Morgunblaðið - 15.03.1959, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1959, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. marz 1959 í dag er 74. dagur ársin-s. Sunnudagur 15. marz. Árdegisflæði kl. 8:46. Síðdegisflæði kl. 21:11. Slysavarðstofa Reykjavíkur i Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 15030. Nælurvarzla vikuna 8. til 14. marz er í Laugarvegs-apóteki. —* Sími 24045. Holts-apótek og Garðs-apótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4 eftir hádegi. Hafnarfjarðarapótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugár- daga kl. 9—16 og 19—21. Hélgi- dag kl. 13—16 og kl •''—21. Næturvarzla vikuna 15. til 21. marz er í Vesturbæjar-apóteki.— Sími 22290. Helgidagsvarzla er í Lyfjabúð- inni Iðunni, sími 17911. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. I.O.O.F. 3 = 1403168 = 8Va 0 □ EDDA 59593177 = 3 □ EDDA 59593187 = 3 Mímir 59593167 == Aukaf. I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 140317814 = Fl. S^Brúökaup 1 gær voru gefin saman í hjóna band af s«ra Bjarna Sigurðssyni, Mosfelli, Karen Johansen og Ein- ar Svavarsson, Álafossi. , Hinn 8. marz s. 1. opinberuðu trúlofun sína Jóhanna Jónsdóttir frá Þingeyri og Sverrir Helgason frá ísafirði. Hiónaefni Laugardaginn 7. þ.m. opinber- uðu trúlofun sína Hallfríður Jóns dóttir, Skipholti 16 og Bob Jenn- ings, Keflavíkurflugvelli. o AFMÆLI Flugvélar- Flugfélag fslands h.f.: — Milli- landaflug: Hrímfaxi er væntanleg ur til Reykjavíkur kl. 16:10 í dag frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. — Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Edda kom frá New York kl. 7 í morgun. — Flugvélin hélt áleiðis til Óslóar, Gautaborgar og Kaupmanr-' afn- ar kl. 8:30. » Skipin 70 ára verður á morgun 16. marz), frú Matthildur Helgadótt- ir, Borgargerði 11, verður stödd hjá dóttur sinni, Ferjuvogi 21. Se.vtíu ára er á morgun (mánu aag), Ólafur Ingimundarson, starfsmaður á Bæjarskrifstofunni. 80 ára er á morgun, mánudag, Sveinn Jónsson, Sogabletti 7, Reykjavík. Skipadeild S.f.S.: — Hvassafeli fór frá Odda í Noregi, í gær. Am- arfell fór frá Sas van Ghent 13. þ.m. Jökulfell kernur til New York í dag. Dísarfell fór frá Djúpavogi í gær. Litlafell væntanl. til Faxa flóa í dag. Helgafell væntanlegt til Akureyrar á morgun. Hamrafell fór frá Reykjavík 12. þ.m. Eimskipafélug Reykjavíkur h.f.: Katla er í Tarragona. — Askja er væntanleg til Stafangurs á morgun. [Féiagsstörf Kvenfélag Neskirkju: — Fundur verður fimmtudaginn 19. marz kl. ,8,30 í félagsheimilinu. Félagsvist, kaffi. — Félagskonur mega taka með sér gesti. Kvenréttindafélag Islands. — Fundur verður haldinn þriðjudag- inn 17. marz kl. 8,30 e.h. í félags- heimili prentara á Hverfisgötu 21. Fundarefni: Frú Oddrún Ólafs- dóttir segir frá sumarviku hjá danska kvenréttindafélaginu. Auk þess verða rædd ýmis félagsmál. Frá Frikirkjunni. — Aðalfund- ur Fríkirkjusafnaðarins verður að lokinni haldinn í kirkjunni meissu í dag kl. 3 e.h. Ymislegt OrS — Þeir söfnuðu þeim þá scurrum or/ fylltu tólf körfur með brotum af byggbrauð- unum fimm, sam gengu af hjá þeim, sem neytt höfðu. Þegwr fólk ið nú sá það tákn, sem hann gjörði, sagði það: Þessi er sannar- lega spámaðurinn, sem á að koma í heiminn. (Jóh. 6). K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. — Á almennu samkomunni í kvöld talar Steingrímur Benediktsson kennari frá Vestmannaeyjum. Skátakaffi: — í dag er hinn ár- legi kaffidagur kvenskátanna. — Alls konar kökur og brauð verður á boðstólum, ásamt góðu kaffi. — Ágóði kaffisölunnar rennur í Minningarsjóð Guðrúnar Berg- sveinsdóttur félagsforingja. Þegar hefur verið veitt úr sjóðnum til húsmunakaupa í eitt herbergi fyr ir kvenskáta í Reykjavík. Skátar eru minntir á minningarspjöld sjóðsins. En þau fást í Skátabúð- inni, í Skátaheimilinu, hjá frú Guðrúnu Jóhannsdóttur, Grundar gerði 4 og frú Áslaugu Friðriksd., Mávahlíð 13. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur á Vatnsstíg 3 er flutt í Brautarholt 2. * „Minn kæri vinur, Miinchhausen, ég vil ógjarna særa þig“, sagði soldán. „En það er alveg áreiðanlega ómögulegt að finna betra vín en þetta“. „Fyrirgefið yðar há- tign, en það er til betra vín en þetta“. „Eigum við að veðja um það, að ég geti á einni klukkustund fengið flösku af víni úr vínkjallara Austurríkiskeisara? Þetta vín eru miklu betra en það, sem við erum nú að drekka". Minningaikort Ncskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Búðin mín, Víðimel 35, Verzlun Hjartar Niel- sen, Templarasundi 3, Verzlun Stefáns Árnasosar, Grímsstaða- holti og Mýrarhúsaskóla, Seltjarn arnesi. Háskólatónleikar verða í hátíða- salnum í dag, sunnudag 15. marz, kl. 5. Fluttur verður af hljóm- plötutækjum skólans síðari hiuti óperunnar Brottnámsins úr kvennabúrinu eftir Mozart. Þýzk- ir listamenn flytja, stjói-nandi er Ferenc Fricsry. Róbert A. Ottós- son hljómsveitarstjóri skýrir söng leikinn. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. F^gAheit&samskot Til Hallgrímskirkju í Saurliæ hef ég nýlega móttekið 100 krónur, áheit frá Guðfinnu Þórðardóttur. Matthías Þórðarson. I.amaði íþróllainaðurinn, afh. Mbl.: H G kr. 100,00. Lamaða stúl'kan, afh. Mbl.: — H G krónur 100,00. IS^Pennavinir Miss Carol Sigurdson, 296 Lock Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada, vill skrifast á við ís- lenzkan pilt eða stúlku, 19—25 ára. .s yvurnincý clcicj3uió dc Iðkið þér skíðaferðir nógu mikið? BoIIi Gústavsson, stud. theol.: ...... — Því er nú verr | og miður, ég óx | upp úr g ö m 1 u skíðunum mín- \ um og hef ekki \ lagt í að endur- nýja skiðakost- inn. — Sennilega fyrst og fremst af þvi, að mér gekk jafnan illa að halda jafn- væginu þegar ég var kominn á skíði, ekki sízt í halla. Það mun mál manna, að ég sé hvað vaxtar- lag snertir, ekki sem bezt lagaður til skíðaferða. Hins vegar er það skoðun mín, að skíðaferðir séu eitt áhrifamesta meðal til and- legrar hressingar. En hvað mér viðvék — þá hresstu þær ekki jafnmikið upp á líkamann. „Þú ert að gera gys að mér, Múnch- hausen, og ég felli mig ekki við það. Ég hef alltaf álitið, að þú værir sannorður maður, en nú fer ég að efast um, að það sé rétt“. „Viljið þér veðja, yðar hátign? Ef ég ekki stend við orð mín, megið þér láta höggva af mér höfuðið. Ég legg höfuð mitt að veði, hvað leggið þér að veði?“ FERDIMAiMD W 4s3&. Úrr „Ég tek veðmálinu1*, sagði soldán. „Ef vínið er ekki komið hingað, þegar klukk- an slær fjögur, læt ég höggva af þér höf- uðið. Þú skalt ekki vænta þér neinnar miskunnar. Ef þú getur staðið við orð þín, skal ég gefa þér eins mikið af gulli og silfri, perlum og gimsteinum og einn sterkur maður getur borið út úr féhirzlu minni“. Fékk nóg asf biðínni Anna G. Kristjánsdóttir, kennari: — Nei, ég kemst alltof sjaldan á skíði, f y r s t og f r e m s t vegna þess, að hér fest- ir a 1 d r e i snjó deginum lengur. En þegar kostur er, þá f i n n s t m é r þ a ð blátt áfram nauðsynlegt að fara á skíði á sunnudögum, þó ekki væri nema til þess að anda að sér hreinu lofti og halda sönsum. Sumir virðast hafa óbeit á skíða- ferðum, ég held að það sé bara leti. Mörgum finnst það líka dýr útgerð, kvarta um buxnaslit. En ef fólk einsetur sér að kasta sér ekki á sitjandann nema einu sinni í hverri „húrru“ — þá held- ég að allar sæmilegar skíðabux- ur ætt-u að endast — veturinn að minnsta kosti. Gunnar Hilmarsson, skrifstofu- m a S u r : — Já, það held ég — a. m. k. þegar ég les um alla þessa fótbrotnu og fót- s n ú n u garpa, sem stunda þetta sport uppi í há- fjöllum s é r t i 1 heilsúbótar. Ég verð að segja er ekki meira en af háfjalla-heilsu- bótum. Ég hef ekki stigið á skíði síðan ég var 13 til 14 ára, enda ekki orðið misdægurt síðan. Bjarni Felixson, ».nattspyrnu- maður: — Ég iðka ekki skíða- ferðir undir nein um kringumstæð um. Að vísu fór ég hér áður fyrr með bekkjarfé- lögum mínum á s k í ð i. Skólinn átti skíðin (þau ; voru tvö) og þá reyndist kostnaðurinn mér ekki ofviða. En þegar skólinn var bú- inn og ég átti að standa á eigin j skíðum, lagði ég árar í bát. Þar I að auki er holdafar mitt ekki nógu mjúkt til falls —- og þó skíðaferðir séu sjálfsagt mjög heilsusamlegar, þá er hægt að ná i í kvenfólk án þess að elta það j upp um fjóll. að ég hrifinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.