Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. marz 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Stjörnubíó sýnir um þessar mundir kvikmynd um ævi píanó- leikarans Eddy Duchin, og fara þau Tyrone Power og Kim Novak með aðalhlutverkin. f myndinni eru m. a. leikin mörg vinsæl og skemmtileg dægurlög. Hlustað á útvarp E G hlustaði á þátt Sigurðar Magnússonar Spurt og spjallað í útvarpssal, þann 5. þ. m. Þar voru mætt þau Katrín Smári, Sigríður J. Magnússon, Haraldur Norðdahl og Þorvaldur Ólafsson (í dag- skrá ríkisútvarpsins var hann nefndur Haraldur Ólafsson, sem er rangt). Var í þetta sinn miklu léttara yfir þættinum en oft áð- ur. Fyrsta spurningin: hvort rétt væri að breyta þeim reglum sem nú eru ríkjandi um fermingar- veizlur og gjafir. Töldu allir, að fram úr hófi keyrði með veizlu- höld og fermingargjafir. Norð- dahl vildi láta leggja niður ferm- ingar. Eg vil láta fólk ráða því sjálft, eins og nú er, hvort veizl- ur eru haldnar og hvernig þær eru haldnar. Eg tel ekki rétt að drótta því að fólki að það bjóði í fermingarveizlur til þess að hafa gjafir út úr öðrum. Hitt er auðvitað rétt, að menn eiga ekki að gefa stærri gjafir en þeir hafa vilja til og efni á. — Þá var rætt um, hvort frásögn væri fremur til eftirbreytni en viðvörunar. Eg hygg að frásögn (t. d. í skáld- skap) sé oftar til viðvörunar en t. d. í trúarbrögðum og predik- unum til eftirbreytni. Þó er alltaf hvort tveggja til. — Þá var talað um hvort karlmenn ættu að standa upp úr sæti (t. d. í stræt- isvögnum) fyrir ungum stúlkum. Eg segi nei, en þó myndi eg standa upp fyrir ungri stúlku ef eg þættist sjá að hún væri þreytt eða veikluleg í útliti. Þetta fer allt eftir atvikum. — Vilduð þér lifa æviskeiðlð aftur ef þess væri kostur? var ein spurningin. Marg ir munu hugsa sig um tvisvar, áður en þeir svara slikum spurn- ingum, enda engin ákveðin svör borin íram. Þá var rætt um heið- ursmerki. Haraldur taldi þau hafa bætandi áhrif á suma. Ann- ars virðist það nú tízka að vera á móti krossum og þykja lítið til slíks koma. Er það öfugt við það er var í mínu ungdæmi. — Það var og rætt um, hvort eiginmenn ættu að aðstoða konur sínar við heimilisstörf. Það er auðvitað alveg sjálfsagt að menn geri það eftir því sem þeir hafa tíma til og þörf krefur. Slíkt hlýtur að vera ánægja hvers góðs eigin- manns að létta konu sinni störf- in eftir geto. Þorsteinn Ö. Stephensen, hinn vinsæli leikari og umsjónarmað- ur leikrita útvarpsins, er nýkom- inn heim frá útlöndum eftir langt orlof er hann sagði hlust- endum nokkuð frá í útvarpsvið- tali nýlega. Tekur hann nú við störfum á ný. Fyrsta leikrit hans, eftir þetta hlé var á laugardag 7. þ. m. Var það Donadieu eftir Fritz Hochwalder, í þýðingu Þor- steins. Fór hann sjálfur með að- alhlutverkið og færustu leikarar með hin hlutverkin. Þetta er eitt af þeim leikritum sem spruttu upp af ógnatímabili einvalda þess arar aldar en tímasett löngu áð- ur, á þeim dögum er kaþólskir menn og húgenottar áttust við í Frakklandi. öll eru þessi leik- rit (og raunar bókmenntir af þessu tagi) mjög óhugnanleg, en mörg góð til umhugsunar og við- vörunar, þar á meðal þetta út- varpsleikrit. ★ Eg hef hlustað á geimferðasög- una Milljón mílur heim (þó ekki alltaf). Hún mun vera eftir Sig- urð H. Þorsteinsson. Hann er hug myndaríkur og er þetta engu lak- ara en það sem eg hef lesið af er- lendu efni um slíkar framtíðar- reisur. Margir unglingar hafa skemmt sér ágætlega við að hlusta á söguna en eg skal játa, að oft hef eg átt erfitt með að skilja leikendur, svo hart og ó- greinilega hafa þeir talað. ★ Hannes Pétursson skáld flutti stutt erindi í sambandi við þýzka bókasýningu, sem nú stendur yf- ir hér. Var erindið um áhrif þýzkrar rómantíkur á ísl. skáld- skap, skemmtilegt mál. — Ekki held eg samt að Heine hafi haft mikil áhrif á skáldskap Gríms Thomsens, þótt benda megi á dæmi. — Það eru líka margir milliliðir frá Heine til Þórbergs. öllu heldur mætti benda á Heine- áhrif í sumum kvæðum Arnar Arnarsonar. Séra