Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1959, Blaðsíða 14
14 MOKCVlStíL 4 Ð 1 Ð Þriðjvdagur 24. marz 1959 — K jörd æmamá!#ð Framh. af bls 13 efcki heppilegt, nema hann sæi möguleika til þess, að koma mál- inu íram. Hins vegar var máiið ailt mjög vel undirbúið. Og það, sem leiddi þingflokk Sjálfstæðismanna að sarneigin- legri niðurstöðu, var að láta auka atriðin og hreppapólitík víkja, en líta á grundvallaratriðin, að hér er um að ræða aimennt lýðræðis- og réttlætismól, þar sem tryggja verður stjórnmálaflokkunum jafnrétti og kjósendum landsins að einhverju leyti sambærilega aðstöðu, miðað við staðhætti og sérkenni þjóðfélagsins. Hvað er þá um efni þessa máls, þessa stóra máls? Um efni máls- ins í aðalatriðum vitna ég til til- lögu þeirrar til ályktunar, sem kjördæmaneíndin leggur fyrir þennan íund. Hún hljóðar þannig: „Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins Jýsir eindregnum stuðningi sinum við þá ákvörðun þingflokks og flokks ráðs Sjálfstæðismanna, að reynt sé til hins ýtrasta að fá lögfest á Alþingi, er nú situr, breytingu á kjördæmaskipun landsins, er tryggi, að Alþingi verði skipað í sliku samræmi við þjóðarviljann að festa í þjóðmálunum geti náðzt. Handsfundurinn ■ telur, að ntjórnskipun ríkisins beri að miða við að tryggja jafnvægi í byðffð landsins og þess vegna sé m. a. rétt, að nauðsynlegar leiðréttingar á kjördæmaskip- uninni fækki ekki þingmönn- um í strjálbýlinu I beild frá því sem verið hefur. Telur Jandsfundurinn að velja beri þá leið, er í senn tryggi hags- muni strjálbýlisins og lýðræð- islega skipan Aiþingis, með öðrum orðum, að kosninga- rétturinn skuli vera sem jafn- astur miðað við sérkenni bins íslenzka þjóðfélags. Til þess að ná framan- greindu marki teiur lands- fundurinn heiliavænlegast, að landinu sé skipt í nokkur stór björdæmi eins og þingflokk- urinn hefur ráðgert með 5—7 þingmönnum í hverju og minnst 12 í Beykjavík og alls etaðar kosið hlutfallskosningu og uppbótarþiugsæti til jöfn- unar milli flokka. Handsfundurinn varar alvar lega við þeirri geigvænlegu bættu fyrir lýðræði og festu I islenzkum stjórnmálum, sem af því gæti leitt, ef ekki feng- izt leiðrétt hið herfiiega mis- rétti, sem ríkt hefur í kjör- dæmaskipun og kosningalög- *jöf. Fyrir því skorar landsfund- urinn á Alþingi að samþykkja tafarlaust breytingar á kjör- ðæmaskipuninni, eins og að framan greinir, og heitir á alla þegna þjóðféiagsins, að varðveita og efla lýðræði og þingræði í iandinu með því að veita málinu eindreginn stuðn lng“. 1 þessari ályktun, sem kjör- dæmanefndin leggur til, að lands fundurinn samþykki, felst megin- efni og kjarni þessa máls. Það er rétt að roálið hefur tekið vissum minni breytingum frá því, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í öndverðu. Við erum ásakaðir fyrir það af Tímaliðjnu út um landið að við séum að draga bust úr nefi dreifbýlisins. Ég mundi segja, að ef nokkrir hefðu ástæðu til þess að vera óánægðir með þessa lausn, þá væru það fyrst Og fremst Reykvikingar. Hitt er á að líta, að Reykvík- ingar mega einnig minnast þess, að fulltrúar Reykvíkinga i þing- flokki Sjólfstæðismanna njóta bæði trausts og vináttu þing- manna Sjáifstæðisfiokksins utan af iandi, og leggja ekki allt upp úr því, hvort þeir eru einum fleiri eða færri, heldur hinu, að menn meti þá fulitrúa, sem Reykjavík hefur á þingi hverju sinni, og að þar sé að minnsta kosti atkvæði þeirra metið fuli- gilt við hvern annan þingmann. Kjordæmanefnd landsfundar Sjálfstæðisflokksins. — Sitjandi frá vinstri: Baldvin