Morgunblaðið - 22.02.1959, Qupperneq 12
ir
MORGVNBLAÐIP
Sunnudagur 22. febr. 1959
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður. Bjarnason frá Vigui
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HVAD ER „VINSTRI" STJÖRN?
Í-^NDA þótt hin svokallaða
( „vinstri“ stjórn sé farin
A frá völdum, er þjóðinni
nauðsynlegt að kryfja þá spurn-
ingu til mergjar, hvers konar
stjórn þetta hafi eiginlega verið.
Þetta er nauðsynlegt vegna þess,
að reynslan er ævinlega traust-
asti grundvöllurinn, sem hægt er
að byggja á, þegar fólkið tekur
í framtíðinni afstöðu til þess,
hverjum það eigi að fela umboð
til þess að fara með stjórn lands-
ins.
Fyrst er þá rétt að athuga,
hvað flokkar vinstri stjórnarinn-
ar sögðu um eðli hennar, hlut-
verk og starfsháttu í þann mund,
sem stjórnin tók við völdum.
Af stefnuyfirlýsingu vinstri
stjórnarinnar má fyrst og fremst
ráða, að hún skyldi verða ríkis-
stjórn, sem útrýmdi verðbólgu
og dýrtíð og tryggði kaupmátt
launa og mjög bætt lífskjör alls
almennings í landinu. Þetta
skyldi framkvæmt með nýjum
leiðum og varanlegum úrræðum,
sem ekki bitnuðu á almenningi,
heldur fyrst og fremst á hinum
„ríku“.
í öðru lagi skyldi vinstri stjórn
in vera stjórn, sem lækkaði
skatta á almenningi og þá sér-
staklega tolla á öllum almennum
neyzluvörum.
í þriðja lagi skyldi vinstri
stjórnin vera stjórn, sem beitti
sér fyrir stórfelldri uppbyggingu
atvinnulífsins, með kaupum 15
stórra og fullkominna togara.
í fjórða lagi skyldi vinstri
stjórnin vera stjórn, sem út-
rýmdi öllu „hermangi“ og ræki
hið ameríska varnarlið burtu af
íslandi.
í fimmta lagi skyldi vinstri
Stjórnin vera stjórn, sem nyti
trausts og virðingar hjá verka-
lýðssamtökunum og tæki ákvarð-
anir sínar í efnahagsmálum í sam
ráði við þau.
í sjötta lagi skyldi vinstri
Btjórnin vera stjórn, sem kæmi
nýju skipulagi á útflutningsverzl-
unina og afnæmi margra áratuga
„arðrán auðhringa".
í sjöunda lagi skyldi vinstri
stjórnin vera stjórn, sem útrýmdi
öllum milliliðagróða og hvers
konar braski í þjóðfélaginu.
í áttunda lagi skyldi vinstri
Stjórnin vera stjórn, sem endur-
skoðaði stjórnarskrána og tryggði
þjóðinni í leiðinni réttláta kjör-
dæmaskipun.
í níunda lagi skyldi vinstri
stjórnin vera stjórn, sem tryggði
þjóðinni örugga og ábyrga fjár-
málastjórn.
Óhlutdirægasti
dómarinn
Hér að ofan hefur í stðrum
dráttum verið dregin upp mynd
af því, sem flokkar vinstri stjórn-
arinnar sögðu að stjórn sín ætti
að gera og verða. Næst liggur þá
við að ganga á fund þessa dóm-
ara, sem allir viðurkenna að er
sannsöglastur og óhlutdrægastur.
En það er sjálf reynslan af starfi
og stefnu þessarar fyrrverandi
ríkisstjórnar.
Hvað segir svo þessi óhlut-
drægi dómari um það, hvað
vinstri stjórnin hafi í raun og
veru verið?
Hann segir það í fyrsta lagi, að
í því hálfa þriðja ári, sem stjórn
in fór með völd, hafi hún verið
ríkisstjórn sem leiddi yfir þjóð-
ina „nýja verðbólguöldu", svo
notuð séu orð sjálfs forsætisráð-
herrans, er hann tilkynnti Al-
þingi, að stjórnin hefði sagt af
sér 4. desember s.l. Þessi „nýja
verðbólgualda" hafði í för með
sér gífurlega dýrtíð og skerðingu
á kaupmætti launa og lífskjör-
um alls almennings í landinu.
