Morgunblaðið - 22.02.1959, Page 24
V EÐRIÐ
Allhvass suðvestan. Éljagangur.
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
44. tbl. — Sunnudagur 22. febrúar 1959
Langanesið fórst
Vestmannaeyjar—
Báturinn var 60 tonn að stærð
og rúmlega 2ja ára
í gær við
Mannbjörg
Vestmannaeyjum, 21. febrúar.
UM KLUKKAN tvö í gærdag
sendi vélskipið Langanes frá
Neskaupstað út neyðarskeyti. Var
báturinn þá orðinn hálffullur af
sjó og báðu skipverjar, sem voru
sex að tölu, nærstadda báta um
að koma þegar til aðstoðar. Ann-
ar bátur frá Neskaupstað bjarg-
aði áhöfninni.
í gærmorgun var bátaflotinn í
Eyjum á sjó. Var góður afli fyrst
um morguninn en fór minkandi
eftir því sem nær dró hádegi,
enda fór veður þá versnandi.
Langanes, sem er 60 tonna bát-
ur, rúmlega tveggja ára, var að
draga línuna um 18 sjómílur norð
vestur af Vestmannaeyjum. Var
komið hvassviðri um kukkan tvö
er hann sendi út hjálparbeiðnina.
Skipverjar munu allir hafa ver-
ið á þiljum uppi Við línudrátt.
l>eir munu ekki hafa orðið varir
við neitt óvenjulegt. En svo mun
vélamaðurinn hafa farið niður í
vélarúmið og er hann kom þang-
að niður var þar kominn mikill
Fæi t á fólksbílum
frá Akui eyri til
Húsavíkur
FÆRÐ hefir að undanförnu verið
ill á ýmsum fjallvegum, einkum
norðanlands, þó hefir þetta verið
mjög misjafnt. Um nokkurn tíma
hefir verið sæmilega greiðfært
fyrir jeppa yfir Vaðlaheiði til
Húsavíkur.
Sl. föstudag fór Jónas Sigurðs-
son, bílstjóri á Akureyri, þessa
leið á fólksbifreið og gekk ferðin
vel. Aðeins á einum stað var svo-
lítil fyrirstaða í gömlum skafli
neðan við Birgishnjúk. Var Jónas
rúmar 2 klst. á leiðinni. Bíllinn
var keðjulaus en á snjódekkum.
Sagði Jónas, að snjólétt væri nú
á Vaðlaheiði.
Þennan sama 'dag kom áætlun-
arbíll frá Reykjavík og norður til
Akureyrar, og gekk ferðalag
hennar allvel. Áður hafði færi
verið slæmt yfir öxnadalsheiði,
en snjóhöftum var rutt af henni
í vikunni.
ÞÚFUM, 20. febr. — Á næstunni
munu aðalfundir búnaðarfélag-
anna hér í Djúpinu verða haldn-
ir. Ráðgert er, að héraðsráðu-
nauturinn, Jón Guðjónsson komi
á fundina og sýni kvikmyndir,
þar sem því verður við komið.
Hreppsnefnid afgreiddi nú sveit-
arsjóðsreikninga, og skattanefnd-
arstörf eru hafin. — P.P.
sjór. Skipsmenn yfirgáfu skipið
að lítilli stundu liðinni og fóru í
gúmbjörgunrbátinn og voru
allir komnir heilir á húfi um borð
í Goðaborg sem flutti skipbrots-
mennina til Vestmannaeyja.
Það leið aðeins skammur tími,
frá því að Langanes sendi út
neyðarkallið, unz skipið sökk.
Munu skipverjar ekki hafa hug-
mynd um hvar eða hvenær hinn
mikli leki gerði vart við sig og
munu því engar skýringar geta
gefið á hvað valdið hafi.
Langanes var eikarbyggður
bátur og var eign þeirra bræðra
Ársæls og Þorsteins Júlíussona
í Neskaupstað, en þar var bát-
urinn byggður 1956. Formaður á
bátnum var Einar Guðmundsson,
1. stýrimaður Halldór Hinriksson,
vélstjórar þeir Freysteinn Þór-
arinsson og Bjarni Geirsson frá
Borgarfirði eystra, en hinir eru
búsettir í Neskaupstað. Ekki er
blaðinu kunnugt um hverjir af
hásetum þeim er á bátnum voru
skráðir, voru með í þessari sjó-
ferð. Hafa skipverjar allir orðið
fyrir tilfinnanlegu tjóni.
Þeir munu allir hafa búið um
borð í bátnum og hafa því tap-
að ýmsum eigum sínum með
honum.