Tryggvason, lögræðingur, Rvík, Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði, Einar Pálsson, bankastjóri, Selfossi, Jóhann Hafstein, hankastjóri, Rvik, formaður nefndarinnar, Karl Friðriksson, verkstjóri, Akur- eyri, séra Jónas Gísiason, Vík, Mýrdal, Árni Þorbjörnsson, lögfr., Sauðárkróki. — Standandi frá vinstri: Kristján Jónsson, kaupm., Hólmavík, Páll Þór Kristinsson, bæjarfulltrúi, Húsavík, Guðjón Jónsson, bóndi, Tungubálsi, Skagafirði, Jóhann Pétursson, bóndi, Stóru-Tnngu, Dalasýslu, Guðjón Jósefsson, bóndi, Ásbjarnarstöðum, V-Hún., Helgi Gislason, bóndi, Helgafelli, N.-Múl., séra Sigurður Haukdal, Bergþórshvoli, Rang., Ragnar Lúrnsson, frkvstj., 'Rvik, Víkingur Guð- mundsson, bóndi, Grundarhóli, N-Þing., Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum, Kristján Jónsson, fulltrúi, Akureyri. — Á myndina vantar: Árna Grétar Finnsson, Hafnarfirði, Ólaf Egiisson, Njarðvík og Kjartan Jónsson, Guðnabakka, Mýrasýslu. Um efni málsins að öðru leyti skal ég ekki fjölyrða, því að öll- um er það svo kunnugt, af skrif- um blaða og umræðum í útvarpi og á annan hátt. Tillögur Hannesar Hafstein 1905 — framsýni og afturhald: í sambandi við það sem að ég sagði áðan um efni þessa máls, að það væri fyrst og fremst hugs- að sem réttiætismál frá hálfu okkar Sjálfstæðismanna og þing- flokks SjáJfstæðismanna, þá lang ar mig til þess að minna ykkur á það, að fyrir rúmum 50 árum bar ríkisstjórn ísiands íram svipað- ar tillögur. Árið 1905 flutti Hann- es Hafstein tillögur á Alþingi um stór kjördæmi og hlutfaJIskosn- ingar. í þetta hefur oft verið vitnað. En það er eitt atriði, sem ég hef rekið augun í, í sambandi við framburð þess máls fyrir 50 ár- um, sem hefur vakið sérstaka at- hygli mína. Og það er vegna þess hversu gjörólíkt það er þeim viðbrögðum, sem nú hafa orð- ið, í sambandi við þetta mál. Hannes Hafstein sagði þá, þeg- ar hann fylgdi málinu úr hlaði: „Ég geri ráð fyrir að sumum háttvirtum þingmönnum detti í hug, er þeir sjá fyrirsögn frumvarps þessa, að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið, að fara nú þegar að grauta i kosn ingalögunum til Alþingis frá 3. október 1903, áður en þau eru verulega komin til fram- kvæmda um land allt. En við nánari athugun rminu menn sjá, að frnmvarp þetta breytir i engu þeim meginreglum, sem lögleiddar voru með hinum nýju kosningalögum. Heldur er þetta frumvarp í raun réttri aðeins framhald af kosninga- lögunum til þess að íylla það, sem í þau vantar, sem sé á- kvæði um kjördæmaskipun- ina, sem álitið hefur verið nauðsynlegt að endurnýja, en þessu atriði var sleppt úr bin- um nýju kosningarlögum“. Með öðrum orðum, árið 1903 var látið sitja við það sama eins og verið hafði frá því að ráðgjafa þingið 1843 setti nýja nýja kjör- dæmaskipun. En hún var frá upp hafi meingölluð. Og nú var kom- in á „heimastjóm", — stjórnin, sem flutt var inn í landið sjáJft, hafði haft nokkurt ráðrúm tiJ stjómarstarfa. Og þá finnst ráðherra eðlilegt, að fylla inn i kosningalögin það, sem áður vantaði að hans dómi í þau, en það eru ný ákvæði um kjördæmaskipunina. Það, sem fyrir 50 ámm var talin nauðsynleg lagfæring, er nú af Framsóknarmönnum kölluð „bylting*4 í þessu máli. Hafa menn nokkru sinni séð afturhaldið betnr uppmálað í aJlri sinni dýrð? Eítir 50 ár kalla menn það byltingn, sem fyrir 50 árom var aðeins talin nauðsynleg og eðlileg leiðrétting! Sjálfstæði héraða — sjálfstæði einstaklinga: Ég vil nú fara nokkrum orðum um rök, sem fram hafa komið með og móti þessu máli. Aðalrök Framsóknarmanna, sem eru and- stæðingar þessa máls, eru þau, að sjálfstæði héraðanna sé skert með hinum nýju