Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. marz 1959
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VANDAMAL GATNAGERÐARINNAR
R3YKJAVÍK er að skapa
borg og gera ekki allir
sér ljóst allt það sem því
fylgir. Má í því sambandi nefna
gatnagerðina og þann gífurlega
kostnað, sem hún hefur í för með
sér, enda fara kröfur um breidd
gatna og annan frágang þeirra sí
vaxandi.
Oft kemur fram í þessu sam-
bandi, af hálfu ýmissa aðila alls
konar óþarfa hnotabit, eins og
t.d. þegar Alþýðublaðið er í for-
ystugrein í gær að gera athuga-
semdir út af frágangi tiltekins
vegarspotta í Reykjavík sem alls
ekki tilheyrir gatnakerfi Reykja
víkurbæjar heldur er einkaveg-
ur. Það er miklu verðmætara að
gera sér ljóst, hvaða vandamál
hér er á ferðinni, heldur en að
vera með slíkar og þvílíkar at-
hugasemdir út í loftið eða gagn-
rýni, sem ekki byggist á skiln-
ingi á því vandamáli, sem hér er
raunverulega á ferðinni.
★
Stækkun bæjarins er svo gífur
leg að verulegur hluti af því fé,
sem bæjarstjórn veitir á hverju
ári til gatnagerðar, fer til undir-
búnings byggðarinnar í hinum
nýju bæjarhverfum, en af því
leiðir að minna verður um mal-
bikun gatna og hellulögn en æski
legt væri. Öllum er ljóst, að sú
aðferð, að útsvörin ein standi
undir gatnagerð í bænum, er fyr-
ir löngu orðin úrelt enda ekki
i samræmi við það sem annars
staðar gerist. Þar hljóta að koma
til aðrir tekjustofnar. Víða er-
lendis þykir t.d. sjálfsagt að
gjald af benzíni renni til gatna-
gerða. Þess má geta, að bæjar-
félögin hér á landi fá árlega
hluta af benzínskattinum og hef
ur sá hluti numið undanfarin ár
einum 100.000,00 krónum, en
þessar 100.000,00 krónur skipt-
ast svo á milli allra bæjarfélaga
sem nokkra malbikunarstarfsemi
hafa með höndum og má nærri
geta, að sú upphæð, sem kemur
í hlut hvers, nær skammt. Víða
erlendis er siður að húseigendur
greiði tillag til gatnagerðar í nýj
um hverfum, og m.a. er sú aðferð
víða höfð í Bandaríkjunum.
Ástæða gæti verið til að athuga,
hér á landi, viðeigandi fjáröfl-
unaraðferðir til að standa undir
kostnaði við gatnagerð. Benda má
á að t.d. sími, rafmagnsveitur og
hitaveitur fá stofnkostnað sinn
greiddan í afnotagjöldum, en því
er ekki til að dreifa um gatna-
kerfið og holræsakerfið. Það er
að þessu leyti tekjulaust. Hér er
því um mikinn mun að ræða og
ætti það að verða til þess að auka
skilning á málinu.
Þann 1. janúar 1959 voru mal-
bikaðar götur í Reykjavík 50,4
km., en malbornar götur 109,2
km., eða samtals 159,6 km. Sá
munur, sem hér er um að ræða
milli malbikuðu og malbornu
gatnanna stafar af þeirri öru út-
þenslu bæjarins, sem orðið hefur,
nýjum og stórkostlegum hús-
byggingum og fjölgun íbúanna,
en lausnin á vandamáli gatnagerð
arinnar er vitaskuld fyrst og
fremst fjárhagslegs eðlis. Fer
skilningur bæjarbúa á þessu atr-
iði mjög vaxandi og hefur það
jafnvel komið fram á þann hátt
að íbúar við tilteknar götur hafa
boðizt til að leggja hér nokkuð
af mörkum, þannig að gatnagerð
gæti gengið hraðar fyrir sér og er
slíkt til fyrirmyndar.
