Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 20
Einróma samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksiris um kjórdæmamálið: Landinu verði skipt ■ stór kjör- dæmi með hlutfallskosningu Eryt gi * fnvægi í byggð landsins og* ræðislegt jafnrétti Eiosningarétlurinn verði sem jafnaslur miðað við sérkenni hins íslenzka þjéðféSags HÉR FER á eftir ályktun landsfundar Sjálfstæðis/lokksins uni kjördæmamálið. Var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum hins mikla fjölda fundarmanna á sunnudaginn. Landsfundur Sjálfstæ ðisf lokksins lýsir eindregnum stuðningi sínum við þá ákvörðun þingflokks og flokksráðs Sjálfstæðismanna, að reynt sé til hins ýtrasta að fá lögfest á Alþingi, er nú situr, breytingu á kjördæmaskipun lands- ins, er tryggi, að Alþingi verði skipað í slíku samræmi við þjóðarviljann, að festa í þjóðmálum geti náðst. JAFNVÆGI í BYGGÐ LANDSINS Landsfundurinn telur, að stjórnskipun ríkisins beri að míða við, að tryggja jafnvægi í byggð landsins og þess vegna sé m.a. rétt, að nauðsynlegar leiðréttingar á kjördæmaskipun- inni fækki ekki þingmönnum strjálbýlisins í heild frá því, sem verið hefur. Telur landsfundurinn að velja beri þá leið, er í senn tryggi hagsmuni strjálbýlisins og lýðræðislega skipan Alþingis, m. ö. o., að kosningarétturinn skuli vera sem jafnastur miðað við sérkenni hins íslenzka þjóðfélags. STÓR KJÖRDÆMI OG HLUTFALLSKOSNINGAR Til þess að ná framangreindu marki telur landsfundur- inn heillavænlegast, að landinu sé skipt í nokkur stór kjör- dæmi, eins og þingflokkurinn hefur ráðgert, með 5—7 þing- mönnum í hverju og minnst 12 í Reykjavík og alls staðar kosið hlutfallskosningu og uppbótarþingsæti til jöfnunar milli flokka. Landsfundurinn varar alvarlega við þeirri geigvænlegu hættu fyrir lýðræði og festu í íslenzkum stjórnmálum, sem af því gæti leitt, ef ekki fengist leiðrétt hið herfilega mis- xétti, sem ríkt hefur í kjördæmaskipun og kosningalöggjöf. HEITIR Á ALLA ÍSLENDINGA Fyrir því- skorar landsfundurinn á Alþingi að samþykkja (afarlaust breytingar á kjördæmaskipuninni, eins og að framan greinir, og heitir á alla þegna þjóðfélagsins að varð- veita og efla lýðræði og þingræði í landinu með því að veita málinu eindreginn stuðning. Sjálfstæðiskonur fjölmenntu á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þessi mynd er tekin á aðalfundt Landssambands Sjálfstæðiskvenna, sem haldinn var í gærdag. Stjórn I.andssambands Sjálfstæðiskvenna. Fremri röð frá vinstri: María Maack, Ilelga Marteins- dóttir, Auður Auðuns, Kristín Sigurðardóttir, Jakobína Mathiesen, Ásta Guðjónsdóttir. ______ Aftari röð: Ólöf Benediktsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Soffía Ólafsdóttir, Soffía Sigurðardóttir og Lára Sigurbjörnsdóttir. Á myndina vantar Vigdísi Jakobsdóttur, Keflavík. Nokkrar konur a landsfundinum. Sitjandi fra vinstri: Guðrún Flosadóttir, ísafirði, Þórunn Sig- urðardóttir, Patreksfirði, Ingibjörg Jónsdóttir, Akureyri, og Kristbjörg Olsen, Patreksfirði. ___ Standandi frá vinstri: Ragnhildur Helgadóttir, Reykjavík, Nanna Guðmundsdóttir, Patreksfirði, Guðrún Benediktsdóttir, Reykjavík, Sigríður Salvarsdóttir, N-lsafjarðarsýsIu og Iðunn Kiríks- dóttir, ísafirði. Aðolfundur Landsombands Sjúlf- stæðiskvennn vnr hnldinn í gær í GÆR var haldinn í Sjálfstæðis- húsinu aðalfundur Landssam- bands Sjálfstæðiskvenna. Var rætt um starfsemi sambandsins á íundinum og kom fram mikill áhugi að styrkja sambandið sem bezt. Félög innan sambandsins eru nú níu og var rætt um stofnun fleiri félaga. Formenn félaganna úti á landi skýrðu frá starfsemi félaga sinna og kom fram að starfsemin er víða mjög þrótt- mikil. Stjórn Landssambands Sjálf- stæðiskvenna var endurkjörin, en hana skipa þessar konur: Kristín Sigurðardóttir, formaður. María Maack, varaformaður, Ólöf Bene- diktsdóttir, ritari, Ásta Guðjóns- dóttir, gjaldkeri, Auður Auðuns, Helga Marteinsdóttir, Vigdis Jakobsdóttir, Keflavík, Jakobína Mathiesen, Hafnarfirði, og Guð- rún Kristjánsdóttir, Kópavogi. Varastjórn skipa Soffía Ólafs- dóttir, Soffía Sigurðardóitir, Hafnarfirði, og Lára Sigurbjörns- dóttir. Endurskoðendur eru Ingi- björg Ögmundsdóttir, Erla Axels- dóttir og Elín Þorkelsdóttir. Frestað að draga SKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokks- ins hefur beðið Mbl. að geta þess, að þar sem fullnaðarskil frá um- boðsmönnum happdrættisins eru enn ókomin, hefur verið ákveðið að drætti skuli frestað í happ- drættinu þar til miðvikudaginn 25. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.