Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. marz 1959
íngunn Björnsdóftir
Minning
' ■'HÚN INGUNN BJÖRNSDÓTTIR
f rænk a mín, er dáin. Hún var
orðin háöldruð og þráði hvíkl. —
Ekki ætla ég að rekja ættir henn-
&r hér. H ún var af merkum bænda
settum í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslum. Við fráfall hennar rifj-
ast upp fyrir mér okkar gömlu og
góðu kynni. Þegar ég var á ferð
í Reykjavík á unglingsárum mín-
um, átti ég alltaf hinum ágætustu
móttökum að fagna hjá þessari
frænku minni. Seinna leigði ég hjá
henni í litla húsinu hennar á
Frakkastíg 6 og naut alúðar
hennar og umhyggju, eins og ég
væri eitt barna hennar. Það var
oft gestkvæmt á heimili Ingunnar
og manns hennar, Benedikts Jó-
hannessonar. Aðkomufólk af
Akranesi og úr Borgarfirði var
þar iðuleg-a næsturgestir og þótt
liúsrúm væri fremur l-ítið var
hjartarúmið nóg, enda var báð-
um húsráðendum gestrisni og góð-
gerðasemi í blóð borin. Enginn
þekkti Ingunni til hlítar, sem
ekki hafði átt tal við hana um
ljóð og sögur. Hún var sveitabarn,
fædd að 'Gilstreymi í Lundar-
reykjadal, á árbakkanum við
Tungá, og ólst upp við lóuklið og
lækjarnið. Hún unni fögrum ljóð-
um og hafði einatt á hraðbergi
Ijóð eða vísnabrot, sem áttu við
það efni, sem um var rætt. Ég
hygg að það hafi mest skyggt á
gæfu hennar á uppvaxtarárunum,
að geta ekki hlotið menntunar í
samræmi við hennar góðu greind,
en á þeim tímum urðu margir nám
fúsir unglingar að tárast með
Klettaf jallaskáldinu, er það sá
jafnaldra sína leggja út á mennta-
brautina, en varð sjálft að sitja
eftir heima.
Ingunn var ástúðleg og um-
hyggjusöm móðir, sem hafði yndi
af hinum mannvænlegu börnum
sínum, en ef hún mátti hverfa um
stund frá heimiiisönnum og bús-
áhyggjum var henni einkar ljúft
að blanda geði við þá, sem helzt
gátu bergmálað hugsanir hennar
og tilfinningar og höfðu yndi af
listum í ljóði og sögum. Man ég til
dæmis hve miklar mætur hún
hafði á gáfukonunni Guðrúnu
Lárusdóttur, en þær störfuðu
nokkuð saman að félagsmálum.
Nú er þessi frænka mín farin
af þessum heimi. Hún trúði af
hjartans einlægni á miskunnsam-
an guð og betri heim. Eflaust hef
ég gleymt að þakka henni, svo sem
vert var, alla góðvildina og vin-
áttuna. Héðan af get ég aðeins
bætt úr því með að biðja þess, að
göfugustu vonir hennar og þrár
megi rætast.
Anna Stefánsdóttir.
★
VI©, sem komnir erum yfir miðj-
an aldur og munum göJ uljósin hér
í Reykjavík, á meðan gasið var
notað til þeirra hluta, — minn-
umst þess, ef viö vorum seint á
ferð, — að maður með staf i
hendi, gekk frá einum lugtar-
stólpanum til annars og slökkti
ljósið, — að við hvert ijós sem
hvarf, varð umhverfið skugga-
legra, — þunglyndistilhneigingin
seig hægt og hægt að ' huga vor-
um, — við að sjá birtuna hverfa
þannig smátt og smátt, þar til
maðurinn með stafinn hafði slökkt
öll ljósin í götunni og myrkrið
hafði þannig fengið öll undirtökin.
En ef himininn var heiðskir og
manni varð litið til loftsins — tii
stjarnanna, varð manni aftur hug
arhægra, — því að þau gat maður-
inn með stafinn ekki slökkt.
