Morgunblaðið - 11.04.1959, Page 1
16 síður og Lesbók
<6. ársrangnr
81. tbl. — Laugardagur 11. apríl 1959
Frentsmiðja MorgunblaðsiM
Samkomulag þriggja flokka um kjördæmamálið:
Landinu skipt ■ 8 kjördæmi með
hlutfallskosningu
49 kjördæmakosnir þingmenn og
ellefu landskjörnir
Þingmenn Reykjavíkur verða 12
Frumvarp um stjórnarskrdrbreytiiigu
verður lagt íram d Alþingi í dag
SAMKOMULAG hefur nú tekizt milli Sjálfstæðisflokksins,
Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins um frumvarp að
nýrri kjördæmaskipun. Mun þetta frumvarp til breytingar
á stjórnarskránni verða lagt fyrir neðri deild Alþingis í
dag. Flutningsmenn þess eru þeir Ólafur Thors, formaður
Sjálfstæðisflokksins, Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokks-
ins og Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins. Gert
er ráð fyrir að málið verði tekið til 1. umræðu á mánudag
eða þriðjudag í næstu viku og fara þá fram um það út-
varpsumræður. — Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð
fyrir að öllu landinu verði skipt í 8 kjördæmi með hlutfalls-
kosningu. Kjósa 5 þeirra 5 þingmenn hvert, 2 kjördæmi
kjósa 6 þingmenn hvort og 8. kjördæmið, sem er Reykjavík,
kýs 12 þingmenn. Samtals verða kjördæmakosnir þingmenn
þá 49, en eru nú samkvæmt gildandi kjördæmaskipun 41.
TRYGGÐUR FRAMGANGUR
Þá er í hinu nýja frumvarpi lagt til, að landskjörnir þing-
menn, eða svokallaðir uppbótarþingmenn, verði 11 eins og
þeir eru nú. Samtals munu þá þingmenn samkvæmt hinni
nýju kjördæmaskipun verða 60 í stað 52, eins og verið hefur
síðan kjördæmaskipuninni var síðast breytt árið 1942.
Með samkomulagi hinna þriggja flokka er framgangur
kjördæmamálsins tryggður á þessu þingi. Þegar það hefur
verið samþykkt og Alþingi lokið öðrum nauðsynlegum
störfum, svo sem'setningu fjárlaga, mun þing verða rofið
og efnt til kosninga, sem sennilega fara fram síðari hluta
júnímánaðar.
sýslu. Kýs þetta kjördæmi 6 þing
menn og er það einum þingmanni
fleira en kjördæmin á þessu
svæði kjósa nú.
Austurlandskjörðæmi, sem
nær yfir Norður-Múlasýslu,
Seyðisfjarðarkaupstað, Suður-
Múlasýslu og Austur-Skaftafells-
sýslu. Kýs þetta kjördæmi 5
þingmenn eða einum þingmanni
færra en það kýs nú. Verður
það eina kjördæmið, sem kýs
færri þingmenn eftir hinni nýju
kjördæmaskipun en það hefur
nú. —
Suðurlandskjördæmi, sem nær
yfir Vestur-Skaftafellssýslu,
Vestmannaeyjakaupstað, Rang-
árvallasýslu og Árnessýslu. Kýs
þetta kjördæmi 6 þingmenn eða
jafnmarga þingmenn og það kýs
nú. —
Reykjaneskjördæmi, sem nær
yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu
og Hafnarfjarðarkaupstað. Kýs
þetta kjördæmi 5 þingmenn og
er það 3 þingmönnum fleira en
kjördæmin á þessu Xandsvæði
kjósa nú.
Kjördæmabreytingin 1942
Síðan kjördæmaskipun lands-
ins var síðast breytt eru nú liðin
um það bil 1T ár. Þá var sú
breyting gerð að þingmönnum
Reykjavíkur var fjölgað um 2,
Siglufjörður var gerður að sér-
stöku kjördæmi og teknar voru
upp hlutfallskosningar í tvímenn
ingsk j ör dæmunum.
Gera má ráð fyrir, að Al-
þingi ljúki afgreiðslu kjör-
dæmamálsins að þessu sinni í
kringum næstu mánaðamót.
Ennfremur má telja líkiegt, að
samþykkt fjárlaga verði lok-
ið um svipað leyti. Ætti Al-
þingi þvi að geta lokið störf-
um um næstu mánaðamót.
Talið að Adenauer ætli að auka
völd sín, sem forseta
BONN, 10. apríl. — (Reuter).
