Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.03.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVHBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. marz 1959 Ufanríkis- og landhelgismál: Vinsamleg samskipti við allar þjóðir Undanhald í landhelgismdlinu kemur ekki til greina Efling landhelgisgæzlunnar HÉR FARA á eftir ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins um utanríkismál, landhelgismál og landhelgisgæzlu: Landsfundurinn lýsir einlægum óskum um að friður lia'dist í heiminum og þeirri sannfæringu, að íslendingar muni ekki skorast undan framlagi sínu til verndar friði á meðan ófriðarhætta varir. Jafnframt telur fundurinn sjálf- sagt, að íslenzka þjóðin geri allt, sem í hennar valdi stend- ur til að efla vinsamleg samskipti allra þjóða. Abyrgðarleysi framsóknar og ALÞÝÐUFLOKKSINS Fundurinn minnir á samþykkt landsfundar 1956, þar sem m. a. segir: „Landsfundurinn lýsir samþykki sínu á afstöðu Sjálf- ttæðismanna á Alþingi í varnarmálunum og harmar þá ógæfu, að tveir lýðræðisflokkanna skuli nú hafa rofið ein- inguna í utanríkismálum og leitað á náðir kommúnista um lausn þeirra. Það var fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna, að íslendingar geta einhliða sagt varnarsamningnum upp með lJ/2 árs fresti, og þeim rétti verður ekki afsalað meðan Sjálfstæðismenn hafa áhrif á stjórn landsins. Með þessu ákvæði var lögð sú skylda á utanríkisráðherra að fylgjast svo með raunverulegu ástandi heimsmála, að hann geti gert ríkisstjórn og Alþin'gi grein fyrir, hvenær hann telur rétt að endurskoða, hvort hér sé þörf á vörnum. í stað þess að fara þannig að, er málið tekið upp sem kosningamál og á Alþingi gerð ályktun, sem í senn er hæpin samkvæmt 7. gr. varnarsamningsins og óhyggileg, þar sem ákvörðunin er gerð fyrst og athugun málsins á að fara fram síðar. Slíkar aðfarir eru óhæfilegar í öllum málum og þó hvergi hættu- legri en í utanríkismálum". ÞÁTTTAKA ÍSLENDINGA SJÁLFRA Landsfundurinn harmar, að ríkisstjórnin, sem við völd- um tók í júlí 1956, skyldi, þvert á móti þessum ráðum, taka ákvörðun um varnarleysi landsins að óathuguðu máli og vekja þar með furðu hvarvetna sem til spurðist, enda varð stjórnin að hverfa frá þeirri ákvörðun, þegar á reyndi, eins og Sjálfstæðismenn höfðu sagt fyrir. Fundurinn telur vel farið, að vörnum landsins skyldi haldið við en ósæmilegt að tengja þær við erlendar lántökur með þeim hætti, sem gert var. Landsfundurinn telur, að lengur megi ekki dragast framkvæmd samnings ríkisstjórnar íslands og Bandaríkj- anna frá desember 1956 um þjálfun á mönnum, sem „að svo miklu leyti sem hernaðarlegur viðbúnaður leyfir“ taki «ð sér „störf, er varða varnir landsins", og leggur fundur- inn þar einkum áherzlu á radarþjónustu og önnur tæknistörf. VERNDUN FISKIMIÐANNA Utanríkis- og landhelgisnefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins. — Fremri röð frá vinstrl: Bjarnl Benediktsson, aiþm., Rvík, séra Magnús Guðmundsson, Ólafsvík, Júlíus Havsteen, fyrrv. sýslumað- ur, Rvík, Elín Þorkelsdóttir, Rvík, Guðmundur Jónsson, útgerðarmaður, Rafnkelsstöðum, og Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, Vestmannaeyjum. Aftari röð frá vinstri: Erlendur Björnsson, bæjarfó- geti, Seyðisfirði, Óskar Kristjánsson, forstjóri, Suðureyri, Angantýr Guðjónsson, verkamaður, Rvík, Jón Isberg, lögfræðingur, Blönduósi, Barði Friðriksson, lögfræðingur, Rvík, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Rvík, Axel Tulinius, bæjarfógeti, Neskaupstað, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Kjós, Sigurður Baldvinsson, útgm., Ólafsfirði, Gunnar Sigurðsson, bóndi, Seljatungu, Helgi Hall- varðsson, stýrimaður, Rvík, Skúli Möller, Rvik, Þórður Halldórsson, póstafgreiðslumaður, Kefla- vikurflugvelli, og Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, Rvík. að kæra athæfi Breta fyrir Atlantshafsbandalaginu svo að málið verði tekið fyrir á ráðherrafundi þar. Landsfundurinn skorar á alla íslendinga að sýna, þrátt fyrir mistök fyrrverandi ríkisstjórnar, algeran einhug í mál- inu, láta ekki undan síga fyrir erlendu ofbeldi né sætta sig v’5 minni fiskveiðilandhelgi en nú hefur verið ákveðin, heldur sækja fram þar til lífshagsmunir þjóðarinnar eru tryggðir. &--------------------- Smitaði móður sína Kaupmannahöfn. — Það gerðist ekki alls fyrir löngu í Himmer- land í Danmörku, að barn, sem bólusett hafði verið við kúabólu BÆTT LANDHELGISGÆZLA Landsfundurinn þakkar varðskipsmönnum og öðrum starfsmönnum landhelgisgæzlunnar árvekni og ötulleik