Þegar borg byggist jafn ört
ört eins og Reykjavík, hljóta að
skapast ýmis vandamál, og gatna
gerðin er ein af þeim. Þeir, sem
um þessi mál skrifa, ættu að gera
sér grein fyrir því hver er raun-
verulegur kjarni vandamálanna
í staðinn fyrir að vera með
óþarfa málsýfingar og jafnvel
órökstuddar dylgjur eins og, því
miður oft vill verða.
GJÖF BRAUTRYÐJANDANS
A.Ð er sérstaklega vert að
minnast þess atburðar, að
nú er nýbyrjuð sýning
1 Listasafni ríkisins á verkum
þeim, sem Ásgrímur heitinn
Jónsson, listmálari gaf íslenzka
ríkinu eftir sinn dag en því ánafn
aði hann allar eigur sínar. Ás-
grímur Jónsson hefur jafnan ver-
ið nefndur brautryðjandi íslenzkr
ar málaralistar og á það þá fyrst
©g fremst við landslagsmálningu
en það er óhætt að segja, að ís-
lenzka þjóðin fylgdist með Ás-
grími frá því hann hóf feril sinn
um aldamótin og þar til að hann
lézt fyrir stuttu síðan.
Sú gjöf, sem um er að ræða
til íslenzka ríkisins, nær yfir
miklu meira en þær 172 myndir,
sem eru á þessari sýningu, en
alls mun gjöfin nema á 5. hundr-
að fullgerðra málverka og vatns
litamynda, auk fjölda margra
teikninga og ýmsra annarra
mynda, sem listamaðurinn taldi
ekki fullgerðar. Hefur verið frá
þessu skýrt í fréttum og er óþarfi
að fara út í það nánar.
Ásgrímur Jónsson var að allra
dómi mikill meistari í túlkun ís-
lenzks landslags og eins og áður
er sagt fylgdist þjóðin með hon-
um frá því fyrsta og til hins síð-
asta. Mái'-ralistinni helgaði hann
alla krafta sína, og gjöf Ásgríms
til íslenzku þjóðarinnar er vita-
skuld miklu stærri en sú sem
hann afhenti ríkinu, því víða
hanga málverk hans uppi á veggj
um bæði utanlands og innan og
þykja hinar mestú gersemar.
Þær minna á íslenzka landsfeg-
urð, hvar sem þær eru, og á sköp
unarmátt þessa gamla brautryðj-
anda.
Það er vafalaust að Ásgrími
hefur ekki líkað allt sem gerzt
hefur í þróun íslenzkrar málara-
listar á hans dögum. Vafalaust
hefur hún að ýmsu leyti farið út
á aðrar brautir en honum þótti
gott, en hvað sem því líður,
stendur verk Ásgríms óbrotgjarnt
og nú er tækifæri til þess að sjá
mikið af verkum hans á einum
stað í Listasafni ríkisins. Ásgrím
ur á skilið alþjóðarþökk. Hans
mun verða lengi minnzt, hann
er maður sem tilheyrir íslenzkri
listasögu og hún mun unna hon-
um á meðan hún er rituð.
UTAN UR HEIMI
Átti oð myrða miljónaerf-
ingjann Polo ?
Tízkulœknirinn Maurice la Cour tekinn
til yfirheyrzlu í annað sinn vegna
rannsóknar Lacazemálsins
EIN auðugasta fjölskylda í
Frakklandi er flækt inn í um-
fangsmikið glæpamál. Nokkrir
úr þessari fjölskyldu eru grun-
Maurice la Cour — fangels-
affur fyrir morðtilraun —
aðir um að hafa reynt að leigja
morðingja til að koma fyrir katt-
arnef ungum manni, sem annars
hefði fengið drjúga hlutdeild í
eignum ættarinnar.
Svo mikill fótur er fyrir þess-
ari þungu ákæru, að franska lög-
reglan handtók nýlega tízku-
lækni nokkurn, Maurice la Cour
að nafni. Er hann grunaður um
að hafa boðið manni nokkrum
nokkrar miljónir franka fyrir að
ráða unga manninn af dögum.
