Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. marz 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 Við viljum leiðrétta ranglœti, sem er hœttu legt þingrœði og lýðrœði í landinu Það eru samofnir hagsmunir dreif- býlis og þéttbýlis Framsögurœða Jóhanns Hafstein um dœmamálið á Landsfundi Sjálfstœðisflokksins Og loksins vil ég minna á eitt síðasta vitnið úr blaði Alþýðu- bandalagsins eða Þjóðviljanum, kjör- Þ- 8- íúní 1956’ Þar sem segir svo: 1 „Menn eru dæmdir í refsing- ar fyrir að brjótast inn í hús og stela f jármunum og Timinn og Alþýðublaðið fordæma að vonum slík lögbrot. En hvað eru slíkir atburðir hjá því, að ætla sér að ræna þjóðina sjálfsákvörðunarrétti sínum í kosningum, svifta þjóðina því valdi, að ákveða hverjir fari með stjórn landsins?“ . skurði löglegra, opinberra stjórn- valda. Og það er meira en það, það er háskaleg árás á lýðræðið í landinu og réttlæti í opinberu lífi! Ef Framsóknarflokknum þóknazt að stofna Hræðslubanda- lag nú eða síðar, eða m. ö. o. að stofna til athæfis, sem aðrir telja ólöglegt, eða a. m. k. athugavert, þá er það að dómi Framsóknar árás á lýðræðið í landinu að skjóta því undir úrskurð dóm- stóla og þar til bærra stjórnar- valda, hvort þetta séu lög eða ekki lög ! Þetta lýsir meira en margt ann- að hugarfarinu í herbúðum þessa flokks! Þetta er ófögur siðfræði. Ágætu landsfundarfulltrúar! í UPPHAFI máls míns vil ég víkja að því, að ég hefi áður ver- ið í mörgum nefndum á Lands- fundum, fyrr og síðar. Það er rétt að í meginatriðum hafa menn oft- ast verið sammála, en stundum hefur menn að sjálfsögðu greint á í nefndunum. Ég held, að ég megi segja, að ég hafi ekki verið í neinni nefnd á Landsfundum, sem jafn góð og mikil eining hef- ur verið í eins og einmitt um kjördæmamálið nú í kjördæma- nefnd. Ég þakka þess vegna nefndarmönnum sérstaklega fyrir hið ágæta samstarf. Hræðslubandalagið orsök þess, að breyting er óhjákvæmileg í kjördæmanefndinni kom fram þessi spurning: Af hverju er þetta mál endilega á dagsskrá nú? Af hverju var það ekki fyrr á dags. skrá eða mátti bíða? Svarið við þessari spurningu er áreiðanlega fólgið í því, að Hræðslubanda- lagið, sem Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn stofnuðu til við síðustu kosningar. opnaði augu manna betur en nokkru sinni áður fyrir því, að breyting- ar á kjördæmaskipun landsins og kosningatilhögun væri óhjá- kvæmileg. Ég minni á, að í síðustu kosn ingum fordæmdu 66,1% kjós- enda þetta bandalag, þ. e. kjósendur Sjálfstæðisfl., Al- þýðuflokksins og Þjóðvarnar- flokksins. Kjósendur fólu Sjálfstæðis- flokknum forustuna: Ég vil leyfa mér að minna á kosningaúrslitin í síðustu kosn- ingum. Það lá við að Hræðslu- bandalaginu mundi heppnast til- tæki sitt. Hræðslubandalagið fékk 25 þingmenn af 52 á liðlega þriðjung kjósendanna. En ef við lítum á kosningaúrslitin í heild, þá mundi hver maður segja, að eftir venjulegum þingræðis- og lýðræðisreglum var það vitaskuld Sjálfstæðisflokkurinn, sem af kjósendunum var kjörinn til þess að verða forustuflokkur