Morgunblaðið - 19.03.1959, Side 10
10
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 19. marz 1959
Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
UTAN UR HEIMI
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Hitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FRAMSÖKN EINANGRAR SIG í
KJÖRDÆMAMÁLINU
TLIJN Framsóknarbrodd-
anna var sú, að komast í
gegnum flokksþing sitt,
án þess að þar yrðu samþykkiar
nokkrar tillögur um hvað Fram-
sókn vildi sjálf gera í kjördæma-
málinu. Fulltrúar víðs vegar að
kváðu aftur á móti upp úr um
það, að slíkt gengi ekki. Fram-
sókn slyppi aldrei með það eitt,
að gagnrýna tillögur annarra.
Flokksþingið yrði að marka
stefnu í málinu.
Niðurstaðan varð sú, að valin
var eins konar millileið. Nokkur
meginatriði voru ákveðin, en oni
ur látin bíða betri tíma, svo að
margt er enn á huldu. Nóg er þó
nú þegar fram komið til þess
að ljóst er, að Framsókn hefur al-
gjörlega einangrað sjálfa sig í
þessu mikla velferðarmáli þjóðar
innar.
★
Ályktun flokksþings um kjör-
dæmamálið hljóðar svo, að sögn
Tímans:
„12. flokksþing Framsóknar-
manna leggur á það megin á-
herzlu að vernda beri rétt hinna
sjálfstæðu, sögulega þróuðu kjör-
dæma til þess að hafa sérstaka
fulltrúa á Alþingi. Jafnframt tel-
ur það rétt að fjölga kjördæma-
kosnum þingmönnum fjölmenn-
ari byggðarlaga, þó þannig að
tekið sé eðlilegt tillit til aðstöðu-
munar kjósenda í einstökum
byggðalögum til áhrifa á þing og
stjórn.
II.
Flok’ sþingið telur að stefna
beri að því að skipta landinu
í einmenningskjördæmi utan
Reykjavíkur og þeirra kaupstaða
annarra, sem rétt þykir og þykja
kann að kjósi fleiri en einn þing-
mann. Með hæfilegri fjölgun
kjördæmakjörinna þingmanna
falli niður uppbótar landkjörið.
Telur flokksþingið að einmenn-
ingskjördæmi sem aðalregla sé
öruggasti grundvöllur að traustu
stjórnarfari."
Auk þessa er að því vikið, að
endurskoða þurfi stjórnarskrána
í heild, og réttast sé að gera það
á sérstöku stjórnlagaþingi. Hvort
tveggja eru þetta gamalkunn ráð
Framsóknar, sem miða að því
einu að fresta kjördæmabreyt-
ingu og flækja málið svo, að sem
allra erfiðast verði um lausn
þess.
★
Eins og sjá má af framan-
greindri ályktun er ærið margt
í henni óákveðið. Ekki er sagt
í hvaða byggðarlögum eigi að
fjölga kjördæmakosnum þing-
mönnum, né hve mikil fjölgunin
skuli vera.
Talað er um „hæfilega fjölgun
kjördæmakjörinna þingmanna“,
en engin leiðbeining gefin um,
hvað hæfilegt skuli teljast. En í
skjóli allrar þessarar óvissu á að
byggjast brottfall uppbótarþing-
mannanna!
Gefið er í skyn, að utan Reykja-
Víkur séu einhverjir kaupstaðir
„sem rétt þykir og þykja kann að
kjósi fleiri en einn þingmann".
en ekki er skýrt frá hverjir þessir
kaupstaðir séu og þá vitanlega
ekki heldur, hversu marga þing-
menn Framsóknarherrunum þókn
ist að úthluta þeim.
★
Um þingmannafjölda Reykja-
víkur er ekkert sagt, aðeins kem_
ur óbeint fram, að henni séu þó
fyrirhugaðir fleiri en einn þing-
maður. Má vafalaust telja það til
einstaks örlætis miðað við þann
anda, sem ríkti á meðal höfuð-
paura þingsins. Einn þeirra rit-
aði svo í Tímann sama dag og
kjördæmaályktunin var birt:
„Víst lætur það vel í eyrum, að
allir skuli hafa jafnan rétt. En
þess ber að gæta, að „jöfnun“
kjördæma eftir fólksfjölda er
ekki sama og jöfnun áhrifa. Eða
skyldi það vera einskær tilviljun
eða athugaleysi að sjálf höfuð-
borg Bandaríkjanna, þeirrar
miklu lýðræðisþjóðar, hafi eng-
an þingmann? Hún verður að láta
sér nægja að hafa þingið og ríkis-
•stjórnina innan sinna vébanda".
