Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 6
6
MORCUMtLAÐIÐ
Þriðjudagur 24. marz 1959
Af sjónarhóli sveitamanns
Þórbergur Þórðarson
Nokkur fútækSeg þokkurorð
EINU sinni átti ferðamaður leið
um afskekkta sveit. — Var það
annars ekki Þorvaldur Thorodd-
sen? Hann varð samferða bónda
einum, og tóku þeir tal saman og
ræddu stjórnmál. Þá voru ekki
liðnir margir áratugir frá endur-
reisn Alþingis. Bóndinn viðist
hafa haft takmarkaða trú á
gagnsemi þeirrar samkundu, því
að þar kom ræða hans, að hann
sagði: „Mundi nú ekki kóngur-
inn, ef við bæðum hann vel, losa
okkur við þetta Alþing“? Líklega
hefur þessi bóndi aldrei komið
sinni góðu bón á framfæri við
hans hátign. A. m. k. hef ég
aldrei heyrt að bænaskrá þess
efnis hafi verið send til kon-
ungs.
— O —
En þessi saga rifjaðist upp fyr
ir mér einhvern tíma í vetur. Þá
var Alþingi, það sem enn situr,
búið að vera allmargar vikur að
störfum, ef „störf“ skyldi kalla.
Inni í stofu hjá mér situr bóndi,
mikill dugmaður til allra verka
og afkastamaður eftir því. — Það
er komið kvöld, og það er verið
að segja þingfréttir í Útvarpinu.
Það tekur ekki nema örfáar mín-
útur, og þær bera það með sér,
að þingfundir þennan daga hafa
staðið litlu lengur, heldur en
þann tíma, sem það tók þulinn
að segja hinar fáskrúðugu þing-
fréttir. Bóndinn varð hugsi um
stund. Svo sagði hann, eiginlega
fremur við sjálfan sig heldur en
við mig: „Til hvers í ósköpunum
er verið að kalla saman þetta Al-
þingi“.
— O —
Mér er þessi setning bóndans
minnisstæð. Og þegar farið er að
kryfja hana til mergjar, er meira
í henni heldur en orðin gefa til
kynna í fljótu bragði. Það, sem
hún sýnir okkur fyrst og fremst,
er sú megna vantrú, sem bónd-
inn hafði á þessari elztu og virðu
legustu stofnun þjóðarinnar.
Hann mun að vísu ekki hafa gert
sér grein fyrir því, hvað mundi
taka við, ef Alþingi væri ekki
kallað saman. En honum mun
hafa verið það ljóst, að aðgerðar
leysi og fullkomið úrræðaleysi
þessarar samkundu á s.l. hausti
var á góðri leið með að leiða þing
ræðið í landinu í glötun. Þess
vegna var það satt að segja
engin furða, þótt bóndinn tæki
svona til orða. Það var vissulega
hörmulegt, að horfa upp á það 1 með þjóðinni. Þegar þetta tvennt
hvernig Alþingi — eða meirihluti
þess hagaði sér í haust. — Stjórn
in hafði gildan meirihluta á
þingi, rétt kjörinn í almennum
kosningum til löggjafarsamkomu
þjóðarinnar. Þessi meirihluti
hafði kjörið stjórnina til forustu
— treyst henni til starfa, eins og
lög og reglur í þingræðisþjóðfé-
lagi gera ráð fyrir. Þessi meiri-
hluti lýsti aldrei yfir neinu van-
trausti á þessa stjórn, sem hann
hafði myndað — og enn var þessi
meirihluti viss í 1% ár. — Samt
féll stjórnin. En hún féll ekki á
Alþingi, eins og lög gera ráð fyr-
ir um allar ríkisstjórnir í þing-
ræðislandi. Hún féll á stéttar-
þingi. Að vísu var það all fjöl-
mennt, en samt voru þar aðeins
saman komnir fulltrúar fyrir
brot af þjóðinni. Þegar þessir full
trúar vildu ekki veita stjórninni
mánaðarfrest — umhugsunar-
frest í efnahagsmálunum — gaf
hún upp andann. Aumt var líf
vinstri stjórnarinnar. Aumari
varð þó hennar dauðadagi. En
aumastar af öllu verða þó afleið-
ingarnar af verkum hennar, ef
Alþingi tekur ekki sterklega í
taumana.
— O —
Með falli vinstri stjórnarinnar
á Alþýðusambandsþinginu gekk
stjórnin inn á þá hættulegu
braut, að viðurkenna það, að
raunverulegt úrslitavald í mál-
efnum þjóðarinnar var komið í
hendur annars aðila heldur en
Alþingis sjálfs. Þegar svo er kom
ið þá er eðlilegt að spurt sé eins
og bóndinn gerSi: Til hvers er
verið að kalla Alþingi saman?