í öðru lagi segir reynslan, hinn
raunsæi og sannsögli dómari,
þjóðinni það, að vinstri stjórnin
hafi verið stjórn, sem hækkaði
tolla og skatta á almenningi
meira en nokkur önnur ríkis-
stjórn hefur á jafnskömmum
tíma gert áður.
í þriðja lagi var vinstri stjórnin
stjórn, sem gleymdi eða lét und-
an fallast að kaupa einn einasta
af þeim 15 nýju fullkomnu tog-
urum, sem hún hafði lofað að
láta smíða og flytja til landsins.
í fjóðra lagi var vinstri stjórnin
stjórn, sem lét allt „hermang“
halda áfram og samdi um áfram-
haldandi dvöl hins ameríska varn
arliðs í landinu um óákveðinn
tíma.
f fimmta lagi var vinstri stjórn
in stjórn, sem leiddi yfir þjóðina
stöðugan ófrið milli verkalýðs og
vinnuveitenda, og milli verka-
lýðssamtaka og ríkisvaldsins.
Verkföll voru í stjórnartíð henn-
ar algengari en oftast áður, og
niðurstaðan varð sú, að vinstri
stjórnin féll eftir að þing Alþýðu-
sambands fslands hafði neitað for
sætisráðherra um eins mánaðar
frest til þess að finna þau „varan-
legu úrræði“ í efnahagsmálun-
um, sem vinstri stjórnin hafði
ekki fundið í hálft þriðja ár.
Gleymdi
milliliðagróðanum
í sjötta lagi segir reynslan, hinn
óhlutdrægasti allra dómara, að
vinstri stjórnin hafi verið ríkis-
stjórn, sem breytti í engu skipu-
lagi útflutningsverzlunarinnar,
en skipaði þess í stað þriggja
manna nefnd reynslulausra
manna til þess að veita framleið
endum „leyfi“ til útflutnings á
vörum sínum.
í sjöunda lagi var vinstri stjórn
in stjórn, sem hætti að minnast á
milliliðagróða, eftir að hún var
setzt í valdastóla.
í áttunda lagi var vinstri stjórn
in ríkisstjórn, sem snerti ekki við
endurskoðun stjórnarskrárinnar
og gerði enga tilraun til þess að
koma á nýrri og réttlátri kjör-
dæmaskipun.
í níunda lagi var vinstri stjórn
in stjórn, sem safnaði á rúmlega
hálfu kjörtímabili um það bil 700
millj. kr. nýjum erlendum skuld-
um, eða meiri skuldum en nokk-
ur önnur ríkisstjórn.
Þessir örfáu drættir í mynd-
inni af því, sem vinstri stjórn
in sagðist ætla að verða og
það sem reynslan sýnir að
hún í raun og veru var, nægja
til þess að svara þeirri spurn-
ingu, hvers konar stjórn
„vinstri" stjórnin hafi verið.
íslenzka þjóðin mun svo
draga sínar ályktanir af dómi
reynslunnar og miða afstöðu
sína til manna og málefna í
íslenzkum stjórnmálum við
það. -
UTAN UR HEIMI
Kvöldið, sem Hans Hedtoft
sökk, rakst Jóhannes Kruss
á stóran ísjaka
Skioið nötraði stafna á milli, en eng-
inn leki kom oð Jbví
— Við erum allir hér um borð
mjög daprir yfir því, að ekki
tókst að bjarga neinum af Hans
Hedtoft. Hvers vegná á að sýna
okkur sóma? Ég bið yður í öllum
bænum að koma í veg fyrir hvers
konar opinbera heimsókn . . . .
Við höfum ekki gert annað en
það, sem hver maður er skyld-
uður til að gera, þegar slíkt ber
að höndum, sagði Albert Sierck,
skipstjórinn á þýzka togaranum
Jóhannesi Krúss, í símasamtali,
er skipið var á leiðinni upp Weser
fljótið til Bremerhaven sl. mánu-
dagskvöld. Jóhannes Krúss var
að koma heim úr veiðiferðinni,
sem hann var í, er Grænlands-
farið Hans Hedtoft fórst. Eins og
menn munu minnast, kom Jó-
hannes Krúss fyrstur á slysstað-
inn. Fjöldi manna var saman
kominn á hafnargarðinum, er tog-
arinn lagði að. Það vekur jafnan
aðdáun manna og virðingu, þegar
lítið skip býður stormi og stórsjó
byrginn til að reyna að korna
stóru skipi í hafsnauð til bjargar.