Bj. Guðm.
Bátar í íiski
BÁTAR úr öllum verstöðvum
hér við Faxaflóa höfðu verið á
sjó í gær. Veður hafði verið all-
hagstætt fyrir hádegið, en þá tók
að hvessa af austri og suðaustri.
Tregðaðist þá aflinn mjög. Var
brátt komið hvassviðri og sums
staðar stormur á miðunum síð-
degis. Höfðu borizt fregnir af
því að línutap hefði orðið vegna
veðurs. Bátarnir voru með mis-
munandi afla, frá 4—7 tonn. Að
sögn sjómanna á miðum Vest-
mannaeyjabáta virðist fiskilegt
mjög á miðum þeirra, en þar var
vonzkuveður síðdegis í gær, sjó-
lítið að vísu, en veðurhæðin á
miðunum 8—9 vindstig.
Aðalfundur V. R.
AÐALFUNDUR Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur verður
haldinn annað kvöld kl. 8,30 í
S j álf stæðishúsinu.
Þar fara fram öll venjuleg
aðalfundarstörf, lýst kjöri stjórn-
ar, trúnaðarmannaráðs, laga-
breytingar o. fl. — Flutt verður
skýrsla um starfsemi félagsins sl.
ár og verða önnur hagsmunamál
verzlunarfólks til umræðu.
í félaginu munu nú vera hátt
á þriðja þúsund manns og er ekki
að efa að aðalfundurinn verður
fjölsóttur.
Stjórnmálaskóli Varðar:
Ólafur Björnsson, próf.
talar annað kvöld
Stjórnmálaskóli Varðar held-
ur áfram annað kvöld og flytur
þá Ólafur Björnsson, prófessor 5.
erindi námskeiðsins.
Fulltrúaráð Sjálfsfœðis-
félaganna í Kópavogi
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna I Kópavogi heldur fund í
Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík í dag, sunnudaginn 22. febrúar. —
Fundurinn hefst kl. 15:30. N
Bjarni Benediktsson, ritstjóri, flytur aðalræðuna og talar um
stjórnmálaviðhorfið. Að henni lokinni verða frjálsar umræður. —
Auk þess verður rætt um félagsmál, og einnig fer fram kosning
fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Allir fulltrúaráðsmenn eru hvattir til að mæta á fundinum.
Sfjórnarkosningu í Fél-
agi járniðnaðarmanna
lýkur í dag Listi lýðrœðissinna
er B-listinn
STJÓRNARKOSNINGIN í Félagi járniðnaðarmanna heldur áfram
í dag. Kosið er í skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 3, og hefst
kosningin kl. 10 árd. í dag og stendur til kl. 6 síðd. og er þá lokið.
Tveir listar eru í kjöri: B-listi, sem skipaður er andstæðingum
kommúnista í félaginu og studdur af lýðræðissinnum, og A-lsti
kommúnista.
B-listi lýðræðissinna er þannig
skipaður:
Loftur Ólafsson, form., Bæjar-
smiðjunni.
Þorvaldur Ólafsson, varafor-
maður, Hamri.
Ármann Sigurðsson, ritari,
Héðni.
Ingólfur Jónsson, vararitari,
Kr. Gíslasyni.
Rafn Sigurðsson, fjármálarit-
ari, Héðni, og
Sveinn Hallgrímsson, gjald-
keri, Vegagerð ríkisins.
Járnsmiðir! Vinnið ötullega að
sigri B-listans og hindrið með því
áframhaldandi misnotkun komm-
únista á samtökum ykkar. Munið
X B-listinn.
I
\ Orðsending til meðlimn full-
trnoráðs Sjálfstæðislél. í Rvík
Góðir fulltrúar.
Ykkur hafa nú verið send nauðsynleg gögn varð-
andi hina almennu fjársöfnun í kosningasjóð Sjálf-
stæðisflokksins.
Herðið söfnunina og sendið greiðsluloforðin inn til
skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, eða Sjálf-
stæðisflokksins í Valhöll, eða Sjálfstæðishúsinu hjá ^
allra bráðasta. )
FJÁRSÖFNUNARNEFNDIN.
Steinunn Briem
heldur tónleika
í BYRJUN þessa mánaðar hélt
ungfrú Steinunn S. Briem píanó-
tónleika í Rómaborg. Tónleikarn
ir voru haldnir í hljómleikasal
Engilsborgar (Castel S. Angelo)
fyrir fullu húsi áheyrenda.