í stjórn landsins eftir kosningarnar. Ég byggi þetta m. a. á eftirfarandi: Hræðslubandalagið þ. e. a. s. Framsóknarflokkurinn og Alþýðu flokkurinn samanlagt fengu 28 þúsund atkvæði í síðustu kosn- ingum á móti 29 þúsund í kosn- ingunum næstu þar á undan, eða þeir fengu 31,8% samanlagt á móti 37,5% í kosningunum á und- an. Sjálfstæðisflokkurinn fékk hins vegar 35 þúsund atkvæði einn á móti 28.700 atkvæðum í kosning- unum næstu þar á undan. Eða 42,4% á móti 37,1% í kosningun- um áður. Sjálfstæðisflokkurinn jók hlut- fallslega fylgi sitt í 19 kjördæm- um á öllu landinu, en tapaði hlut- fallslega í 9 kjördæmum. En Hræðslubandalagið, eða Fram- sókn og Alþýðuflokkurinn tapaði hlutfallslega fylgi í 20 kjördæm- um, en í 8 kjördæmum aðeins jók það við sig hlutfallslega. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík einni fékk 16.928 atkvæði eða rúmlega meirihluta atkvæða og 5 þingmenn kosna. Hann var með þessu móti orðinn stærri í Reykja vík einni heldur en Framsóknar- flokkurinn á öllu landinu. Og hann var líka stærri í Reykjavík heldur en Alþýðuflokkurinn i öllu landinu. Framsóknarflokkur- inn fékk aðeins tæp 13 þúsund atkvæði og Alþýðuflokkurinn rúm 15 þúsund atkvæði. Og Sjálf- stæðisflokkurinn eykur fylgi sitt í Reykjavík 1956 frá síðustu kosn- ingum um 38% en Hræðslubanda- lagið tapaði í Reykjavík 16,6% Ailar þessar tölur staðfesta það, sem ég sagði, að eftir venjulegum þingræðisreglum hafði kjósandinn ákveðið, að það væri Sjálfstæðisflokkur. inn, sem ætti að hafa forust- una í stjórnmálum landsins eftir kosningarnar. Þetta varð ekki, eins og menn muna, og vegna þess að bæði Hræðslubandalagið og Alþýðu- bandalagið svíkja gefin loforð og fyrirheit eftir kosningarnar. Kommúnistar keyptir fyrir ráð- herrastóla Ég sagði áðan að 2/3 kjósenda hefðu greitt atkvæði á móti Hræðslubandalaginu. Mjög skel- eggar yfirlýsingar liggja fyrir um það fyrir kosningarnar, hvernig litið var á þetta bandalag af Al- þýðubandalaginu eða kommúnist- unum, sem síðar urðu stjórnar- flokkur. Þeir sögðu 5. júní í Þjóðviljan- um: „Tilraun Hræðslubandalags. ins að fara í kring um stjórnar skrá landsns og hrifsa til sín mun fleiri þingsæti en því ber, hefur vakið fordæmingu. Er bröltið með atkvæðaverzlun Eysteins Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar orðið upplýst hneyksli. Þeir sögðu ennfremur, þann 30. maí 1956, í sama blaði: „Nú hefur sem kunnugt er verið búin til áætlun um stór- felldari misbeitingu á göllum kosningalaganna en dæmi eru til áður. Framsóknar leiðtogarnir hafa fengið með sér í brallið hægri klíku Alþýðuflokksins, sem var þess ómegnug að ganga til kosninga ein og ó- studd og horfðist í augu við feigð sína. Bjuggu þessir aðilar til áætlun um að reyna að ræna meirihl. þingmanna út á mikinn minnihluta kjósenda. Skyldi Framsóknarflokkurinn hirða eins marga kjórdæma- kosna þingmenn og unnt væri út á lágmark atkvæða, en Al- þýðuflokkurinn hremma sem flcsta uppbótarþingmenn og fá í því skyni afhent 5—6 þúsund Framsóknaratkvæði. Auðvitað var hér um að ræða beint brot á anda og til- gangi stjórnarskrár og kosn- ingalaga, og sýnir tiltækið hversu fjarlægir ráðamenn Hræðslubandalagsins eru orðn ir undirstöðuatriðum lýðræðis- ins“. Og ennfremur segir í sama blaði þ. 29. júní ’56: „I stað þess að flokkarnir berjist fyrir því að vinna skoð- unum sinum fylgi á jafnréttis. grundvelli og dómur kjósenda sé úrslitaorðið, er nú keppzt við að hugsa upp brellur og hrekkjabrögð, tii þess að stela þingmönnum þvert gegn vilja kjósendanna. Slíkar aðstæður eitra stjórnmálalífið á íslandi og gera það að fullkomnum skrípaleik, og við svo búið má ekki lengur standa". Ég sagði að dómur kjósendanna að 2/3 hlutum hefði fordæmt Hræðslubandalagið og ég hefi því vitnað í ummæli kommúnistanna, Alþýðubandalagsins, um þetta Hræðslubandalag fyrir kosningar. Hitt þarf svo ekki að fara um mörgum orðum, að þegar í boði voru ráðherrastólar fyrir komm- únista, þá átu þeir ofan í sig öll stóryrðin og sviku gefin fyrirheit. Siðfræði Framsóknar: En það er eitt atriði enn, sem mig langar til að vekja athygli á í sambandi við Hræðslubandalag- ið. Atriði, sem mér finnst að hafi engan veginn verið gefinn nógu mikill gaumur. Þegar umboðs- menn Sjálfstæðisflokksins í Landskjörstjórn kæra athæfið fyr ir henni hafa sjálfsagt flestir ætl- að sem svo, að taka yrði þetta mál til dóms og úrskurðar og bíða eftir því, hvað úrskurðað yrði. En áður en það var gert sagði Tím- inn, málgagn Framsóknarmanna eftirfarandi: „Atferli Sjálfstæðisforingj- anna er meira en tilraun til ofbeldisverka á þeim andstöðu flokkum íhaldsins, sem það óttast mest. Það er um leið háskaleg árás á lýðræðið í land inu og réttlæti í opinberu lífi“. Að dómi Framsóknarmanna er það með öðrum orðum tilraun til ofbeldisverka að óska eftir úr- Framsókn í skjóli herfilegs ranglætis Þegar Hræðslubandalagið hafði opnað augu manna fyrir því, hversu ábótavant kjördæmaskip- un okkar var fóru menn að hugsa meira um, hvað við hefðum búið við. Þá athuguðu menn, að Sjálf- stæðismenn höfðu setið á þingi ár eftir ár með Framsóknarmönn- um. Sjálfstæðismenn höfði* verið um 20, stundum minna. Fram- sóknarmenn höfðu verið þetta 16, 17 og 18. Svona hafði þetta geng- ið. Hvernig stóð á þessu, að þetta var látið ganga svona til? Fram- sóknarmenn eru núna á þingi 17. Við sitjum þarna 19 Sjálfstæðis- menn við hliðina á þessum mönn- um. Hvað ættum við að vera margir, ef réttlæti ríkti í landinu? Þá ættum við Sjálfstæðisþing- mennirnir að vera 46! 46 við hlið- ina á þessum 17 Framsóknar- mönnum, en við erum 19! Sósíalistarnir, hvað ættu þeir að vera margir? Þeir sitja 8 við hliðina á þessum 17 mönnum. Þeir ætu að vera 21 á móti þesum 17! Alþýðuflokksmenn, hvað ættu þeir að vera margir? Þeir ættu að vera 21, við hliðina á þessum 17. Með öðrum orðum, ef við hefðum löggjafarsamkomu, er teldi 105 fulltrúa, væru rétt hlutföll samkvæmt úrslitum síðustu kosninga, að Framsókn arflokkurinn hefði 17, Alþýðu-, flokkurinn 21, Kommúnista, flokkurinn 21 og Sjálfstæðis- flokkurinn 46 þingmenn. Þetta er það sem