Morgunblaðið - 22.02.1959, Qupperneq 6
MORCTiy TiL AÐIÐ
Sunnudagur 22. febr. 1959
legt að fólk sem hefur fastsett
tíma til læknisskoðunar, A'aeti á
tilsettum tíma. Ef fólk mætir ekki
einhverra orsaka vegna, veldur
slíkt miklum óþægindum fyrir
lækna og annað starfslið og það
fer ekkj hjá því, að slíkt hefur
í för með sér töluverðan auka-
kostnað.
Fyrst framan af var töluvert
af fólki hér á biðlista hjá okk-
ur. En starfsskilyrðin hafa verið
bætt og aukin, svo fleiri komast-
nú að en áður. Er nú svo komið,
að fólk, sem til stöðvarinnar leit-
ar, þarf nú að heita má ekkert
að bíða unz rannsóknin getur
farið fram.
Læknarnir töldu það ekki fara
milli mála að almenningur hefur
áhuga á þessari nýju starfs^mi.
— Er öruggt að hægt sé að
finna krabbamein?
Að sjálfsögðu er ekki hægt a3
ábyrgjast að nein skoðun sé ein-
hlít, sögðu þeir. Við vonum auð-
vitað að aukin reynsla og bætt
starfsskilyrði megi fullkomna enn
betur þetta starf okkar hér. Og
nú gátu læknarnir þess að frá því
stöðin tók til starfa hefðu um
800 manns leitað þangað.
— Hve mörg krabbameinstil-
felli hafa fundizt?
Það er í raun og veru ot
snemmt að fara með slíkar tölur,
því til þess þarf tala þeirra, er
Framh. á bls. 23.
Starfsfólk leitarstöðvar Krabbameinsfélags fslaids. Við smásjárnar á borðinu sitja Sigríður
Pétursdóttir, til vinstri, og Lovísa Bjarnadóttir. Aí baki þeirra eru læknarnir Gunnlaugur Snædal
og Richard Thors, en á milli þeirra er spjaldskránaldarinn, Halldóra Thoroddsen.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Stutt kvöldheimsókn í leit-
arstöð Krabbameinsfélagsins
Merkilegt starf til aukinnar heilsu-
verndar er miðast við að finna
krabbamein á byrjunarstigi
KRABBAMEIN er nú orðin
helzta dánarorsökin hér á landi.
Fyrir allmörgum árum var stofn-
að Krabbameinsfélag Reykjavík-
ur. Verksvið þess var fyrst og
fremst það, að reyna að sporna
við hinni ægilegu sókn þessa ill-
kynjaða og mannskæða sjúk-
dóms. Þetta félag átti frumkvæð-
ið að því, að koma á fót sérstakri
krabbameinsleitarstöð, sem allur
almenningur gæti leitað til, og
látið sérfræðiriga framkvæma
læknisskoðun með það fyrir aug-
um að reyna kom í veg
fyrir- að krabbamein gæti bú-
ig um sig í fólki. Þess eru
mýmörg dæmi, að fullfrískt fólk
hefur allt í einu þuift að
horfast í augu við þa stað-
reynd, að vera haldið krabba-
meini, á svo háu stigi að batavon
»é tvísýn.
Slíkri leitarstöð hefur verið
komið upp hér í bænum. í fyrstu
var það Krabbameinsfélag
Reykjavíkur sem hana rak, síðar
tók Krabbameinsfélag ísiands
við rekstri hennar. Þar starfa nú
tveir læknar, þeir Gunnlaugur
Snædal og Richard Thors. Á
rannsóknarstofu stöðvarinnar
starfa tvær sérmenntaðar kon-
ur, Lovísa Bjarnadóttir, er
vinnur við allar almennar
rannsóknir með meiru og frú
Sigríður Pétursdóttir, sem fram-
kvæmir frumurannsóknir.
Fyrir nokkrum dögum brá ég
mér ásamt Ijósmyndara Mbl. Ól.
K. M. í stutta heimsókn í stöðina.
Hún er .11 húsa í norðurálmu
Heilsuverndarstöðvarinnar við
Barónsstíginn. Ég hafði fyrir
nokkru lagt drög að því, að fá að
koma í heimsókn og ræða við
læknana. Það er svo annað mál,
að læknar yfirleitt sýna blaða-
mönnum fullmikið tómlæti. En
«f, og þegar þeir fást til þess
að ræða við blaðamenn, kemur
skiljanlega strax í ljós að þeir
sitja inni með margt og mikið
er almenning varðar. Svo var
einnig í þetta skipti, er ég ræddi
við þá collegana Gunnlaug og
Richard.
