Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 24. marz 1959 MORCUMILAÐIÐ 23 Hörð keppni í fyrstu um ferðum Skákþingsins Fjórða umferð tefld í kvöld SKÁKÞING íslands 1959 hófst sl. laugardag. — Röð keppenda 1 landsliðsflokki er þannig: 1. Haukur Sveinsson, 2. Jón Kristjánsson, 3. Ingimar Jónsson, 4. Ingvar Ásmundsson, 5. Ólafur Magnússon, 6. Þórir Sæmundsson, 7. Jón Guðmundsson, 8. Ingi R. Jóhannsson, 9. Halldór Jónsson, 10. Reimar Sigurðsson, 11. Kári Sólmundarson, 12. Benóný Bene- diktsson. f fyrstu umferð, sem tefld var Engitin tók á móti H. C. Hansen þegar hann kom hér við • KEFLAVÍKUDFLUGVELLI, 23. marz. — Síðdegis á sunnudaginn kom hér við Cloudmasterflugvél frá norrænu flusamsteypunni SAS. Hafði flugvélin tafizt mjög mikið á leið sinni vestur um haf, en meðal farþega var H. C. Han- sen, forsætisráðherra Dana, og kona hans. Þegar flugvélin kom hingað var hún orðin um það bil 12 klst. á eftir áætlun. Hún hafði fyrst tafizt á Kastrupflugvelli vegna vélbilunar. Flugvélin hafði svo orðið að koma vjð í Prestvík, einnig vegna vélabilunar og þar tafðist flugvélin svo lengi að far- þegar urðu að gista þar. Hér á flugvellinum var enginn af heimamönnum til að taka á móti forsætisráðherranum og enginn starfsmaður frá sendiráði Dana, enda mun viðkoma flug- vélarinnar hér hafa verið ákveð- in með skömmum fyrirvara. For- sætisráðherrann hafði verið í bezta skapi. í þessari Ameríku- för sinni er hugmyndin að hann leggi hornstein að nýrri sendi- ráðsbyggingu Dana í Washington og þá mun forsætisráðherrann og frú hans verða viðstödd brúð- kaup dóttur Hans Hedtofts, for- sætisráðherra, sem látinn er fyr- ir nokkrum árum, en hann var fyrirennari H. C. Hansens. Flug- vélin hafði hér klukkustundar- viðdvöl og var næsti áfangi leið- arinnar Labrador. — B. Þ. — Tibef Frh. af bls. 1. kommúnista reyndar hina sömu víðs vegar annars staðar. Komm únistum hefði ekki tekizt að kuga Tibetbua ---- og nú vaíri helzta ráð þeirra fyrrnefndu að flytja Kínverja í stórum stíl til Tíbet þar til þeir innfæddu yrðu sjálfir í minnihluta i eigin landi. I. Kvartaði Nehru m. a. yfir því, að kínverskir koinniúnistar héldu áfram að dreifa landabrófum þar sem stórir sliikar Indlands i fjöll- unum væru innlimaðir í Kina. — Indverjar hefðu hvað eftir annað mótmælt, en árangurslaust. Þá sagði hann dæmi þcss, að liðssveit- ir kommúnista hefðu setzt að inn- an indversku landamæranna á nokkrum slöðum, þegar Ianda- mæravörzlulið Indverja hefði hald- ið tU byggða yfir háveturinn. ★ Var umræðu um málið krafizt f þinginu, en þingforseti hafnaði, sagði innanríki&mál annar« ríkis aldrei rætt á Indiandsþingi. Aðrar heimildir eru taldar fyrir því, að hersveitir Kínverja í Lhasa hafi beitt slór&kotaliði og hríðs- skotabyssum gegu Tíbctbúum — og hafi Kínverjar brennt tvö klaust ur í borginni til kaldra kola. Samkvæmt heimildum indverska utanrikisráðuneytisins mun eitt- hvað lát bafa orðið á skothriðinni í dag. á laugardaginn, urðu úrslit þessi: Ingi R. vann Ólaf — Ingvar vann Halldór — Jón M. Guðmundsson vann Þóri — Jón Kristjánsson vann Kára — Haukur vann Benóný — Ingimar vann Reimar. Önnur umferð var tefld á sunnudaginn og fóru leikar þannig: Ingi R. vann Þóri Ingvar vann Reimar — Ingimar vann Kára — Halldór vann Ólaf — Haukur og Jón Kristjánsson bið- skák. Efstir í meistaraflokki eru Jónas Þorvaldsson, Bragi Þor- bergsson, Stefán Briem, Þórður Jörundsson og Karl Þorleifsson. f gærkvöldi var þriðja umferð tefld á skákþinginu, en úrslit voru ekki kunn, er blaðið fór í prentun. — Fjórða umferð verð- ur tefld í kvöld í Breiðfirðinga- búð, og heldur mótið síðan áfram næstu kvöld og fram yfir páska. Stúdentakór frá Heidelberg í heimsókn hér í FYRRAMÁLIÐ er væntanleg- ur hingað til lands stúdenakór frá hinum gamla háskólabæ Heidelberg í Þýzkalandi og mun kórinn að öllum líkindum syngja hér tvívegis á vegum Stúdenta- ráðs Háskóla fslands. í kór þessum, sem er blandað- ur, eru 30 stúdentar. Þeir hafa ferðazt um Bandaríkin um 2ja mánaða skeið að undanförnu og víða efnt til söngskemmtana við góðar undirtektir. Heimleiðis heldur kórinn á föstudagsmorgun. Eindæma veður- blíða á Héraði EGILSSTÖÐUM, 23. marz. — Hér um slóðir er nú einmunatíð, og hefur svo verið um alllangt skeið. Má segja, að veðráttan sé nánast eins og að sumarlagi, því að oft hefur verið 8—10 stiga hiti um nætur. Hinn erfiði vegur yfir Fjarðar- heiði, sem venjulega er ófær um þetta leyti árs, er nú víðast hvar kominn upp úr gaddinum og hef- ur jafnvel verið farinn af fólks- bílum. Mun það vera einsdæmi á þessum tíma. — Aðrir vegir eru flestir vel færir og í svipuðu ástandi eins og oftast gerir í maí. Snjór er nú því nær horfinn í byggð víðast hvar. Minnast menn hér yfirleitt ekki slíkrar veður- blíðu á þessum árstíma. — A. B. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. leyfa honum að gera neitt upp á eigin spýtur. Loks tók Brando sér fyrir hendur að sýna leikar- anum Larry Duran, hvernig hann ætti að detta niður af kletti, með þeim afleiðingum að hann fót- brotnaði og illkvittnar tungur sögðu að eftir það hefði hann setið með fótinn í gipsi og stjórn- að læknunum. En þegar Brando heyrir að fólki finnst erfitt að gera honum til hæfis, segir hann bara ofur sak- leysislega: — Hvert orð og hver einustu blæbrigði eru mikilvægt atriði. Og svo bætir hann því við að hann muni ekki síður verða kröfuharður og smámunasamur næst, þegar hann kvikmyndar „Drauminn um Orfeus“. eftir Tennessee Williams. En það kemst hann vafalaust ekki upp með, segja menn í Hollywood. Þá verða sjálfsagt takmörk fyr- ir því hvað hann getur leyft sér, því aðalhlutverkið leikur ítalska „eldfjallið" Anna Magnani, og hún er ekki vön að láta vaða of- an 1 sig. Innilega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og öðrum vinum, sem glöddu mig með heillaóskum og gjöf- um í tilefni af 70 ára afmæli mínu. Guð blessi.ykkur öll. Eltn Magnúsdóttir, Súgandafirði. Vegna iaroarfara verða skrifstofur vorar og vörugeymslur lokaðar miðvikudaginn 25. þ.m. Harpa hf. Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð og að- stoð við andlát og jarðarför konunnar minnar, GUÖRÚNAR H. BÆRINGSDÖTTUR, Kirkjubóli. Jóhann Sigurðsson og börnín. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, ÞOIiDAK JÓHANNESSONAR, járnsmiðs. Sveinbjörg Halldórsdóttir, börn og tengdadætur. Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð við fráfall ÞORKEUS ÁRNASONAR, sem fórst með bv. Júlí. Sigriður Guðbrandsdóttir, Guðbrandur E. Þorkelssou, Kristbjörg Sigurðardóttir, Árni Guðnason. GUÐMUNDUR LOFTSSON fyrrv. skrifstofustjóri í Landsbankanum, andaðist á Elliheimilinu í Hveragerði 22. þ.m. Bálför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. apríl n.k. kl. 13,30. Aðstandendur. Faðir okkar HAIXDÓR ÞÖRÐARSON andaðist að Elliheimilinu Grund 21. þ.m. Fyrir okkar hönd og annarra skyldmenna. Guðbjöm S. Halldórsson og Bjarni Þ. Halldórsson. LÁRA ÖLAFSDÓTTIR Njálsgötu 8C, sem andaðist 15. þessa mánaðar verður jarðsungin að Stóra-Núpi miðvikudaginn 25. þessa mánaðar klukkan 2. Kveðjuathöfn fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. þessa mánaðar klukkan 1,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Vandamenn. Útför ÖLAFAR ÁGÚSTSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikud. 25. marz kl. 2. Blóm vinsamlegast afbeðin. Athöfninni verður út- varpað. Gtinnhildur Eyjólfsdóttir, Ágúst Eyjólfsson, Þórheiður Jóhannsdóttir, Ölöf Snælaugsdóttir. Faðir minn LUDVIG ARNE EINARSSON málarameistari, Vesturgötu 45, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 25. þ.m. kl. 10,30 árdegis. Blóm eru afbeðin, en þeir, sem vilja minnast hins látna, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Athöfninni verður útvarpað. Guðmundur Ludvigsson og fjölskylda. Útför konunnar minnar ÞÓRU PÉTURSDÓTTUR sem andaðist 17. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 25. þ.m. kl. 1,30 Ingjaldur Þórarinsson Hjartans þakkir til allra er' sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við hið sviplega fráfall eiginmanns míns föður og sonar okkar SVEINBJÖRNS FINNSSONAR sem fórst með vitaskipinu Hermóði. Sérstaklega vilj- um við færa konum í „Hrönn“ þakkir fyrir vinarhug þeirra. Agnes Egilsdóttir, Halla Halldórsdóttir, Finnur Sveinbjörnsson, Finnur Sveinbjörnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÖNNU G. ÞORKELSDÓTTUR prófastsekkju frá Mosfelli. Svanlaug Einarsdóttír, Anna S. Þorsteinsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir og sonur ÓLAFUR HELGI GUÐMUNDSSON andaðist í sjúkrahúsi Siglufjarðar 21. marz. Jarðarförin ákveðin síðar. F. h. systkina og annarra vandamanna. Jóhanna Þórðardóttir, Sigurlína og Guðinundur Jónsson. Þökkum hjartanlega sýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar, tengdamóður og systur GUÐNÝJAR EGILSDÓTTUR Ástríður Ólafsdóttir, Sigurður Kristmundsson, Árni Ágústsson, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Egilsdóttir. Við þökkum hjartanlega öllum er veittu okkur aðstoð og hluttekningu við andlát og útför sonar okkar MAGÚSAR HJARTAR STEINDÓRSSONAR frá Teigi. Oddný Hjartardóttir, Steiiulór Kr. Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.