Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 6
6 MORCTJKRT 4fílÐ Þriðjudagur 17. marz 1959 Málverkasýningu Kára Giríkssonar í Listamannaskálanum iýkur kl. 10 í kvöld. Ættu þeir, sem vilja sjá sýningu þessa efnilega listamanns að heimsækja hana í dag eða í kvöld. Hátt á annaö þúsund manns hafa séð sýningu Kára Eiríkssonar og rúmar 30 myndir hafa selzt þar. — Mynd- in hér að ofan heitir „Naust“ og er eitt af lista/erkunum, sem á sýningunni eru. Söluleyfí á Sanasol er ekki einskorðað við lyfjabúðir HÆSTIRÉTTUR hefir kveðið upp dóm í máli sem höfðað var gegn forráðamönnum Pöntunarfélags Náttúrulækningaféiags Reykja- víkur. Það var ákæruvaldið sem höfðaði, en það sem um var deilt er hvort alls konar næringarefni sem Pöntunarfélagið hefur haft á boðstólum t.d. Sanasol, sé lyf eða ekki. Þau urðu úrslit máls- ins í héraði að forráðamenn Pöntunarfélagsins voru taldir hafa gerzt sekir um óleyfilega lyfjasölu með því að selja í verzl unum Pöntunarfélagsins víta- mínblöndurnar: Adesol og Sana- sol og efnin Baldriana, Laxatan, Mistelöl, Immer-Júnger og Bier- hefa-Pulver. Voru forráðamenn Pöntunarfél. taldir m.a. hafa brotið gegn 29. gr. tilskipunar frá 4. desember 1672, um lækna og lyfsala, og kansellíbréfi frá 16. september 1897, um lyfjasölu. Undirréttur dæmdi hvern fyrir sig af forráðamönnum félagsins í 500 kr. sekt. Þessir forráðamenn Pöntunar- félags Náttúrulækningafélagsins í Reykjavík eru: Marteinn Magn- ússon Skaftfells, kennari, Hamra hlíð 5, Jón Hilmar Norðfjörð, loftskeytamaður, Brávallagötu 18, Friðrik Lundar Baldvinsson, Seljavegi 31, Klemenz Þorleifs- son, kepnari, Hjallavegi 1, Steindór Björnsson frá Gröf og Guðni Sigurður Einarsson, Laug- arnesvegi 54. í forsenduns dóms Hæstarétt- ar er fyrst rakin skilgreining á hugtakinu lyf, en á þá skýringu hafði Læknaráð fallizt en mað- ur að nafni prófessor Knud O. Möller hafði samið hina læknis- fræðilegu skilgreiningu á þessu orði og hljóðar hún á þessa leið: „Skýrgreining hugtaksins: Lyf. Eftirfarandi skýrgreining er efn- islega algerlcga samsvarandi þeim skýrgreiaingum á hugtak- inu, 9em mest tíðkast á alþjóð- legum vettvangi: „Til lyfja telj- Mt meðul (efni, afni til inngjaf- «r »g líffræðiteg efni, svo soin wrum, bóiusetniftgarefiii »g þftm háUar, ag enn fremaur kyðra konar samsett meðul, sem hafa inni að halda eitthvert þeirra), sem ætluð eru til þess að lækna sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni hjá mönnum eða skepnum, draga úr þeim, vinna gegn þeim eða koma i veg fyrir, og enn frem- ur meðul, sem með útvortis eða innvortis notkun eru notuð til þess að greina sjúkdóma h>á mönnum og skepnum (diagnos- tlca). Til lyfja teljast einnig meðul, sem notuð eru til þess að vinna á móti sársaukakennd við fæðingar og hvers konar upp- skurði“. „Innvortis notkun“ telst hvers konar inngjöf, sem ekki telst faila umlir „útvortis notkun“. Um síðara atriðið í úrskurði Hæstaréttar segir Læknaráð, að það sé í öllum aðalatriðum sam- mála álitsgerðum prófessor- anna. Samkvæmt því, *em fram er komið í málinu, þykir eigi ör- ugglega í ljós leitt, að öðrum en lyfsölum sé óheimilt og refsi- vert eftir