Það verður eitthvað þessu líkt
sem manni verður innan brjósts,
þegar aldurinn er tekinn að færast
yfir okkur og vér sjáum á bak
hverjum kunningjanum, eða sam-
ferðamanninum, eftir annan. Hinn
mikli lugtarslökkvari gengur við
hlið okkar, með staf sinn og siekk
ur hv-ert ljósið af öðru.
Ingunn Björnsdóttir lézt 11. þ.
m., 93 ára að aldri og nokkrum
mánuðum betur. Hún var fædd 13.
desember 1865. — Faðir hennar
Björn Magnússon, bóndi að Braut-
artungu í Lundarreykjatlal, var
sonur Magnúsar Björnssonar,
bónda að Hóli í söonu sveit, Sæ-
mundssonar, Björnssonar, bónda
að Síðumúla.
1 móðurætt var Ingunn einnig
af bændaættum komin. Móðir
hennar Margrét, var dóttir Jóirs
Sigurðssonar, bónda að Tungu-
felli og konu hans, Sesselju Gunn-
laugsdóttur frá Vogatungu.
Ingunn Björnsdóttir var gift
Renedikt Jóhannessyni, sem lát-
inn er fyrir fáum árum í hárri
elli, sérstökum dugnaðar- og ágæt-
ismanni. Þau fluttust til Reykja-
víkur litlu fyrir aldamótin og
höfðu, um hálfrar aldar skeið, átt
heimili sitt að Frakkastíg 6, —
þar sem ég, sem linur þessar
skrifa, var mjög tíður gestur á
uppvaxtarárum minum.
Ingunn og Benedikt eignuðust
fimm mannvænieg börn, tvo syni,
Björn prentara og Jón bónda að
Krossi, I Innri-Akraneshreppi;
og þrjár dætur, allar giftar ágæt- j
um mönnum, og búsettar hér í bæ. J
Það var okkur, sem til þekkt-
um, undrunarefni hvað þeim hjón-
um tókst að sjá vel "yrir sínu
heimili, því gestir komu þar marg-
ir, bæði héðan úr bænum og utan-
bæjar kunningjarnir voru einnig
margir, sem þar komu o ■ þurftu
þeir oft að vera þar nóttina með
og jafnvel lengur á stundum. —
En ætíð mættum við, sem þar kom
um, sama stillta, hlýja viðmótinu,
— framkoma húsfreyjunnar var
öll fáguð í bezta lagi — aldrei
heyrði ég hana mæla illa til nokk
urs manns eða um. — Ingunn
Björnsdóttir getur áreiðanlega
kvatt ættingja sína og vini, með
góðri samvizku, — svo vel fóru
henni úr hendi störf þau öll, er
henni var gert að inna af hendi
hér í þessu iífi.
Ingunn var trúihneigð kona,
henni var það ljóst að kristindóm-
urinn er traustasti grunnurinn
undir varanlegt siðgæði okkar,
enda var Ingunn greind kona, —
og góðu minni gínu hélt hún til
síðustu stundar.
Ingunni var ljóst að til eru þau
ljós, sem ekki verða slökkt, að
líkja mætti iífi voru hér við sjón-
leik, þar sem vér verðum öll að
gegna, hver sínu hlutverki, allt
til hinnar miklu umbreytinga
stundar, að höfundur þessa sjón-
leiks er vitrari en vér sjálfir eða
nokkur samferðamanna vorra á
þessari jörð, að það sé tilgangs-
laust að ætla sér að leiðrétta
nokkuð í handriti þessa höfundar,
að vér hljótum þess vegna að
sætta okkur við hlut vorn, hver
sem hann verður — stór eða
smár, en gjöra okkur far um að
læra af reynsilunni, af áföllunum,
því að til þess er leikurihn gerð-
ur. —
tJtför Ingunnar verður ger frá
Fríkirkjunni, á mánudag kl. 2
e. h. —
Ég mun ævinlega minnast þess-
arar mætu konu með virðingu og
þökk.
Helgi Björgvin Björnssom
Þjóðd ansasýning
verður í Framsóknarhúsinu kl. 3. Vegna mikillar
aðsóknar verður þessi eina sýning. Sýndir verða
þjóðdansar frá ýmsum löndum.