Var það á vegum tónlistarfélags-
ins Societá Amici di Castel S.
Angelo. Listakonunni var mjög
vel tekið. Á efnisskránni voru
m.a. verk eftir þessa höfunda:
Bach, Mozart, Chopin og De-
bussy. Steinunn Briem stundar
nú nám hjá Maestro Rodolfo
Caporaii, og mun hún halda aðra
tónleika í Róm í næsta mánuði.
Róið frá öllum ver-
stöðvum
STYKKISHÓLMI, 21. febr. —
Bátar voru á sjó frá öllum ver-
stöðvum á Snæfellsnesi í gær. Er
þetta fyrsti dagurinn, sem al-
mennt er róið hérna, síðan óveð-
urskaflinn dundi yfir. Stykkis-
hólmsbátar fengu allt upp í 5
lestir, bátarnir frá Grafarnesi
allt upp í 9 lestir, upp í 10 lest-
ir á Sandi og upp í 12 lestir hjá
Ólafsvíkurbátum.
Heildarframleiðsla fiskafurða
á s.I. ári hjá fyrirtæki Sigurðar
Ágústssonar í Stykkishólmi, varð
meiri en nokkru sinni fyrr. Fram
leiddir voru 33 þús. kassar af
frystum fiski, en árið 1957 voru
framleiddir 14 þús. kassar. Fram-
leiddar voru 30 lestir af frystu
fóðri og 108 lestir af síld og
beitu. Þá voru verkaðar 50 lest-
ir af skreið og 50 lestir af salt-
fiski.
Prófessor Ólafur mun ræða um
hver er þáttur hinna einstöku at-
vinnugreina, sjávarútvegs, iðnað-
ar, landbúnaðar og verzlunar í
þjóðartekjunum. Jafnframt mun
hann ræða um það hvernig þjóð-
artekjurnar skiptast, um ráðstöf-
un þjóðarteknanna til neyzlu og
fjárfestingar, erlendar skuldir og
þróun þeirra og þjóðhagsreikn-
ingana og mikilvægi þeirra fyrir
stefnuna í efnahagsmálum.
Þetta er þriðja og síðasta er-
indið í II. flokk Stjórnmálaskól-
ans, en hann fjallaði um mikil-
vægar staðreyndir um land og
þjóð og efnahagsstarfsemina.
Fyrsta erindið í II. flokki flutti
Jóhannes Zoega, verkfræðingur
og ræddi hann um vatns- og hita-
orkuna og hagnýtingu hennar. Sl.
föstudag flutti Guðjón Hansen,
tryggingarfræðingur, erindi og
gerði hann m.a. grein fyrir mann-
fjölda á íslandi, aldursflokka, at-
vinnustéttaskiptingu, fólksfj ölg-
un og fólksflutninga milli byggð-
arlaga og útskýrði hann félagsleg
og efnahagsleg áhrif breytinga á
þessum atriðum á næstu árum.
Var erindi Guðjóns sérstaklega
fróðlegt og skemmtilegt.
Erindi Ólafs Björnssonar, próf-
essors, annað kvöld, hefst kl. 8,30.
Leki kom að
Sæfaxa
I GÆR kom töluverður leki að
bátnum Sæfaxa frá Grindavík,
er hann var að veiðum á miðum
Grindavíkurbáta. Töluverður sjór
kom í vélarrúm bátsins. Skipverj
um tókst að gera við lekann til
bráðabigða, og komst Sæfaxi til
hafnar í Grindavík hjálparlaust,
en annar bátur fylgdi honum eft-
ir alla leiðina.
Fundur um
efnahagsmál
í DAG kl. 14 hefst félagsfundur hjá Heimdalli um tillögur
stefnuskrárnefndar í efnahagsmálum.
Er þetta hinn fyrsti af þrem fundum, sem ákveðið hefur
verið að efna til um stefnuskrá félagsins.
Framsögumenn nefndarinnar eru:
Sigurður Helgason, lögfræðingur,
Pétur Sæmundsen, viðskiptafræðingur,
Hafsteinn Baldvinsson, lögfræðingur, og
Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri.
1 þeim tillögum, sem lagðar verða fram á fundinum í
dag, koma fram skoðanir Heimdallar á því, hvernig æski-
legast sé, að þessum málum verði skipað í framtíðinni.
Hcimdcllingar og aðrir ungir Sjálfstæðismenn eru
hvattir til þess að sækja fundinn, sem verður haldinn í fé-
lagsheimili Sjálfstæðismanna, Valhöll, við Suðurgötu.