lagaboðun* þeim, er í ákæruskjali greinir, að annast sölu á efnunum Sanasol, Adesot, Baldriana Beeren, Bierhefe- Pulver, Mistelöl, ©elatine Kaps- eln, Immer Júnger og Knoblauch Beeren. Verða refsikröfur ákæru valds og upptöku vegna sölu þessara efna því eigi teknar til greina. Hins vegar má staðfesta ákvæði héraðsdówis um, að á- kærðu, hafi með sölu á efninu Laxatan með árituðum notkun- arreglum brotið gegn ákvæðum þeim, sem talin «ru í héraðs- dómi. Ákvæði héraðsdóms um, að auglýsingar efnanna Sana-sol og Adesol varði ekki við lög, þykir mega staðfesta. Þá ber og að staðfesta ákvæði héraðsdóms um brot ákærðu, með auglýsingum um hin önnur efnin. Refsing hv»rs hinna sakfelldu þykir með hliðsjón af 77. gr. laga nr. 19/1940 »g 1. gr. laga nr. 14/1949 bnfilega ákveðin 900 króna sekt 1 rttcissjóS, og komi varðbatd I daga í »taö kv*rrar aektar, v»v0i kúo. »kkt greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Staðfesta ber ákvæði héraðs- dóms um upptöku efnisins Laxa- tans. Eftir úrslitum málsins er rétt samkvæmt 2. mgr. 1414. gr. laga nr. 27/1951, að hinir sakfelldu greiði in solidum Vá hluta og ríkissjóður % hluta sakarkostn- aðar í héraði og fyrir Hæsta- rétti, þar með talin laun sækj- anda fyrir Hæstarétti. Crivas skorar á eyjar- skeggja að fylkja sér um Makaríos EÖKA-menn skila vopnum sínum Nicosiu, 14. marz. í MORGUN rann út fresturinn, sem EOKA-mönnum var gefinn til þess að afhenda vopn sín. Meiri vopn hafa verið framseld en Bret- um hefur tekizt að hafa upp á í mörg ár. Þar á meðal 613 byssur, yfir 2,000 sprengjur, mjög mikið af skotfærum og ein smálest af sprengiefni. Hefur hinum grísk- ættuðu eyjarskeggjum, sem falið var að veita vopnunum viðtöku, yfirleitt verið vísað á felustaðina af ónafngreindum mönnum — í bréfum eða með símtölum. Vopnin hafa verið af hinum ó- líkustu tegundum, m.a, einn riff- ill, sem Bandaríkjamenn seldu Filippseyingum ásamt fleiri vopn um árið 1917. Sennilegt er, að fresturinn til að skila vopnum verði framlengdur — og hefur þess verið krafizt, að EOKA léti af hendi öll vopn sín, ekki einni einustu byssu yrði komið undan. í boðdkap slnum til eyjar* skeggja hvatti Grivas tyrkneska eyjarskeggja til þess að gera hið sama — og framselja vopn sín. Hvatti hann Kýpurbúa til þess að styðja Makarios, byggingameist ara hins nýja lýðveldis, eins og Grivas komst að orði. BlíðskaparveSur ÞÚFUM, N.-ís., 14. marz. — Blíð- skaparveður er hér nú daglega, og er snjór orðipn lítill í byggð. Er hið ágætasta útlit um allt tíð arfar. Hér í héraðinu fer fram fóð- urskoðun um þessar mundir, og er gott útlit með — þrátt fyrir litlar heybirgðir í haust — að flestir muni hafa næg hey fyrir skepnur sínar. — P.P. Grivasi hafa verið boðin gri8 með því skilyrði að hann fari til Grikklands. Mun hann ekki fara frá Kýpur fyrr en öll vopn EOKA hafa verið afhent, sennilega ekki fyrr en eftir nokkra daga. Kvaðst hann hlakka mest til þess dags, er hann gæti aftur snúið heim. Börn slasast af völdum rafstraums í heimahúsum MEÐ nokkuð stuttu millibili hafa orðið tvö slys á börnum í heimahúsum, sem bæði hafa or- sakast af því að börnin hafa tek- ið rafmagnssnúrur sem