Morgunblaðið - 15.03.1959, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1959, Blaðsíða 17
Sunnudagur 15. marz 1959 MORCUNBLAÐIÐ 17 ^JJven (jjóÁin ocj heimiÍJ Ég á eftir að klífa Snæfellsjökul og fara inn í Þórsmörk Spjallað við bandaríska stúlku sem vann hér um tveggja ára skeið og hefir dvalizf hér undanfarið í orlofi ÞAÐ er mjög sjaldgæft, að út- > lendingar leggi leið sína hingað j tíl lands sér til skemmtunar og hressingar í febrúarlok og marz- I byrjun. Mér kom það því óneit- anlega á óvart, er ég hitti fyrir skömmu á förnum vegi í Reykja- vík, unga, bandaríska kunningja konu mína, sem kom hingað til að eyða hér tveggja vikna orlofi sínu. Það var versta veður þenn- an dag, snjókoma og hvassveður. En Frances Clements kærði sig kollótta um hríðina og lét mjög vel af því að vera komin hingað í heimsókn. Raunar hefir Frances Clements vitað að hverju hún gekk, þegar hún lagði í að koma hingað á þessum tíma árs, því að hún vann hér í tvö ár, 1955—57, á vegum Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna.. — Veðrið skiptir engu máli, heldur fólkið og kynni manns af því, segir Frances brosandi, með- an hríðin lemur okkur í andlitið. Alltaf verðum við íslendingar dálítið undrandi yfir því, þegar útlendingar taka miklu ástfóstri við ísland og íslendinga, óg jafn vel taka dvöl hér fram yfir ann- að, sem okkur lízt miklu girni- legra á. T.d. hefði Frances átt miklu hægara með að eyða fríinu sínu einhvers staðar í því rómaða ferðamanna- og skíðalandi Sviss, þar sem hún starfar nú. Meðan Frances dvaldist hér ferðaðist hún víða urn landið, fór norður og austur um land, um Snæfellsnes, vestur á Vestfirði, og inn á öræfi. „Ég verð að játa, að ég sé dálítið eftir því að hafa ekki beðið með að koma þangað til í sumar. Ég sá nú nýlega myndir úr öræfaferðum, sem farnar voru í fyrrasumar", segir Frances með ofurlítilli eftirsjá. Frances Clements er ættuð frá tóbaksborginni Lynchburg í Virg iníu, þar sem foreldrar hennar og systkin búa. Frances hafði enga löngun til að setjast að í litlu, kyrrlátu borginni, sem hún hafði alizt upþ í. Að háskólanámi loknu árið 1951, ákvað hún að svala útþrá sinni, sjá fjarlæg lönd og kynnast framandi þjóðum. Fæstir eiga því láni að fagna, að fjármunirnir liggi á lausu til slíkra ferðalaga, og lá þá bein- ast við að gerast starfsmaður í bandarísku utanríkisþj ónustunni. Síðan hefir hún starfað á vegum Upplýsingarþjónustu Bandaríkj- anna í Frankfurt í Þýzkalandi, í Reykjavík, í Flórenz á ftalíu og nú í Bern. Þegar Frances kom hingað til Reykjavíkur, átti hún einnig kost á því að fara til Vínarborgar, en það freistaði hennar ekki. Hún hafði ferðazt töluvert um Austur- ríki, meðan hún var í Þýzkalandi, og svar hennar var því stutt og laggott: í öllum bænum sendið þið mig til Reykjavíkur. •—★—• Þetta mun vera fremur óvenju- legt svar. Yfirleitt er erfitt að fá starfsfólk í utanríkisþjónustunni, ekki aðeins Bandaríkjanna held- ur og annarra ríkja — til að fara til íslnds og vinna hér. Venju- lega verður að ganga manna á milli, áður en nokkur fæst til starfans. Þeir eru sjálfsagt marg- ir, sem hafa látið hart mæta hörðu, og hótað uppsögn, ef farið hefir verið fram á, að þeir færu Frances Clements — Andar- tak er betra mál en augna- blik til Reykjavíkur. En margir, sem hafa lagt upp í að dveljast á ,,þess um útkjálka" um skeið, hafa kunnað ágætlega við sig, þegar til kastanna kom, og jafnvel hugs að með söknuði til Reykjavíkur, eftir að þeir voru farnir að starfa í Vínarborg eða París. •-★-• Og Frances virðist sannarlega ekki iðrast þess að hafa tekið Reykjavík fram yfir Vínarborg, því að hún fullyrðir, að hvergi hafi henni þótt eins gott að vera og á íslandi. — Að sjálfsögðu er það fótkið og mín góðu kynni af því, sem hafa ráðið úrslitum um, hvað