að við höfum búið við að Framsóknarflokkur- inn hefur öll þessi ár verið um það bil jafn sterkur og Sjálfstæð- isflokkurinn á þingi, þó að kjós- endatala hans sé aðeins þriðjung- ur eða rúmlega það á við kjós- endur Sjálfstæðisflokksins. Alls staðar misrétti hvar sem litið er: Það er ekki nóg, að slíkt rang- læti sé til í okkar kjördæmaskip- un, heldur ósamræmið alls stað- ar, hvar sem að litið er. Á milli einmenningskjördæmanna er mig réttið ekki síður áberandi: Á Seyðisfirði eru 426 kjósendur á kjörskrá á bak við einn þing- mann, en — í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru 7.515 kjósendur á bak við einn þingmann. í Dalasýslu 703, A-Skaftafellssýslu 749, Stranda- sýslu 800 rúmlega og Vestur- Húnavatnssýslu rúmlega 800 kjósendur bak við einn þing- mann, Þó verður þetta ennþá verra, þegar uppbótarsætin koma til, í mörgum tilfellum. Það er t. d. eftirtektarvert, að í alþingiskosningunum 1949 þá koma 6 þingmenn, að uppbótar- þingmönnum meðtöldum, á 3 minnstu einmenningskjördæmin í landinu, Seyðisfjörð, Austur- Skaftafellssýslu og Dalasýslu, með samtals 1984 atkvæði eða kjósendur. En aðeins einn þing- maður t. d. í strjálbýlu einmenn- ingskjördæmi eins og 'Suður- Þingeyjarsýslu, sem telur 2380 kjósendur! Sams konar er ranglætið i stærri kjördæmunum, þar sem hlutfallskosningar eru við hafðar. í Norður-Múlasýslu eru 737 kjós- endur á kjörskrá á bak við hvern þingmann. í Reykjavík 4700, Ár- nessýslu 1791 og Rangárvallasýslu 889. Það er næstum því sama hvar niður er gripið að misréttið er alls staðar í okkar núverandi kjördæmaskipun. Og ef við lítum á það, hvað litlu getur munað, hvernig lög- gjafasamkoma okkar er skipuð og hverjir ráða stjórnmálastefnu í landinu, þá sjáum við, að Sjálf- stæðisflokkurinn þurfti ekki í síð ustu kosningum að vinna nema 138 atkvæði í tilteknum kjördæm um til þess að bæta við sig 7 þingsætum. Og í alþingiskosning- unum 1953 þurfti Sjálfstæðtis- flokkurinn á sama hátt aðeins að bæta við sig 86 atkvæðum til að bæta við sig 5 þingsætum. Andstæðingar okkar hafa stundum vitnað til þess, að við Sjálfstæðismenn höfum hampað þessu og það eigi að vera vitnis- burður um, að við séum ekki rétt- látari en þeir. Við viljum inn- leiða ranglæti í landinu. Með öðrum orðum fá meirihluta á Al- þingi með minni-hluta kjósenda. Við ósku’ ,1 þess ekki. En við höf- um bent á þessar staðreyndir til þess að leiða athygli að því, hversu meingölluð kjördæma- skipun okkar er. Afstaða Sjálfstæðismanna Ég vil leyfa mér að fara nokkr- um orðum um undirbúning þessa mikla máls í þingflokki Sjálf- stæðismanna. Eftir síðustu Alþingiskosningar tók þingflokkurinn þetta mál til sérstakrar athugunar, af því að honum var ljóst, eins og öðrum, að við svo búið var ekki hægt að una. Þingflokkurinn vann mjög ýtarlega að þessu máli haustið 1956 og aftur síðar á þessu kjör- tímabili og enn á ný, sérstak- lega á liðnu hausti. Þingflokkn- um var ljóst að hann vildi ekki hreifa þessu máli eða taldi það Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.