En þó að úthluta eigi Reykja-
vík einhverjum þingmönnum, þá
á hún samt að hafa sérstöðu, á-
samt öðrum kaupstöðum, sem
„kynnu að fá fleiri þingmenn en
einn“. í þessum kjördæmum á
sem sé að vera hlutfallskosning,
en alls staðar annars staðar ein-
menningskjördæmi.
★
Ekki þarf lengi að leita ástæð-
unnar fyrir þessum mismun.
Framsókn telur sig nú vonlausa
um að ná meirihluta í nokkrum
kaupstað. Þar getur hún því ein-
ungis komið að þingmanni, ef
hlutfallskosning gildir.
í litlu kjördæmunum úti á
landi telur hún sig aftur á móti
víða hafa vonir um að fá meiri-
hluta og þeim mun meiri vonir,
sem kjördæmin eru minni. Þess
vegna vill hún hafa þau sem flest
og minnst, og þar með skapa sér
möguleika til að fá hreinan meiri
hluta á A!þingi, þó að fylgi henn-
ar sé einungis einhvers staðar
milli 15—20%.
Ofstæki Framsóknar gengur
svo langt, að hún sýnist ætla að
láta öll tvímenningskjördæmin,
sem nú eru, una við það að fá
einungis einn þingmann hvert.
Öðru vísi verður samþykktin ekki
skilin, nema ætlunin sé að kljúfa
tvímenningskjördæmin í tvennt.
En hvað verður þá um „hin
sjálfstæðu, sögulega þróuðu kjör-
dæmi“? Að því ógleymdu, að hin I
sögulega þróun á rætur sínar að !
rekja til erlends valds og er með
öllu úr tengslum við þá skipun, |
er gilti meðan íslendingar nutu •!
frelsis á sínum mesta frægðar- i
tíma, því að stóru kjördæmin j
minna einmitt mjög á skipun
hinna fornu fjórðunga.
★
Þegar á þessar samþykktir
Framsóknar er litið, verður því
ekki neitað, að þær eru einhver
furðulegasti samsetningur sem
sézt hefur í íelenzkum stjórnmál-
um, enda fá þær kaldar undir-
tektir hjá öllum, einnig þeim,
sem Framsókn hefur mest treyst
á í kjördæmamálinu. Þjóðviljinn
kallar ályktunina t. d. í gær „fer-
legar afturhaldstillögur" og er
þá fokið í öll skjól fyrir Fram-
sókn, ef kommúnistar neita henni
um stuðning til að hindra fram-
gang réttlætisins.
Anne Heywood lukur fyrsta
hlutverk sitt sem kynbomba
*
A næstunni mun hún leika i ítalskri
stórmynd ásamt Daniel Gelin
ANNE Heywood hefir undanfar-
ið verið í hópi þeirra brezku leik
kvenna sem kvikmyndaframelið-
endur hafa sótzt eftir að fá til að
leika í myndum sínum. Hins veg
ar mun hún vera stórum eftir-
sóttari, síðan hún lék í fyrsta
sinn kynbombu í einni af nýjustu
kvikmyndum Rank-kvikmyndafé
lagsins. Kynþokkinn varð til þess
að koma Anne Heywood á hátind
frægðarinnar. Kvikmynd þessi
heitir Flóð óttans og bandaríski
kvikmyndaleikarinn Howard
Keel leikur á móti Anne. í
myndinni leikur Anne banda-
ríska stúlku og drífur ýmislegt á
daga hennar. Myndin gerist við
stórfljót í Bandaríkjunum. Fljót
ið flæðir yfir bakka sína, og
Anne er í mikilli lífshættu, en
Howard Keel bjargar henni á síð
ustu stundu. Síðar í kvikmynd-
inni bjargar hann Anne í annað
sinn, þegar hún er í hættu stödd,
er maður ætlar að ráðast á hana.
