Morgunblaðið - 22.02.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 22.02.1959, Síða 2
MORCVISBLAÐIÐ Sunnudagur 22. febr. 1959 Beinn þjóðhagslegur aður af borholurm' 4,5 millj kr. hagn- er Mælingum lokið / stóru borholunni I GÆR var mælt vatnsmagnið í borholunni við Laugarnesveg, sem lokið var við fyrir skömmu, og sagt hefur verið ítarlega frá í fréttum. En það var stóri gufu- borinn, sem kom niður á mjög öfluga gufuæð á 740 m. dýpi. Við mælingar í gær, sem fram- kvæmdar voru af Sveini Einars- syni verkfræðing, kom í ljós að holan gefur um 29 lítra á sekundu af sjóðandi vatni auk fjögurra tonna af gufu á klukkustund. Vatnsmagnið, sem inn í holuna kemur, er þvi um 30 litr. á sek. og hiti þess um 130 stig. I»etta er mesta vatnsmagn sem fengist hefur við jarðboranir hér á Reykjavíkursvæðinu og líkleg- ast einnig heitasta vatn. Við venjulega nýtingu vatnsins til Skarni er nýyrði 1 FRÁSÖGN af ávarpi borgar- stjóra, Gunnars Thoroddsen, í sambandi við Sorpeyðingarstöð- ina, vill Mbl. leiðrétta tvö atriði. I fyrsta lagi: Það er haft eftir borgarstjóra, að nafnið Skarni væri komið úr Njálu. Þetta er ekki rétt hermt. 1 Njálu er not- að hvorukynsorðið skarn, en heit ið Skarni, sem er karlkynsorð, er nýyrði. í öðru lagi: Það er haft eftir borgarstjóra, að það sé álit sumra fræðimanna, að Njáll hefði fyrstur manna borið á tún hér á landi. Þetta voru orð borgar- læknis. hitaveitu, samsvarar þetta um 60 sekl. af vatni, með þeim hita sem fæst frá Reykjum, þ.e.a.s. að vatn- ið í Laugarnesholunni er í nýt- ingu tvöfalt á við Reykjavatn. Fullvirkjuð mun holan geta við venjulegar aðstæður (með nokk- urri „topphitun" sem svo er köll- uð), geta hitað híbýli fyrir um 7000 manns og þannig sparað elds neytisolíu sem árlega nemur um 7000 tonnum, sem kostar um 8,5 millj. kr. Bein þjóðhagslegur hagnað- ur af þessari einu borholu nemur um 4,5 millj. kr. á ári. Er þá búið að draga frá allan til- kostnað við virkjun vatnsins i holunni. Hins vegar er kostnað- ur við borun holunnar tæplega 1 milljón krónur. Þess má geta að lokum, að stóri gufuborinn hefur alls borað fimm holur á Reykjavíkursvæð- inu. Telja sérfræðingar nauðsyn- legt að gufuborinn geti farið nið- ur á 1500—2000 metra dýpi. Til þess þarf að að geta komizt svo djúpt kaupa nýja borvindu, sem mun kosta um 2,6 milljón kr. Er þetta nú helzta nauðsyjamál- ið fyrir aukna virkjun jarðhitans. Og fullyrða má að heppilegri fjár festing, mun vart að finna, en kaup á hinni stóru borvindu til gufuborsins. Allir syiiir mínir í 30. sinn LEIKFÉLAG Reykjavíkur hóf sýningar á leikritinu „Allir syn- ir mínir“, eftir bandaríska leik- ritaskáldið Arthur Miller 26. okt. í haust. Sýningin hlaut frábaér- ar viðtökur og mjög góða dóma leiklistargagnrýnenda. í kvöld verður 30. sýningin á leikritinu. Leikstjóri er Gísli Halldórsson og með aðalhlutverk fara Brynj- ólfur Jóhannesson, Helga Val- týrsdóttir, Jón Sigurbjörnsson og Helga Bachman. Deleríum Bubonis eftir þá bræðurna Jón og Jónas Árna- syni, hefur nú verið sýnt 12 sinn- lun og