi til þess að kynnast þessum foreldrum, sem svo mikill vandi er lagður á herðar, —• að ala Gittu upp eins og venjulega litla 12 ára stúlku, með skólagöngu o. þv. 1. og sömuleiðis að gefa henni tækifæri til þess að syngja, — lifa listamannalífi. Er i skólanum alla vikuna Hænninghjónin virðast hafa snúizt vel við vandanum-, — Gitte er í 1. bekk í unglingaskóla alla vikuna eins og hver önnur 12 ára telpa. Það er aðeins um helgar sem hún fær tækifæri til þess að „troða upp“. — — Og þá ferðumst við um landið í bílnum okkar, sagði Ottó Hænning, — syngjum hjá hinum ýmsu félagasamtökum og á skemmtunum, eða í útvarpið og sjónvarpið. — Hvernig hófst söngferill Gittu? — Það má segja að í upphafi, eða fyrir um það bil 4% ári hafi ég orðið að lokka hana til þess að koma og syngja með mér lagið „Jeg vil giftes med Far- mand“. Hún vildi þá miklu heldur vera úti og leika sér með jafnöldrum sínum. En síðan hef- ur óslökkvandi áhugi tendrast í brjósti hennar. Ottó Hænning var greinilega stoltur af dóttur sinni, — enda hefur hann um árabil unnið bæði við söngkennslu, samningu teksta og sungið sjálf- ur í útvarp og sjónvarp og á skemmtunum í heimaiandi sínu. — Þegar ég hafði samið dansk- an texta við þetta þýzka lag „Farmand", vantaði einhverja telpu til þess að syngja það með inn á plötu, — ég reyndi báðar dæturnar og mér fannst Gitta hafa betri rödd, svo það varð úr að við sungum lagið inn á plötu, sem þegar varð mjög vinsæl. Þá rak hvað annað. Ég hafði áður haft þætti í danska útvarpinu, — sungið með einni þekktustu vísnasöngkonu Dana, og svo kom Gitte með r þáttinn og þá hét hann „Tre paa en kvist“, — við lékum hjón og Gitte var dótt- ir okkar, og að sjálfsögðu gekk þátturinn út á heimilislífið yfir- leitt — allt túlkað með söng. — Og síðan hefur Gitte átt hug og hjarta samlanda sinna? — Já, það má segja það. Hún hefur verið mjög vinsæl, og nú þegar hefur hún sungið inn á 24 plötusíður, sem þykir gott. — Svo við snúum okkur að fs- landsferðinni, hvernig hefir ykk- ur líkað dvölin hér? — Okkur hefur liðið alveg prýðilega, — en eiginlega höfum við ekkert gert nema sungið og hvílt okkur á milli. Gitte er alls- endis óvön að syngja svona mikið í einu og okkur var illa við að láta hana koma fram á miðnæt- urhljómleikum. Það var á ein- hverjum misskilningi byggt, greip öllum hótelum höfuðborgarinnar — þessu þyrfti að kippa í lag). Nú heyrðist létt fótatak í stig- anum og inn ganginn, — bankað léttilega á hurðina og inn komu þær stöllurnar Gitte og Ylfa Brynjólfsdóttir. — Þær heilsuðu og frú Hænning spurði hvernig þær hefðu skemmt sér í bíóinu. — Alveg dásamlega, svaraði Gitte, — ég hágrét allan tímann. Og þá var hún loks komin. — Stúlkan sem heillar alla með söng sínum. — Hún er rétt og Gitte situr þarna í ljómandi fallegum kjól, sem hún hefur fengið í íslandsferðinni. frú Hænning fram í. Hún er sér- staklega aðlaðandi kona, ung og lagleg. Svaðilför og kaffileysi •— Mér finnst Xslendingarnir alveg dásamlegir, sagði hún, og sérstaklega erUm við hrifin af einum ungum manni, sem var bílstjóri okkar er við komum aust an af Selfossi um daginn í hrylli- legu óveðri. Það var nú hreysti- menni. Það má gjarnan taka það fram í viðtalinu að við erum hon- um alveg sérstaklega þakklát. — — Lentuð þið í einhverjum mannraunum? — Já, svo sannarlega. Við átt- um að leggja af stað á miðnætti til Reykjavíkur, en þá var komið óveður, ofsarok og blindhrið. Skyggnið á leiðinni i bæinn (ferð in tók 7 klst.) var blátt áfram ekkert og bílstjórinn þurfti að aka með höfuðið út um glugg- ann hjá sér nærri alla leiðina svo hann fyndi veginn. Og svo loks er við komum hingað á hótelið vorum við búin að bjóða honum upp á sjóðandi heitan kaffibolla, því eins og gefur að skilja vorum við öll meir en þurfandi fyrir, einhverja hressingu, eftir allt volkið. En kaffið gátum við ekki fengið, — konan sem hefxu- þann starfa á hótelinu að hita kaffi, var ekki komin til vinnu. Og þar með var málið útrætt!!! (Þetta hljómar