Þeir kváðu tilganginn með
starfi stöövarinnar vera þann,
að finna krabbamein á byrjun-
arstigi. Við leggjum áherzlu á að
rannsaka það fólk sem við mæt-
um í dag á götunum, sem ekki
veit annað, en að það sé fílhraust
og muni ciga fyrir höndum langa
starfsævi og góða heilsu. Því
beinist athygli okkar að þessu
fólki, að alla áherzlu verður á
það að leggja, að sé um krabba-
mein að ræða, þá verður að kom-
ast fyrir meinsemdina meðan hún
er á byrjunarstigi og krabba-
meinið læknanlegt. Möguleik-
arnir fyrir varanlegri lækningu
minnka eftir því, sem lengra líð-
ur frá byrjun æxlisvaxtarins.
Þessi leitarstöð, sem læknarn-
ir Ólafur Bjarnason og Alfreð
Gíslason unnu svo ötullega að því
að koma ipp, er ekki rekin með
hagnað fyrir augum. Fólk greiðir
sanngjarnt verð fyrir læknissitoð .
unina, en þann kostnað, sem um-
fram er, borgar Krabbameinsfé-
lagið.
— Koma þeir hingað helzt, sem
kenna sér lasleika?
Ekki kváðu lækarnir svo vera.
Þangað leitar fólk á ýmsum aldri,
því krabbameinið er ekki bundið .
við fullorðið fólk. Þangað leitar j
heilbrigt fólk, sem kemur af eigin j
hvötum, vegna þess að það lang-
ar til að fá nokkra vitneskju um
heilsu sína. Góð heilsa er undir-
staða allrar lífshamingju. Því er
í fyllsta máta eðlilegt og sjálf-
sagt fyrir fólk að láta skoða
sig reglulega í þessari leitarstöð
Krabbameinsfélagsins. Þetta á |
ekki sízt við, þegar fólk tekur
að reskjast.
Gangur rannsóknanna í leitar-
stöð Krabbameinsfélagsins er í
stuttu máli sá, að í skrifstofu
félagsins er í samráði við spjaid-
skrárhaldara, ungfrú Halldóru
Thoroddsen, fastákveðinn tíminn,
er viðkomandi skal mæta til rann
sóknar. í fyrra skiptið fara
fram ýmsar grundvallarrann-
sóknir. Á seinni skoðunardegi
ræða læknarnir ítarlega við þann
sem skoða á, og fer þá einnig fram
nákvæm líkamsskoðun. Ef ástæða
þykir til, fara siðar fram mynda
tökur og aðrar sérstakar rann-
sóknir og er slíkt gert í samráði
við heimilislækni viðkomandi,
sem og ef um áframhaldandi
rannsóknir er að ræða, eða ef vísa
þarf viðkomandi til séfræðinga.
Þar sem hver starfsdagur
leitarstöðvarinnar er fast ákveð-
inn fram í tímann, frá degi
til dags, er skiljanlega nauðsyn-
Lovísa Bjarnadóttir mælir blóðþrýsting.
[ skrifar úr daglega lífina
Hörmuleg sjóslys.
ASjómannadaginn í fyrra voru
sjö stjörnur í fánanum, sem
sjómenn báru til minningar um
þá félaga sína, sem farist höfðu á
árinu. Nú, rúmum átta mánuðum
seinna, hafa 47 vaskir drengir
látið lífið í baráttunni við Ægi.
Á hálfum mánuði hafa 42 menn
horfið fyrirvaralaust í sjóinn,
auk eins sem lét lífið af slysförum
um borð í skipi sínu. Þetta er til-
finnanlegri blóðtaka smárri þjóð
en ókunnugir gera sér ljóst. Þetta
samsvarar því, að Bandaríkja-
menn hefðu misst í einu 43000
manns, Frakkar rúmlega 10.000
eða Englendingar allt að 10.000.
En við íslendingar vitum vel hví-
líkt afhroð þjóðin hefur goldið
við missi 43 hraustra manna á
bezta aldri. Og öll þjóðin sam-
hryggist ástvinum hinna látnu,
því þeirra er að sjálfsögðu miss-
irinn mestur.
