Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 8
8 MORGVl\BLAÐIÐ Sunnudagur 22. marz 1959 Vería [> eir ct íiir iutn- Ir cejct ^HtictóberjiÁ ? — EINS og þið vitið, þá er blý mikið notað í rafhlöður, a. m. k. þær, sem framleiddar eru hjá Pólar hf., og eru í öðrum -hverj- um bíl hér á landi — eða meira. Þess vegna kaupa þeir mikið af blýi þarna í Pólum. Þetta blý kemur í stórum tunnum, það er víst kallað þurr-blý — í duft- formi, miklu líkara alfa-alfa, en blýi. En blýið heldur þyngd sinni hvort sem það er blýlegt eða ekki — og þess vegna er það, að tunn- urnar eru hvorki meira né minna en 290 kg. að þyngd, sem sé' meira en fjórðungur úr tonni. UpphjcjCýjanclL atvínnucýreln JAPANI nokkur, 23 ára, hefur að undanförnu þjáðst af miklum og örum ofvexti. Var hann lagður inn í sjúkrahús á fyrra ári og 'hafði þá náð 2,20 m hæð. Tókst japönsku læknunum loks að stöðva vöxtinn í 2,31 m — og þá hafði þessi ungi maður náð 130 kg. þyngd. Hann hefur hlotið mörg tilboð frá japönskum kvik- myndafélögum, en hafnað öllum. Segist ætla að stunda „uppbyggj- andi“ atvinnugrein. í vikunni voru þeir að fá nýja blýsendingu. ’Starfsmönnunum í Pólum finnast blýsendingar engar hátíðasendingar, þeir verða svo þreyttir á eftir. Fjórir eiga fullt í fangi með að snúast í kring um eina tunnu með einhverjum árangri — og ef lyfta verður tunn unni eitt eða tvö fet dugar það ekki oft til, enda þótt töframað- urinn Baldur Georgs sé viðstadd- ur. Baldur er nefnilega einn aðal maðurinn á skrifstofunni hjá þeim. Við vorum viðstaddir, þegar blý sendingin kom í vikunni — og töfrabröð Baldurs brugðust sem fyrri daginn. Haft var orð á því, að réttast væri að senda eftir Konna, en þar sem sá stutti var lokaður niðri í ferðatösku undir rúmi heima hjá Baldri, lengst inn í Vogum, barst sá liðsauki ekki í tæka tíð. En þar kom annar til sögunn- ar — og það er reyndar tilefni þess, að blaðamaður og ljós- myndari Mbl. fóru á stúfana. — Tvítugur kraftakarl lyfti blý- túnnunni einn síns liðs. Þeir hin- ir stóðu álengdar og horfðu á. Þeim brá ekkert — „Hann hefur gert þetta áður“, sögðu þeir. En enginn hefur leikið þetta eftir honum, bættu þeir við, enginn". Og hver er svo þessi ungi mað- ur, sem lyftir blýtunnum — og lék sér að því fyrir tveimur ár- Þarna er Reynir kominn með tunnuna á hnén. um að lyfta hestum og öðrum slíkum þungavarningi? Hann heitir Reynir Leósson, frá Akureyri. Nú ekur Reynir sendi- ferðabíl í Reykjavík, en hefur um nokkurra ára skeið stjórnað jarðýtum, svo að hann er stór- átökunum vanur. Reynir er ekki hár í loftinu, en hann er þreklega vaxinn með af- (junncir ocj cjítcir MÖRGUM, sem hringt hafa í Sambandshúsið einhvern undan- farinna daga, hefur verið svar- að af karlmanni. Það er hins veg ar ekki algengt hér í bæ, að karl- menn gegni símaþjúnustu í stór- fyrirtækjum — og þess vegna datt okkur í hug að athuga mál- ið nánar. ☆ Það kom upp úr dúrnum, að símavörzluna í Sambandshúsinu annast nú ásamt tveimur stúlkum Gunnar Kristinn Guðmundsson, ungi maðurinn, sem í æsku varo fyrir því slysi að missa hægri hendi og