Morgunblaðið - 15.03.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. marz 1959
MORGVWBLAÐIÐ
3
Þetta er rússneski togarinn, sem Bandaríkjamenn fóru am aorff í undan Ameríkuströndum þegar
sæstrengur var slitinn þar. Þaff fór vel á meff sjómön.„anum og Rússarnir reyndust saklausir.
Ur verinu
— Eftir Einar Sigurðsson-
Togararnir
Veðrið hefur verið hagstaett
hjá togurunum undanfarið, hæg
sunnan og suð-austanátt.
Skipin eru eins og áður dreifð
yfir stórt svæði allt sunnan frá
Selvogsbanka og norður á Sléttu
grunn.
Afli hefur verið góður á köfl-
um, en þó misjafn eins og gerist
og gengur. T. d. fékk Geir vest-
norðvestur af Garðskaga 186
lestir á viku, eða yfir 25 lestir
að meðaltali á sólarhring, sem
er góður afli.
Á Selvogsbankanum er eins
og áður ufsi uppistaðan í afl-
anum.
Norðanskipin hafa verið að fá
ágætisafla á Sléttugrunni.
Fylkír og fleiri skip hafa ver-
ið á Hornbankanum og fengið
þar ágætisafla.
Fisklandanir sl. viku.
Austfirðingur .... 256 t. 14 d.
Jón Þorlákss.... 187 - 9 -
Neptúnus........ 251 - 12 -
Hallv. Fróðad..... 60 - 5 -
Úranus.......... 150 - 13 -
Geir .............. 186 - 8 -
Karlsefni......um 230 - 12 -
Egill Skallagr. um 230 - 12 -
Sölur erlendis sl. viku:
Þorkell Máni 3585 kítt £ 9344
Reykjavík
Fram yfir miðja viku var róið
daglega, enda þótt sjóveður væru
ekki alltaf sem bezt. Síðari hluta
vikunnar voru frátök annað slag
ið.
Aflabrogð hafa verið mjög mis-
jöfn, frá engum afla og upp í
15—20 lestir^ Algengasti aflinn
hefur þó verið 7—8 lestir. Allir
eru nú búnir að taka net, þó reri
einn lítill bátur með línu beittri
loðnu og fékk 7 lestir.
Keflavík
Almennt var róið 4 daga vik-
unnar.
Afli i net var mjög misjafn,
bezta daginn komst aflinn hjá
Voninni upp í 42 lestir, þá fékk
Nonni 28 lestir og Björgvin 24
lestir og 3 næstu bátarnir 14—15
lestir. Eftir miðja vikuna var
mjög lítið í netin.
Á línuna hefur verið ágætis-
afli, upp í 20 lestir í róðri, sem
Bjarmi fékk. Á föstudaginn var
aflinn almennt hjá línubátunum
10—14 lestir. Hæstur af línubát-
unum er Guðmundur Þórðarson
með 275 lestir.
Akranes
Tíðin hefur verið mjög stirð
þessa viku, þó voru farnir 5 róðr-
ar. Afli hefur verið lélegur, al-
gengast 3—5 lestir, þó hefur ein-
staka bátur verið að fá upp í 15—
20 lestir. Stærsta róðurinn í vik-
unni fékk Farsæll, 20 lestir.
Aflahæstu bátarnir:
Sigrún ......... 287 t. ósl.
. Sigurvon......... 262 - —
■ Ól. Magnússon .. 253 - —
Sæfari ......... 190 - —
Höfrungur ...... 182 - —
Vestmannaeyjar.
Róið var alla daga vikunnar,
þrátt fyrir það að tíð var rysjótt
og mikið brim suma dagana. Afli
netjabáta var yfirleitt rýr eins
og oft vill verða, þegar illa viðr-
ar og verið er með netin undir
Sandi. Eru mjög mikil áraskipti
að því, hve aflabrögðin heppnast,
þegar fiskurinn er í loðnunni, en
norðanáttin er þá hagstæðust.
Talsverð brögð hafa verið að
því, að netin færu í hnút, sem oft
orsakar gjöreyðingu netjanna,
rétt að hamsarnir nást af þeim,
þegar bezt gegnir, og að sjálf-
sögðu fer þá allur fiskur for-
görðum. Þá hafa trossa og trossa
tapazt alveg.