Þess verður að vænta, að það
séu nógu margir menn á Alþingi,
sem hafi nógu mikið raunsæi til
að sjá hvert stefnir. Ef til vill er
hér komið út á svo hálan ís að
erfitt er að fóta sig. En hvað sem
um þetta má segja almennt, þá
er það áreiðanlega rétt, sem nú-
verandi rikisstjórn og stuðnings-
flokkar hennar hafa komið sér
saman um — að freista þess að
koma kjördæmaskipun landsins í
það horf að Alþingi verði sem
réttust mynd af þjóðarviljanum
eins og hann birtist hverju sinni
í almennum kosningum. Og með
sem réttastri mynd, hlýtur að
vera átt við það, að kosningarétt
ur fólksins í landinu verði sem
jafnastur og í öðru lagi að flokk-
arnir fái þingmannatölu í sem
nánustu samræmi við fylgi sitt
er tryggt, eftir því sem hægt er
með tilliti til byggðarinnar í land
inu, þá mun engri stétt, engum
hagsmunahópi, geta liðist það,
að hrifsa til sín þau völd, sem
Alþingi einu ber. Að vísu mun
ofríki hagsmunasamtakanna
óvíða eins mikið og hér í þessu
litla þjóðféllagi. Og frelsisandi og
frelsisást fólksins hefur alltaf
komið í veg fyrir að hér myndað
ist sterkt ríkisvald. En hvað um
það. Við verðum í lengstu lög að
vona það og treysta því, að ef
löggjafarsamkoma þjóðarinnar er
valin af réttsýni og sanngirni
gagnvart öllum séttum og öllum
landshlutum, og ef ekki skortir
skynsama og úrræðagóða forustu,
þá verði gifta Alþingis næg til
þess að ráða fram úr þeim efna-
hagslega og stjórnarfarslega
vanda, sem „vinstri" pólitikin er
búin að leiða yfir þjóðina.
ÉG undirritaður, lítilmótlegur af-
mælisþegn, þakka hér með öllum
þeim mörgu fjær og nær, sem á
einn eða annan hátt áttu hlut-
deild í hinu góðlátlega gríni með
mig á sjötugsafmæli mínu 12. þ.m.
Ég þakka þeim, sem litu hingað
inn til mín þennan dag og árnuðu
mér margra heilla og glöddu mig
með upplífgandi viðræðum, sem
í engum punkti minntu mig á það,
hvað ég ætti stutt eftir.
Ég þakka þeim fjölmörgu hér-
lendum og erlendum, sem sendu
mér rituð skeyti í lausu máli og
bundnu, að einum undanskildum,
dauða limnum í sérfræðingahópi
mínum, sem var að reyna að
stramma sig upp með hótun um
forgöngu í verkfalli af hálfu
þeirra mætu manna.
Ég þakka mínum gamla félags-
bróður, Magnúsi Kjaran, fyrir
Þessir stóru lúðrar á myndinni heita soussafónar og eru litið
þekktir hér á landi. Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Kefla-
víkur hafa nýlega fcngið sinn hvorn soussafóninn, og munu þeir
areiðanlega vekja athygli á sumri komanda. Á myndinni sést
stærðarmunur á túbu og soussafóni. (Ljósm.: G. E.)
Lúðrasveif á ferðalagi
skemmtun
Þjóðdansa-
félagsins
ÞJÓÐDANSAFÉLAGIÐ hélt í
síðustu viku tvær danssýningar
fyrir styrktarfélaga, og síðdegis
sama dag eina opinbera skemmt-
un fyrir almenning.
Þjóðdansafélagið hefur nú
starfað í átta ár, við sívaxandi
vinsæidir. Á sýningunni á sunnu-
dag sýndu félagsmenn 32 dansa
frá 14 löndum. Voru bæði dans-
amir og búningarnir sem þeim
tilheyrðu ákaflega fjölbreytileg-
ir. Auk fullorðinna félaga í Þjóð-
dansafélaginu, dansaði þarna
unglingaflokkur og flokkur 7—8
ára barna, en í vetur hafa um 100
börn æft á vegum félagsins. —
Mínerva Jónsdóttir, kennari hjá
Þjóðdansafélaginu, og Jón Val-
geir Stefánsson sýndu nokkra
suðræna dansa við mjög góðar
undirtektir.
Sigríður Valgeirsdóttir, for-
maður félagsins, setti skemmt-
unina.
MÁNUDAGINN 16. marz sl. fór
Lúðrasveitin Svanur, Rvík, til
Keflavíkur í boði lúðrasveitar-
innar þar á staðnum. Lúðrasveit
irnar komu saman í U.M.F.-hús-
inu í Keflavík. Léku lúðrasveit-
irnar sameiginlega tvö lög undir
stjórn Karls O. Runólfssonar og
síðan tvö lög undir stjórn Guð-
mundar Norðdal.
Þá var sezt að kaffidrykkju og
blásara-kvartett úr Lúðrasveit
Keflavíkur lék með ágætum.
Næst lék Lúðrasveit Keflavíkur
undir stjórn Guðm. Norðdals, af
mestu prýði. Þarnæst lék svo
Lúðrasveitin Svanur undir stjórn
Karls O. Runólfssonar, að því
loknu þakkaði Karl móttökurnar
fyrir hönd Svansmanna. Enn á
ný léku lúðrasveitirnar sameigin
lega. Er hér var komið var snúið
að dansmúsíkinni. Keflavíkur-
menn höfðu myndað stóra dans-
hljómsveit og léku með mikilli
prýði, en Svans-menn léku þess
í milli. — Lúðrasveitin Svanur
þakkar Lúðrasveit Keflavíkur
þetta ánægjulega kynningar-
kvöld og væntir þess að mega
sjá Lúðrasveit Keflavíkur í
Reykjavík sem allra fyrst.
[ "■ . . ! skrifar úr daglega lifinu .
H'
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Cuðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétv rsson
Aðalstra-ti 6, III. hœð.
Síniar 12002 — 13202 —■ 13Ú02.
Aðvaranir um slysahættu
RÓLFUR skrifar:
Ég brá mér í Gamla Bíó eitt
kvöldið, sem ekki er frásagnar-
vert, enda var myndin ekkert af-
bragð. En ástæðan til þess að ég
rita þér þessar línur, eru auglýs-
ingar, sem birtust manni á tjald-
inu fyrir sýníngu. Það voru eink-
um 4 auglýsingar, sem vöktu at-
hygli mína og komu mér til að
íhuga mál, alvarlegs eðlis. Þessar
auglýsingar eru frá Slysavarna-
félaginu og brýna fyrir mönnum
varúð á vinnustað, gætni við
akstur dráttarvéla o. fl.
Ekki veit ég hversu lengi 'Slysa-
varnafélagið hefur haft þennan
hátt á, en ekki hef ég orðið þess
var fyrr, og hef ég saknað þess.
Ég hef satt að segja furðað mig á
því, hversu lítið hefur verið gert
af því að halda uppi áróðri og
fræðslu til að auka öryggi á heim.
ilum og á vinnustað. Það er óum-
flýjanleg staðreynd, að mörg slys
er henda fólk á heimilum og
vinnustöðum, stafa eingöngu af
vankunnáttu í meðferð tækja.
Með stóraukinni fræðslu um þessi
mál væri hægt að stemma stigu
okkur. Vona ég að Slysavarna
félagið láti nú ekki staðar num-
ið, því að betur má ef duga skal.
Þetta félag nýtur trausts og virð-
ingar allrar þjóðarinnar og eng-
inn aðili er vsenlegri til áhrifa á
þessu sviði en einmitt það. Skora
ég því á forráðamenn þessa félags
að taka þessi mál til alvarlegrar
íhugunar og snúa kröftum sinum
að úrlausn þeirra.
Varúð í meðferð
heimilistækja
Velvakandi er því sammála, að
aldrei er of mikið gert að því
að vara við hættunum og hvetja
fólk til að fara varlega. En hvaða
aðvörun er sterkari en hin sí-
felldu slys, sem stöðugt er verið
að segja frá í blöðunum?
T. d. var fyrir fáum dögum frá
því skýrt að á sjúkrahúsum hér
í bænum lægju tvö börn, illa
sködduð, af því að þau höfðu
fengið straum úr rafmagnstækj-
um, sem daglega eru notuð á
hverju heimili. Annað hafði feng-
ið straum úr ryksugu og hitt úr
snúru á rafsuðukatli. Ryksugan
hafði verið eitthvað biluð, án
þess að vitað væri um það, og
getur slíkt alltaf komið fyrir.
Eina ráðið er að venja ung börn
á að láta slík tæki í friði, eða
hafa þau ekki í sambandi nema
rétt á meðan þau eru í notkun.
Hitt slysið vildi þannig til, að
snúrunni hafði verið kippt úr við
hraðsuðuketilinn sjálfan, en ekki
úr stungunni í veggnum. Snúru-
endinn lafði síðan niður af borð-
inu, í sambandi hinum megin.
Barnið stakk honum upp í sig,
hefur sjálfsagt slefað í tengilinn,
og fékk straum, með þeim af-
leiðingum að það brenndist illa
í munni, á tungunni og vörinni.
Ég hefi veitt því athygli að fjöl-
margar konur hafa vanið sig á
að taka hraðsuðukatlana þannig
úr sambandi, í þeirri trú að það
sé alveg hættulaust. En að sjálf-
sögðu á slíkt aldrei að koma fyrir.
Aðvaranir um slíkt eru aldrei
of oft gefnar.
við hinum ægilega slysaflaumi,
sem ágerist með hverju ári hjá
hans symbólska og lærdómsríka
bréf til min um „hrein“ og „ó-
hrein“ skrifborð, sem ég lét Mar-
gréti lesa sérstaklega.
Ég þakka Gunnari frænda mín-
um Benediktssyni fyrir hans vel-
viljaða og hlýlega bréf. (Mun
biðja aðra persónu Guðdómsins
að leiða hann til glöggvari skiln-
ings á draugum.)
Þá ber mér að þakka Jóhann-
esi mínum úr Kötlum fyrir hans
rismikla og postullega pistil um
mig í Þjóðviljanum (og lýsa yfir
hrifningu minni út af því, hvað
rösklega og listrænt hann hristir
mig af sér í lokin með vísunni
„Upp upp upp.! Fram fram fram!
Út út út!“)
Sömuleiðis þakka ég Helga J.
Halldórssyni fyrir hans einlæga
og skilnir.gsríka skrif um Sálm-
inn um blómið í sama blaði.
Einnig þakka ég Málfríði Ein-
ursdóttur fyrir hennar lífsvizku-
þrungnu grein um mig og fleira
í Þjóðviljanum.
Þá læt ég ekki undir höfuð
leggjast að tjá Ragnari mínum
Jónssyni þakklæti mitt fyrir al-
úðlega og vel meinta grein um
mig í Morgunblaðinu.
Ennfremur þakka ég Sigurði
A. Magnússyni fyrir hans ágæt-
lega skrifaða og skilningsdjúpa
og skilningsrétta ritdóm um
Rökkuróperuna (þó að hann rugl-
aðist svolítið í messunni í útlist-
unum sínum á symbóli þjóðfélags
ins í þeirri bók, þegar nær dró
greinarlokum).
Líka þakka ég Helga Sæmunds-
syni fyrir hans skemmtilegu
grein. (Vildi þó mega mælast til
að hann rifjaði upp fyrir sér 401.
og 402. bls. í sjötta bindi í ævi-
sögu Árna prófasts um náttúru
trúgirni minnar, og ígrundaði
svolitið betur meiningar sínar um
Austrið.)
Loks þakka ég Tímanum fyrir
hans góðu orð og smekkvísi í að
flytja róttækan þátt úr Bréfi til
Láru.
Aftur er mér sagt, að Vísir,
blað Björns míns Ólafssonar, að
mælt er, hafi verið dálítið púkó
þennan dag, og lét ég það þó
sitja fyrir fyrsta kvæði mínu, sem
birtist á prenti í þessum heimi.
Þá þakka ég stórlega nefndinni,
sem gekkst fyrir fjölmennu og
fögru og afburða skemmtilegu-
samsæti, er mér var haldið í Lídó.
Einnig þakka ég hinum snjöllu og
vel meinandi ræðumönnum, sem
þar töluðu mér til upplyftingar
og dýrðar. Eigi síður tjái ég þakk-
ir mínar hinum mörgu öðrum
þátttakendum, sem komu í Lídó
til að horfa fallega- á mig. Og
ekki má ég gleyma að þakka leik-
urunum Lárusi Pálssyni og Þor-
steini Btephensen fyrir flutning
þeirra á þáttunum, svo skemmti-
legan, að allt samsætið hló, og
jafnvel ég gat ekki kæft niðri í
mér hláturinn.
Ennfremur sendi ég útvarpinu
kærar þakkir fyrir þess tiliag í
gríninu. og ber mér þar að nefna
sérstaklega Andrés Björnsson og
Lárus Pálsson og Pál minn Jóns
son, sem mér sagði draugasöguna.
Svo þakka ég af hrærðum huga
þeim, sem ritað hafa nöfn sín
undir fyrirheitið um gjöfina
miklu, sem á að flytja Síríus, feg-
ursta draum æsku minnar, nær
augum mínum.
Og að endingu lyfti ég huga
mínum upp til Forsjónarinnar og
þakka henni fyrir hið symbólska
veður, sem hún gaf mér á afmælis
daginn, svo og fyrir styrk þann,
sem hún veitti mér til að sleppa
gegnum allt þetta ólaskaður á
líkama og sál, og eigi sízt fyrir
að opinbera velþóknun sína á rétt
um skilningi mínum á Austrinu
með því teikni á himni að halda
Merkúríusi lengst í austri frá sól
einmitt þennan dag. ,
Ritað í unnskiptingastofunni
á jafndægri á vor annó 1959.
Með alúðarkveðjum.
Þórbergur Þórðarson.