Sierck skipstjóri og útgerðar-
maðurinn Carl Kámpf fóru til
Kaupmannahafnar um miðja sl.
sem til var tekinn í staðarákvörð-
uninni, þegar sást móta fyrir
stóru, dökkleitu bákni á ratsjár-
skífunni. Héldu skipverjar, að
þetta væri Hans Hedtoft. Jó-
hannes Krúss stefndi að þessu
bákni á fullri ferð — 12 sjómílna
hraða á klukkustund, — en á síð-
asta andartaki uppgötvaðist, að
þetta var ísjáki, og sett var aftur
á bak í skyndi.
Danski loftskeytamaðurinn var
var mjög rólegur.
Foresti réttarins spurði Nejedlo.
hvort skeytin frá Hans Hedtoft
hefðu gefið nokkar hugmynd um
hvernig mönnum var innan-
brjósts á danska skipinu?
Og Nejedlo svaraði stilli’ega:
Danski loftskeytamaðurinn var
mjög rólegur. Ekki var hægt að
merkja það af neinu, að hann
eða aðrir um borð á Hans Hed-
toft vissu, að dauðinn var svo
skammt undan. Sú staðreynd, að
hann komst þannig að orði í síð-
asta skeytinu: Við sökkvum hægt,
bendir ekki til þess, að hann hafi
verið hræddur eða honum hafi
verið ljóst, að endalokin voru
Þýzki togarinn Jóhannes Krúss
Albert Sierck, skipstjóri
Prins Christianssund, sem hafði
um Grimby fengið tilkynningu
um, að þar hefðu neyðarskeyti
heyrzt og að staðarákvörðunin
væri samkvæmt því 59,05.
Bæði Prins Christiansund, Jó-
hannes Krúss og þýzka fiskveiði-
skipið Stadt Herten, sem sendi
neyðarskeytið áfram til allra
fiskiskipa og togara, töldu sig
hafa heyrt, að staðarákvörðun
danska skipsins hefði verið 59,5,
og sama var að segja um banda-
ríska björgnuarskipið Campbell
eftirlitsskipið Poseidon og veður
skipið Bertha.
Nejedlo lofskeytamaður sagði:
„Ég held, að engin líkindi séu til
þess, að staðarákvörðun Hans
Hedtofts hafi verið röng. Ekkert
bendir til þess. Það er öðru nær.
Miðunarmerki frá Hans Hedtoft
urðu æ sterkari, því meir sem við
nálguðumst þær slóðir, sem til-
teknar voru í staðarákvörðun-
inni sem við heyrðum. Það er
enginn efi á því, að við vorum
mjög nálægt staðnum — svo að
segja á staðnum — þegar Hans
Hedtoft sendi út síðasta skeytið.
Er Jóhannes Krúss hélt áfiam
leitinni, fylgdi hann einnig stað-
arákvörðuninni 59,05, en þar
fannst ekkert heldur.
Lítill planki.
viku. Á fimmtudagsmorgun tók
Danakonungur á móti skipstjór-
anum á Amalieiiborg og sæmdi
hann riddarakicssi Danr.ebrogs-
orðunnar.
Sannkallað helvíti.
Nokkrum klukkustundum áður
en Hans Hedtoft rakst á ísjak-
ann 30. jan. sl., hafði loftskeyta-
maðurinn á Jóhannesi Krúss,
Rudof Nejedlo, sent útgerðar-
manni skipsins þau skilaboð frá
skipstjóranum, að vitlaust veður
væri komið á þessum slóðum.
Skeytið hljóðaði svo: „Hér eru
10 vindstig — lélegt skyggni —
mikið af ís. Þetta er sannkallað
helvíti. Við erum ekki farnir inn
á miðin. Það er ómögulegt að
fara þangað í þessu veðri. Ég fer
eindregið fram á, að okkur verði
skipað að bíða“.
