Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 2
2
MORGVlSm iTilfí
Þriðjudagur 17. marz 1959
— Sœkjum fram
Framh. af bls. 1.
STÉTT MEÐ STÉTT
Enn á ný vill Sjálfstæðisflokkurinn benda landsmcinnum
ötinm á nauðsyn þess að bera sáttarorð milli stéttanna inn-
byrðis og milli fólksins í sveit og við sjó. Þó að hver stétt og
hver sveit vilji sín mál fram, verður sérhver íslendingur að
liaida augunum opnum fyrir alþjóðarheill, sem ávallt verður
að sitja í fyrirrúmi. Skilningur og samúð milli stétta og hér-
aða er lífakkeri íslenzkri þjóð.
Um leið og taka ber tillit til samtaka stéttanna og hafa
við þau gott samstarf, verður úrslitavald um meðferð allra
þjóðmála að vera í höndum handhafa ríkisvaldsins: Alþingis,
stjórnar og dómstóla.
SAMSTAÐA VESTRÆNNA ÞJÓÐA
Sjálfstæðismenn leggja nú sem fyrr ríka áherzlu á sam-
stöðu íslands og annarra vestrænna lýðræðisþjóða. Það er
sjálfsagt, að íslendingar eigi vinsamleg skipti við allar þjóð-
ir, en nánast verður samstarfið að vera við þær þjóðir, sem
búa við lýðræðislega stjórnarhætti og standa trúan vörð um
hugsjónir lýðfrelsis og mannréttinda.
NÝ KJÖRDÆMASKIPUN
fsland er að fornu og nýju lýðræðisland. En lýðræðið
krefst þess, að löggjafarþingin sýni rétta mynd af vilja fólks-
ins. Þar sem mjög skortir á, að svo sé hér, er það nú höfuð-
nauðsyn að jafna kosningaréttinn.
Ný kjördæmaskipun þarf að komast á, sem gerir það allt
í senn, AÐ ganga til móts við þarfir þéttbýlisins, AÐ tryggja
strjálbýlinu í heild fleiri fulltrúa en áður, AÐ tryggja rétt-
læti og jöfnuð milli stjórnmálaflokka í landinu, AÐ veita
meirihlutanum hans óumdeilda rétt, til að ráða, og AÐ
tryggja um leið viss réttindi minnihlutans, en það er einn
meginkostur hlutfallskosninga.
Til enn frekari tryggingar þessum umbótum í lýðræðis-
átt þarf við fyrsta tækifæri að ákveða í stjórnarskránni, að
dómstólar landsins, en ekki þingið sjálft, skuli dæma um
lögmæti alþingiskosninga.
SÆKJUM FRAM TIL VAXANDI MENNINGAR
fslendingar!
Stöndum saman um þau stefnumál, sem hér hefur verið
lýst, og þau framfara- og menningarmál önnur, sem lands-
fundurinn hefur gert ályktanir um. En fyrst og fremst setja
Sjálfstæðismenn traust sitt á æsku þessa lands, sem með
góðum gáfum, djörfung og dug mun sækja fram til vaxandi
velmegunar og menningar með frelsi og framtak að Ieiðar-
stjörnum.
Frú Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, flytur ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. —
Vinstra megin á myndinni eru Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fröken María
Maack, sem var fundarstjóri á þessum fundi. Til hægri á myndinni eru ritarar fundarins, frú
Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, og frú Jakobína Mathiesen, formaður Sjálf-
stæðiskvennafélagsins Vorboðinn í Hafnarfirði.
Framsóknarmenn hættu v/ð
frekara málbóf á búnaðarþingi
Þinginu var
slitið
FUNDUR búnaðarþings í gær var
styttri en búizt hafði verið við,
því kjördæmamálið var eina mál-
ið á dagskrá auk kosninga og
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Héru eru nokkrir Austfirðinganna, sem sátu landsfundinn.
Sitjandi frá vinstri: Helgi Gíslason, Helgafelli, Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, Sveinn Guðmunds-
son, Seyðisfirði, og Júlíus Jónsson frá Vífilsstöðum. Að baki þeim standa, talið frá vinstri: Grétar
Brynjólfsson, Skipalæk, Ólafur Hallgrímsson, Droplaugarstöðum, Jónas Péturss., Skriðuklaustri,
og Hreinn Kristinsson, Bakkagerði.