Nokkrir bátar hafa þrátt fyrir
erfiðar aðstæður náð góðum afla
í vikunni og fengið um 100 lestir
yfir vikuna. Stærsta róðurinn í
vikunni fékk Hannes lóðs, 33 lest-
ir.
Þrír bátar reru með línu beittri
loðnu fyrrihluta vikunnar, og var
aflinn á 33 stampa 6—7 lestir.
Handfærabátar hafa lítilsháttar
orðið varir, fengið 3—4 lestir yf-
ir daginn.
10 aflahæstu bátarnir eru nú:
Hannes lóðs .... 252 t. ósl.
Gullborg........ 248 - —
Snæfugl SU .... 243 - —
Sig. Pétur ..... 239 - —
Björg SU ....... 231 - —
Stígandi ....... 230 - —
Víðir SU ....... 199 - —
Bergur VE ...... 198 - —
Kári............ 190 - —
Kristbjörg ..... 186 - —
Eru netjaveiffarnar aff fara
út í öfgar?
Nú eins og raunar oft áður,
hafa menn rekið sig á, að netin
voru tekin of fljótt, þar sem afl-
inn á línuna hefur verið mun
betri. En það er eins og eitthvert
æði grípi menn, þegar þeir frétta
að einhver hafi fengið sæmileg-
an afla í net, allir ætla að fá stóra
vinninginn eins og í happdrætt-
inu. Menn eru því farnir að
stinga saman nefjum um, hvort
ekki væri rétt að koma sér sam-
an um að fara ekki með netin,
fyrr en um miðjan marz. Oftast
er tjón að þessu bráðlæti bæði
hvað afla og veiðarfæri snertir.
En það er einnig annað og
miklu alvarlegra í sambandi við
þessar veiðar, sem menn eru ugg
andi út af- Hin skefjalausa netja-
notkun. Er þá margt, sem kemur
til athugunar. Fyrst og fremst
hve stórvirk veiðitæki þetta eru
og hve mikið netin drepa af
hrognfiskinum. Áður veiddist
mest svilfiskur í netin, en síðan
menn fóru að leggja þau á hraun
in og þarf ekki til er eins og nær
eingöngu fáist í þau hrognfiskur.
Þá eru nælonnetin miklu veiðn-
ari og ganga nær stofninum, og
það sem verra er við nælonnetin
er, að þau rotna ekki. Þegar bólin
slitna af trossunum eða færin
slitna og menn ná þeim ekki upp,
geta þau haldið áfram að veiða
svo lengi sem þau fara ekki í hnút
eða kúlurnar slitna af, sem verð-
ur seint með bikuðum hönkum.
Þannig hafa menn tapað trossum
í byrjun vertíðar og fundið þær
eða slætt í vertíðarlok, og hefur
þá verið hryggur við hrygg í netj
unum en einstaka lifandi fiskur.
Talar þetta sínu máli. Enn eitt
má nefna í þessu sambandi, og
það er hið mikla grjótkast á mið-
unum. Það er vart minna en 250.
000 netjasteinar, sem varpað er
í sjóinn daglega á Faxaflóasvæð-
inu. Ekki er minna um að vera
í þessum efnum fyrir sunnan
land. Og alltaf fjölgar bátunum
og trossunum, sem menn vilja
hafa í sjó, enda þótt margir kom
ist ekki yfir að draga þær allar
daglega. Samt eru þeir til, sem
ekki mega heyra nefnt að hafa
einhvern hemil á þessu, sem mið-
að gæti þó að því að þessi veiði
væri ekki alveg jafngegndarlaus,
minni veiðarfæranotkun og svo
það, sem er ef til vill mikil-
vægast, að íslendingar hefðu
betri vöru að bjóða á erlendan
markað.
Það er svo í þessu máli sem
öðrum,*að kapp er bezt með for-
sjá.
Ótíðin syerfur aff
Hið óvanalega tíðarfar til sjáv-
arins hefur nú klórað mörgum
útgerðarmanninum. Stöðugir um-
hleypingar hafa nú verið á annan
mánuð, stundum heilu vikurnar,
sem ekki hefur gefið á sjó, og
sárafáir dagar góðir eftir fyrstu
þrjár vikurnar af janúar.