Sveinn Víkingur talaði um daginn og veginn 9. þ. m. — Talaði fyrst um hinar höfðing- legu gjafir landsmanna til að- standenda þeirra er fórust í sjó- slysunum miklu í febrúar. Þá gat hann um hin leiðinlegu útlendu nöfn sem enn eru notuð hér, t. d. Lido og City Hótel, sem síðast eru tilkomin. Þetta verður að láta ráð ast, illt að fara að banna slíkt með lögum, nóg til af lögum fyr- ir. Þjóðin sjálf á að hafa smekk til að spilla ekki tungunni með útlendum alóþörfum nöfnum. Af hverju var t. d. Lido ekki nefnd Hlíðin. Tungu vorri eigum við sjálfstæði okkar fyrst og fremst að þakka. Séra Sveinn gat um kjördæmamálið og sagði, sem rétt er, að í því máli bæri fyrst og fremst og eingöngu að fara eftir rétti kjósenda og þjóðarheill. — Þetta er hárrétt og er brýn nauð- syn að breyta kjördæmaskipun landsins frá því sem nú er. Þá sagði séra Sveinn að ef til vill mætti fækka þingmönnum í 30 eða 40 og myndi það sennilega stytta þingtímann. — Ekki var þetta þó tillaga hans en vel má vera að þetta sé heppilegt. v- Sigurður Benediktsson hefur nýlega talað við tvo merka at- hafnamenn í þættinum Viðtal vikunnar. Fyrst talaði hann við Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Elliheimilisins Grundar. Gísli hefur unnið þar afarmikið og gott verk af frábærum dugnaði. Hundruð gamalmenna hafa hlot- ið aðhlynningu, hjúkrun eða heimili á Grund. Þótt æskilegt væri að heimilið væri rýmra og fullkomnara virðist ástæðulaust að hallmæla elliheimilinu, þvert á móti á það og þeir er því stjórna allar þakkir skildar. — Hinn maðurinn er Sigurður tal- aði við var Gísli J. Johnsen. All- ir kannast við þann mikla dugn- aðarmann, sem nú er orðinn há- aldraður en þó ungur í anda. Var hann ekki myrkur í máli um nú- verandi höft og ófrelsi, sem er undirrót alls konar óheilla í við- skiptum. Viðtalið við Johnsen endaði æði snubbótt en það staf- aði eingöngu af því að tími sá er S. B.. hafði til umráða var þrotinn. — Fimmtudag 12. þ. m. var sjö- tugsafmæli Þórbergs Þórðarson- ar (sumir segja 71. afmælið?) Las þá Lárus Pálsson leikari upp úr beztu bók Þórbergs, Islenzkur aðall mjög skemmtilegan kafla og var sá lestur snilldarlegur. Þórbergur nær oft undraverðum glæsileik i frásögn, svo að hann á varla sína líka nú á tímum en hann er nokkuð mistækur, getur orðið klúr og jafnvel leiðinleg- ur. Lesið var upp úr bók um Þórberg eftir Matthías Johannes- sen, nýútkominni. Eru það við- töl við rithöfundinn og geri eg ráð fyrir að bók sú sé skemmti- leg og vel úr garði gerð. Að lok- um las Þórbergur upp drauga- sögu. Þjóðræknisfélag íslendinga sá um dagskrá á föstud. 13. þ. m. er nefndist Vestan um haf. Séra Haraldur Sigmar las upp æsku- minningar um skáldið K. N. — Vísnakvöld í Winnipeg var flutt af segulbandi og séra Bragi Frið- riksson talaði við vestur-íslenzka konu, Ingibjörgu Bjarnason. Var það fróðlegt samtal um félagsmál landa vorrá vestan hafs. Loks las Óskar Halldórsson kand. mag. kvæði eftir Stephan G. Stephans- son. Dagskráin var áheyrileg og er skemmtilegt að okkar ágætu frændur vestan hafs haldi í lengstu lög einhverju menning- arsambandi við gamla landið. Þorsteinn Jónsson. BORÐSTOFUBORÐ, 2 stætrðir. BORÐSTOFSKÁPAR, 4 gerðir BORÐSTOFUSTÓLAR, 2 gerðir ARMSTÓLAR SÓFABORÐ SÓFAR — STÓLAR — O. FL. GÓLFTEPPI — LAMPAR K R I S T J Á N SIGGEIRSSON Laugavegi 13 — Sími 13879. GEYSISSLYSIÐ „GeysIsslysiS‘‘ mun flestum í fersku minni. Mun mörgum þvi hafa þótt fróðlegt að lesa frásögn danska blaðamannsins, Aage Grauballe af þeim atburðum, en hún birtist í vikublaðinu „Familie Journal“ ekki alls fyrir löngu. Ekki sízt fyrir það, að höfundurinn færir sann- söguna nokkuð í skáldsögubúning, og hagræðir efninu á ýmsan hátt þannig, að lesendur fái sem mestan áhuga á atburðum, og verður frá- sögn hans því bæði lífrænni og að ýmsu leyti fyllri, en í fréttum dag- biaðanna á sínum tíma. Nú birtist þessi skemmtilega frásögn loks á íslenzku. Tryggið yður eintak strax. F æst í öllum blaðsölustöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.