ávallt fyrir fullu húsi. Næsta viðfangsefni félagsins er Túskildingsóperan eftir Bertold Brecht í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Munu sýningar á því hefjast í lok marz. Ragnar Jónsson Tímaritið feli 44 Sandgerðingar leituðu SANDGERÐI, 21. febr. — A fimmtudag og föstudag sendi Slysavarnadeildin Sigrún í Sand- gerði leitarflokk til að leita á svæðinu frá Garðskaga og suður í Ósabotna. Björgunarsveit deild- arinnar og sjálfboðaliðar — alls 20 manns — tóku þátt í leitinnL Leitin bar ekki árangur að öðru leyti en því, að brot fannst úr hurð, sem fullyrt er, að sé úr Hermóði, og fannst hún suður í Þórhöfn. — Axel. ,,Nýtt Helga- komið út UT ER KOMIÐ síðasta hefti ár- gangsins 1958 af tímaritinu Helga fell og er efni þess að vanda fjöl- breytt og glæsilegt. í ritinu er grein um Þorstein Erlingsson eft- ir Sigurð Nordal, frábærilega skarpleg og orðsnjöll. Þar birtist líka þáttur úr viðtali við Þórberg Þórðarson, sem Matthías Johann- essen hefir skrifað. Þá er og í rit- inu grein eftir Pétur Benedikts- son, er hann nefnir „Eitt pund af blýi eða eitt pund af dún“, Fjárhagsaœtlun Reykjavíkurhœjar /ar samþykkt aðfararnótt föstudags Gert ráð tyrir nœr 256 millj. kr. tekjum á þessu ári BÆJARSTJÓRNARFUNDUR- INN um fjárhagsáætlun Reykja- víkurbæjar stóð frá því klukkan 9 á fimmtudagsmorgun og til kl. Frank Glnzer heldnr hljómleika ó vegum Tónlistarlélogsins 1 KVÖLD og annað kvöld heldur bandaríski píanóleikarinn Frank Glazer hljómleika í Austurbæjar- bíói á vegum Tónlistarfélagsins. I fyrrakvöld lék hann einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í Þjóðleikhúsinu, og var honum frábærlega vel tekið. I Frank Glazer er frægur pianó- leikari, nemandi Arthurs Schna- bels. Hann hefur að sjálfsögðu haldið fjölda hljómleika vestan- hafs og leikið með þekktustu og stærstu sinfóníuhljómsveitum í Bandaríkjunum. Einnig hefur Glazer haldið hljómleika mjög víða í Evrópu og kemur nú við hér á leið í sjöttu hljómleikaför sína til Evrópu. — Hvarvetna hefur Glazer hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hann hefur mjög oft komið fram í sjónvarpi í Banda- Dagskrá Alþingis A MORGUN eru boðaðir fundir i báðum deildum Alþingis kl. 1,30.. — Á dagskrá efri deildar eru þrjú mál. 1. Tekjuskattur og eignarskatt ur, frv. — 2. umr. 2. Póstlög, frv. — 2. umr. 3. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, frv. — 3. umr. Fimm mál eru á dagskrá neðri deildar. 1. Listasafn tslands, frv. — 1. umræða. 2. Afengis- og tóbakseinkasala ríkisins, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyfir. 3. Sauðfjárbaðanir, frv. — 1, umræða. 4. Sementsverksmiðja, frv. — 1. umr. — Ef deildin leyfir 5. Skipun prestakalla, frv. — 3. umr. } ríkjunum — alls um 60 sinnum. Hann hefur og mjög oft leikið kammermúsík með kvartettum og kvintettum. Glazer er um fer- tugt, fæddur í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum, en foreldrar hans fluttust til Bandaríkjanna frá Lithauen. ★ Þetta eru fjórðu tónleikar Tón- listarfélagsins á þessu ári. — Á efnisskránni verða: Sonata op. 110 eftir Beethoven, Brahms- Paganini tilbrigðL Chaconne eft- ir Hándel, þrjú verk eftir Chopin og þrjú verk eftir bandarísk tón- skáld. Tónleikarnir hefjast kl. 7 síðdegis. 