Línuveiðin brást alveg, og
verða útgerðarmenn að gera upp
með lágmarkstryggingu og stór-
tapi fyrir það úthald. Nú eru
menn búnir að taka netin fyrir
nokkru, og hefur þá ekki tekið
betra við. Fyrstu dagana aflaðist
sæmilega, en síðan hefur verið
mjög tregt í netjn. Svo er hættan
við að missa þessi miklu og dýru
veiðarfæri í slíku tíðarfari. Hver
bátur er með 5—6 trossur í sjó,
sem kosta vart minna en 15.000
kr. hver trossa, eða 75.000 til
90.000 allar. Það er ekki óalgengt,
Sr. Óskar J. Þorláksson:
Flóttinn
„Oss ber að vinna verk
þess, sem sendi mig, meðan
dagur er, það kemur nótt,
þegar enginn getur unnið.
^ (Jóh. 9. 4—5).
Á fyrstu blöðum Ritningarinn-
ar er frá því sagt, að Guð hafi
gefið oss lífið og skapað oss í
sinni mynd og ef vér lesum með
athygli trúarlærdóma hinnar
helgu bókar munum vér komast
að þeirri niðurstöðu að tilgangur
lífsins sé að elska Guð og þjóna
honum.
Þetta verðum vér að gera í dag-
legum störfum og baráttu, og
hverri þeirri þjónustu, sem oss
kann að vera á hendur falin á
hverjum tíma.
Guð ætlast til þess af oss, að
vér uppfyllum af samvizkusemi
og trúmennsku þær skyldur, sem
oss eru á herðar lagðar og gerum
mannlífið bjartara og betra, eftir
því, sem í voru valdi stendur, og
til þess hefur hann gefið oss
margvíslegar leiðbeiningar í orði
sínu. Allar skyldur lífsins eru því
í innsta eðli sínu skyldur við Guð,
öll vanræksla í þessum efnum
brot gegn hans vilja.
En hvernig gengur oss mðnnun-
um að þjóna Guði í lífinu sjálfu?
Auðvitað gengur þetta misjafn-
lega, og það er einmitt flóttinn
frá lífinu og skyldum þess sem
er eitt af hinum mjög áberandi
einkennum vorra tíma.
Vér höfum þó öll skilyrði til
þess að lifa heilbrigðu og ham-
ingjusömu lífL Vér höfum gott
að trossur tapist eða fari í hnút
meira eða minna, og má segja,
að það sé undir hælinn lagt hvað
næst eftir að óveður hafa geisað.
Netjabátarnir hér á Faxaflóa-
svæðinu eru ef til vill með veið-
arfæri í sjó fyrir við 100 milljón-
L’ króna, og á miðunum fyrir
su nan land er annað eins. Það
er þó ekki eins og þetta séu öll
netin, er notuð eru yfir vertíðina.
Það er vart meira en þriðjungur-
inn.
Aflinn, sem kominn er á land
það sem af er vertíðinni, er sjálf-
sagt einum þriðja minni en á
sama tíma í fyrra, ef ekki enn
minni. Margir útgerðarmenn eru
nú komnir í algjör þrot með að
standa straum af mannakaupi og
öðrum útgjöldum í sambandi við
útgerðina. Þetta sýnir m. a., hve
illa er búið að útgerðinni og að
hún á enga varasjóði til að mæta
erfiðleikunum, þegar á bjátar.
Landsfundur.
Um þessar mundir halda tveir
stjórnmálaflokkar landsfundi
sína. Það þykir alltaf tíðindum
sæta, þegar slíkir fundir eru
haldnir, því að þar er mörkuð
stefna flokkanna í náinni fram-
tíð.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins hófst sl. miðvikudag með
hinni þróttmiklu ræðu formanns
flokksins, Ólafs Thors. Það var
athyglisvert, hvernig loftið
í hinum þéttskipaða, stóra
fundarsal, var eins og magnað
eldmóði undir ræðu hins víg-
djarfa og ástsæla formanns.
Þarna var auðfundið, að var lið,
sem ekki mun láta sitt eftir
liggja í þeim átökum, sem fram-
undan eru.
Islendingar eins og aðrir þrá
sem mest frelsi, og fast að helm-
ingur þjóðarinnar trúir Sjálf-
stæðisflokknum bezt til þess að
vera þeirri köllun vestræns
stjórnarfars trúr.
