Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. marz 1959 MORGVNBLAÐ1Ð 3 Endurkjörið í miðstjórn Sjálfstœðisflokksins á landsfundinum Á LANDSFUNDI Sjálfstæðis- flokksins á sunnudaginn voru kjörnir fímm menn í miðstjórn flokksins. Úr miðstjórninni áttu að ganga þeir Ólafur Thors, Bjarna Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Pétur Ottesen og Jóhann í>. Jósefsson, en þeir voru allir endurkjörnir. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins er þannig skipuð, að landsfund- urinn kýs fimm menn, flokksráð þrjá, en auk þess eru sjálfkjörn- ir í miðstjórnina, formaður flokksins, formaður SUS, for- maður Landsambands Sjálfstæð- iskvenna og formaður verkalýðs- málaráðs flokksins. Þannig eiga nú sæti í miðstjórn flokksins tólf menn. Uppkast að friðarsamn- ingi við Þýzkaland SAMKVÆMT frétt frá frönsku fréttastofunni AFP, var tilkynnt í París í gærkvöldi, að Bandaríkja stjórn hafi sent stjórnum Bret- lands, Frakklands og Vestur- Þýzkalands uppkast að friðarsamn ingum við Þýzkaland. Það er nú til athugunar hjá þessum þremur ríkisstjórnum og fulltrúum fjór- veldanna, sem haf-á setið á fund- um í Panis undanfarnar vikur. Ekki er enn ákveðið, hvort upp- kastið verður lagt fram á vænt- anlegum fundi austurs og vesturs. Samkvæmt fréttum frá Wash- ington er gert ráð fyrir því í upp- k-astinu, að Austur- og Vestur- Þýzkaland stofni með sér sam- bandsríki og herir Sovétríikjanna og Vesturveldanna verði smám samaji fluttir burt úr Þýzkalandi. Auk þess er gert ráð fyrir því, að fækkað verði í her Austur- og Vestur-Þýzkalands og löndin Samnmgsuppkast BRÚSSEL, 16. marz. — Benelux- löndin hafa gert uppkast að samn ingi um fríverzlun 17 ríkja í Ev- rópu. Þetta var tilkynnt hér í borg í dag. Samningsuppkastið mun nú vera í athugun hjá við- komandi ríkisstjórnum. Grivas til Grikklands gangi úr Varsjár- og Atlantshafs bandalaginu eftir ákveðinn tíma frá því friðarsamningur hefur verið gerður. -«> Gcir Hallgrímsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðis- manna, óskar formanni Sjálfstæðisflokksins til hamingju með £5 ára flokksformennsku. (Ljósm.: V. Sigurgeirsson) Nokkrir Skagfirðingar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Frá vinstri: Jón Sigurðsson, alþingis- maður, Reynistað, Guðjón Sigurðsson, Sauðárkróki, Jón Björnsson, Hellulandi, Gísli Jónsson, Víðivöllum, Páll Þórðarson, Kári Jónsson og Árni Þorbjörnsson, allir frá Sauðárkróki. Fullur fjandskapur miili brezkra togaraeigenda og fiskkaupm. Nicosíu, 16. marz. FLUGVÉL frá gríska flug- hernum kemur til Kýpur á morgun, þriðjudag, og sækir Grivas, foringja EOKA-leyni- félagsins og nokkra af helztu samstarfsmönnum hans. Verð ur flogið með menn þessa til Grikklands, þar sem þeir munu dveljast, þangað til lýðveldi hefur verið stofnað á Kýpur. Kaupmenn stofna félag til að auka sem mest innflutning á fiski ur erlendum togurum STORMUR er nú í aðsigi í fiski- höfnunum við Humber-fljót seg- ir brezka blaðið Daily Telegraph. Fyrsta stormskýið, sem sést á lofti, er þó lítið. Það er samn- ingur, sem togaraeigendur við Humber-fljót, og tvær fiskverk- unarstöðvar hafa undiritað um fastaverð á fiski. í þessum samningi er kveðið á um það, að togaraeigendur selji þessum fiskverkunarstöðv- um 126 þúsund kitt á tímabilinu apríl-júní, á föstu verði. 40% af þessum fiski á að koma frá Grims by og 60% frá Hull. Daily Telegraph segir, að þessi einfaldi samningur boði hrun nú- vera'ndi fisksöluskipulags, hins opna markaðar og séu fiskikaup- „ViÖ hengjum Kassem og kommúnista í ítak' LUNDÚNUM, 16. marz. — í dag voru farnar geysifjölmenn- ar kröfugöngur í Kaíró til að mótmæla gerðum Kassem- stjórnarinnar í írak og minnast þeirra, sem féllu í uppreisn- inni í Mosul á dögunum. Mikill hiti var í mönnum og kröfu- spjöld, sem borin voru í göngunni, voru máluð vígorðum eins og „Við munum hengja Kossem og kommúnista í írak“. Grafa undan Nasser Abdel Hakim hershöfðingi, yfirmaður hers Arabíska sam- bandslýðveldisins, sagði í ræðu, sem hann þrumaði yfir lýðnum, að kommúnistar í írak mundu hljóta sömu örlög og heimsvelda- sinnar. Hann sagði einnig, að kommúnistar reyndu að grafa undan lýðveldinu í Sýrlandi og Egyptalandi með aðstoð Kass- ems, sem hefði horn í síðu Arab- íska sambandslýðveldisins. Krúsjeff, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, hélt ræðu í dag, þegar undirritaðir voru samningar í Moskvu milli íraks og Sovétríkj- anna um 140 millj. rúblna lán til íraks og sagði, að Nasser gerði nú tilraun til að innlima írak í ríki I sitt. Þá sagði Krúsjeff einnig, að ' Nasser talaði um kommúnista eins og heimsveldasinnar gerðu. — En það kom