Morgunblaðið - 19.02.1959, Side 16
VEDRIÐ
Hvass vestan og él. Frost.
flrpwMaií
41. tbl. — Fimmtudagur 19. febrúar 1959
Lýðveldi á Kýpur
Sjá bls. 9
Vatnajökull dældi olíu í sjóinn
er hann fór gegnum Húllið
víkur kom skipið snemma í
Frystiskipið Vatnajökull fór í
gegnum Reykjanesröst nokkrum
klukkustundum áður en að vita-
skipið Hermóður fór þar um á
sinni síðustu siglingu í fyrrinótt.
Loftskeytamaðurinn á Vatnajökli,
Gisli Þórðarson, hafði talsamband
við Hermóð laust fyrir kiukkan
4 í fyrrinótt en eftir það heyrðist
ekki mcir til Hermóðs.
í gær átti Mbl. stutt samtal við
Boga Ólafsson skipstjóra. Hann
sagðist aldrei hafa séð Húllið eins
og sjómenn kalla Reykjanesröst-
ina, eins óskaplega ljótt og þessa
nótt síðan hann byrjaði sjó-
mennsku. Aftakaveður var og óg-
urlegt hafrót.
Bogi Ólafsson kvaðst hafa
látið dæla olíu á sjóinn til
þess að lægja fcrotin, allt frá
því að hann átti eftir 5 sjó-
mílur að Reykjanesi og við-
stöðulaust þar til Vatnajök-
ull var kominn fyrir Garð-
skaga. Hingað til Reykja-
gærmorgun.
Eftir að Vatnajökull hafði far-
ið gegnum Húllið, átti veðrið eft-
ir að herða og sjólag að versna
sökum breyttrar vindáttar og
straums.
Afspyrmirok
á Siglufirði í gær
SIGLUFIRÐI, 18. febr. — Af-
spyrnurok á suðvestan var hér
í nótt og fram eftir degi í dag.
Snjókoma var hér í allan morg-
un, og élin mjög dimm. Ekkert
tjón varð þó af ofviðrinu i þetta
sinn.
Sett verði reglugerð um
flokkun á smjöri og osti
I gær fór fram frá Dómkirkjunni útför Garðars Gíslasonar,
stórkaupmanns, að viðstöddu miklu f jölmenni. Séra Óskar J.
Þorláksson flutti ræðuna í kirkjunni og jarðsöng. Dr. Páll
Isólfsson lék á orgelið og karlakór söng. Þá söng Guðmundur
Jónsson, óperusöngvari, og Björn Ólafsson lék á fiðlu. Félagar
úr Oddfellow-reglunni stóðu heiðursvörð i kirkjunni og báru
kistuna úr kirkju. Athöfnin var mjög hátíðleg.
Siglt á Tröllafoss undan suð-
urodda Svíþjóðar
ÞEGAR framleiðendur ákváðu að
senda allt smjör og osta á mark-
aðinn undir sama merki, sneri
stjórn Neytendasamtakanna sér
til forstjóra hinnar nýstofnuðu
Osta- og smjörsölu og óskaði eft-
ir að fá að kynnast væntanlegri
starfsemi fyrirtækisins.
Stjórn Neytendasamtakanna
hefir nú sent frá sér langa grein-
argerð um þetta mál og ber að
lokum fram eftirfarandi óskir:
1. Að upplýst verði sem ná-
kvæmast, hver séu lágmarks-
skilyrði til þess, að smjör
sé flokkað í 1. flokk og nefnt
„Gæðasmjör".
Fjórtán vindstig
I Vestmannaeyjum
DJÚP lægð gekk yfir landið í
fyrrinótt og í fyrradag og fylgdi
því hvassviðri og sums staðar af-
spyrnurok. Fyrri hluta dags í
fyrradag var hér suðvestanlands
suðaustan og sunnan átt og milt
veður, en síðdegis gekk í útsynn-
ing, og herti jafnt og þétt fram
til morguns. Veðurhæðin mun
hafa verið 10 vindstig víða og íl
vindstig í hryðjunum. Veðrið
mun hafa náð hámarki um sjö-
leytið hér sunnanlands, en
nokkru seinna nyrðra. Mestur
vindhraði mældist í Vestmanna-
eyjum kl. 2 í fyrrinótt, 14 vind-
stig.