Útgerðarmaðurinn spurði, hvort
þeir gætu ekki reynt, en skip-
stjórinn svaraði um hæl: „Ég
neita að taka á mig þá ábyrgð.
Við verðum að komast héðan
burt“. Og útgerðarmaðurinn féjlst
á það.
Tveimur klukkustundum síðar
kom neyðarskeytið frá Hans
Hedtoft, og þá hikaði Sierk skip-
stjóri ekki. Hann stýrði umsvifa-
laust litla togaranum inn á svæð-
ið sem hann hafði rétt áður líkt
við helvíti.
Fyrir sjórétti í Bremerhaven
skýrðu þeir Sierck og Nejedlo
svo frá, að togarinn hefði verið
um þrjár sjómílur frá þeim stað,
að nálgast. Varla er nokkur vafi
á því, að skipið hefir velkzt í haf-
rótinu með vélarrúmin full af
vatni — og síðan hefur sennilega
vatnsþétt skilrúm brostið.
Að líkindum hefur þetta gerzt
á nokkrum sekúndum.
Sierck skipstjóri var að mat-
ast, þegar honum var fengið neyð
arskeytið í hendur. Hann þaut
upp í brúna, þar sem hann og
stýrimaðurinn voru næstu tvo
sólarhringana. Fimm menn voru
allan tímann á verði á hvalbakn-
um og við skjólborðin, en engan
vörð var að hægt að hafa aftur
á vegna þess að ískaldur sjórinn
gekk sífellt yfir skipið að aftan.
Áfram á fullri ferð.
Um miðnætti sama kvöldið og
Hans Hedtoft sökk, rakst Jóhann-
es Krúss stóran jaka sem
gnæfði 6—7 metra yfir yfirborð
sjávarins. Skipið nötraði stafna
á milli, en það kom enginn leki
að því. Og fyrirskipun skipstjór-
ans var: „Áfram á fulla ferð.
Beinið ljóskösturunum til vest-
urs. Verið á varðbergi, svo lengi,
sem þið getið haldið augunum
opnum“.
Rétt staffarákvörðun.
Þegar ekkert heyrðist frá Hans
Hedtoft, þó að Jóhannes Krúss
kallaði í sífellu, tóku skipverjar
á togaranum að efast um, að gefin
hefði verið upp rétt staðar-
ákvörðun. Jóhannes Krúss hafði
samband við loftskeytastöðina í
Það eina, sem fannst eftir
tveggja sólarhringa leit, var lítill
planki. Var plankinn um lVz m
á lengd og 2V2 m á breidd, að
þvi er Sierck skipstjóri sagði. Við
sáum báðar hliðar hans og gátum
gengið úr skugga um, að hann var
Ijósgrár öðrum megin, en ómál-
aður hinum megin. Því miður
tókst okkur ekki að ná honum
um borð.
Við sáum heldur enga flugelda
frá Hans Hedtoft, hélt Sierck
skipstjóri áfram. Og við vitum,
að þeir sáu ekki ljóskastara okk-
ar, því að loftskeytamaðurinn á
Hans Hedtoft tjáði okkur það. í
sambandi við þetta benti Sierck
á nauðsyn þess, að hafa um borð
í skipum eins sterka ljóskastara
og mögulegt væri. Rétt áður en
Jóhannes Krúss lagði upp í þessa
för hafði verið komið fyrir
á togaranum fimm sterkum Ijós-
kösturum samkvæmt ósk skip-
stjórans. Þeir reyndust betur en
ratsjáin í þessari ferð. sagði
Sierck. Þrátt fyrir hríðina, sáum
við 200 m fram fyrir skipið.
— Hvað hefðuð þér ger„ ef þér
hefðuð fundið Hans Hedtoft, áð-
ur en skipið sökk? spurði forseti
réttarins.
— Við hefðum haft nóg rúm
bæði fyrir áhöfn og farþega, svo
að engin vandkvæði hefðu orðið
á því, ef á annað borð hefði reynzt
mögulegt að bjarga þeim í slíkum
veðurofsa. Okkur hefði áreiðan-
lega tekizt að bjarga einhverjum,
en því miður átti það ekki að fara
svo.