Morgunblaðið - 15.03.1959, Blaðsíða 14
14
M O R C V H ll L A Ð 1 Ð
Sunnudagur 15, marz 1959
— Ræða Bjarna
Benediktssonar
Framh. af bls 13
á því, að peningarnir væru inntir
af höndum.
>á var það, að Hermann Jón-
asson fór ásamt Guðmundi í. Guð
mundssyni á fund Atlantshafs-
ráðsins suður í París. Hann hélt
þar ræðu, sem aldrei hefur verið
birt á íslandi. Fréttaritari Reut-'
ers sendi hinn 18. desember frétta
skeyti hingað til íslands, þar sem
segir:
„Forustumenn allra hinna fjórt
án ríkjanna hafa á ýmsan hátt
látið í ljós skoðanir sínar á mál-
um, eins og-----dvöl erlends
herliðs í löndum þeirra".
Fréttaritarar spurðu því Her-
mann Jónasson, hvort hann hefði
haldið ræðu, og hvort hann vildi
segja þeim höfuðefni hennar, eins
og allir aðrir ráðherrar höfðu
gert. Hermann Jónasson svaraði
því þá svo:
„Ég fer aftur heim til fslands
með NATO-ræðu mína og verður
hún þá birt. Ég vil ekkert segja
um þær umræður, sem fram fóru
um ýmsar tillögur á NATO-fund-
inum“.
Petta sagði Hermann Jónasscn
suður í París, en þrátt. fyrir þá
yfirlýsingu hefur NATO-ræðan
aldrei verið birt á íslandi. Og
mér er nær að halda, að jafnvel
sumir ráðherrar Hermanns Jón-
assonar hafi aldrei fengið að vita,
hvað forsætisráðherrann þá sagði.
En það er kunnugt annars staðar
frá, að Hermann Jónasson lýsti
þar yfir hollustu sinni við At-
lantshafsbandalagið, og stuðningi
við, að erlendur her yrði að vera
áfram í landinu.
Eysteinn játar
Hitt er ljós, að „brauðið"
gleymdist ekki, því að réttum 10
dögum eftir að Hermann Jónas-
son flutti ræðuna, sem aldrei hef-
Eysteinn
ur fengizt birt á íslandi, þá var
undirritaður nýr lánssamningur
í Eandaríkjunum, sem veitti fs-
landi 5 milljón dollara lán. Þá
fyrst, eftir að Hermann Jónas-
son var búinn að gefa yfirlýsingu
sína um hollustu við Atlants-
hafsbandalagið og stuðning við
dvöl varnarliðsins á íslandi á
fundi Atlantshafsráðsins, fengust
Bandaríkjamenn til þess að inna
af höndum sinn hiuta af samskota
iáninu.
Stjórnarliðar bafa alltaf öðru
hverju reynt að mótmæla, að sam
hengi væri á miJli dvalar varn-
arliðsins hér og þessara lánveit-
inga. En þó glopraðist upp úr
Eysteini Jónssyni í útvarpsræðu,
scm hann hélt um þessa lánveit-
ingu m. a. þetta:
„Vitaskuld njóta fslendingar við
lántökur-----------góðs af þeim
ásetningi þjóðanna í Atlantshafs-
bandalaginu að efla samvinnU
sína--------
Þarf þvi ekki frekar vitnanna
við, þegar jafnvel Eysteinn Jóns-
son treystist ekkj lengur eftir
það, sem fyrir lá, til að neita
st^ð’-^vndum í þessu máli.
Ekki fækkað í fastavinnu
á Keflavíkurflugvelli
Það liggur því fyrir að varnar-
liðið er hér ennþá, og við höfum
fengið lánveitingar í sambandi
við dvöl þess. Kommúnistar hæl-
ast aftur á móti um yfir því, að
nú vinni mun færri menn í þjón-
ustu varnarliðsins en áður og til-
færa því til styrktar m. a., að við
höfum haft mun minni gjaldeyr-
istekjur af Keflavíkurflugvelli á
árinu 1957 og 1956. Því til and-
svara er nóg að vitna til þess,
sem Emil Jónsson, forsætisráð-
herra, sagði i áramótagrein í Al-
þýðublaðinu:
„Loks má geta þess, að gjald-
eyristekjur af vinnu fyrir varn-
arliðið á Keflavikurflugvelli hafa
orðið talsvert meiri en árið áð-
ur“. Þ. e.: meiri á árinu 1958 en
1957.
Þá verða menn einnig að
spyrja:
Hvort er eðiilegra, þegar stjórn
er í slíkri fjárþröng, eins og V-
stjórnin var, hvort er þá eðli-
legra, að taka við því fé, sem
hún þarf til þess að geta fleytt
þjóðarbúinu, í formi lánveitinga
gegn skuldbindingu um að rjúfa
heit sitt um að reka liðið á braut,
eða með því að vinna með eðli-
legum hætti fyrir því fé, sem
verið er á hnotskóg eftir?