Aðgöngumiðasala frá kl. 1 í síma 22643.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur.
Stúlka vön vélrifun
og almennum skrifstofustörfum óskast. Ensku-
kunnátta nauðsynleg. Tilboð, merkt: „Hátt kaup
— 5353“, sendist blaðinu fyrir 25. þ. m.
S
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
S
Ekki þnrfti að kenna þeim að synda.
síli og sanna þar með, að
þau voru fær um að sjá
fyrir búi og börnum. —
Baeði sýndu þau mikinn
dugnað við sílaveiðina og
þar með var hjónavígsl-
unni lokið.
Nú liðu hveitibrauðs-
dagarnir í góðu gengi og
brátt fóru þau að leita sér
að hreiðurstað. Þau könn-
uðu vandlega allar eyj-
arnar og loks fundu þau
stað, sem þau voru ánægð
með. Tvær hellur höfðu
verið reistar á rönd og
hella lögð yfir, sem mynd
aði ágætt þak.
„Þetta er fínt hús“,
sagði Rikka og brosti.
„Já, hér kemst ekki
mávurinn að til að stela
eggjunum“, sagði herra
Bliki.
Frú Rikka fór strax að
reita dún af bringunni á
sér í hreiðrið og um
kvöldið var komið eitt
egg í það líka. Morgun-
inn eftir, þegar herra
Bliki vaknaði, voru kom-
in fjögur egg í viðbót, svo
að nú voru þau alls fimm.
S Herra Bliki fór nú nið-1
ur að sjó að sækja síli og
annað lostæti til að færa
frúnni. En hann kom fljót
lega til baka aftur, alls-
laus.
„Eg hefi slæmar fréttir
að færa“, sagði hann,
„mennirnir eru að koma.
Þeir munu ræna hreiðrið
okkar.“
„Við skulum láta sem
minnst á okkur bera“,
sagði Rikka. „Þú skalt
fara niður að sjó, af því
að þú ert mikið meira
áberandi en eg, sem lík-
ist steinunum hérna í
kring. Þá er ekki víst að
þeir finni hreiðrið."
Herra Bliki sá, að þetta
var satt og flýtti sér nið-
ur í fjöru. Þar beið hann
milli vonar og ótta, unz
mennirnir voru farnir.
Hann flaug nú hið skjót
asta heim til konu sinnar.
Hún sat á hreiðrinu og
var ákaflega hnuggin. —
Mennirnir höfðu fundið
hreiðrið og tekið mikið af
dúninum og tvö egg.
„Hvers vegna eru menn
irnir svona vondir að gera
okkur þetta?“ sagði Bliki.
„Eg heyrði að lítill
drengur var að tala við
einn manninn“, sagði
Rikka. „Hann var að
spyrja manninn, hvers
vegna þeir tækju dúninn
og eggin frá okkur fugl-
unum. En maðurinn sagði,
að þeir hjálpuðu okkur
nú líka með þvi að byggja
fyrir okkur hreiður, sem
máfurinn og veiðibjallan
gætu ekki stolið eggjum
og ungum úr. í staðinn
taka mennirnir dálítið af
dún og eggjum frá okkur,
en þeir ræna aldrei öllum
eggjunum eins og máfur-
inn myndi gera.“
Tíminn leið og þess var
ekki langt að bíða, að
Rikka hefði verpt nýjum
eggjum í stað þeirra, sem
tekin voru. Þeim tókst
líka fljótlega að bæta
dúni í hreiðrið. Aldrei
fóru þau svo frá hreiðr-
inu ,að þau breiddu ekki
dúninn vandlega yfir
eggin.
Það leið nú að því, að
ungarnir kæmu úr eggj-
unum. Æðarhjónin gátu
varla sofið fyrir tilhlökk-
un og voru alltaf að
hlusta eftir, hvort þau
heyrðu ekki tíst. Einn
morguninn um sólarupp-
rás brast í einu egginu og
lítið nef tísti í ákafa inni
fyrir. Rikka var yfir sig
hamingjusöm og var ekki
sein á sér að brjóta skurn-
ina, svo að unginn kæmist
út. Síðan fjölgaði óðum,
þar til alls voru komnir
fimm ungar.