það, sem flestu er dýr- mætara, sjónina. Gunnar hefur getið sér frægðar fyrir það hve hann hefur tekið örlögum sínum með mikilli karlmennsku — og fyrir þann frábæra dugnað, sem hann hefur sýnt við að þroska sig og þjálfa á ýmsa lund við hinar nýju aðstæður. Fyrir nokkrum árum lék hann meira að segja opinberlega á harmoniku, hann hefur lagt hönd á margt þrátt fyrir erfiðleikana — og síðast starfaði hann í blindravinnustofunni við Ingólfs stræti. Við heimsóttum Gunnar að sím anum, það var mikið að gera — og okkur til mikillar undrunar afgreiddi hann símtölin af jafn- Vifcli fara í tíó ÍTALI nokkur, sem undanfarin 35 ár hefur setið í fangelsi var látinn laus á dögunum. Fyrsta ósk hans eftir að hann hlaut frelsið var að sjá kvikmynd með tali og tónum, sem hann aldrei hafði séð. ieiL ur ntt cí k cirmoni htu t romp et Gunnar við símaþjónustuna ásamt Elínu Benediklsdóttur og Maríu Sigurðardóttur. brigðurrj af tvítugum manni að vera. — Ég hef lengi æft mig á að taka upp þunga hluti, aðallega grjót og stóra stráka, segir hann. Ég hef lyft þyngri hlutum en þess ari blýtunnu, það er svo vont að taka á henni. Ég get haldið henni svona á hnjánum í mínútu, eða meira, enda hefur maður æft Atl- askerfið. —vorki Baldur Georgs né aðrir starfsmenn Póla æfa Atlaskeerfið — og Konni víst ekki heldur. Og nú er um tvennt að ræða: Kaupa minni blýtunnur, eða láta allan skarann æfa Atlaskerfið. a mcinn- jjöij.un f LOK síðasta árs voru jarðarbú- ar 2,860,500,000 samkvæmt áreið- anlegum heimildum. Mest var fólksfjölgunin í Kína, þar voru 15 milljónir fæðinga umfram dauðsföll á árinu, Þar næst var Indland með 6 milljónir, Ráð- stjórnarríkin með 3,6 millj. og Bandaríkin fjórðu með 2,6 millj. Talið er, að heildaraukningin á þessu ári verði 60 milljónir, ef fer sem horfir. Með sama við- gangi verða jarðarbúar fjórir milljarðar árið 1980 — og árið 2000 munu þeir hafa tvöfaldazt frá því, sem nú er. <í>- mikilli leikni og stúlkurnar tvær. Símaborðin eru þrjú, öll að nokkru leyti sjálfvirk. Samband- ið hefur 27 línur, Gunnar svar- ar 10, önnur stúlkan jafnmörg- um, en hin 7 línum — og annast jafnframt innanhússviðskiptin. ☆ Símaborð Gunnars er sérstak- lega útbúið fyrir hann — og hann komst fijótt upp á lagið. Nú er Gunnar búinn að vera þarna í nokkra mánuði — og hann er fyrir löngu bú- inn að læra öll símanúmerin í fyrirtækinu. Þau eru 180, ég held að hann hafi ekki verið mánuðinn að læra þau, segir önnur stúlkan. Töluvert reynir á fingrafimi við þetta sjálfvirka skiptiborð, ef afgreiðslan á að vera hröð — og ekki vantar hraðann hjá Gunn- ari. — Harmonikuæfingarnar koma nú að góðu haldi, segjum við. — Já, ætli það ekki, ég þjálf- aðist mikið í fingrunum við að læra á harmonikuna. — Og hann leikur lika á trompet og gítar, segir hin stúlk- an. — Og þú æfir þig að jafnaði á öll hljóðfærin? — Já, ég dunda við þetta í frístundum, svarar Gunnar. Ann- ars þarf ég ekki svo mjög að halda á því núna, þessi vinna lík- ar mér vel — og vinnutíminn er eðlilegur. Skiptiborð Gunnars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.