Varðandi vinnuafl hjá varnar-
liðinu, þá er það að vísu rétt,
að það mun hafa verið mest á ár-
inu 1953. En ég minnist þess mjög
vel, að þegar ég var utanrikis-
ráðherra veturinn 1952—53 þá
sætti ég stöðugri ásókn af hálfu
tveggja Framsóknarráðherra og
þó aðallega eins, Hermanns Jón-
assonar, um að koma sem allra
flestum kjósendum hans í vinnu
á Keflavikurflugvelli, vegna þess
að það voru einu ráðin, sem hann
kunni kjósendum sínum til bjarg
ar. Þeim mönnum, sem slika
ásókn höfðu í frammi, ferst sann-
arlega ekki að ásaka aðra fyrir,
að þann tíma hafi verið meira
vinnuafl á Keflavíkúrflugvelli en
nú. En sérstaklega er eftirtektar-
vert línurit, sem Lúðvík Jósefs-
son birti í Þjóðviljanum 1. marz,
og hann tók upp úr Fjármálatíð-
indum. Af því er ljóst, að það
hafa að vísu verið miklar sveifl-
ur á þeim fjölda, sem vinna við
framkvæmdir hjá varnarliðinu,
en tala hinna, sem vinna þar statt
og stöðugt í fastri þjónustu, hef-
ur verið mjög svipuð, svo að ekki
er munur á gerandi öll þessi ár.
V-stjórnin synjaði
engum framkvæmdum
varnairliðsins
Það er því einungis minnkun-
in á verklegum framkvæmdu.n,
sem hér kemur til álita. En þá
er að spyrja um hitt: Hvernig
stendur á því, að verklegar fram-
kvæmdir varnarliðsins eru nú
minni en þær voru? Hvernig
stendur t. d. á því, að hætt var við
byggingu landshafnar í Njarðvík
og önnur slík mannvirki? Er bað
vegna þess, að V-stjórnin neitaði
Bandaríkjamönnum um þesscr
framkvæmdir, eða er það vegna
hins, að Bandaríkjamenn sjálfir
hafi hætt við framkvæmdirnar?
Ég spurðí utanríkisráðherra í
fyrradag: Hefur Bandaríkjamönn
um verið neitað um eina einus’u
verklega íramkvæmd frá því að
V-stjórnin tók við völdum?
Hann svaraði: Nei. Þeim hefur
ekki verið neitað um eina ein-
ustu verklega framkvæmd sem
þeir hafa farið fram á.
Lúðvík segir hræðslu
V-stjórnarinnar
hafa ráðið
Þá kem ég að hinum sérstaka
þætti kommúnista í þessum mál-
um. Hér um bil mánuði eftir að
þeir hurfu úr ríkisstjórn, fluttu
þeir tillögu til þingsályktunar um
endurskoðun og uppsögn varnar-
samningsins frá 1951. Enga slíka
þingsályktun fluttu þeir allan
þann tíma, sem þeir sjálfir voru
í ríkisstjórn og voru því liklegri
en nú til þess að ráða einhverju
um meðferð þessara mála.
Lúðvík
■ Lúðvik Jósefsson skrifaði 1.
marz í Þjóðviljann grein til þess
að skýra afskipti kommúnista af
þessu máli og heitir greinin:
„Hverjir hafa svikið í hersetu-
málunum?" Ég hygg, að bezt sé,
að rekja hlut kommúnista með
tilvitnunum í þá grein. Hann
segir:
„Ástæðan til frestunarinnar var
sú, að með hernaðarárás Breta
og Frakka á Súez og óeirðunum,
sem brutust út í Ungverjalandi í
nóvember-mánuði, tókst hern-
aðarsinnum og ýmsum aftur-
haldsöflum í Reykjavík að þyrla
upp slíku moldviðri blekkinga og
æsa svo upp ýmsa sakleysingja,
að óhugsandi var á meðan sú æs-
ingaalda stóð yfir að koma tram
endurskoðun á hernámssamning-
unum við Bandaríkin, í þeim
anda, sem Alþingi hafði ákveðið“.
Hér segir Lúðvík Jósefsson,
að það hafi alls ekki verið at-
burðirnir í Súez eða í Ungverja-
landi, sem réðu frestuninni, held-
ur „æsingaaldan“ í Reykjavík,
sem hafi gert „óhugsandi" að efna
gefin loforð. Og hann útskýrir
þetta nánar:
„Þeir aðilar úr Framsóknar-
og Alþýðuflokknum, sem lofað
höfðu að vinna að því, að herinn
færi úr landi, gáfust upp fyrir
þessum æsingum afturhaldsins,
sem skipulagði upphlaup hér og
þar í bænum, braut rúður í hús-
um, réðist á fólk og hótaði lim-
lestingum".