Töfraskórnir
Tveim dögum síðar
héldu þau skirnarathöfn-
ina úti á víkinni. Þau
héldu af stað frá hreiðr-
inu með allan ungahóp-
inn á eftir sér. Það þurfti
ekki að hafa fyrir þvi að
kenna þeim að ganga.
Þeir hlupu af stað, hver
sem betur gat, duttu á
bringuna, en tóku sprett-
inn aftur. Brátt voru þau
komin út á vík. Ekki
þufti þá að kenna þeim
að synda frekar en að
ganga. Herra Bliki kall-
aði í ungana, þegar hann
sá síli og sagði þeim að
grípa þau. 1 fyrstunni
gekk það illa og sílin
sluppu, en með æfing-
unni komust þeir fljót-
lega upp á lagið.
Sumarið leið og ung-
arnir uxu og döfnuðu.
Æðarfjölskyldan var ham
ingjusöm í ríki sínu,
grænu eyjunum við vík-
urnar bláu.
Svarti svanurinn.
— ★ —
Skrítla
— Mér dettur ekki í
hug að borga yður græn-
an eyri fyrir þetta mál-
verk, sagði ríka frúin við
listmálarann. — Eg lít út
eins og fuglahræða!
— Það hefðuð þér átt
að athuga áður en þér
báðuð mig um að mála
yður!
— Eina ráðið til að
losna við þá, er að setja
þá á einhvern annan, svar
aði risinn. — Segðu mér
á hvern þú vilt helzt
koma þeim, og þá skal eg
gefa þér ráð.
— Eg vildi helzt koma
þeim á litla, andstyggi-
lega dverginn, svo að ég
gæti sent hann af stað til
tunglsins, sagði Villi.
— Ha, ha, ha, hló ris-
inn, hó, hó, hó. Þetta er
nú það bezta ,sem ég hefi
heyrt í mörg ár. Það væri
honum mátulegt, þeim
gamla þorpara. Taktu nú
vel eftir. Biddu þangað
til þú sérð, að dvergurinn
er sofnaður og laumaðu
þá þessum steinum niður
í skóna þína. Þá getur þú
farið úr þeim. Síðan
skaltu læðast til dvergs-
ins og setja skóna á hann.
En það verður að gerast
áður en þú getur talið
upp að tíu. Á eftir getur
þú skipað honum að fara,
hvert sem þér sýnist.
Skórnir munu þjóta af
stað með hann, hvort sem
honum líkar betur eða
verr.
— Þúsund þakkir, sagði
Villi alls hugar feginn og
stakk steinunum, sem ris-
inn rétti honum, í vasa
sinn.
Síðan kvaddi hann og
klifraði niður stigann og
ekki leið á löngu, þar til
[ hann var aftur kominn
til dvergsins. Hann var
einmitt að borða miðdeg-
ismatinn sinn og kastaði
harðri brauðskorpu til
drengsins.
— Nú ætla eg að fá mér
miðdegisblund, sagði
hann og lagði sig út af í
rúmið. Þegar þú hefur
borðað brauðið þitt, skalt
þú vekja mig. —
VILLA var allt of órótt,
til þess að hann gæti borð
að brauðskorpuna. Um
leið og dvergurinn fór að
hrjóta, lét hann steinana
góðu detta niður í skóna
og reyndi síðan, hvort
hann gæti komizt úr
þeim. Það gekk eins og í
sögu og Villi var ekki
seinn á sér, að læðast til
dvergsins. Hann byrjaði
að teíja, því að hann
mundi, að risinn hafði
sagt, að dvergurinn yrði
að vera kominn í skóna
áður en hann hefði talið
upp að tíu.
Einn, tveir, þrír, taldi
hann, meðan hann reyndi
að færa dverginn í skóna,
en honum til mikillar
skelfingar kom nú í ljós,
að fæturnir á honum
voru allt of stórir til að
komast í þá. Dvergurinn
hafði svo ógnarstórar
lappir, helmingi stærri en
fæturnir á Villa voru.
Framhald