— Umræddasta atriði í Þýzka
landi í dag er 59. gr. stjórn-
Hin einstöku kjördæmi
Samkvæmt ofansögðu mun
skiptingu landsins í kjördæmi
samkvæmt hinni nýju kjördæma
skipun verða hagað á þessa leið:
Reykjavíkurkjördæmi, sem kýs
12 þingmenn í stað 8 samkvæmt
núgildandi kjördæmaskipun.
Mið-Vesturlandskjördæmi, sem
nær yfir Borgarfjarðarsýslu,
Mýrasýslu, Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu og Dalasýslu. Kýs. þetta
kjördæmi 5 þingmenn en þær
4 sýslur, sem þar nær yfir kjósa
nú samtals 4 þingmenn.
Vestfjarðakjördæmi, sem nær
yfir Barðastrandarsýslu, Vestur-
Isafjarðarsýslu, ísafjarðarkaup-
stað, Norður-Isafjarðarsýslu og
Strandasýslu. Kýs þetta kjör-
dæmi 5 þingmenn eða jafn marga
og Vestfjarðasýslurnar kjósa nú.
Norðurlandskjördæmi, sem
nær yfir Vestur-Húnavatnssýslu,
Austur-Húnavatnssýslu, Skaga-
fjarðarsýslu og Siglufjarðar-
kaupstað. Kýs þetta kjördæmi 5
þingmenn eða jafnmarga og kjör-
dæmin á þessu svæði kjósa nú.
Norð-Austurlandskjördæmi,
sem nær yfir Eyjafjarðarsýslu,
Akureyrarkaupstað, Suður-Þing-
eyjarsýslu og Norður-Þingeyjar-
Ludwig Erhard efnahagsmála-
ráðherra Þýzkalands er nú tal-
inn liklegastur eftirmaður Ad-
enauers sem forsætisráðherra.
arskrár Vestur-Þýzkalands,
sem segir m. a.: „Forseti
Þýzkalands fer með þau mál
sem snerta alþjóðasamninga.
Hann gerir samninga við
önnur ríki fyrir hönd Þýzka-
lands.“ Stjórnmálamenn í
Þýzkalandi lesa nú þessa
grein upp aftur og þýzk blöð
rökræða um hana. Spurning-
in er, hvort Adenauer geti
byggt á henni yfirráð yfir
utanríkismálum Þýzkalands
jafnvel eftir að hann verður
kosinn forseti.
Það sem veldur fyrst og fremst
öllum þessum heilabrotum, er
ræða, sem Adenauer flutti í
þýzka útvarpið daginn eftir að
tilkynnt hafði verið að hann
mundi verða í framboði fyrir
Kristilega lýðræðisflokkinn í for-
setakosningunum í júlí n. k. I
þessari ræðu sagði Adenauer
m. a.: „Staða forsetans, hlutverk
hans og starf sem þýzks þjóðhöfð
ingja hefur verið sorglega van-
metið bæði í Þýzkalandi og utan
þess. Vald hans er miklú meira
en fólk almennt heldur.“
Eftir þessi ummæli Adenauer*
grunar menn, að hinn aldni for-
ustumaður ætli sér meiri völd I
forsetaembættinu en Theodor
Heuss forseti hefur tekið sér á
þeim tíu árum, sem hann hefur
gegnt embættinu. Er álitið að
Adenauer vilji koma á forseta-
valdi í Þýzkalandi í líkingu við
það sem de Gaulle stofnaði 1
Frakklandi með nýju frönsku
stjórnarskránni.
Mörg þýzku blaðanna eru mót-
fallin slíkum breytingum og
segja að stjórnarskrá Þýzka-
lands geri ráð fyrir að hið póli-
tíska vald sé í höndum Sam-
bandsþingsins og ríkisstjórnar-
innar.
Jafnaðarmenn hafa farið ó-
fögrum orðum um þá hugmynd
Adenauers að auka völd forset-
ans. I fréttabréfi flokksins, sem
út kom í dag segir m. a.: „Aden-
auer er jafnvel áður en hann
er kosinn forseti farinn að velta
því fyrir sér hvernig hann eigi
að brjóta stjórnarskrá Þýzka-
lands.“
Föi Doki Loma gengnr vel
Japanir fagna brúöhjónum ákaft
En tilræðismaður kastaði grjóti að þeim
TOKÍÓ, 10. apríl. (Reuter). —
Klukkan 6,30 í morgun kvaddi
Michiko Shoda 24 ára malaradótt
ir foreldra sína og tárfelldi öll
fjölskyldan. Síðan ók hún
til japönsku keisarahallarinnar.
Þar var hún í þrjár klukkustund-
ir að skrýðast brúðarskarti sínu.
