Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 2
2 MORGUNBl 4fílÐ Fimmtudagur 19. marz 1959 A Borgartúni: Bílaárekstrar, slys og ölvun við akstur Við Miklatorg er nú risið biðskýli og sölujurn, sem Gils Sigurðsson á. Myndin að ofan er af þessu nýja biðskýli, sem er einkar vistlegt. H ugmyndasamkeppni um minnismerki sjó- manna í Hafnarfirði Þrenn verðlaun veitt Á HÁTfÐARFUNDI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í tilefni af 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, hinn 1. júní sl., var samþykkt „að gert verði opið svæði, þar sem reist yrði táknrænt merki til heiðurs og viðurkenningar hafnfirzkri sjómannastétt fyrir hinn mikla og sérstæða þátt hennar í uppbyggingu Hafnarfjarðarkaup- staðar. Jafnframt verði látin fara fram hugmyndasamkeppni um geið merkisins." KLUKKAN rúmlega 10 í fyrra- kvöld dró til tíðinda á mótum Nóatúns og Borgartúns. Rókust þar saman tveir bílar. Var lög- reglan kvödd á vettvang. Áður en hún hafði leitt þetta mál til lykta, varð þar annar árekstur, þar sem maður slasaðist, og loks var á sama stað maður handtek- inn, grunaður um að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis. Klukkan að ganga II í fyrra- kvöid tók skyndilega að snjóa. Varð víða flughálka á götunum, t. d. á Borgartúns- og Nóatúns- mótum. Þar varð árekstur klukk- an um 10,10. Fólksbíll og sendi- ferðabíll rákust þar á. Borgartún er aðalbraut. Skemmdir urðu ekki ýkjamiklar á bilunum. Bílstjórarnir stóðu við bílinn, sem komið hafði eftir Borgar- túni, og báru saman bækur sín- ar út af árekstri þessum. Allmikil umferð bíla var þarna á meðan. Allt í einu var ekið aftan á bíl- inn, sem mennirnir stóðu við. Kastaðist bíllinn nokkuð til og Á FUNDI bæjarráðs síðastliðinn þriðjudag var samþykkt að gefa Verkamannafélaginu Dagsbrún kost á lóð við Borgartún norðan- vert nálægt Skúlatorgi til að l>yggja Þar samkomu- og skrif- stofuhús, enda afsali félagið sér þá tilkalli til lóðar þeirrar í Skólavörðuholti, sem því var á sínum tíma gefinn kostur á. Á 50 ára afmæli félagsins fyrir nokkrum árum var félaginu gef- inn kostur á lóð við Skólavörðu torg og Frakkastíg ofanverðan. Athuganir, sem fram hafa farið, hafa leitt í Ijós, að töluverðir erf- iðleikar eru á því að byggja þar svo mikið hús, sem félagið ráð- gerir, og koma þar til greina bæði skipulagsástæður og umferð arástæður. Það varð því að samkomulagi milli bæjaryfirvalda og forráða- Kaffisala til ágóða fyrir sjóslysasöfn- unina. KONUR í Kvennadeild Slysa- varnafélagsins eru kunnar að því hversu duglegar þær eru að safna fé, þegar þess er þörf í þágu slysavarna. Nú hafa þær hug á að láta ekki sitt eftir liggja, þegar safnað er fé til styrktar aðstandendum þeirra, sem farizt hafa nýlega í sjóslysum. Því hef- ur Kvennadeildin ákveðið að efna til kaffisölu í Sjálfstæðis- húsinu n.k. sunnudag, og láta allan ágóðann renna í söfnunina vegna sjóslysanna. Vill stjórn deildarinnar því heita á félagskonur að vera dug- legar að baka og á bæjarbúa að styðja þessa viðleitni með því að drekka hjá þeim síðdegiskaffi á sunnudaginn. Dagskrá Aljjingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis kl. 1,30. Á dagskrá efri deildar er eitt mál. Skipun prestakalla, frv. — 3. um- ræða. Þrjú mál eru á dagskrá neðri deildar. 