Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. marz 1959
istoncTiisnr. AftiÐ
3
Stjórnmalaskóla VarSar slitið með
kaffikvöldi sl. sunnudag
Skólinn var mjög vel sóttur og þar voru
flutt 13 erindi. — Ákveðið að hefja
málfundi í haust
STJÓRNMÁLASKÓLA Varðar
var slitið sl. sunnudagskvöld með
sameiginlegri kaffidrykkju þátt-
takenda. Fóru skólaslitin fram í
Valhöil, félagsheimili Sjálfstæðis
manna.
Þátttaka í stjórnmálaskólanum
var mjög góð og kom fram mikill
áhugi manna á því efni sem fjall-
að var um í þeim 13 erindum sem
flutt voru. Efni erindanna var um
þau mál sem hæst ber í þjóðlíf-
Leiðrétting
HÉR í blaðinu birtist í fyrradag
á bls. 6 grein um kjördæmaskip-
unina, eftir Gunnar Þórðarson,
Grænumýrartungu. I upptalning-
unni aftarlega í greininni hafa
leiðréttingarlínur komið inn á
skökkum stöðum og stórbrenglað
efnið. Fara hér á eftir þeir kaflar
upptalningarinnar, sem um er að
ræða, leiðréttir:
Eyjafjarðarkjördæmi: 5 þm.
1527 kj. á þm. (Eyjafj.s. 3186-j-
Ak. 4451 = 7637 kjós.)
A. 811
B. 2142 2
C. 867 1
D. 2169 2
E. 58
F. 424
inu, svo sem stjórnlög og stjórn-
skipun hins íslenzka lýðveldis,
um ýmsar mikilvægar staðreynd-
ir um land og þjóð og efnahags-
starfsemina. Þá voru og flutt er-
indi um Sjálfstæðisstefnuna og
um andstæðinga Sjálfstæðis-
flokksins og loks voru erindi um
nokkra þætti þjóðmála, þ. e. um
skattamál, viðskiptamál, verka-
lýðsmál og félagsmál.
Á kaffikvöldinu sl. sunnudag
urðu talsverðar umræður um
þessa nýju starfsemi Varðarfé-
lagsins og tóku eftirtaldir menn
til máls: Jón Hjörleifsson, Gunn-
ar Bíldal, Halldór Briem, Hauk-
ur Eyjólfsson, Þorkell Sigurðs-
son og Axel Aspelund. Þá talaði
og Svavar Pálsson, viðskipta-
fræðingur. en hann var formað-
ur nefndar þeirrar, sem annaðist
undirbúning og framkvæmd
stjórnmálaskólans. Ólafur Björns
son, prófessor, en hann var einn
af fyrirlesurum stjórnmálaskól-
ans, tók einnig til máls. í þessum
umræðum var m. a. rætt um það
hvort Varðarfélagið ætti að efna
til málfunda og fræðslu í ræðu-
mennsku og fundarsköpum í
framhaldi af stjórnmálaskólan-
um. Voru menn á einu máli um
að mjög væri æskilegt að svo
yrði og var samþykkt að sú starf-
semi skyldi hefjast svo fljótt sem
auðið væri á hausti komanda.
Formaður Varðar, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, lögfr., ávarp
aði gestina að lokum og þakkaði
þeim þann áhuga, sem þeir hefðu
sýnt frá því fyrsta til hins síðasta
erindis. Einnig færði hann undir-
búningsnefnd stjórnmálaskólans
beztu þakkir fyrir frábærlega
vel unnin störf, en í þessari nefnd
áttu sæti Svavar Pálsson, viðsk-
fr., Þórður Kristjánsson, kennari,
og Gunnar J. Friðriksson, fram-
kvstj., Þorvaldur Garðar hvatti
menn til þess að notfæra sér sem
bezt þá fræðslu, er þeir hefðu
orðið aðnjótandi í stjórnmála-
skólanum í þeirri baráttu, sem
framundan væri við alþingis-
kosningarnar í sumar. Með því
að taka þátt í stjórnmálaskóla
Varðar hefðu þeir gert sig enn
hæfari til þess að standa í for-
ystusveit þeirra, sem berjast fyr-
ir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Að
lokum sagði hann stjórnmála-
skóla Varðar slitið.
48 hross flutt út um
helgina
SIÐASTLIÐINN laugardag voru
flutt út til Þýzkalands 48 hross
og fóru þau með Tröllafossi. —
Blaðið sneri sér í gær til útflutn-
ingsfyrirtækisins, Sigurður Hann
esson & Co. hf., og fékk þær upp-
lýsingar m. a. hvernig á þessum
útfiutningi stæði á þessum tima
árs. Með því að fullnægja viss-
um skilyrðum, er undanþága veitt
til útflutnings þessa. Þarf t. d. að
hafa hrossin á gjöf ákveðinn tíma
áður en flutningur fer fram. Öli
þessi hross voru feit og falleg,
enda hafa þau verið á gjöf frá
áramótum.