ég kunni — og kann — vel við mig hér. íslendingar eru hreinskilnir, hjálpsamir og alúðlegir. Þessir góðu kostir vega ríflega upp á móti því, að veðrið er ekki alltaf upp á það bezta. Að vísu verð ég að viðurkenna, að mér brá í brún, þegar ég kom hingað fyrst í apríl 1955. Það var versta veður, þegar flugvélin lenti. Að mínum dómi var aftakaveður, en íslend- ingarnir voru ekki alveg á því. Skömmu eftir að ég kom hingað rann upp sumardagurinn fyrsti. Ég lét blekkjast, fór í sumarkjól og létta skó og hélt niður í bæ til að sjá börnin fagna sumrinu. Síðdegis kom slydda og þarf víst ekki að orðlengja það frekar, hvernig ég var útlits, þegar ég kom heim. Á þeim tíma árs er allt í vor- blóma í heimahögum Francesar í Virginíu. Náttúran skartar þegar sínu fegursta í sterkum lit- brigðum. •—★—• — Það tók mig dálítinn tíma að venjast landslaginu og litun- um hér og læra að meta fegurð íslenzkrar náttúru, enda er hún gerólík öllu, sem ég hefi áður vanizt, en viðkynningin við hana varð því betri, þegar ég hafði verið hér um tíma og ferðazt ofur lítið um. Minnisstæðast er mér ferðalagið upp í Landmannalaug ar, sem ég fór sumarið 1956 með mörgu ágætisfólki. íslendingar virðast kunna mjög vel að undir- búa slík ferðalög — ekkert gleymdist, ekki einu sinni koníak ið! Auðvitað er búið við frum- stæð skilyrði, en í Landmanna- laugum eru þægindin mikil frá náttúrunnar hendi: Kaldar lind- ir, þar sem hægt er að geyma ýmislegt matarkyns, volgt vatn til að baða sig í og sjóðandi hver ir til að sjóða eggin sín í. Ferða- lagið verður líka að ævintýri, af því að samferðamennirnir kunna sögur um alla staði, sem farið er um. Það skiptir ekki máli, hvort sögurnar eru skáldaðhr eða sann- ar. Þær lýsa lífi og hugarheimi íslendinga og áhugi ferðalangsins er vakinn. Námaskarði mun ég heldur aldrei gleyma. Þangað fór ég með föður mínum, er hann kom hingað til að heimsækja mig. Hann hefir lengi haft mikinn áhuga á fslandi og fræddi mig um land og þjóð, áður en é'g fór hingað. Enda kom hann hingað við fyrsta tækifæri, þó að hann hafi aldrei heimsótt mig í Þýzka- landi, á Ítalíu eða í Sviss. — Eitt sinn ætlaði ég að klífa Snæfellsjökul og beið í þrjá daga við rætur hans. En okkur gaf aldrei á jökulinn. Það varð hcld- ur aldrei úr því, að ég færi inn í Þórsmörk, pg aldrei komst ég út í Viðey, þó að skammt sé að fara. Ég á því ýmislegt til góða, þegar ég kem næst. — f þetta sinn hefi ég aðallega eytt tímanum í að hitta gamla kunningja — drekka kaffi og spjalla, segir Frances og hlær við. Ekki svo að skilja, að ég hafi haft tækifæri til að hressa upp á íslenzkukunnáttuna. Hér tala allir ensku og flestir tala hana mjög vel. Á sínum tíma sótti ég kennslustundir í íslenzku í Há- skólanum í sex mánuði. Því mið- ur er árangurinn af því striti að mestu gleymdur — nema eitt: Andartak er betra mál en augna blik! „Mixed Griir „MIXED GRILL“ stendur oft á matseðlum veitingahúsa erlendis. Allt sem til þessa réttar þarf, fæst þó í matvörubúðum hér og þar sem margar húsmæður hafa gaman af tilbreytingu í matar- gerð, birtum við uppskriftina hér. Þetta er að vísu nokkuð dýr réttur og dálítil fyrirhöfn að matreiða hann, en vel má steikja allt sem steikja á, deginum fyrir og slá smiðshöggið rétt áður en hann er borinn fram. Fyrir fjóra þarf: 1 lundir (mörbrad). Hálft kg. lifur (kinda- eða kálfalifur). 8—10 sneiðar bacon. V\ kg. litlir laukar. 