Það fólk, sem á að hafa haft
áhuga á að láta drepa unga
manninn, eru fósturmóðir hans og
bróðir hennar, sem bæði eru vell-
auðug og eigendur blýnámu í
Marokkó.
Þetta mál hefir verið mikið um
talað í Frakklandi undanfarna
tvo mánuði og gengur undir
nafninu Lacazemálið.
★—
Forsaga þessa máls er sú, að
fyrir 30 órum bjó í París ung
fegurðardís, Domenica að nafni.
Hún tók mikinn þátt í samkvæm-
islífinu og var eftirsótt fyrirsæta
meðal listmálara. Hún giftist
auðugum manni, en varð ekkja
Domenica — kjörsonurinn
olli henni vonbrigðum og
áhyggjum —
mjög ung. Maður hennar lézt
1935 og eftirlét hinni tæplega
þrítugu ekkju sinni nokkrar
miljónir. Þau hjón voru barn-
laus.
Skömmu eftir að Domenica
varð ekkja tók hún í fóstur ung-
barn, lítinn dreng, sem hún ætt-
leiddi. Hann heitir Polo — fullu
nafni Jean-Pierre Guillaume —
og er nú 24 ára að aldri, og það
ér líf hans, sem setið hefir verið
um. Hann er þekktur í París sem
býlífur, ungur munaðarseggur,
sem gengur í augum á stúlkun-
um. Nú er hann að nafninu til
blaðaljósmyndari, en fæst raun-
verulega aðallega við að sóa
peningum og láta reka á reiðan-
um. Fósturmóðir hans, Domenica,
hefir sjálf lýst því yfir í frönsk-
um blöðum, að ungi maðurinn
hafi valdið henni miklum von-
brigðum og áhyggjum.
★—□—★
Þegar Domenica hafði verið
ekkja í sex ár, giftist hún í annað
sinn mjög auðugum rosknum
manni, Jean Walter. Hann hafði
Jean Lacaze — hanðtekinn
fyrlr falska ákæru og
mútur —
Domenica og kjörsonurinn Polo.
í stjórn námufyrirtækisins eiga
meðal annarra sæti la Cour
læknir, sem verið hefur náinn
vinur Domenicu um margra ára
skeið ,og bróðir hennar, Jean
Lacaze.
★—□—★
Hvort Domenica og bróðir
hennar hafa átt upptökin að
þeirri hugmynd að ryðja Polo
úr vegi, er alveg ósannað, en
kemur væntanlega fram í þeim
yfirheyrslum, sem nú fara í
hönd. En fyrir nokkrum mán-
uðum áttu sér stað athyglisverð-
ir atburðir, sem Camille Rayon,
Framh. á bls. 22.
Polo — blaðaljósmyndari að
nafninu til —
komið sér vel áfram í lífinu og
auðgazt á eigin spýtur. Faðir
hans var fátækur prestur, en
Walter safnaðist fljótlega fé, eft-
ir að hann hafði eignazt nokkrar
auðugar blý- og zinknámur í
Marokkó.
Walter var upphaflega húsa-
meistari, og til gamans athug-
aði hann eitt sinn nokkrar gaml-
ar námur, sem Rómverjar höfðu
nýtt fyrir 2000 árum í Marokkó.
Það kom í ljós, að ennþá var
nóg af blýi til að vinna úr nám-
unum, og þær gefa nú árlega af
sér mjög álitlegar upphæðir, sem
skipta miljónum.
Polo er nú samarfi að þessum
miljónum, því að Walter dó mjög
skyndilega eins og fyrri maður
Domenicu, hann fórst í bílslysi
fyrir augunum á konu sinni.
Walter hafði ættleitt Polo litla,
um leið og hann giftist Domenicu.
Walter átti þrjú börn frá fyrra
hjónabandi, en þau höfðu að
mestu leyti sleppt tilkalli til arfs
eftir föður sinn. Hinir réttu erf-
ingjar blýmiljónanna voru
Maité —
hefir farið hn1'
höfði —