★
Ein lína féll niður í síðasta
„Veri“ í greininni Aðstöðumun-
ur. Rétt er klausan þannig: Slík-
um byrðum (af opinberum tap-
rekstri) er síðan jafnað niður á
borgarana í formi aukinna út-
svara eða lán eru tekin til að
mæta taprekstrinum, veitt at-
vinnubátafé, ríkisábyrgð eða bein
fjárframlög úr ríkissjóði.
frá lífinu
viðurværi. og vér búum við batn-
andi húsakynni. Vér höfum marg
vísleg tæki, til þess að létta oss
hin daglegu störf, og auka þæg-
indi í heilbrigðum lífsháttum.
Vér höfum víðtæka þekkingu á
heilbrigðismálum og læknavís-
indin hafa ýmist dregið úr eða
komið í veg fyrir sjúkdóma og
farsóttir, sem áður reyndust hinir
mestu vágestir. Vér ættum því
að geta verið hamingjusöm, ef
unnt væri að tryggja slíka ham-
ingju með ytri aðstæðum.
En slíkt verður aldrei mögu-
legt, því að sönn hamingja er
bundin við hin innri lífsviðhorf
mannsins í trú og siðgæði. En því
miður skortir þessa festu í lífs-
skoðun hjá fjölda fólks, og því
ber svo mikið á taugaveiklun og
geðveilum hjá mörgum á vorum
dögum.
Eftir því sem holdsveiki, berkla
veiki eða farsóttir hafa farið
minnkandi í landinu, hefur fjölg-
að geðsjúklingum, drykkjusjúku
fólki, eiturlyfjaneytendum og
margs konar vandræðafólki, sem
flúið hefur frá skyldum lífsins og
leitað sér stundar fróunar í fá-
nýtum nautnum eða jafnvel af-
brotum, sem endað hafa í var-
anlegri ógæfu.
Eitt gleggsta dæmið um flóttann
frá lífinu er áfengisnautnin, sem
orðin er ískyggilegur skaðvaldifr
í lífi fjölda fólks.
Á ýmsum öðrum sviðum er
þessi flótti frá vandamálum lífs-
ins áberar.di t. d. í hjúskaparmál-
um. Ef einhverjir erfiðleikar
verða í heimilis- eða hjúskapar-
lífi, þykir mörgum sjálfsagt að
grípa til hjónaskilnaðar, í stað
þess að leggja nokkuð á sig til
þess að bæta úr því, sem kann að
hafa farið aflaga.
í viðskiptrlífinu er gripið til
svika, pretta, og alls konar undan
bragða, til þess að koma sér hjá
lögmætum skyldum eða kaupa
sér frest til þess að geta haldið
áfram óhófslífi og sýndar-
mennsku.
Svona mætti lengi telja, og því
miður er eins og þjóðlífið allt sé
á meiri eða minni flótta frá lífinu
og skyldum þess.
II.
Er hægt að stöðva þessa óheilla
þróun og beina lífsorku vor
mannanna í heilbrigðari farvegi?
Jú, vissulega. Vér verðum enn að
fara þá leið, sem spámenn og trú-
arlegir leiðtogar hafa farið á öll-
um öldum, og leiðin er þessi:
endurnýjun hugarfarsins í sam-
félagi við Guð.
„Ef Drottinn byggir ekki hús-
ið erfiða rmiðirnir til ónýtis, ef
Drottinn verndar ekki borgina
vakir vörðurinn til ónýtis.“ Þessi
fornu sannindi eiga við um líf
einstaklinganna og þjóðlífið á
hverjum tíma.
Trúarleg og siðferðileg ábyrgð
verður að vera kjölfestan í lífi
hvers manns, ekki að flýja burt
frá skyldum sínum og þeim erf-
iðleikum, sem á veginum verða,
heldur leita styrks hjá Guði, til
þess að uppfylla skyldurnar og
sigrast á erfiðleikunum og vaxa
þannig að heilbrigðum mann-
dómi, og verða til blessunar fyrir
þjóðfélag sitt.
„Maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman, heldur af sérhverju
því orði, sem framgengur af Guðs
munni.“
Þar ser' heilbrigt trúarlíf og
þróttmikið athafnalíf mótar fé-
lagslíf þegnanna, þar mun.verða
gróandi þjóðlíf.
Þessa dagana eru haldnar hér
í Reykjavík miklar ráðstefnur
stjórnmálaflokka og velferðar-
mál þjóðarinnar rædd frá ýmsum
hliðum. Væri ekki líka ástæða
fyrir alla áhugamenn í þjóðfé-
lagsmálum að hugsa líka um upp-
byggingu þjóðlífsins á grundvelli
trúar og siðgæðis?
Ó. J. Þ.