4fli Bíldudalsháta BÍLDUDAL, 21. febr. — Bátarn- ir reru héðan í fyrrakvöld, en urðu að snúa aftur. Róið var í gær, og fengu bátarnir sæmileg- an afla 7—8 lestir að meðaltali á bát. Ágætisveður er hér í dag, dálítið frost og snjókoma. Sólarkaffi Bílddælinga verður í kvöld. Átti að halda það s.L laugardagskvöld, en því var frestað vegna veikindaforfalla. Sandgerðisbátar fengu rúmar 110 1. SANDGERÐI, 21. febr. — Tólf bátar voru á sjó héðan í gær og fengu 110% lest. Hæst var Guð- björg með 13,2 lestir, önnur var Helga með 12,8 lestir og þriðji Víðir með 12,2 lestir. Allt miðað við slægðan fisk. Að meðaltali mun aflinn hafa verið 6—9 lestir á bát, miðað við óslægðan fisk. Allir bátarnir eru á sjó I dag. langt gengin í fjögur aðfaranótt föstudagsins. í upphafi fundarins voru afgreidd ýmis mál og um- íæður um fjárhagsáætlunina hóf ust ekki fyrr en kl. 11 f.h. , Gunnar Thoroddsen borgarstjóri fylgdi frv. að fjárhagsáætluninni úr hlaði með stuttri ræðu og gerði grein fyrir endurskoðun vegna laganna um niðurfærslu verðlags og launa o. fl. Nemur heildar- lækkunin á fjárhagsáætluninni vegna þessara endurskoðunar um 19 milljónum króna. Eins og fjárhagsáætlunin var lögð fyrir fundinn var gert ráð fyrir 254,8 millj. kr .tekjum og 213,5 millj. kr. útgjöldum. Eru tekjuskattar langhæsti tekjuliður inn eða nær 230 millj. kr.Fast- eignagjöld eru áætluð 14,3 millj. kr. arður af fyrirtækjum 5,4 millj. kr. arður af eignum 3,8 millj. kr. ýmsir skattar 1,1 millj. og ýmsar tekjur eru áætlaðar 350 þús. kr. Gjaldamegin eru útgjöld til fé- lagsmála stærsti liðurinn, sam- tals um 67 millj. kr. Til gatna og holræsagerðar 45,1 millj. kr., til fræðslumála 26,2 millj. kr. og til hreinlætis- og heilbrigðis- mála 24,7 miUj. kr. Til stjórnar kaupstaðarins eru áætlaðar 13,8 millj. kr. og til löggæzlu 12,7 millj. kr. Aðrir útgjaldaliðir eru lægri. Hér í blaðinu hefur áður verið getið breytingartillagna frá bæj- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og frá bæjarráði, sem bomar voru fram við frv. að fjárhagsáætlun- inni á bæjarstjórnarfundinum. Voru þær tillögur samþykktar. Þá var einnig samþykkt sú af- greiðsla á tillögum minnihluta- flokkanna, sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu til eins og lýst var ítarlega í ræðu Geirs Hallgrímssonar í blaðinu í gær. Svo breytt sem áður getur var fjárhagsáætlunin samþykkt á fjórða tímanum aðfaranótt föstu dagsins. Nánar verður skýrt frá umræðum á bæjarstjómarfundin um í blaðinu eftir helgina. skarplegar og meinfyndnar at. hugasemdir um vísitölukerfið. — Tvö mjög óvenjuleg og skemmti- leg bréf eftir Benedikt Gröndal eru og í ritinu, einnig kvæði eft- ir Jóhann Hannesson, prófessor í fþöku, Stefán Hörð Grimsson og Jónas Svafár ásamt þýðingu eftir Helga Hálfdanarson, bréf frá Birni á Keldum um Skálholt. Inngangur