Morgunblaðið - 22.02.1959, Page 1
*!4 síðuff
M. árgrangur
44. tbl. — Sunnudagur 22. febrúar 1959
PrentsmiSja MorgunblaSshui
Macmillan er kominn í opin-
bera heimsókn fil Moskvu
Misskilningur milli stórveldanna gæti
orsakað styrjöld, sagði hann i ræðu
i gær
Land Dickens er
annað en Bretland
nútímans
IiUndúnum og Moskvu, 21. febr.
(Reuter)
MACMILLAN og föruneyti
kom til Moskvu í morgun og
var brezka forsætisráðherr-
anum vel fagnað. í för með
honum eru Selwyn Lloyd, ut-
anríkisráðherra Bretlands, að
stoðarmenn og um 100 frétta-
menn. Sagt er, að Rússar
muni afnema ritskoðun á
fréttaskeytum fréttamann-
anna, meðan á heimsókninni
stendur. — Heimsóknin mun
standa yfir í 10 daga.
„Gerum okkar bezta"
Macmillan sagði m.a. á flug-
vellinum, skömmu áður en hann
lagði af stað í þessa Rússlandsför
sína, að hann mundi ekki fara til
Sovétríkjanna í því skyni að
semja þar um deilumálin, því
bann hefði ekki umboð til þess,
heldur mundi hann kappkosta að
kynnast sjónarmiðum rússnesku
leiðtoganna, því að nauðsynlegt
væri, að gagnkvæmur skilningur
ríkti þjóða í milli á slíkri öld
kjarnorku og vetnisvopna, sem nú
er. Forsætisráðherrann sagði, að
persónulegar viðræður væri mjög
mikils virði í sambandi við lausn
alþjóðlegra deilumála. Hann
sagði, að för sín til Sovétríkj anna
væri könnunarför. Hann væri
þess fullviss, að báðir aðilar vildu
frið og nauðsynlegt væri að
kanna, hvernig bezt væri hægt
að stuðla að því, að friður héld-
ist í heiminum. Ég veit ekki, hélt
hann áfram, hversu vel tekst til
í þessari ferð, en við munum
reyna að gera okkar bezta.
Ræða Krúsjeffs
Þegar Macmillan gekk út úr
þotunni á Moskvuflugvelli, var
hann fyrsti brezki forsætisráð-
herrann, sem kemur til Sovét-
ríkjanna á friðartímum. Krús-
jeff, forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, var meðal þeirra, sem tóku
á móti Bretunum á flugvellinum.
Forsætisráðherrarnir horfðu á
100 hermenn úr Rauða hernum,
sem gengu gæsagang fram hjá
þeim, en að því búnu tók Krús-
jeff til máls. Hann lagði áherzlu
á friðarvilja Sovétríkjanna og
sagði, að Sovétstjórnin vildi
betra og nánara samband við
brezku stjórnina. Þá sagðist Krús
jeff vonast til þess, að þeim Mac-
millan yrði eitthvað ágengt í því
að leysa alþjóðleg deilumál Til
þess að undirstrika orð sín um
friðarvilja Rússa sagði Krúsjeff,
að þeir væru nú önnum kafnir
við að byggja upp nýtt kommún-
Færcyingar vilja
flugsamgöngur
KAUPMANNAHÖFN, 20. febr. —
Einkaskeyti til Mbl. — Lögþingið
ræðir nú tillögu um að þess verði
farið á leit við dönsku stjórnina,
að flugsamgöngum verði komið á
við Færeyjar — í sambandi við
fyrirhugaðar flugsamgöngur við
Grænland. Bent er á í tillögunni,
að á Vogey sé flugvöllur frá styrj-
aldarárunum og kostnaðarlítið sé
að lagfæra hann í samanburði við
áður framkomnar hugmyndir um
að byggja flugvöll á Sandey.
istíkst þjóðfélag og til þess að
það mætti takast, yrði íriður að
haldast í heiminum.
Land Dickens
Macmillan svaraði ræðu Krús-
jeffs nokkrum orðum. Hann
kvaðst vona, að heimsókn sín
mundi gefa Rússum gleggri hug-
myndir um Bretland en þeir nú
hefðu. Ég býst við því, sagði hann
ennfremur, að kynnast hér landi,
sem er eins ólíkt Rússlandi eins
Framh. á bis 23.
Macmillan
Hver verða örlög Grivasar?
Búizt við, að hann taki á móti Maka-
riosi við komuna til Kýpur
NICOSIA, 21. febr. (Reuter). — Sir Hugh Foot, landstjóri Breta á
Kýpur, lofaði í dag, að gera allt, sem í hans valdi stendur til að
flýta fyrir því, að allar öryggisreglur á Kýpur verði numdar úr
gildi. Einnig sagði hann, að gerð yrði gangskör að því að leyfa
Makaríosi erkibiskupi að koma til eyjarinnar, eins fljótt og auðið
yrði. —
Ekki dags töf
Foot sagði á blaðamanna-
fundi í Nicosia í dag, en þang
að er hann nýkominn frá
Lundúnum, að ekki verði dreg
ið degi lengur en nauðsyn
krefur að stofna lýðveldi á
Kýpur og kvaðst hann vona,
að það yrði í brezka samveld-
inu. Aftur á móti sagðist Aver
off, utanríkisrá'ðherra Grikkja
í útvarpsviðtali í gær, ekki
hafa hugmynd um, hvort eyj-
Manchester Uiiited
aftur á toppnum
LONDON, 21. febr. — Knatt-
spyrnuliðið Manchester United,
sem missti 8 af leikmönnum
sínum í flugslysi í Þýzkalandi
fyrir ári, hefir nú komizt á topp-
inn aftur með því að vinna í dag
Wolverhamton með 2 mörkum
gegn 1. Hinir ungu leikmenn
„Busby Babes“ skoruðu sigur-
markið þegar 30 sekúndur voru
eftir af leik. Sýndi hin snögga
framlína sérstaklega góðan leik,
einkum Bobby Charlton, sem
slapp í flugslysinu. Er hann nú
talinn ein bezta skytta Englands,
en það var hann, sem skoraði
sigurmarkið, og ætluðu hinir 62
þúsund áhorfendur þá bókstaf-
lega af göflunum að ganga.