mjög ótrúlega, en þetta er sannleikur, og ég hef kynnt mér að þetta á ekki að- eins við um þetta hótel — svona mun það vera á flestum ef ekki — Langar þig ekki til þess að leika í kvikmyndum? ■— Jú, en ekki fyrr en ég verð orðin stór, og þá helzt í mynd sem fjallar um ástir og ævin- týri! — Það má segja að hana vanti ekki framtíðaráformin þessa ungu listakonu, sem jafnframt gagnfræðaskólanáminu stundar söngnám hjá mjög þekktum söng- kennara í Kaupmannahöfn, þar sem faðir hennar hefur lært og einnig frú Hænning, sem hefur mikinn áhuga á söng. Heyrzt hafa raddir um að Gitte ætti að koma fram í brezka sjón- varpinu og aðspurður um það at- riði sagði Hænning að það væri ekki ákveðið, — málið væri á góð- um vegi og skulum við vona að Gittu gefist kostur á að heill* brezka sjönvarpsáhorfendur í ná- inni framtíð. Allar útsetningar á lögunum sem Gitte syngur eru búnar til af Jörn Grauengaard, sem er mjög þekktur hér, í sam- ráði við Otto Hænning, og hef- ur hann þýtt eða samið alia dönsku tekstana við lcgin sem hún syngur. Fjölskyldan átti að halda til Akureyrar í gær, koma aftur tíl Reykjavíkur í dag og á morgun, föstudag, halla heim á leið til Kaupmannahafnar, þar sem starf ið, skólinn og söngurinn bíða eft- ir Gittu og fjölskyldu hennar. Við kveðjum þetta listafólk, —•. óskum þeim alls góðs í fram- tíðinni og þökkum þeim fyrir komuna, — og skemmtunina. — A.Bj. slétt eins og hver önnur kurteis telpa, — sérstaklega aðlaðandi og augu hennar, sem eru djúp og dreymandi gefa andlitinu sérstæð an svip, einlægan, barnalegan og fullorðinslegan í senn. — Jæja, Gitte, hvernig fellur þér við söngkonustarfið? •— Jú, svaraði hún, — það hef- ur bæði sínar góðu og slæmu hliðar. — En það er gaman að koma fram eg skemmta fólki. — Og skólinn, hvernig líkar þér við hann? — Það er gaman í skólanum, en leiðinlegt að gera heimaverk- efni. —- Var gaman að fá fri og koma til íslands? — Já. íslendingar eru einhverj ir allra beztu áheyrendur sem ég get hugsað mér, — og „de söd- este mennesker"! — Hvaða lagi hefur þú mestar mætur á? — Ja, — það er ekki gott að segja. En mér finnst alltaf mest gaman að jazz og blues, — ekki rokki!!! Rokkið er eiginlega bara til þess að dansa eftir því, en ekki til þess að syngja. Þegar ég kem heim á ég að syngja St. Louis Blues inn i plötu og hlakka ég til þess. — Hefurðu ekki komið fram í kvikmyndum? — Það getur nú varla heitið. Ég hef leikið smá hlutverk í kvikmynd þar sem Osvald Hel- muth fór með aðalhlutverkið. — Og varstu ekki látin syngja? — Nei, ekki i það sinn, svaraði Gitta brosandi. OrHsending frá Coca-Cola verksmiájunni Að gefnu tilefni tilkynnist, að afgreiðslu verksmiðj- unnar er lokað kl. 5 síðdegis alla virka daga, nema laugardaga kl. 12 á hádegi. Kftir lokunartíma, fer engin afgreiðsla fram. VERKSMIÐJAN VÍFII.FKIX h.f. U ng I i ng vantar til blaðburðar í eftirtalin hverti Nesveg (Nesvegur og Granaskjól). Aðalstræti 6 — Sími 22480. Ég þakka ynnilega hinum mörgu vinum mínum, nær og f jær, sem heimsóttu mig, eða sendu mér hlýjar kveðjur á margvíslegan hátt, í tilefni af 80 ára afmæli mínu. Stórstúku íslands og St. Víking, þakka ég ánægjulegt samsæti. JÓH. ÖGM. ODDSSON Móðir okkar JÓNA JÓNSDÓTTIR Selvogsgötu 13, andaðist að St. Jósefsspítala Hafnarfirði 17. þ.m. Þuríður Sigurðardóttir, Bryndís Sigurðardóttir. I Litla dóttir okkar andaðist 17. þessa mánaðar. Inga Sigurjónsdóttir, Erling Alfreðsson. Eiginmaður minn SIGURÐUR JÓNSSON skólastjóri, andaðist að heimili sínu Mýrarhúsaskóla aðfaranótt mið- vikudagsins 18. þ.m. Þnríður Helgadóttir. Útför SESSELJU ÞORSTEINSDÖTTUR fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 20. þ.m. kl. 2. Fh. fjölskyldunnar Þórunn Petersen, Guðrún Árnadóttir. Við þökkum öllum, sem veittu móður okkar KRISTÍNU JÓHANNSDÓTTUR fyrrum húsfreyju að Fagradal á Hólsfjöllum, virðingu og þökk og okkar samúð við andlát hennar þann 6. jan. s.l. F.h. okkar sytkinanna Gunnar Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.