1. Firmu og prókúruum- boð, frv. — 3. umr. 2. Veitinga- sala o. fl., frv. — 3. umr. 3. Veit- ing ríkisborgararéttar, frv. — 2. umr. kom aftur á bílinn, sem hann hafði áður lent á. í þessum árekstri varð annar ökumann- anna, Kristján Jónsson, Baugs- vegi 17 A, sá sem ekið hafði eftir Borgartúni, fyrir bíl sínum, með þeim afleiðingum að hann skaddaðist mikið í andliti. Mun hurð á bílnum, sem var opin, hafa skollið á andlit hans. Var hann allþungt haldinn í fyrri- nótt vegna þessa áverka, en hann hafði misst meðvitund. Þegar lögreglan var að gera ýmsar nauðsynlegar athuganir á slysstaðnum, var bíl ekið þar hjá. Þótti óöruggur akstur bílstjórans gefa tilefni til frekari afskipta. Var lögreglubill sendur á vett- vang. Er bíllinn hafði verið stöðv- aður, kom í ljós að ökumaðurinn virtist ekki að öllu leyti vel fyrir kallaður. Var hann kærður fyrir meint brot vegna ölvunar við akstur. Það kom og í ljós, að svo gáleysislega hafði maðurinn ek- ið, að við borð lá að slys yrði á vegfarendum á árekstursstaðn- um, er hann ók þar hjá. manna félagsins að freistað yrði að finna stað er hentaði betur. Hafa ýmsir möguleikar verið at- hugaðir, og varð niðurstaðan sú, að bæjarráð samþykkti að gefa fé laginu kost á áðurnefndri lóð við Borgartún, enda yrði þá afsalað tilkalli til lóðarinnar í Skóla- vörðuholti. Á framhaldsaðalfundi Dagsbrúnar siðastliðið mánu- dagskvöld voru umrædd lóða- skipti samþykkt af félagsins hálfu. SALISBURY í Suður Ródesíu, 18. marz. (Reuter). — Stjórnin í Suður Ródesíu lagði í dag fyrir þingið frumvarp að nýjum lög- um, sem ætluð eru til að koma í veg fyrir uppreisn svertingja í landinu. Samkvæmt frumvarpi þessu eru svertingjar sviptir pólítískum réttindum. Stjórnmálaflokkur þeirra og félagssamtök eru bönn- uð og stjórnarvöldum er heimilt að grípa til óvægilegra ráða, ef þau telja að hætta sé á ferðum. M. a. er heimilt að handtaka grunaða svertingja og hafa þá í haldi án þess að sérstakur dóm- úrskurður komi tiL Handtökuskipun má þó áfrýja til sérstakrar fimm manna nefnd ar þingsins, en málsmeðferð fyr- ir nefndinni verður ieynileg. Perth lávarður, aðstoðar-ný- lendumálaráðherra Breta er nú á ferð um Ródesíu til að kynna sér ástandið. Hann kom í dag með flugvél til Lusaka, höfuð- borgar Norður Ródesíu og sagði hann við fréttamenn að hann teldi að bráðlega færi að kyrr- ast um í Njassalandi. Yfirvöldin þar séu þess umkomin að ráða við ástandið. Þó mætti enn bú- ast við erjum í nyrzta hluta Njassalands, sem er erfitt lands- svæði. Lávarðurinn kvaðst vera þess fullviss, eftir upplýsingar, sem hann hefur fengið, að svertingj- ar i Njassalandi hefðu undirbú- ið ofbeldisárásir á hvíta menn í landinu. í dag tilkynnti stjórnin i Blan- tyre, höfuðborg Njassalands, að herlögregla hefði haldið áfram handtökum á leiðtogum svert- Samkvæmt þessu hefur ís- lenzkum myndlistarmönnum ver- ið boðið til hugmyndasamkeppni um gerð minnismerkis til heið- urs og viðurkenningar hafnfirzkri sjómannastétt, en það mun verða reist í garði sunnan Þjóðkirkj- unnar og neðan væntanlegs ráð- húss Hafnarfjarðar. Samkeppnin er ekki bundin við styttu eða höggmynd, heldur koma allar hugmyndir til greina. Þátttak- endum skal skylt að skila líkani að tillögum sínum, er ekki sé ingja. Fjórir svertingjar féllu í dag í átökum sem urðu við Bang welu-vatn í Norður Ródesíu. Hér- aðsstjórinn þar, hvítur maður, særðist alvarlega af spjótsstúngu. NÝJA DELHI, 18. marz. Reuter). — Bandaríkin undirrituðu í dag samning við Indland um að veita 200 milljón dollara lá til bygg- ingar á orkuverum og áveitum í Indlandi. Lán þetta er viðbót við 28 milljón dollara lán sem Bandaríkjamenn veittu nýlega til sömu framkvæmda. ÓLAFSVÍK, 18. marz. — Vegna þess hve hafnarskilyrðin hér í Ólafsvík eru í alla staði óhag- stæð, stóð löndun úr bátunum 12, sem hér leggja upp, frá því um kl. 8 á þriðjudagskvöld og allt fram til kl. 6 í morgun. Þetta ófremdarástand er eðli- lega mjög á dagskrá hér hjá okk- ur í dag, þegar verið er að vinna úr mesta fiskafla, sem borizt hef- ur á land í einum róðri. Ólafsvík