10—12 smápylsur (cocktail- pylsur). Salt, pipar, 75 gr. smjörlíki, vatn, tómatpuré og sósulitur. Lundirnar skornar í 6—8 sneið- ar, sneiðarnar barðar lítið eitt. Lifrin skorin í þunnar sneiðar, sneiðunum snúið í hveiti með salti og pipar, laukarnir afhýdd- ir og skolaðir en ekki skornir. — Fyrst eru bacon-sneiðarnar steiktar á heitri, þurri pönnu, siðan er allt hitt brúnað í smjör- líki á vel heitri pönnu. Hver teg- und er steikt sér, allt sett í eld- fast fat og stráð salti og pipar. Vatni hellt á pönnuna með tómatpuré og sósulit og látið sjóða. Rétt áður en rétturinn er borinn fram, er vatninu hellt af pönnunni yfir kjötið, svo miklu, að það nái um það bil hálfa leið yfir það. Lok sett yfir fatið og því stungið inn í ofn (ekki mjög heitan) í stundarfjórðung. Bacon- sneiðarnar lagðar ofan á um leið og rétturinn er borinn fram. Konur, vísindi og tœkni VÍÐAST hvar hafa konur aðgang að tæknilegu og verklegu vísinda námi, svo sem t.d. verkfræði og húsagerð, til jafns við karla. En konur nota sér mjög lítið af þess- um möguleikum, segir í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, sem nýlega er komin út. Það er talið stafa af gömlum hindurvitnum og áhugaleysi kvenna á verklegu námi, að þær hafa ekki látið til sín taka á þessum sviðum. ★ Það eru hagfræðingar Samein- uðu þjóðanna, ásamt starfsbræðr um þeirra hjá sérstofnunum S.Þ., ILO (Alþjóðavinnumálaskrifstof- unni) og UNESCO (Menntunar-, vísinda- ®g menningarstofnun S.Þ.), sem samið hafa ýtarlega skýrslu um þessi mál. Upplýs- ingar liggja fyrir frá 35 aðildar- þjóðum S.Þ. — Ráðgert er að sam in verði önnur skýrsla, er fjalli um þátttöku kvenna í lögfræði- legum störfum. Skýrsla sú, er nú ! liggur fyrir, heitir á ensku: I „Occupational Outlook for Wo- men“. Verður hún lögð til grund- vallar um atvinnumöguleika kvenna yfirleitt, en það mál er á dagskrá alþjóðlegrar nefndar, , sem kemur saman til fundahalda þann 9. marz n.k. í aðalstöðvum S.Þ. í New York. í fyrrnefndri skýrslu er m.a. tekið til meðferðar, hvaða at- vinnumöguleika konur, sem ger- ast vilja verkfræðingar eða arki- tektar, hafa í samanburði við karla — hvernig almennt er litið á, að konur taki að sér slík störf | — hvaða áhrif hjónaband hafi á störf þeirra og starfsferil o. s. frv. Tveir ásteytingarsteinar Samkvæmt skýrslunni eru það aðallega tveir ásteytingarsteinar, sem til greina koma í þessu sam- bandi. í fyrsta lagi eru atvinnu- veitendur heldur tregir til að taka kvenverkfræðinga og kvenarki- tekta i sína þjónustu. Alvinnu- rekendur kvarta t.d. yfir því, að það sé aldrei að vita hvenær stúlkurnar hlaupi á brott úr starfi — til þess að gifta sig. í öðru lagi dregur það úr kvenf )lk- inu kjark, að almennt er litið á verkfræðistörf og húsagerð sem heldur „ókvenleg“ störf. Sérstakur kafli í skýrslunni fjallar um möguleika kven-verk- fræðinga og arkitekta til að fá vinnu hjá opinberum stofnunum. Kjörin virðast æði misjöfn í ýmsum löndum. Víðast hvar virð- ist erfiðara fyrir konur en karla að fá atvinnu við húsateikningar og húsagerð almennt. Þó eru kon- ur víða teknar til vinnu jafnt körlum við ýmsar sérgreinar húsa gerðar, svo sem við skipulag bæja og í byggingarrannsóknarstofum. Þá er þess og getið, að víða um lönd hafi konur getið sér góðan orðstír sem húsgagn; - og húsa- skreytingaarkitektar. Margar konur, sem hafa áhuga á tæknilegum vísindum, hafa Vagt fyrir sig efnavísindi og rafmagns tækni og stunda störf með góðum árangri í rannsóknarstofum eða við tæknilegar teikningar. Þess er sérstaklega getið, að í sumum löndum sé lagður steinn í götu þeirra kvenna, sem vildu leggja fyrir sig námaverkfræði, þar sem konum sé að lögum ó- heimilt að vinna neðan jarðar. Ef greiðu er rennt gegnum burstana, klessast hárin sið- ur saman, og allt rusl hrcins- ast í burtu. Það fer betur ineð burstana en að vera sí- fellt að þvo þá. Ef rúskinnskórnir verða blettóttir þegar ekki er skinnbursti við höndina, má nota naglaþjölina til að ná þeim af. Síðasti sýningardagur í dag Sýningar kl, 3, 7 og 11,15. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói frá kl. 1—11 siðd. Símar 33-8-28 og 1-13-84.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.