Klukkan nákvæmlega tíu gekk
hún og Akihito kónprins Japans
inn í litla Shinto-musterið við
keisarahöllina. Þau voru alein
þar inni með prestunum og voru
gefin þar saman í heilagt hjóna-
band. Foreldrar þeirra fengu
ekki einu sinni að fara inn í
musterið til að verða viðstödd at-
höfnina og engin ljósmynd var
tekin af giftingarathöfninni, sem
er of heilög í augum Japana til
þess að nokkur fái að sjá hana.
Eftir hjónavígsluna óku ungu
hjónin um 10 km leið eftir stræt-
um Tokíó og var ákaft fagnað.
Höfðu milljónir manna safnazt
saman meðfram leiðinni.
Brúðhjónin urðu að framfylgja
margháttuðum hjúskaparathöfn-
um í dag og var þar blandað
saman gömlum og nýjum siðum.
Við giftinguna klæddust þau
fornum búningum, en fóru síðan
í vestræn föt. Michiko Shoda er
af ótignum ættum og er það í
fyrsta skipti í 200 ár sem
meðlimur keisarafjölskyldunnar
gengur að eiga ótigna mey. Voru
gamlar reglur brotnar á margan
annan hátt við hjúskaparathafn-
irnr í dag, enda eru bæði Aki-
hito krónprins og brúður hans
Michiko nýtízkuleg í sér.
Það kom í ljós, að öllum Japön-
um þótti nýi tíminn ekki enn hafa
hafið innreið sína nóg. Því að sá
atburður gerðist er brúðhjónin
óku eftir götum Tokíó að ungur
japanskur námsmaður að nafni
Kensetu Nakayama hljóp allt í
einu fram úr mannþrönginni,
kastaði steini að vagni brúðhjón-
anna og munaði minnstu að hann
hitti þau. Síðan hljóp námsmað-
urinn upp á vagninn og virtist
sem hann ætlaði að meiða þau.
Framh. á bls. 2.
NÝJU DELHI, 10. apríl. (Reuter)
Dalai Lama kom óvænt í dag til
bæjarins Bombdila í Assam, en
það er tveim dögum á undan
áætlun. í þessum bæ mun Dalai
hvíla sig í nokkra daga og þar
er búizt við að hann hitti sér-
legán sendiboða indversku stjórn
arinnar, sem hefur meðferðis
einkabréf frá Nehru forsætisráð-
herra Indlands. Síðar mun Dalai
halda ferðinni áfram til járn-
bruatarstöðvarinnar Tezpur.
Bróðir Dalai Lama, sem hefur
búið sem flóttamaður í Indlandi
í nokkur ár fór í dag með bifreið
frá Tezpur upp í rætur fjallanna.
Er talið að hann sé á leiðinni
til Bombdila.
Fregnir frá Tíbet herma, að
liðsstyrkur uppreisnarmanna í
Suður-Tíbet herma, að liðsstyrkur
uppreisnarmanna í Suður-Tíbet
eflist stöðugt og hermir orðróm-
ur að þeir hafi nú náð á vald
sitt flugvelli kommúnista skammt
frá Lhasa. Nýjustu fréttir herma,
að flugvélar kínverskra þjóðern-
issinna séu nú farnar að varpa
vistum og skotfærum niður úr
lofti til uppreisnarherjanna. Hafa
kommúnistar flutt orrustuþotur til
Tíbet í þeim tilgangi að skjóta
flutningaflugvélar Þj óðernissinna
niður.
Panchen Lama, sem kínverskir
kommúnistar hafa nú gert að
þjóðhöfðingja Tíbets, er farinn
frá Lhasa og er á leiðinni til Pek-
ing. Þar á hann að sitja þjóð-
þing Kína.
*--------------------------★
Laugadagur 11. apríl.
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Merkileg sýning á mikilli gjöf,
eftir Veturliða Gunnarssou.
— 6: Afturelding 50 ára.
— 8: Ritstjórnargreinin: — Þögntm
stoðar ekki.
Utan úr heimi: Bandarfkja-
menn hafa sent Salk-bóluefnl
til 90 landa.
— 9: í fáum orðum sagt: Rabbað vll
Gísla J. Johnsen á 60 ára af-
mæli verzlunar hans.
L E S B Ó K fylgir blaðinu í rtag.
Efni hennar er m.a.:
Úr sögu Reykjavíkur. Húsin me9
mörgu nöfnin.
Furðuskepnur og vísindi.
Annáll marz-mánaðar.
Bernskuminningar, eftir Sigur*
borgu Jónsdóttur.
Bridge — Fjaðrafok.