Línubyssu stolið
úr björgunnrbót
í NÓTT var brotizt inn í björg-
unarbátinn Gísla J. Johnsen og
stolið þaðan línubyssu. Nánari til
drög þessa atviks eru þau, að í
morgun, er eftirlitsmaður báts-
ins kom niður í bátinn, veitti
hann því athygli, að ein rúðan í
stýrishúsinu var brotin. Er eftir-
litsmaðurinn kom inn í húsið,
tók hann eftir því, að búið var
að stela línubyssunni.
Verðmæti hlutarins, sem stolið
var, er að vísu mjög lítið. Hins
vegar er full ástæða til að víta
verknaðinn mjög, þar sem hér er
um að ræða björgunarskip fyrir
Faxaflóa. Báturinn er alltaf hafð
ur til taks, og allt haft til reiðu
um borð, ef á þarf að halda. Línu
byssa er nauðsynleg til að koma
taug á milli skipa, og gæti það
kostað mörg mannslíf, ef línu-
byssan væri ekki til taks, þegar
á slysstað er komið.
2. Aff á þeim umbúffum, sem
Osta- og smjörsalan ábyrg-
ist innihaldið í aff vissu
marki, sé getiff framleiðslu-
og pökkunarstaffar, þangaff
til því marki sé náff um gæði,
sem Osta- og smjörsalan
hefur heitið neytendum aff
keppa aff, og hiff opinbera
myndi samþykkja, sem 1. fl.
smjör.
3. Aff nafniff „Gæffasmjör"
verffi fellt niffur, látlausara
nafn tekið upp — efflilegast
virffist samheitiff eiga aff vera
„smjör“ — og síffan sé gæffa-
flokkun tilgreind.
Stjórn Neytendasamtakanna
mun snúa sér til hlutaðeigandi
stjórnvalda með óskum um, að
sett verði reglugerð um flokkun
á smjöri og ostum.
Greinargerðin verður birt í
heild í blaðinu síðar.
SKIPVERJAR á Þorkeli
mána sendu skipstjóra sín-
um eftirfarandi bréf:
Marteinn Jónasson,
skipstjóri,
b/v „Þorkeli mána“.
Viff undirritaffir skipverj-
ar á b/v „Þorkeli mána“,
sem með þér voru í veiffiför
til Nýfundnalands dagana
29. janúar til 15. febrúar
1959, viljum láta í ljós virð-
Seint í fyrrakvöld, er m. s.
Tröllafoss var á siglingu við suð-
urodda Svíþjóðar á leið frá Vent-
spils til Hamborgar í dimmri
þoku, varð skipið fyrir árekstri,
sem olli skemmdum á bakborðs-
hlið þess, þannig að skipstjórinn
áleit réttast að leita þegar til
næstu hafnar, sem var Trelle-
borg í Svíþjóð. Kom Tröllafoss
þangað heilu og höldnu kl. 9 í
morgun.
Eimskipafélagið átti snemma í
gærmorgun tal við skrifstofu sína
ingu okkar og þakklæti fyr-
ir þína frábæru atorku og
ósérhlífni, er þú sýndir sól-
arhringum saman, þegar
mest lá viff, aff skipi og skips-
höfn væri stjórnað meff festu
og öryggi.
Biðjum viff þér og þínum
allrar blessunar.
Reykjavík, 17. febr. 1959.
Skipverjar
b/v. „Þorkeli mána“.
í Kaupmannahöfn, til þess að fá
upplýsingar um nánari atvik að
þessu óhappi. Mun þetta hafa
atvikazt þannig, að rússneskur
dráttarbátur, sem var með stór-
an pramma í eftirdragi, kom
skyndilega út úr þokunni. Drátt-
arbáturinn beygði þegar í stað
frá Tröllafossi, er hann varð var
við skipið, en pramminn hélt
sinni stefnu, þótt dráttarbáturinn
beygði, og sigldi hann á bakborðs
hliðina á Tröllafossi, með þeim
afleiðingum að gat kom á hliðina,
aðallega fyrir ofan milliþilfarið.