okkur ekki á óvart, bætti hann við, við vissum um andstöðu hans gegn kommún- ismanum. Ræða Krúsjeffs var í mildari tón en margir bjuggust við eftir árásir Nassers á kommúnista að undanförnu og hann lauk henni með því að skora á stjórnir íraks og Arabíska sambandslýðveldis- ins, að slíðra sverðin, svo að heimsveldasinnar græddu ekki á deilunni. menn í Hull og Grimsby æfir út í togaramenn fyrir það að ætla að taka upp nýja verzlunarhætti þar sem fiskurinn gengur á föstu verði í stað þess að fara á uppboð þar sem markaðsverðið ákvarð- ast hverju sinni af framboði og eftirspurn. Segir blaðið að fiskikaupmenn í Grimsby, 430 að tölu, séu nú að undirbúa gagnráðstafanir. Eru þeir að stofna félag með sér, sem á að hafa það hlutverk að stór- auka innflutning fisks frá öðrum löndum. Segir Daily Telegráph, að fiskikaupmenn í Grimsby æski þess nú, að íslendingar landi sem allra mestum fiski þar í höfninni, til að bæta hinum frjálsa mark- aði upp það fiskmagn, sem tog- araeigendur hafa tekið af hon- um. Fiskikaupmenn bæði í Hull og Grimsby hafa lýst því yfir, að þeir muni verja frjálsa markað- inn með öllum tiltækum ráðum. Komið hefur til orða að neita yfirhöfuð að kaupa fisk af brezk um togurum, en frá því horfið vegna þess, að það myndi valda brezkum sjómönnum vandræð- um, sem ekki eiga sök á aðgerð- um togaraeigenda. Kaupmennirnir saka togara- eigendur um það, að eftir samn- inginn við fiskverkunarstöðvarn ar geti þeir ekki fullnægt eftir- spurninni á markaðnum. Benda þeir á það, að jafnvel áður en samningur ’þessi var gerður hafi 40% af fiski á markaðnum í Grimsby verið innfluttur af er- lendum togurum. Nú muni á- standið verða enn uggvænlegra. STAKSTEIMAR Lúðvík hreyfði ekki grunnlínurnar Lúðvík Jósefsson ritar langa grein í Þjóðviljann sl. laugardag til að svara upplýsingum Sig- urðar Bjarnasonar um tilraunir Sjálfstæðismanna til þess að fá grunnlínum fiskveiðitakmark- anna breytt á sl. vori. Ekkert nýtt kemur fram í þessari grein Lúðvíks annað en það, að hann viðurkennir nú að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi viljað breyta grunnlínunum. Hann sjálfur, sjávarútvegsmálaráðherrann, Lúðvík Jósefsson, hafi hins veg- ar ekki talið sér fært að taka tillit til vilja Sjálfstæðismanna í þessum efnum. Um þetta kemst Lúðvík m. a. að orði á þessa leið: „Sjálfstæðisflokkurinn flutti aldrei neina tillögu um breyt- ingar. Hann masaði um þörf á grunnlínubreytingum almennt án þess að vilja taka afstöðu til fyr- irliggjandi tillögu“. Undanfarið hefur Þjóðviljinn haldið því fram af miklu offorsi, að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi verið hreinlega andvígur öll- um grunnlínubreytingum. Nú viðurkennir sjálfur Lúðvík þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „mas- að um þörf á grunnlínubreyt- ingum“!I Hann hafði valdið Sannleikurinn er auðvitað sá, að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í landhelgisnefndinni flutti tillögu um breytingu á grunnlínum löngu áður en sjávarútvegsmála- ráðherra vinstri stjórnarinnar minntist á slíkar breytingar. En vinstri stjórnin og sjávarútvegs- málaráðherra hennar höfðu þá enga afstöðu tekið til þess máls. Niðurstaðan varð líka sú, að Lúðvík Jósefsson gaf hina nýju friðunarreglugerð út án þess að nokkur breyíing væri þar gerð á grunnlínum. Hann hafði valdið til þess að framkvæma slíkar breytingar. En hann notaði það ekki. Það talar gleggstu máli um það, hverjir bera ábyrgð á því að grunnlínur voru ekki réttar á sl. vori, eins og Sjálfstæðis- menn lögðu til. En þeir voru í minnihluta og stjórnarandstöðu og höfðu þess vegna enga að- stöðu til þess að knýja tillögur sínar fram. Þetta skilur allur al- menningur. Langhundar Þjóð- viljans og Lúðvíks um áhuga kommúnista fyrir grunnlínu- breytingum eru þess vegna blað- ur eitt og gersamlega út í hött. Uppgjör við Framsókn Alþýðublaðið birtir sl. laugar- dag athyglisvert uppgjör við Framsóknarflokkinn. Verður það I ekki rakið hér að sinni. En nið- urstöður þess eru m. a. þess- ar: „Formaður Framsóknarflokks- i ins, Hermann Jónasson, baðst lausnar fyrir vinstri stjórnina án þess að ráðgast um það við AI- þýðuflokkinn. Framsóknarflokkurinn reyndi að koma kommúnistum aftur i stjórn en neitaði samvinnu við Alþýðuflokkinn um tvö höfuð- atriði, sem viastri stjórnin skildi eftir óleyst: Nýjar leiðir í efna- hagsmálum og lausn kjördæma- málsins". „Framsóknarflokkurinn fórn- aði samstöðunni við Alþýðu- flokkinn til að daðra við komm- únista með þeim árangri að hann er nú einangraður og býr við minnkandi áhrif.“ Þetta sagði Alþýðublaðið sL laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.