Mestur hluti þessara hrossa
verður seldur í Þýzkalandi, en
nokkur fara til Hollands og
Sviss. Yfirleitt eru þau á aldr-
inum 3 til 9 vetra, hryssur og
vanaðir hestar, flest allt tamið.
Hrossin eru víða að af landinu,
eða allt norðan úr Skagafirði og
sunnan af Rangárvöllum, auk
þess úr nágrenni Reykjavíkur og
ofan úr Borgarfirði.
LONDON, 23. marz. — Brezka
stjórnin hefur gefið út hvíta bók
um ástandið í Njassalandi. Segir
þar, að þjóðfrelsishreyfingin hafi
á leynifundi ráðgert að ráða
flesta hvíta menn í landinu af
dögum.
Villimannlegar árásir á
Hólmsbergsvita
Austf jarðakjördæmi: 5 þm.
1037 kj. á þm. (N-Múl. 1514 +
Seyðisfj. 479 + S-Múl. 3195 = 5185
kjós.
A. 326
B. 2339 3
C. 778 1
D. 879 1
E. 11
F. 47
Árnes- og Vestmannaeyjakjör-
dæmi: 5 þm. 1157 á þm. (Árness.
3447+Vm. 2307=5784 kjós.
Reykjaneskjördæmi: 5 þm.
1774 kj. á þm. (Gullbr.- og Kjós.
5718+Hf. 3154 = 8872 kjós.
2
Eru lesendur blaðsins, en þó
fyrst og fremst greinarhöfundur,
beðnir afsökunar á þessum hvim-
leiðu mistökum.
A. 611
B. 1508
C. 791
D. 1655
E. 154
F. 293
A. 2312
B. 569
C. 1291
D. 3207
E. 148
F. 412
/ jbrið/a s/nn hafa skemmdarverk
verib unnin á þessu mikilv^ega
leiðarmerki
KEFLAVÍK, 23. marz. — Á
Hólmsbergi, sem er miðj a vegu
milli Keflavíkur og Leiru,
stendur einn nýjasti viti
landsins. Var hann byggður
fyrir rúmum tveim árum, en
fýrst var kveikt á vitanum
fyrir réttu ári. Kom hann í
stað gamla Vatnsnesvitans,
sem þá var orðinn næsta
gagnslaus vegna mikillar
byggðar, sem risið hefir við
hann, þannig að ljósmerki
hans urðu lítt eða ekki greind
af hafi vegna „villuljósanna“
í kring.
★
Enda þótt Hólmsbergsviti sé
ekki eldri en þetta, á hann nú
þegar að vissu leyti nokkuð
raunalega sögu, því að hann hefir
hvað eftir annað orðið fyrir hin-
um fólskulegustu árásum. —
Þegar skömmu eftir að byggingu
hans lauk, en áður en hann var
tekinn í notkun, heimsóttu hann
einhverjir lítt hugsandi menn,
sem notuðu hann fyrir skotmark.
Var hurð vitahússins þá skemmd
mjög mikið af riffilskotum og
gluggar brotnir. Var þegar sagt
frá illvirki þessu hér í blaðinu.
Fékk þá vitinn að vera í friði
nokkurn tíma.
í fyrravor var svo aftur ráðizt
að Hólmsvergsvita. Var þá jafn-
vel skotið á sjálft ljóskerið, svo
það brotnaði nokkuð, og sjálf
ljóslinsan skaddaðist lítils hátt-
ar. — Og nú hafa einhver þokka-
menni enn séð ástæðu til þess
að ofsækja þetta mikilvæga leið-
armerki.
Nú fyrir helgina talaði Sigur-
bergur Þorleifsson, vitavörður á
Garðskaga, við mig (en hann hef-
ir einnig umsjón með Ilólms-
bergsvita) og tjáði mér, að enn
á ný hefði verið unnið skemmd-
arverk á vitanum, að þessu sinni
ekki með skotvopnum heldur
grjótkasti. Gluggarnir í vitahús-
inu eru með þykku, tvöföldu
gleri. Hefir einn þeirra verið
mölbrotinn, svo hann stendur op-
inn, en glerið í öðrum sprengt.
— Kvað Sigurbergur þetta geta
haft alvarlegar afleiðingar. Ef
stórviðri gerði gæti myndazt svo
mikill súgur í vitanum vegna
opna gluggans ,að ljósið slokkn-
aði, en gasljós er í vitanum.
★
Sigurbergur sagði, að spor
hefðu sézt utan við vitahúsið, og
sýndu þau, að hér gætu börn
tæplega hafa verið að verki. —
Vitinn er ekki undir stöðugri
gæzlu, heldur hefir Sigurbergur
á Garðskaga umsjón með hon
um, sem fyrr greinir, og kemur
þangað aðeins einu sinni í viku
til eftirlits. Hafa því óþokkarnir
getað stundað iðju sína, án þess
að til þeirra sæist. En það væri
óskandi, að þeir „óvitar“, sem
haldnir eru slíkri skemmdar-
fýsn, veldu sér a. m. k. eitthvað
lítilvægara en leiðarljós sjó-
manna, ef þeir þurfa endilega að
skeyta skapi sínu á dauðum
hlutum.