Einu sinni áður á þessari öld
hafa jafnmargir sjómenn látið
lífið í einu. Það var í Hala-
veðrinu mikla 8. febrúar 192ö.
Þá fórust 74 menn í aítaka-
veðri af landnorðri, sem gekk
yfir lar.dið vestanvert, en
togararnir voru flestir á veiðum
á Halamiðum. Tveir togarar
komu aldrei aftur, Leifitr heppni
úr Reykjavík og enski togarinn
Robertson, sem gerður var út frá
Hafnarfirði. Með Leifi fórust 33
menn, en hirium 35, þar aí 29
íslenzkir. í sama veðri fórst
einnig vélbáturinn Sólveig frá
Reykjavík, sem strandaði á Staf-
nesskerjum. Með honum fórust 6
menn.
Það er einkennilegt, að Ný-
fundnalandsveðrið, sem varð ís-
lenzku skipi svo örlagaríkt, skuli
einmitt hafa borið vpp á sama
mánaðardag.
í rauninni er það þó ef til vill
ekki eins undarlegt og í fljótu
bragði virðist. Febrúarmánuður
hefur löngum verið íslenzkum
sjómönnum þyngstur í skauti
Á þessari öld hafa orðið fimm
meiri háttar sjóslys i þeim mán-
uði fyrir utan þau tvö, er þegar
hefur verið getið. Fiskiskipið
Geir fór frá Hafnarfirði 11. febr.
1912 og kom ekki aftur. Með því
fórust 27 menn, þar af 15 úr Hafn-
arfirði. í óveðrinu, sem geisaði
hér við land dagana 27. febrúar
til 1. marz árið 1940 fórst togar-
inn Gullfoss með 19 manna áhöfn.
2. desember 1941 fórst Sviði frá
Hafnarfirði með 25 manna áhöfn
og 17. febrúar 1943 fórst vélskipið
Þormóður út af Stafnesi með 31
mann, þar af voru 22 frá Bíldu-
dal.
Desembermánuður hefur einnig
reynzt hættulegur mánuður ís-
lenzkum skipum, eins og dæmin
sanna. í aftakaveðri í desember-
byrjun árið 1930 hvarf togarinn
Apríl á rúmsjó með 18 manna
áhöfn og fjórtánda desember
1935 fórust 23 menn á fimm
smábátum eða tók út af skipum
sínum í fárviðri og í desember-
lok árið 1944 fór Max Pember-
ton á veiðar með 29 manna áhöfn
og kom ekki aftur.
Þó þessir tveir mánuðir virðist
hafa orðið skipum okkar hættu-
legastir það sem af er þessari öld,
er að sjálfsögðu von á hættu-
legum veðrum alla vetrarmánuð-
ina og langt fram á sumar. í
ofsaveðri 7. apríl 1906 fórust 68
sjómenn. Tvö þilskip fórust við
Mýrar með 48 manna áhöfn, en
þau hétu Emilie og Sophie
Wheatley, og sama dag gerðist sá
hörmulegi atburður að ekki
reyndist unnt að bjarga 20 skips-
verjum af þilskipinu Ingvari,
sem strandaði á Viðeyjarsundi,
steinsnar frá Reykjavík. Og
13. maí 1922 fórust þrjú skip
í voðaveðri, Samson frá Siglu
firði, Maríana frá Akureyri
og Alden frá Akureyri. Fór
ust þar 34 menn. Af skipum sem
farizt hafa í haustveðrunum má
nefna togarann Ólaf, sem fórst
á Halamiðum 2. nóv. 1938 með 21
mann innanborðs og togarann Jón
Ólafsson, sem hyarf með 13
manna áhöfn 21. okt. 1942.
Þessi þungbæru slys rifjast
upp, þegar enn einu sinni er
höggvið skarð í sjómannastétt
okkar.
Fyrsti góudagur.
Idag er fyrsti góudagur, konu.
dagurinn, eins og hann er
stundum kallaður. Fyrsta þorra-
dag var frá því sagt hér í dálk
unum hvernig bóndinn átti að
fagna þorra hér áður. Á góudag
átti húsfreyjan að fagna góu á
sama hátt, hoppa fáklædd kring
um bæinn og heilsa góu með vísu.
í sambandi við vísuna, sem fylgdi
rabbinu um þorra gamla, hefur
Velvakanda borizt bréf frá konu,
sem hafði lært sömu visu þannig:
Þurr skyldi Þorri,
þey-söm Góa,
votur Einmánuður,
þá mun vel vora.