Þá höfum við skýringuna á
því, af hverju varnarsamningn-
um var eLlii sagt upp, eins og
kempurnar höfðu lofað. Það var
vegna þess að lýður hér í Reykja
vík „skipulagði upphlaup hér og
þar í bænum, braut rúður í hús-
um, réðist á fólk og hótaði lim-
lestingum"!
Lúðvík Jósefsson segir að vísu:
„Við Alþýðubandalagsmenn
vorum reiðubúnir að samþykkja
endurskoðun, sem tryggði það, að
herinn færi, en það eitt nægði
ekki, þegar samstarfsflokkar
okkar vildu hið þveröfuga".
Það voru sem sagt einungis
samstarfsmennirnir, sem urðu
svona hræddir, en alls ekki hinir
hugprúðu, Lúðvík og Hannibal.
Þögðu þangað til
þeir fóru til Moskvu
Og Lúðvík heldur áfram:
„Þá tókum við Alþýðubanda-
lagsmenn þann kostinn, sem við
töldum skástan, að fresta um
nokkra mánuði þeirri endurskoð
un, sem Alþingi hafði ákveð-
Hetjurnar ákváðu að biða
þangað til hræðslan rynni af
hinni göfugu fylkingu! „Við á-
kváðum svo að freista fyrsta
tækifæris, sem byðist, til þess
að taka málið upp af nýju“. Hvað
ætli biðin hafi nú orðið löng,
þangað til þeir höfðu aftur sótt
í sig kjark og fyrsta tækifærið
kæmi, að dómi Lúðvíks?:
„Alþýðubandalagið tók málið
upp að nýju strax og tiltækilegt
var. Þann 1. nóv. 1957 staðfesti
Alþýðubandalagið þessa kröfu
sína með bréfi til samstarfs-
flokkanna“.
Það var sem sagt í heilt ár,
sem kempurnar biðu, þangað til
þeir þorðu að hreyfa málinu á
ný. En af hverju var það einmitt
1. nóvember, sem þeir fengu
kjarkinn? Það var sömu daga
•og tveir tignarmenn lögðu í
austurveg, þeir Einar Olgeirsson
og Hannibal Valdimarsson, til
þess að sitja byltingarafmæli
kommúnista austur í Kreml. Þeim
hefur þá þótt það vissara að
hafa með sér upp á vasann, að
málið væri ekki alveg dautt, svo
að þeir gætu sýnt sjálfum Krús-
jeff „bevís“ upp á það, þegar
þeir hittu hann í veizluglaumn-
um, að þeir hefðu fengið kjark-
inn á ný.
„Árangutrinn lítíll“
Enn segir Lúðvík:
„Þann 27. nóvember 1957 sendi
Alþýðubandalagið samstarfs-
flokkum sínum annað bréf um
málið, þar sem ekkert svar hafði
borizt við fyrra bréfinu.
Þar tilkynnti Alþýðubandalag-
ið, að það myndi birta almenn-
ingi þessi bréfaskipti, svo allir
gætu fylgzt með gangi málsins
og krafðist enn framkvæmdar í
málinu".
Minna mátti ekki gagn gera.
Þá höfðu þeir þó mannað sig upp
í það að láta sér ekki nægja að
skrifa eitt sendibréf heldur bæta
þeir öðru við og áskilja sér rétt
til að birta bæði til að sanna
hetjuskap sinn.
Síðan segir, að hinir hafi al-
gerlega neitað að verða við þessu,
og Alþýðuflokkurinn meira að
segja verið „hortugur" í svari
sínu. En þrátt fyrir hortugheit-
in haggaðist ekki ró kommún-
ista. Þeir létu málið liggja niðri,
þangað til vorið 1958. Um samn-
ingana um bjargráðin segir Lúð-
vík svo:
„I þessum samningum krafð-
ist Alþýðubandalagið enn, að
herstöðvamálið yrði tekið upp,
til enn frekari undirstrikunar
kaus Alþýðubandalagið mig og
Finnboga Rút Valdimarsson til
þess að ræða sérstaklega við
forsætisráðherra um framkvæmd
ir í þessu máli.
Við ræddum ítarlega við for-
sætisráðherra og settum fram
kröfur okkar. Hann ræddi síðan
við Framsókn og Alþýðuflokkinn.
Árangur af þessum viðræðum
varð litiH eins og jafnan áður“.
Þögðu á stjórnarfundum
í tvo ar
Og við það létu kommúnistarn-
ir sitja, þangað til, eins og Lúð-
vík segir:
„Þegar ríkisstjórnarfundir hóf-
ust að nýju eftir sumarfrí, tók
ég málið upp á ríkisstjórnar-
fundi og krafðist þess að því
yrði nú ekki lengur slegið á
frest".