Dálítið vatn kom í lestina, en
með því að halla skipinu, varð
Þorsteinn þorska-
bítur í höfn
UNDANFARNA daga hafa geng-
ið um það sögusagnir hér í
Reykjavík, að óttazt væri um
togarann Þorstein þorskabít frá
Stykkishólmi. Fylgdi það fregn-
inni, að hann hefði verið á Ný-
fundnalandsmiðum og eigi frá
honum heyrzt í marga daga.
Fréttaritari Mbl. í Stykkis-
hólmi skýrði Mbl. frá því í gær,
að togarinn hefði verið þar inni
að loáa smáafla, og var í ráði að
hann færi út á veiðar aftur í gær-
komið í veg fyrir frekari leka,
og sigldi skipið síðan inn til
Trelleborgar, eins og fyrr seg-
ir, þar sem bráðabirgðaviðgerð
á skemmdunum mun fara fram.
Ekki er þess getið, að nein slys
hafi orðið á mönnum vegna þessa
árekstrar.
Arnesingar
FULLTRÚARÁD Sjálfstæffisfé-
laganna í Ámessýslu heldur fund
í Selfossbíói (gildaskálanum) n.
k. sunnudag 22. febrúar kl. 2 síff-
degis. Auk flokksmálefna er þar
verffa rædd, munu alþingismenn-
irnir Ingólfur Jónsson og Sig-
urffur Óli Ólafsson flytja ræffiur
um kjördæmamáliff og stjórn-
málaviðhorfið.
Allt Sjálfstæffisfólk í Árnes-
sýsliu er hvatt til þess aff sækja
fundinn, til aff fylgjast meff
gangi kjördæmamálsins.
- KEFLAVÍK
Sjálfstæffisfélögin í Keflavík
gangast fyrir Bingospili aff Vík
í kvöld kl. 9. Góffir vinningar.
H.J.-kvartettinn leikur fyrir
dansi til kl. 1 e.m.
Málfundir
Heimdallar
1 KVÖLD klukkan 20,30 verffur 3. málfundur Heimdallar.
I fyrstu munu þeir Anton Kærnested, Ragnar Tómasson og
Skúli Möller tala um efni, er varffa ræffumennsku.
Síffan verffur tekiff til umræðu efniff: Sættir ágóffahlut-
deild fjármagn og vinnu? Frummælendur verffa þeir Sig-
urður Hafstein, Björn Pálsson, Jón Sigurffsson, Ásgeir Ás-
geirsson og Gunnar Tómasson.
Nú þegar hafa tveir fundir veriff haldnir á námskeiff-
inu. Hafa báffir tekizt meff miklum ágætum, og eru skráðir
þátttakendur nú talsvert yfir 40.
Enn geta nýir þátttakendur bætzt í hópinn, og er öllum
ungum Sjálfstæðismönnum heimil þátttaka. Eins og áffur
er sagt hefst fundurinn í kvöld kl. 20,30 í Valhöll viff
Suðurgötu.
*
Osannindum Alþýðu-
blaðsins mótmœlt
í ALÞÝÐUBLAÐINU í dag er fyrstu síffu „frétt“ undir fyrirsögn-
inni:
TRYGGVI ÓFEIGSSON KREFST SKAÐABÓTA
Um efni þessarar greinar skal tekiff fram eftirfarandi:
1. Þaff er tilhæfulaust, aff Bæjarútgerð Reykjavíkur hafi veriff
„kærff“ fyrir sjódómi af eigendum Marz.
2. Þaff er einnig tilhæfulaust, aff eigendur Marz hafi krafizt
skaðabóta af eigendum Þorkels mána, Bæjarútgerð Reykja-
víkur.
3. Þaff eru hrein ósannindi, aff skipstjóra bv. Marz hafi veriff
sagt upp starfi og dylgjur um framburð hans eru tilhæfu-
lausar og í hæsta máta ósmekklegar.
Bæði eigendur bv. Marz og bv. Þorkels mána óskuffu hins vegar
eftir sjóprófi eins og venjulegt og skylt er undir slíkum kringum-
stæðum.
Reykjavík, 18. 2. 1959
Tryggvi Ófeigsson sign.
Rétt: Sigurgeir Pétursson sign.
skipstjóri.
Framangreint hefur veriff sent Alþýffublaffinu til birtingar.
Skipverjar ú Þorkeli múna
þakka skipstjóra sínum