ritsins fjallar að þessu sinni um kjördæmamálið. Krist- ján Karlsson skrifar bókmennta- inngang og dóma um bækur Guð- mundar Daníelssonar, Matthíasar Johannessens, Sig. A. Magnússon- ar. Dags Sigurðarsonar, Jóhannes ar Helga, ljóðasafn Magnúsar Ás- geirssonar og ritgerðir Barða Guð mundssonar. Einnig er í ritinu saga eftir Kristján, sem hann kall ar „Bókmenntanám", frábærilega snjöll smásaga. Tvær þýddar greinar eru í ritinu, önnur eftir Sigurd Hoel: Eigum við að byggja Noreg? hin eftir Ignazio Silone: Að velja sér félaga, og ennfremur þýdd saga eftir Ant- hony West: Frá upptökum að ósL Aðrir bókmenntadómar eftir Pét- ur Benediktsson um viðtöl Val. týs Stefánssonar og R.J. um bók Jóhanns Briems. Loks eru þættir þættirnir Undir skilningstrénu og Úr einu i annað. í síðar- nefdum þætti birtist pistill eftir Sverri Kristjánsson „Et nöjsomhedens Hjem“ og ennfrem ur fjórar mjög tímabærar ádrep- ur og greinar eftir Ragnar Jónss.! Sósíalismi andskotans, Misheppn. uð kirkjuprýði, Unglingar og traktorar og Myndlistarverk með afborgunarkjörum og Markús ívarsson. f þessu glæsilega Helga- fellshefti eru 8 heilsiðumyndir af verkum eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara. Hersetan í landinu e staðreynd og fyrrv. til vansæmdar Svo komst Alfreð Gislason að orði á Alþingi i fyrradag ÞIN GSÁLYKTUNARTILLAG A þingflokks Alþýðubandalagsins um uppsögn varnarsamningsins var tekin til 1. umræðu á fundi sameinaðs Alþingis í fyrradag. Fyrsti flutningsmaður, Alfreð Gíslason, fylgdi tillögunni úr hlaði með langri ræðu. Rakti hann fyrst aðdraganda þess að herverndarsamningurinn var gerður árið 1951, en gaf því næst litríka lýsingu á lífinu á Keflavíkurflugvelli næstu árin. Þar hefði verið líkast sem í náma bæ og menn hefðu glatað heiðri, þjóðarsóma og skjótfengnum gróða í sukki og svalllifi staðar- ins. Hefði bessi spiUing að lokum verið komin á það stig, að tveir af þeim stjórnmálaflokkum, sem upphaflega hefðu samþykkt her- verndina hefðu séð sig um hönd og staðið að ályktuninni um brott för hersins 28. marz 1956. Næst sagði ræðumaður frá því, er hinir eldheitu hernámsand- stæðingar komu með þingmeiri- hluta út úr kosningunum og mynduðu ríkisstjóm hefðu Al- þýðubandalagsmenn innan ríkis- stjórnarinnar fljótlega hreyft þessu máli, og viðræður hefðu raunaleg ríkisstjórn verið hafnar við Bandaríkjastjóm í nóvember 1956. Þeim hefði þó fljótlega verið hætt vegna ótryggs ástands úti i heimi, er Bretar og Frakkar hefðu ráðist á Egypta og bylting orðið í Ungverjalandi, sem hefði verið kæfð með blóð- ugri íhlutun Rússa. Viðræðumar hefðu svo aldrei verið teknar upp aftur og hefðu tveir stjómar flokkanna því brugðizt því heiti er þeir hefðu gefið þjóðinni í kosningunum. Alfreð Gislason hélt áfram og sagði m.a.: — Herinn situr enn í landinu. Þetta er raunaleg staðreynd og fyrrverandi ríkisstjóm til van- sæmdar. Að lokinni ræðu framsögu- manns var umræðu um þings- ályktunartillöguna frestað og málið tekið út af dagskrá. <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.