Eins og sjá má, er efni mynd-
arinnar „vel kryddað". Hins veg-
ar hefir kvikmyndaleikstjóran-
um Charles Crichton tekizt að
gæða myndina listrænu ívafi, sem
ætti að nægja til þess að koma
henni víðast hvar í gegnum nál-
araugu kvikmyndaeftirlitsins.
Anne Heywood hefir í mörg
Rætt um flota
Frakka
PARÍS, 17. marz. — Nokkurrar
óánægju hefur gætt í London og
Washington með þá ákvörðun
Frakka að taka Miðjarðarhafs-
flota sinn undan stjórn Atlants-
hafsbandalagsins. I dag gekk
Debré, forsætisráðherra Frakka,
ásamt helztu ráðamönnum í her-
málum Frakka á fund Norstad,
yfirherforingja bandalagsins, til
að ræða málið. — Talsmaður
franska utanríkisráðuneytisins
gerði í dag lítið úr þessum breyt-
ingum. Hann kvað Frakka ekki
hafa tekið ákvörðunina vegna
óánægju í sambandi við NATO
eða bandamenn sína — það væri
einfaldlega hagfelldara að hafa
þetta þannig.
horn að líta um þessar mundir.
Nú er verið að ljúka við nýjustu
kvikmyndina, sem hún leikur í
hjá Rankfélaginu. Hinn vinsæli,
enski söngvari, Frankie Vaughan
leikur á móti henni og myndin
heitir The Heart of a Man.
Viðamesta hlutverkið, sem hún
leikur í ár, er þó vafalaust aðal-
kvenhlutverkið í sögulegri
ítalskri stórmynd, sem tekin verð
ur af Galone/Lux kvikmyndafé-
laginu í Róm. Myndin heitir
Karþagó brennur og verður í lit-
um og á breiðtjaldi. Anne er á
samningi hjá Rankfélaginu, sem
veitti henni heimild til að taka til
boðinu frá Galone/Lux.
Hafizt verður handa um töku
kvikmyndarinnar á Ítalíu í maí-
mánuði. Áðúr en Anne fer til
Ítalíu, leikur hún í einni kvik-
mynd til viðbótar fyrir Rankfé-
lagið. Það er gamanleikur á nú-
tímavísu. Michael Craig og
franska kvikmyndaleikkonan My
lene Demongeot leika einnig í
þessari kvikmynd. í ítölsku mynd
inni leika auk Anne Frakkinn
Daniel Gelin, Spáverjinn José
Saurez og ítalinn Folco Lulli.
Anne Heywood vakti fyrst at-
hygli kvikmyndaframleiðenda, er
hún var kjörin fegurðardrottning
Englands. Henni bárust margvís-
leg tilboð, en hún tók þann kost-
inn að byrja á því að stunda leik
listarnám. Þetta var mjög hyggi
legt, þar sem henni bauðst hag-
kvæmari samningur vegna þessa.
Anne Heywood í kvikmyndinni Flóð óttans.
Flugan og varömadurinn
VARÐMAÐURINN fyrir framan
Buckinghamhöllina í Lundúnum
á ekki alltaf sjö dagana sæla. Ag
inn er strangur, og hermaðurinn
með bjarnarskinnshúfuna má
Hvað er þetta? Fluga. Hún
lætur sér hvergi bregða þó að
ég yggli mig!
hvorki hreyfa legg né lið, meðan
hann stendur á verðinum, hvað
sem að höndum ber. Hvorki stór-
viðburðir eða smá atvik mega
Hamingjan hjálpi mér! Nú
þykir mér skörin vera farin að
færast upp i bekkinn. Ég þarf
að hnerra, en ég má það ekki.
raska ró hans, þá á hann á hættu
að missa stöðuna. Fyrir skömmu
munaði minnstu, að ein lítil fluga
yrði til þess að koma einum varð
mannana úr jafnvægi.
Loksins — Guði sé lof! Þarna
hypjaði hún sig. Framtíð minni
er borgið.