Hin tvö fyrri mál hafa verið
til rannsóknar hjá sýslumannin-
um í Hafnarfirði, en ekki hefir
enn tekizt að upplýsa hver eða
hverjir eru valdir að skemmdun-
um. — Þessi síðasta árás á vitann
mun verða tekin til rannsóknar
hið skjótasta.
★
Þess má geta í þessu sambandi,
að í ráði er að auka Ijósmagn
Hólmsbergsvita og setja í hann
rafmagnsljós, en þar sem veg-
laust er að vitanum og færð hefir
verið slæm, hefir ekki verið hægt.
að koma þessu í framkvæmd enn.
Mun það gert, svo fljótt sem að-
stæður leyfa.
— Ingvar.
STAKSTEINAR
Niðurlæging
Framsóknar“
Hinn 6. marz sl. birtist í Vest-
urlandi grein, sem nefnist „Vopn-
in snerust í hendi Framsóknar".
Þar segir m. a. um V-stjórnina:
„ÖU áform hennar mis-
tókust hrapallega, og öngþveiti
ríkti í efnahagsmálunum. HvaS
sagði svo Framsóknarflokkurinn
þegar hann hafði gefizt upp?
Jú, hann átti til eitt ráð. Þaí
ráð var að Sjálfstæðisflokkurinn
kæmi í stjórn ásamt þeim öllum
sem uppgefnir voru. — Það átti
að koma á þjóðstjórn. Flokkur-
inn, sem átti að uppfæta, varð að
lokum eina haldreipið. Framsókn
hafði skilizt að hún gat ekki
stjórnað landinu, og það varð aS
fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn.
Er hægt að hugsa sér ömur-
legri niðurlægingu fyrir stjórn-
málaflokk en þessa niðurlæg-
ingu Framsóknarflokksins. Enda
er svo komið að sanngjarnir
Framsóknarmenn viðurkenna aS
mjög illa hafi tekizt til“.
„Sjálfstæðisflokkurinn
segir satt“
Síðar í sömu grein segir:
„Þjóðin metur það sífellt bet-
ur og betur, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur sagt henni satt í hví-
vetna um ástandið í landinu, á
sama tíma og aðrir stjórnmála-
flokkar hafa skrökvað. Sjálf-
stæðisflokkurinn lofar ekki gulli
og grænum skógum, hann lofar
aftur á móti að gera sitt bezta
til þess, að þjóðin komist út úr
þeim efnahagsörðugleikum, sem
nú er við að stríða, og byggja
það upp, sem hrunið hefur, og
halda svo áfram götuna til góðs“.
„Verða þeir þá
gagnslausiir“
Undir þessari fyrirsögn birti
Fylkir í Vestmannaeyjum hinn
13. marz sl. grein, þar sem segir:
„Allur er þessi málflutningur
þeirra Framsóknarmanna orðinn
svo aumlegur og rökþrota, að
furðu gegnir. Þeir tala um hin
auknu áhrif þéttbýlisins og skað-
semi þeirra, en í sömu andránni
tala þeir um þörfina á því að
breyta þar eitthvað til. Er hið
síðara í fullu samræmi við þær
hugmyndir, sem fram hafa kom-
ið frá þeim að stofna tvö ný kjör-
dæmi, Kópavog og Neskaupstað.
Er það víst til að auka jafnvægið
» byggð landsins!
Annars er það furðulegt, til
hvers þeir Framsóknarmenn ætl-
ast, að menn trúi. Er þeim alvara,
er þeir halda því fram, að stærri
kjördæmi verði til að draga
úr áhrifum dreifbýlisins? Ef svo
er, halda þeir því fram, vitandi
eða ekki vitandi, sennilega þó hið
síðara, að hlutur Vestfirðinga
verði minni við það, að Hermann
Jónasson verður væntanlega eft-
ir hinni nýju skipan einn af þing-
mönnum allra Vestfjarða, en
ekki Stranda einna saman. Á
sama hátt hlýtur hlutur Aust-
firðinga að rýrna stórlega við
það, að Eysteinn Jónsson verður
eftir nýja skipulaginu þingmaður
allra Austfjarða — Seyðisfjarðar
líka — en ekki bara Sunnmýl-
inga einna. Ef þeir halda fast við
kenningar sínar, kveða þeir upp
þann dóm, að Vestfirðingum sé
betur borgið, þegar Hermann
berst fyrir Strandamenn eina, en
ef hann gæti barizt fyrir Vest-
firðinga alla, hlutur Austfirð-
inga verði lakari við það, ef Ey-
steinn berst fyrir Austfirðinga
alla, en ekki fyrir Sunnmýlinga
eina. í þessum staðhæfingum
Framsóknarmanna er fólgið svo
mikið vantraust á þessa menn,
-------að engu tali tekur".