Ávarp til íslendinga
SKAMMT hefir orðið milli hörmulegra sjóslysa undanfarna
daga, er togarinn Júlí og vitaskipið Hermóður hafa farizt
með allri áhöfn, alls 42 mönnum.
Hafa þessir atburðir vakið sái-ustu sorg á mörgum heim-
ilum og auk þess svipt fjölda manns fyrirvinnu.
Islenzka þjóðin hefir jafnan verið fús tii að sýna hlut-
íekningu sína í verki við slíkar aðstæður, og mun svo vissu-
lega enn. Slysabætur ríkisins til aðstandenda ná skammt
og því brýn þorf á meiri hjálp til margra heimila, sem eiga
við erfið kjör að búa.
Vér undirritaðir viljum vinna að því, að fjársöfnun verði
hafin með þjóðinni, til styrktar þeim, sem erfiðast eiga, enda
hafa oss þegar borizt óskir um það, og vér vitum vilja
þjóðarinnar.
Prestar eru vinsamlega beðnir þess, að veita gjöfum við-
töku, ennfremur blöð landsins. Biskupsskrifstofan, Bæjar-
útgerðin í Hafnarfirði, Vitamálaskrifstofan og vér undir-
ritaðir munum einnig veita gjöfum viðtöku.
Reykjavík, 21. febrúar 1959
an yrði í brezka samveldinu.
Það er undir bræðrum mínum
á Kýpur komið, sagði ráð-
herrann.
Asmundur ðuðmundsso
isson
.biskup Islsnds
Aðalsteinn ðullusson
vltamálastjóri
Garöar íorsteinsaon
prófastur
ádo^f Bjí^nsson
formaour útgeróarráos
íœjarútg. HafnarfJ.
Petur Sigfnrðsson
forst J. landhelgisgajsl.
Grivas
Blóðsúthellingar í 4 ár
Öryggisreglur hafa gilt á Kýp-
ur síðan í nóvember 1955, en á
eyjunni hafa verið látlausar blóðs
úthellingar undanfarin fjögur ár
eins og kunnugt er. í marzmán-
uði 1956 var Makaríos rekinn i
útlegð og hefur ekki komið til
eyjarinnar síðan.
Örlög Grivarar?
Food sagðist ekkert vita um
það, hver yrðu örlög Grivasar,
foringja uppreisnarmanna EOKA
en uplýsti, að ekki hefði honum
verið veitt sakaruppgjöf enn
sem komið er að minnsta kosti.
Gert er ráð fyrir, að Grivas, sem
nefndur hefur verið „skuggi sext-
ugt grísks liðsforingja", muni e.
t. v. koma ofan úr fjöllunum,
þegar Makaríos kemur til Kýpur
og fagna honum. Er gert ráð
fyrir, að Makaríos komi upp
úr næstu helgi. Hann hyggst
dveljast í Lundúnum þangað til.
•
Averoff var spurður um það í
fyrrnefndu útvarpsviðtali, hvað
yrði um Grivas. Hann kvaðst
ekki vita um það, en bætti því
við, að hann væri þess fullviss,
að Bretar litu hann aðdáunar-
augum fyrir það, hve oft hann
hefði leikið á þá, eins og sýndi
sig í því, að þeir hefðu aldrei
getað haft hendur í hári hans
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Framh. á bls. 23.
Höfðingleg gjöf fil
íslands
Varpar Ijósi á etna-
hagslífið ettir 1800
BREZKA stórblaðið Daily
Telegraph skýrði frá því í síð-
ustu viku, að Landsbókasafn-
inu í Reykjavík berist um
þessar mundir höfðingleg
gjöf frá Bretlandi.
Hér er um að ræða handrit
Sir Henrys Hollands, sem
heimsótti ísland 1810. — Er
handritið á leiðinni til lands-
ins. Gefandi er sonarsonur Sir
Henrys, Mr. David Holland,
sem starfar við bókasafn
brezka þingsins.
Sir Henry skrifaði um efna-
hagslífið á íslandi og viðskipti
og segir blaðið, að athuganir
hans hafi mikla sögulega þýð-
ingu.
Blaðið segist hafa þessar
upplýsingar frá gefandanum
sjálfum.
Sunnudagur 22. febrúar 1959
Efni blaðsins er m.a.:
BIs. 3: Þjóðarsorg (Kirkjuþáttur).
Úr verinu.
— 6: Heimsókn í KrabbameinsstðV-
ina.
— 8: Reglur um vernd mannslífa á
hafinu úreltar.
— 10: Fólk í fréttunum.
— 11: Bæjarmálaræða Þorvalds tt.
Kristjánssonar.
Forystugreinin: Hvað er
„vinstri“-stjórn?
Kvöldið sem Hans Hedtoft fórat
(Utan úr heimi.)
Reykjavíkurbréf.
— 15—16: Barnalesbók.
— 22: Skákþáttur.
— 12:
— 13: