Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 20
20
MORGTJNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. marz 1959
„Höllin „Santa Maria“, ásamt
garöi“, hrópaði upphoðshaldarinn.
„Fjórar miiljónir, sex hundi-uð
þúsund dollarar — í fyrsta — ann
*ð —og....“
Hann lyfti hamrinum. Það var
næstum ógnandi hreyfing. — Feiti
maðurinn sneri sór frá paUinum.
Hann þurrkaði svitann af enninu.
Það leyndi sér ekki að hann hafði
gefizt upp. Allra augu hvíldu á
'konunni með sti'áhattinn. Hún var
hinn tilvonandi eigandi ævintýra-
hallarinnar í Kaliforníu.
Og samt var hún það ekki.
Á því augnabliki sem hinn hik-
andi uppboðshaldari bjóst til að
láta hamarinn faila í þriðja og síð
asta skipti, heyrðist rödd í hópn-
um:
| „Fjórar milljónir, átta hundruð
| þúsund“.
Enginn hafði fram að þessu
veitt yfirlætislausa manninum at-
hygli, sem nú skar sig út úr fjöld-
anum. Hann var að útliti til lík-
astur bókhaldara, Mtill, andstutt-
ur, nærsýnn. Hann var í dökkgrá-
um flúnels-fötum, sem voru alltof
heit í svo hlýju veðri.
Konan, sem hingað tH hafði set-
ið hreyfingarlaus í stólnum sín-
um, sneri sér nú við. Þessi hækk-
un, sem nam tveim hundruð þús-
und dollurum, var of mikil fyrir
hana. Hún yppti öxlum og reyndi
með þvinguðu brosi að leyna von-
brigðum sínum, sem henni tókst
þó ekki.
„Höllin „Santa Maria", ásamt
garði“, öskraði maðurinn á pall-
er traustbyggð, einföld í notkun,afkastamikil og fjölhæf.
MEÐ KENWOOD
verður matreiðslan
leikur einn
Jfekla
Ansturstræti 14.
Sími 11687.
inum eins hátt og h-ann gat. —
„Fjórar milljónir, átta hundruð
þúsund — í fyrsta — annað — og
— þriðja sinn....“
Hamarinn féll á borðið. ^
Litli maðurinn þokaði sér fram
að pallinum. Helen gekk líka
nokkrum skrefum nær. Hún heyrði
greinilega þegar hinn ókenndi
maður sagði við uppboðshaldar-
ann:
„Á ég að skrifa ávísunina undir
eins? Þér getið til frekara öryggis
hringt til bankans í San Fransisko
Ég er umboðsmaður fyrirtækisins
Noel Co. Noel“.
„Við getum útkljáð allt það
nauðsynlegasta þama inni í hús-
inu“, sagði uppboðshaldarinn og
maldaði í móinn.
Nefning fyrirtækisins Noel Co.
Noel virtist hafa haft áhrif á
hann.
„Eigum við að fara, Monsig-
nore?“ spurði Helen og sneri sér
að René ábóta.
Fyrst þegar bifreiðin brunaði
eftir Strandgötunni áleiðis til
San Fransisko, sagði Helen:
„Getið þér annars skilið það að
nokkur skuli vilja gefa svona
mikla fjárupphæð fyrir ,ySanta
Maria?“
Ábótinn svaraði með annarri
spumingu:
„Haldið þér að nýi eigandinn
muni gefa tollskýrslu?" spurði
hann.
„Tæplega. Ef hann hefði viljað
halda nafni sínu leyndu, þá hefði
hann ekki komið sjálfur, eða falið
fyrirtækinu að láta ekkert uppi
um nafn sitt“.
Ábótinn brosti.
„Þó held ég að ég viti hver nú
hefur eignazt „Santa Maria“.“
sagði hann.
Helen leit spyrjandi á hann.
En hann sagði ekki meira.
Sá, sem keypti „Santa Maria“
var líka alveg jafnóþekktur sem
fyrr, að fjórtán dögum liðnum. —
Hvorki Helen né hinum forvitnu
fréttamönnum samkeppnisblað-
anna tókst að grafa það upp.
Nákvæmlega fjórtán dögum
eftir uppboðið var Helen að ræða
við Bill gamla um hinn væntan-
lega hluthafafund, þegar síminn
á skrifborðinu hennar hringdi.
„Dr. Jensen hér“, sagði rödd
læknisins í símanum.
„Ég hefi mjög óþægilegar frétt
ir að færa yður, frú Morrison.
Eiginmaðurinn yðar hvarf skyndi
lega úr sjúkrahúsi mínu í dag“.
„Það er ómögulegt“.
„Við höfum a.m.k. talið slíkt
algerlega óhugsandi fram að
þessu“.
„Hvernig gat það skeð?“
Það varð stutt þögn á hinum
enda símalínunnar.
„Aðeins með utanaðkomandi
hjálp“, sagði dr. Jensen að lok-
um.
„Eruð þér að ásaka mig, hr.
læknir?“
„Nei, að sjálfsögðu kemur mér
ekkert slíkt til hugar“. Þetta
hljómaði ekki sannfærandi. —
„En einhver hlýtur samt að hafa
hjálpað honum. Það hefur verið
undirbúið vel fyrirfram. Ég hafði
boðið hr. Morrison til miðdegis-
verðar í gær. Við borðuðum í
einkaíbúð minni. Ég fylgdi hon-
um svo sjálfur til hælisins. Við
kvöddumst fyrir framan herberg-
isdyrnar hans. Þá sagði hann allt
í einu að hann ætlaði að skreppa
inn í læknabókasafnið og ná sér
í bók. Hann hafði ,eins og þér vit
ið, aðgang að safninu. Hvort mér
væri það nokkuð á móti skapi?
Nei, ég gat_ ekkert séð því til
fyrirstöðu. Ég þrýsti hönd hans
og sá hann fara til bókasafnsins.
Þetta var um klukkan ellefu“.
„Og ....?“
„Það sem síðan gerðist, verður
maður að gera sér í hugarlund.
Það eru annars eingöngu læknar
sem nota safnið og gluggarnir eru
ekki með járnrimlum. Það eru
einu rimlalausu gluggarnir í öllu
húsinu. Samt er bókasafnið á
fyrstu hæð. Hr. Morrison hefur
farið niður stiga sem reistur hef-
ur verið upp að glugganum að
utan. Þegar ég skildi við hann
gekk ég framhjá hinum upplýsta
bókasafnsglugga. Þá var þar eng-
inn stigi sýnilegur".
„Nokkur önnur merki til að
fara eftir?“
„Já, hr. Morrison hlýtur að hafa
falið mest allan farangur sinn
inni í bókasafninu, fyrr um dag-
inn. Flóttinn var svo nákvæmlega
undirbúinn að farangurinn var
líka tekinn með. Bersýnilega hef-
ur eiginmaður yðar samt orðið
fyrir einhverju óvæntu ónæði,
því að ein lítil taska hafði orðið
eftir inni í bókasafninu. Við verð
um búnir að finna hann á morg-
un“.
Helen varpaði öndinni. Allt er
Morrison gerði var undirbúið og
þaulhugsað. Hún hafði heyrt get-
ið um flótta frá geðveikrahæli. Þá
fundu menn lík sjálfsmorðingjans
einhvers staðar úti á víðavangi
eða þekktu aftur stefnulausa,
reikandi vitfirringinn í nágrenn-
inu.
Sjálfsmorðingi tók ekki farang-
ur sinn með sér. Geðveikur mað-
ur undirbjó ekki flótta sinn svona
kænlega.
„Hvað hafið þér hugsað yður
að gera?“ spurði hún lækninn.
„Við verðum að sjálfsögðu að
gera lögreglunni aðvart, það er
að segja ef . . .“
„Það er að segja, ef ég veit þá
ekki hvar eiginmaður minn er
niður kominn".
„Hann hefði jú getað komið til
yðar“.
„Ég veit ekkert nánar um flótta
hans og til mín hefur hann ekki
komið ennþá", svaraði .Helen
kuldalega.
„Frú Morrison, hafði þér af-
hent eiginmanni yðar peninga ný
lega?“
„Nei, hann hefur ekki beðið
um neina peninga“.
„Hefur hann aldrei talað um
flótta við yður?“
„Ekki síðan 'hann gerði hina
misheppnuðu flóttatilraun. En
það var líka fyrir rúmum mán-
uði“.
„Hafið þér nokkra hugmynd
um hvert hann kynni að hafa
farið?“
„Nei“.
„Lögreglan mun yfirheyra yð-
ur“. Nú var rödd hans ekki
kurteisleg lengur.
Hótun hans knúði hana til
varnar.
a
r
i
á
1) „Já, við verðum að fara,
pápi. Þakka þér kærlega fyrir allt,
og ég get lofað þér því, að við
munum ekki koma upp leyndar-
máili þínu“. „Verið þið sæl, vinir
mínir. Guð blessi ykkur öll“.
2) „Stórkostlegur náungi,
finnst þér það ekki Jói?“
3) Á sama tíma kemur byssu-
framleiðandinn Róbert inn í her-
bergi Kristínar, dóttur sinnar. —
„Halió, pabbi. Komdu inn“, segir
Hl, GHRIS/...
BET VOU THOUGHT
YOUR OLP POP HAD
, FORGOTTEN YOUR
BIRTHDAY...BUT
PIPN'T/
Kristín. „Sæl, Stína min. Þú hef-
ur líklega haldið að pabbi gamli
væri búinn að gleyma afmælisdeg-
ingu þínum. Ekki aldeilis!“
„Lögreglan.... “ Hún gaf Bill
hornauga til að sjá, hvort hann
myndi fylgjast með samtalinu. —
Svo hugsaði hún sig betur um.
„Heyrið þér mig, dr. Jensen. Nú
er klukkan 12. Um klukkan 2
verð ég að mæta á fundi, sem ég
get ekki komizt af aftur, fyrr en
honum er lokið. Klukkan 4 get
ég komið til yðar. Þét ættuð ekki
að gera neitt þangað til — ekki
neitt, sem þér getið ekki
ábyrgst".
„Ég skil yður víst ekki fylli-
lega, frú Morrison".
„Ef blöðin fá einhverja vit-
nekju um hvarf mannsins míns
áður, verð ég að skilja það sem
svo, að þér hafið veitt þeim upp-
lýsingar um flótta hans“.
Það var auðheyrt að læknirinn
var móðgaður, þegar hann svar-
aði.
„Ég mun ekki gera neitt slíkt,
frú Morrison. Ég tala við lögregl-
una, en ekki neina blaðamenn.
Verið þér sælar“.
Helen skýrði Bill í fáum flýtis-
orðum frá samtalinu.
aiUtvarpiö
Sunnudagur 22. marz:
(Pálmasunnudagur),
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Hallgrímskirkju -
(Prestur: Séi'a Jakob Jónsson. —.
Organleikari: Páll Halldórsson).
13,15 Erindi um náttúi'ufræði;
VII: Eyþór Einarsson magister
talar um grasafræði. 14,00 Mið-
degistónleikar (plötur). — 15,00
Endurtekið efni: Sig. Benedikts-
son ræðir við Bjartmar Guðmunds
son bónda á Sandi (Áður útv. 19.
nóv.). 15,30 Kaffitíminn. Jónas
Dagbjartsson og félagar hans
leika. 16,30 Hljóm-sveit Ríkisút-
varpsins leikur. Stjórnandi: Hans
Antalitsoh. 17,00 Tónleikar af plöt
um. 17,30 Barnatími (Anna
Snorradóttir). 18,30 Miðaftantón-
leikar (plötur). 20,30 Erindi: —
Alexander mikli (Jón R. Hjálm-
arsson skólastjóri). 20,45 Gamlir
kunningjar: Þorsteinn Hannesson
óperusöngvari spjallar við hlust-
endur og leikur hljómplötur. —
21.35 Upplestur: Tvær „Sögur af
himnaföður" eftir R-ainer Maria
Rilke, í þýðingu Hannesar Péturs-
sonar (Steingerður Guðmunds-
dottir leikkona). 22,05 Danslög
(plötur). 23,30 Dagskrárlok.
Mánudagur 23. niarz:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Búnaðarþáttur: Geta bænd-
ur staðizt kapphlaupið; V. og síð-
asta* erindi (Ásgeir L. Jónsson
ráðunautur). 18,30 Tónlistartími
barnanna (Jón G. Þórarinsson
kensari). 18,50 Fiskimál: Bættar
aðferðir við dreifingu á ferskum
og frystum fiski (Sigurður Har-
aldsson verkfræðingur). — 19,05
Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,30
Einsöngur: Birgir Halldórsson
syngur; Fritz Weisshappel leikur
undir á píanó. 20,50 Um daginn og
veginn (Ragnar Jóhannesson
kand. mag.). 21,15 Tónleikar: Sin-
fóníuhljómsveitin í Bamberg leik-
ur vals-a úr óperum; Fritz Leh-
mann stjórnar (plötur). 21,30 Út-
varpssagan: „Ármann og Vildís"
e.ftir Kristmann Guðmundsson;
VIII. (Höf. les). 22,10 Passíusálm-
ur (47). 22,20 Úr heimi myndlist-
arinnar (Björn Th. Björnsson list-
fræðingur). 22,40 Kammertónleik-
ar (plötur). 23,05 Dagskrárlok.
Þriðjudugur 24. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30 Barnatími: Ömmusögur. —
18,50 Framlburðarkennsla í esper-
anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik
ar. 20,25 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson kand. mag.). — 20,30
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís
lands í Þjóðle.ikhúsinu; fyrri
hluti. Stjórnandi: Thor Johnson.
Einleikari á fiðlu: Þorvaldur
Steingrímsson. 21,15 Erindi: Þjóð
ræknisfélag íslendinga í Vestur-
heimi 40 ára (Dr. Richard Beck
prófessor). 21,45 Iþróttir (Sigurð
ur Sigurðsson). 22,10 Passíusálm-
ur (48). 22,20 Upplestur: „Sýn
keisarans", eftir Selmu Lagerlöf
(Haraldur Björnsson leikari). —•
22.35 Islenzkar danshljómsveitir:
KK-sextettinn leikur. Söngfólk:
El'lý Vilhjálms og Ragnar Bjarna
son. 23,05 Dagskránlok.