tillögum. Það eru hvergi nokkurs staðar nokk- ur ákvæði i hinum nýju tillögum, sem snerta eða skerða sjálfstæði héraðanna. En ég segi um leið, ef einhvers staðar væri skerðing á sjálfstæði héraðanna, er þá ekki meira virði sjáifstæði einstakling- anna, — fólksins sjálfs? Og það er það, sem við erum að reyna að varðveita. Það er það, sem við erum að reyna að efla, með þessum nýju tillögum: Sjálfstæði einstaklingsins — sjálfstæði fólks ins. Sjálfstæði héraðanna kann að vera gott, ég skal ekki draga úr því. En sjálfstæði einstaklingsins er miklu meira virði. Og því miður er kosningalög- gjöf okkar og kjördæmaskipun þannig að sjálfstæði einstakiing- anna er mikil hætta búin. Um það felldi fyrrverandi for- maður og leiðtogi Framsóknar- manna sinn dóm fyrir allmörgum árum, þegar hann skrifaði þessi orð: „Ef þrjár tii fjórar sýslur væru í sama kjördæmi, og kos ið með hlutfallskosningu, reyn ir minna á síðustu atkvæðin, úrskurð þeirra andlega ómynd ugu, sem fluttir eru í bifreið- um á k jörstaðinn eins og sauð- ir til slátrunar". Það er þetta síðasta, sem Fram sóknarflokkurinn vill að viðgang ist og hann vill hafa grindur utan um sauðina, sem fluttir eru til slátrunar á kjördegi. Um litlu kjördæmin og sjálf- stæði einstaklinganna er margt að athuga.Þar sem örfáu atkvæð- in ráða úrslitum hefir siðleysi fest rætur. Fjármagn og atvinnu- kúgun hafa tekið sér bólfestu þar sem pólitískur þroski átti að ráða úrslitum. Við vilýum víkka sjóndeild arhringinn í íslenzkum stjórn- málum. Það er öllum tii góðs, og ekki sízt fólkinu i hinum fámennu kjördæmum strjál- býlisins. Pólitískur þroski — blut- fallskosningar: Sumir segja, að hlutfallskosn- ingar í stærri kjördæmum hindri hið persónulega samband, sem í minni kjördæmum sé, milli þing- manns og kjósenda. Veit ég, að þingmenn hafa um þetta skiptar skoðanir, vaíalaust af misjafnri pólitískri reynzlu. Hitt held ég, að menn greini ekki á um, að hlutfallskosningarnar leiði til aukins pólitisks þroska. í þessu sambandi iangar mig til að vitna til ummæla Péturs Jónssonar á Gautlöndum, er hann ræddi á Al- þingi um tillögur Hannesar Haf- stein frá 1905: Hann segir þá: „ÞingmaðNir Vestmannaeyja hélt því fram, að hlutfallskosn ingar nytu sín ekki fullkom- lega, nema að flokkaskipting- in í landinu væri skýrari en hér á sér stað, og „pólitískt" líf meira þroskað. Þetta er satt að vísu. En sama má alveg segja um núgildandi kosninga aðferð, hún nýtur sín eigi held ur án slíks þroska. Og heimti hlutfallskosningaraðferðin öilu meiri þroska, þá miðar hún líka þeim mun meira að því að efla hann og yfir höf- uð hina betri þætti póitíska iífsins, eins og ég hefi bent á i nefndaráliti minnihlutans en kefja margt illt sem fram hef- ur komið í kosningabaráttnmni eftir núgildandi aðferð. ----- Ég er því sannfærður um það, að þessi kosningaaðferð mun einmitt verða til þess að efla sannan „póiitiskan" þroska í landinu.------Það hafa viður- fcennt nálega allir, sem á þetta mál hafa minnst, að biutfalls- kosningin er sú réttasta kosn- ing, sú kosning, sem leyfir flestum skoðunum að koma fram á sjónarsviðið á eðlilegan hátt, ef þær bafa nokkurt verulegt fyigi í landinu, í stutta máli, fegursta kosninga aðferðin". Þetta er merkur dómur, sem margir munu meta meira en hin nýjustu skrif nokkurra þing- eyinga í Timanum að undan- förnu. V Er hætta á myndun smáflokka? Þá hefur oft heyrzt sagt, að þessi stjórnskipun okkar eða til- lögur um nýja kjördæmaskipun stuðii að myndun smáflokka í landinu og það muni skapa minni festu í stjórnmálum. Það er rétt að hlutfaiiskosningar í mjög stór- um kjördæmum fela í sér vissa hættu á myndun smáflokka. Og þessi smáflokkamyndun getur mörgu illu til leíðar komið. Það sem hér er Jagt til felur ekki í sér þessa bættu. Við ieggj- um til, að séu fimm manna kjör- dæmi. Þá þarf sá maður, sem ætl- ar að komast að í 5 manna kjör- dæmi, að hafa 20% kjósenda. Og ég segi að sá, sem hefur 20% kjósenda, eigi rétt á þvi að vera kosinn. f sex til sjö manna kjör- dæmum þarf maður líka að hafa fyigi yfir 14—17% kjósenda til þess að komast að. Auðveidust yrði smáflokka- myndun í Reykjavik. En flokkur yrði þó að hafa yfir 8% atkvæða til að koma manni að — eða 3— 4000 atkvæði. Vildi einhver sníða þennan stakk þrengri? Ég hygg ekki. Þess vegna held ég, að i þessum til- lögum okkar felist ekki þessi um- talaða hætta. Og ég minni á að í Reykjavík höfum við haft 15 bæjarfulltrúa langa iengi og hvar er smáflokkamyndunin i bæjar- stjórn? Hún er hvergi nema í því að Sjálfstæðisflokkurinn er alitaf að smækka hina flokkana og það gerir ekkert til. Strjálbýli og þéttbýli — samofnir hagsmunir: Svo ætla ég ioksins að vikja að einu atriði, sem fram hefur kom- ið í þessu máli og sem formaður flokksins vék að í ræðu sinni, þeg ar Landsfundurinn var settur, og einn af okkar höfuðþingskörung- um Pétur Ottesen hefur einnig bent á og það er þetta: Er þetta gert til þess að draga bust úr nefi strjálbýlisins? Eftir því seril tillögurnar eru lagðar fram, er það ekki. En verður það þá til þess? Ja, það gæti orðið til þess. Það gæti orðið til þess, ef sveit- irnar vilja einangra sig, með þeim flokki, sem ekkert íylgi hefur í þéttbýlinu. En ef kjós- endurnir í sveitunum eru nógu frjálslyndir til þess að sjá að þeirra styrkur er í að samfylkja með fóikinu í þéttbýlinu, mundi þetta þá verða til þess að draga úr áhrifum þess? Fólkinu í sveit- unum er í þessu sambandi því að svara: Gerið ykkur grein fyrir þvi að áhrif í stjórnmálum fara ekki eftir landslagi. Ekki eftir hoitum og móum, heldur eftir fólkinu, sem lifir í landinu. Þið eruð í vissri hættu. Það er rétt. Eruð í þeirri hættu, að fólkið hef ur farið úr sveitunum og farið í þéttbj iið. Kaupstaðina i kringum iandið og fyrst og fremst þéttbýi- ið í kringum Faxaflóa. Er nokkur meiri styrknr fyr ir ykkur eða öryggi meira en að samfylkja með þessu fólki i þéttbýlinu? Með þeim í þétt- býlinu, sem mest áhrif og völd hafa. Látið ekki einangrast með Framsóknarflokknum! Heldur samfyikið með fólkinn í þéttbýlinu fyrir þessu rétt- lætismáli og þá mun hagsmun- um strjálbýlisins og sveitanna vera langbezt borgið. Tiliögnr Framsóknar og áróður: Og enn spyr ég, bverjar eru tíl- lögur Framsóknarflokksins i þessu máli, hvað vill Framsókn- arflokkurinn? Hann segir: Það á að ganga á rétt dreifbýlisins. Hvað vilja þeir þá. Við höfum ekki enn séð það. En mér skiizt, að það séu tillögur um að gera Keflavík að kjördæmi, Kópavog að kjördæmi, Neskaupstað að kjördæmi, Akranes að kjördæmi og kannske fleiri kaupstaði að kjördæmi! Eru þetta tillögur dreifbýlismannanna? Þorir ekki Framsóknarflokkurinn að sýna fólkinu framan í þessar tillögur? Við bíðum eftir að sjá tillögur Framsóknarflokksins. Það væri betra fyrir þennan flokk að taia minna áður en hann setur fram sínar tillögur í þessu máli. Framsóknarmenn standa nú fyrir undirskriftarsmölun gegn kjördæmamálinu í nokkrum hreppum og hreppsnefndum. Ver ið er að leggja nokkur slik plögg fram í lestrarsal Aiþingis. Ég fór að gamni mínu út á lestrasalinn áðan, þar sem mig langaði til að lita á þetta. Jú, þá sé ég að Páil Zophoníasson hafði Framh. á bls 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.