í hinni vandasömu vörn þeirra undanfarna mánuði gegn er- lendri valdbeitingu. Jafnframt vítir fundurinn, að óhæfi- lega var látið dragast að hefjast handa um smíði nýs, hrað- tkreiðs varðskips, þvert ofan í samþykkt Alþingis vorið 1956, enda er auðsæ þörf á stöðugri endurnýjun og aukningu tækja landhelgisgæzlunnar, eftir því sem til hennar eru gerðar meiri kröfur. smitaði móður sína, svo að nauð synlegt var að leggja hana inn í héraðssjúkrahúsið í Álaborg. Þar lá hún í nokkrar vikur haldin bólusótt, en batnaði svo og er nú komin heim. Það kemur stundum fyrir, að börn, sem bólusett eru við kúa- bólu, fái aðkenningu af bólusótt, en hitt er afar sjaldgæft, að þau smiti aðra. Landsfundurinn lýsir óhagganlegu fylgi Sjálfstæðis- fnanna við þá stefnu, sem mörkuð var í landhelgismálinu árlð 1948 með setningu laganna um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og áréttar samþykkt landsfundar 1956 um að leita beri, hvenær sem fært er, lags um frekari friðun fiskimiðanna, þangað til viðurkenndur er réttur ís- lands til landgrunnsins. Fundurinn fagnar útfærslu fiskveiðilandhelginnar á síð- asta ári, sem spori í rétta átt en harmar, að ekki skyldu samtímis leiðréttar grunnlínur, þar sem síðari leiðrétting þeirra verður mun erfiðari eftir að í odda hefur skorizt um 12 mílna fiskveiðilandhelgi. VÍTIR OFBELDI BRETA Landsfundurinn vítir harðlega herhlaup Breta inn í ís- lenzka fiskveiðilandhelgi og bendir sérstaklega á þær hætt- ur, sem með ófyrirsjáanlegum afleiðingum geta skapazt fyrir líf og eignir af veiðum þeirra undir herskipavernd á fjöl- sóttum fiskimiðum meðan hávertíð stendur. Fundurinn telur mjög ámælisverðan ágreining þann, sem ríkti um þetta mál innan fyrrverandi ríkisstjórnar, og skort á vilja til samstarfs innbyrðis og við Sjálfstæðismenn. Þar af leiddi m. a., ajS ekki var orðið við ábendingu Sjálf- etæðismanna um að kæra herhlaup Breta fyrir Atlantshafs- ráði, þegar það var fyrirsjáanlegt í ágúst sl„ og aftur er þeir beittu valdi gegn lögmætri töku togarans Hackness í nóvember. UNDANHALD KEMUR EKKI TIL GREINA Landsfundurinn harmar, að ekki skyldi orðið við þess- UJR tillögum og væntir þess, að gangskör verði að því gerð Japanir bœtast í hóp sölumanna á bandaríska bílamarkaðinum EVRÓPSKIR bílaframleiðendur ná nú sífellt betri fótfestu á bandaríska bílamarkaðinum — og er bandarískum bílaframleið- endum ekki farið að standa á sama. Svo mikið er víst, að marg- ir þeirra eru með ráðagerðir um framleiðslu minni bíla til þess að vega upp á móti hinni sí- vaxandi sölu Evrópu-bílanna vest anhafs. Nýr og óþekktur bílaframleið- andi hefur nú haslað sér völl á bandaríska bílamarkaðinum — og hver veit nema hann eigi einn góðan veðurdag eftir að verða bandarískum framleiðendum þyrnir í augum. Þarna eru Jap- anir komnir. Þeir hafa löngum getið sér frægð fyrir ágæta framleiðslu og mikla, en jafnan þó verið frægari fyrir það, að þeir geta framleitt allt milli him- ins og jarðar fyrir minna fé en aðrir. Það kom líka á daginn, þegar fyrstu japönsku bílarnir komu á bandaríska markaðinn. Japaninn ætlar enn að selja ó- dýrar — og hagnast á verðmis- muninum. Nýi japanski bíllinn heitir Toyopet. Þetta er sex manna fólks bíll búinn öllum nýtízku þæg- indum, en verður þó seldur á minna en 2.500 dollara. Banda- rískir bílar af svipaðri stærð á svipuðu verði eru ekki búnir neinum „aukaþægindum“, þau eru öll keypt sér — og hækka bílinn því fljótlega í verði. Á bílasýningu í Chicago sýndu Japanir þennan nýja bíl — og þeim bárust strax 250 pantanir. Nú þegar hafa þeir tryggt sér marga góða sölumenn víðs vegar um Bandaríkin — og herferðin hefur þegar borið árangur. Al- menningur hefur veitt bílnum eftirtekt — og daglega seljast margir. En þó má búast við því að nokkur ár líði þar til um verulega sölu verður að ræða. Þessar sömu japönsku bílaverk- smiðjur hafa flutt annan bíl á bandaríska markaðinn. Það er Toyata-jeppinn, sem menn láta vel af. Uppreisn LONDON, 14. marz. — fbúar á þremur eyjum í Malediv eyja- klasanum hafa gert uppreisn gegn stjórnarvöldunum. Eyjar þessar, sem eru um 640 mílur suð vestur af Ceylon, hafa um 70 ára skeið lotið Bretum. Eyjaskeggj- ar hafa þó ráðið innanríkismál- um sinum, en þar hefur ástand verið mjög bágborið að undan- förnu, atvinnuleysi og hungur. íbúarnir eru um 100 þús. og ságði forystumaður þeirra, að ekkert væri því til fyrirstöðu að Bretar hefðu herstöðvar á eyjunum, hins vegar væri sleifarlagið á stjórn eyjanna einum of mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.