hefur látið steypa tvö stór steinker, 12x12 metra. Var það gert í Grundarfirði. Er búið að fléyta öðru hingað, en hitt er þar enn. Héðan er nú farin til Reykja- víkur sérstök sendinefnd til að kanna möguleika á fjárfestingu til þess að koma þessum stein- nökkvum báðum niður við brim- minna en Vs hluti af ráðgerðri stærð verksins, ásamt greinar- gerð fyrir fullnaðarframkvæmd þess. Tillögurnar skulu auðkennd ar dulnefni, en höfundarnafn fylgja í lokuðu umslagi. Skila- frestur er til 1. október 1959. Þrenn verðlaun veitt. Dómnefnd er heimilt að veita verðlaun, samtals kr. 40.000,00, er skiptast þannig: 1. verðlaun: kr. 25.000,00; 2. verðlaun: kr. 10.000,00 og 3. verðlaun: kr. 5.000,00. Dómnefndina skipa: Björn Th. Björnsson listfræðingur, formað- ur, Eiríkur Smith listmálari, Friðþjófur Sigurðsson mælinga- maður,. Valgarð Thoroddsen raf- veitustjóri, allir tilnefndir af bæjarstjórn og bæjarráði Hafnar- fjarðar. Ennfremur Friðrik Á. Hjörleifsson, tilnefndur af Sjó- mannadagsráði Hafnarfjarðar. í FYRRADAG flaug Sólfaxi, Skymastervél Flugfélags fslands, til Meistaravíkur. Flutti flugvélin brjótinn, sem er aðallöndunar- bryggjan hér. Nauðsynlegt er að einnig fáist fé til þess að láta steypa þriðja steinkerið til hafn- arinnar. Er þetta mál mjög að- kallandi fyrir útgerðina hér, sem farið hefur vaxandi og reynslan hefur sýnt, að héðan er hag- kvæmt að stunda mikla útgerð, þegar hafnarskilyrðin hafa verið Mikil hrögð að inflúenzu á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 18. marz. — Bæj- artogarinn Elliði losaði hér í gær 302 lestir. Aflinn fór til vinnslu í frystihúsunum og 1 skreið. Tog- arinn fór aftur á veiðar í gær- kvöldi. Mikil brögð eru hér að inflú- enzu, og hafa margir legið rúm- fastir. Barnaskólanum var lokað fyrir nokkru, og hefir lokunin verið framlengd fram yfir páska. Fiskileysi er hér á línu og eins hjá þeim bátum, sem hafa farið með færi. Er kennt um loðnu, sem hefir gengið hér á miðin. Afli Stykkis- hólmsbáta rýr STYKKISHÓLMI, 18. marz. — Togarinn Þorsteinn þorskabítur landaði í Stykkishólmi í gær og í dag 175 lestum af fiski. Fór togarinn aftur á veiðar í kvöld. Aflinn var allur veiddur á heima miðum og fór til vinnslu í fisk- vinnslustöðvarnar hér. Sex bátar róa nú frá Stykkis- hólmi, og hafa allir þegar tekið net, en afli hefir verið rýr eða frá 4—12 lestum á sólarhring. Um áttaleytið í kvöld voru tveir bát- ar komnir að landi og hafði ann- ar 12 lestir enn 14. — Árni. farþega og birgðir fyrir Norræna námufélagið. Kom Sólfaxi aftur frá Grænlandi í gærmorgun. Á næstunni verður mikið um Grænlandsflug á vegum F. f. Mun Sólfaxi fara fjórar ferðir til Kulu suk og Syðri-Straumfjarðar — tvær í þessum mánuði, n.k. laug- ardag og n.k. mánudag, og tvær í byrjun næsta mánaðar. Einnig er áætlað, að ein af Dakotavélum F.í. fari til Meistaravíkur mið- vikudaginn 1. apríl og flytji þá vörur og farþega fyrir Norræna námufélagið. Mikið var flogið innanlands í gær, enda ágætt flugveður. Tvær ferðir voru farnar til Vestmanna eyja og Akureyrar, og einnig var flogið til Sauðárkróks og Blöndu óss, Þingeyrar, Flateyrar og ísa- fjarðar. bætt. — B. Ól. Aðstandendur Hermoðsmanna þakka INNILEGA hjartans þökk flytjum við hér með öllum þeim er á margvíslegan hátt hafa vottað okkur samúð sína vegna hius svip- lega og sorglega Hermóðs-slyss. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. Dagsbrúnarhúsið verður við Skúlatorg Svertingjar sviptir rétt indum í Ródesíu Aðkallandi er að bœta hafnarskilyrði í Ólafsvík Fimm ferðir á vegum F.í. fil Grœnlands á nœstunni Sólfaki flaug til Meistaravíkur í fyrradag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.