voru í sambandi við tengla í veggjum. Hið fyrra þessara óhappa var fyrir nokkru síðan. Um er að ræða 3 ára barn, sem gripið hafði í snúru frá hraðsuðukatli, sem var í sambandi. En sá endi snúr- unnar sem tengistykkið er á sem sett er í ketilinn, hafði legið á borði. Hafði óvitinn tekið tengi- stykkið og borið það upp að munni sér og hljóp þá straumur í neðri vor barnsins. Áður en tek- izt hafði að rjúfa sambandið á rafmagnssnúrunni hafði litla barnið hlotið allmikið brunasár á neðri vör, svo þar myndaðist nokkurt skarð. Er í athugun að senda barnið til útlanda til lækn- isaðgerðar á vörinni. Seinna óhappið snertir dreng 7 ára. Hann hafði líka borið tengistykki á snúru frá ryksugu upp að munni sér, en snúran var var í sambandi og hljóp raf- straumur í vör og munn drengs- ins og brenndist hann illa. Hann er um þessar mundir í sjúkrahúsi hér í bænum. ísland í barnatímum norska útvarpsins ISUMAR kom hingað til lands- ins Norðmaðurinn Lauritz Johnson, og birti Mbl. þá viðtal við hann. Nú er Onkel Lauritz, eins og norsku börnin kalla hann, farinn að segja hdustendum sín- um í norska barnatímanum frá íslandi og þeim frægu sögustöð. um, aem hann heimsótti í sumar. Á barnatimasiðu norskra útvarps tífiinda, mi« Ubl. barst fyrúr skömmu, voru aaargar aafndH frá íslandi, til skýringar frá- sögnum hans. Lauritz Johnson segir börnun- um frá Reykjavík, sem orðin sé nýtízku bær, og frá Borg á Mýr- um, þar sem Egill Skallagríms- son bjó, frá Reykholti og Snorra Sturlusyni, frá Hlíðarenda og Bergþórshvoii og því sem þar gerðist. Síðan segir hann frá ferð til Mývatns og hinu sérkennilega landalagi þar •( hefur hafl orð á því við börnin að hann muni t. t. V. aegja þeim frá gameHt norekri Hvatotóð á Vaetfjorðum. skrifar úr daqleqq lifinu Áður en langt um líður verða norsk börn því sennilega orðin jafnfróð, ef ekki fróðari íslenzk- um börnum um ýmsa sögustaði hér á landi og það sem þar gerð- ist. Eru það ákaflega ánægjulegar fréttir, að ungum frændum okkar í Noregi skuli kynnt það sem við eigum bezt. En hvernig er með börnin í sjálfu sögulandinu? Er ekki full þörf á að útbúa slíka barnatíma fyrir þau? Ég er viss um að það yrði vel þegið af börnunum, um leið og það veitti þeim nauðsyri- lega fræðslu í þessum efnum, ef kennarar eða einhverjir aðrir, sem eru vanir að umgangast börn og þekkja bezt hvað þeim hæfir, vildu útbúa slíka þætti. Þeir segðu þar frá hinum mörgu frægu sögustöðum I landinu, og fléttuðu inn í skemmtilegar frásagnir af ýmsum atburðum, sem þar hafa gerzt. Þetta er vafalaust mikið verk og vandasamt, en í þessum búningi hugsa ég að efnið næði til barnanna. Að sjálfsögðu mætti einnig út- búa slíka barnatíma um ýmsa fræga staði utan landssteinanna. Vafalaust er þó erfitt að finna hæfa menn, sem eru nægilega kunnugir erlendis til að taka þetta að sér. Hitt efnið er við baejardyrnar hjá okkur. 25900 áheyrendur IFRÁSÖGN af hljómleikum í Hollywood Bowl, þar aem dr, Thor Johnson atjórnaði siníóníu- hljómsvoit, o( Velvakandi aagði Irá »1. lauflardag, var það rang- hftrmt afi áheyrendur heffiu ver- 14 9440 — þeir rarv 95000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.