Dagskrá A/þingis
1 DAG eru boðaðir fundir i báðum
deildum Aiþingis. Á dagskrá efri
deildar er eitt mál: Vöruhapp-
drætti Sambands íslenzkra berkla-
sjúklinga, frv. — 2. umr.
Eitt mál er á dagskrá neðri
deildar: Hafnargerðir og lending
arbætur, frv. — 1. umr. Ef deild-
in leyfir.
Orðsending til meðlima tulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna
i Reykjavik
ENN eiga allmargir fulltrúar eftir að gera skil á fjáröflunar-
gögnunum, sem þeim hafa verið send. Herðið nú sóknina
og gerið skil sem allra fyrst í skrifstofuna í Sjálfstæðishús-
inu eða Valhöll.
Fjáröflunarnefnd.
gær
á mælendaskrá frá
fjórir menn
fyrra fundi.
Svo fór þó fyrir tilstuðlan for-
seta þingsins að ræðumcnnirnir,
sem á mælendaskrá vqru, og allir
eru Framsóknarmenn, féllu frá
orðinu og urðu umræður því
engar.
Tillagan um kjördæmamálið
var síðan samþykkt með 16 at-
kvæðum gegn 6, en tveir Sjálf-
stæðismenn voru fjarverandi.
Þá fóru fram kosningar. Var
kjörin stjórn Búnaðarfélags ís-
lands til 4 ára. Skipa hana þeir
Þorsteinn Sigurðsson, Pétur Otte-
sen, Gunnar Þórðarson. Vara-
menn: Kristján Karlsson, Hólum,
Jón Guðmundsson, Hvítárbakka
Rúml. /0,000 kr. i
peningum stolið
AÐFARANÓTT laugardagsins
var meiriháttar peningaþjófnað-
ur hér í bænum, er inn-
brot var framið í húsgagnavinnu
stofu Birgis Ágústssonar, Braut-
arholti 6. Var þar stolið peninga-
kassa, sem í voru rúmlega 10.600
krónur í peningum, sparimerki
fyrir 3000 krónur og bankaávís-
un sem hljóðaði á 3000 kr.
Peningakassinn var geymdur
í skrifborðskúffu, en þjófurinn
komst inn í húsið á auðveldan
hátt, því fyrir útidyrum var
bráðabirgðahurð, sem þjófurinn
sprengdi upp.
og Ásgeir Bjarnason, Ásgarði.
Þá voru kjörnir endurskoðend-
ur reikninga B. í. til 4 ára þeir
Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar-
felli. Varamaður Ingimundur Ás-
geirsson, Hóli.
Kjörinn var einn maður í hús-
byggingarnefnd B. I. Ólafur
Bjarnason, Brautarhdlti. Kjörinn
var einn maður í Vélanefnd ríkis-
ins: Björn Bjarnason jarðræktar-
ráðunautur. Þá var kosin útvarps
fræðslunefnd B. í. þeir Agnar
Guðnason og Bjarni Arason ráðu-
nautar.
Að síðustu voru kosnir tveir
menn í nefnd til að endurskoða
lög B. í. (ásamt Steingrími Stein-
þórssyni, búnaðarmálastjóra) þeir
Garðar Halldórsson, Rifkeisstöð-
um og Pétur Ottesen.
Síðan fóru fram þingslit og er
þar með lokið allsérstæðu búnað-
arþingi.
íSBS!
Sigurður Bjarnason
Kynningtukvöld SUS í Vnlhöll
I KVÖLD efnir SUS tii kynningarkvölds með ungum Sjálfstæðis-
mönnum utan af landi, sem staddir eru í Reykjavík annað hvort
um stundar sakir eða um lengri tíma. — Dagskrá kvöldsins verð-
ur sem hér segir:
1. Setning: Geir Hallgrimsson, formaður SUS
2. Ávarp: Sigurður Bjarnason, alþingismaður.
3. Upplestur: Ævar R. Kvaran, leikari.
4. Kvikmyndasýning.
5. Kaffidrykkja.
A sl. vetri efndi SUS til hliðstæðs kynningarkvölds, og tókst
það mjög vel.
SUS biður unga Sjálfstæðismenn utan af landi, sem staddir eni
í bænum, að gera sér þá ánægju að sækja kynningarkvöld þetta,
sem haldið verður í Valhöll við Suðurgötu, og hefst kl. 20,30.