Eftir grein Lúðvíks Jósefsson-
ar sjálfs var það í fyrsta skipti
í haust, sem kommúnistar
hreyfðu þessu meginmáli sínu á
fundi sjálfrar ríkisstjórnarinnar.
Lúðvik segir:
„Utanríkisráðherra Guðm. í.
Guðmundsson lýsti því strax yf-
ir á fundinum, að Alþýðuflokk-
urinn myndi ekki fallast á að
taka málið upp.
Framsókn skaut sér á bak við
þetta svar Guðmundar, en sagði
ekkert ákveðið um afstöðu sína.
Nokkru síðar, eða 8. nóvember,
skrifuðum við ráðherrar Alþýðu
bandalagsins samráðherrum okk-
ar bréf um málið. f því sögðum
við: „að við teldum að úr því
yrði nú að fást skorið, hvort sam-
starfsflokkar okkar í ríkisstjórn
hugsuðu sér að standa við þetta
atriði stjórnarsáttmálans eða
ekki“. Við þessu bréfi okkar
barst aldrei neitt svar“, segir
Lúðvík.
Frestuðu úrslitakostum
fram yfir stjórnarslit
Samt sat hann kyrr.
Og þó, — því að í desember-
byrjun hélt flokksstjórn Sósía-
listaflokksins fund hér í Reykja-
vík. Samkæmt frásögn Þjóðvilj-
ans virðist fundurinn hafa byrjað
1. des. og honum lokið afaranótt
3. des., eða röskum sólarhring
áður en V-stjórnin hrökklaðist
frá. Þjóðviljinn sagði hinn 16.
desember frá einni af þeim sam-
þykktum, sem hefði verið gerð
á þessum flokksstjórnarfundL
Hún hljóðar svo:
„Samþykkt Alþingis um upp-
sögn herverndarsamningsins
verði þegar í stað látin koma til
framkvæmda. Flokksstjórn felur
miðstjórn flokksins að ákveða,
hvenær gera beri brottför hers-
ins að úrslitaskilyrði um stjóra-
arsamstarf".
Þannig er þá þessi saga. Degi
áður en V-stjórnin klofnar, að
þvi, er Þjóðviljinn og kommún-
istar blákalt halda fram, fyrir
tilverknað Framsóknarflokksins,
en ekki kommúnista, þá eru
kommúnistar ekki komnir lengra
í að fylgja eftir þessu máli, sem
þeir segja, að hamingja og
meira að segja líf íslenzku þjóð-
arinnar sé undir komið, en svo
að þeir fela flokksstjórn sinni
að ákveða, hvenær gera beri
brottför hersins að úrslitaskilyrði
um stjórnarsamstarf! Engu mátti
hætta til, í stjórninni varð að
lafa á meðan nokkur kostur var.
Aðvörun landsfundar
reyndist rétt
Af því, sem ég nú hefi rakið,
er ljóst, að andstæðingar okkar
í þessu máli hafa haldið þannig
á því, að þeir eru sízt trausts
verðir. Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur hafa að vísu ráðið
því, að ekki var staðið við álykt-
unina frá 28. marz 1956. En með
því hafa þeir gengið á gefin heit.
Kommúnistar eru þeim um þetta
fyllilega samábyrgir. Það er
Ijóst af þvi yfirliti, sem ég hefi
gefið, að kommúnistar hafa alls
ekki fylgt málinu eftir af neinni
alvöru, heldur, þvert á móti,
aldrei látið málið varða stjórn-
arslitum, allan þann tíma, sem
V-stjórnin stóð. Þeir hafa ætíð
hugsað um það eitt, að nota mál-
ið sem áróðursmál, en aldrei hirt
um að firra sig ábyrgð á ríkj-
andi ástandi með því einu, sem
ráðherrar geta gert til þess, sem
sé að segja: Ef ég fæ ekki minum
vilja framgengt, þá læt ég af
völdum.
Nú er það okkur að visu ekki
nóg, þó að andstæðingar okkar
hafi staðíð sig illa í þessu máli.
Því fer fjarri. Við hljótum að
spyrja okkur sjálfa: Hefur stefna
okkar reynzt vera rétt?
Enginn vafi er á því, að sú að-
vörun, sem siðasti landsfundur
gaf í þessu efni og ég las upp
áðan, hefur orði til orðs reynzt
sönn. Atburðirnir hafa staðfest
hana, svo sem frekast er hægt.
Varnirnar náðu tilgangi
sínum
Aðalatriðið er það, þegar við
lítum á gildi varnanna, að höfuð
tilgangur þeirra hefur náðst
Framh. á bls. 15.