Morgunblaðið - 11.04.1959, Qupperneq 6
e
M o R c rn\ n r 4 f> i ð
Laugardagur 11. apríl 1959
Afturelding
50 ára í dag
A MÁNUDAGINN var rakst ég
á rytjurnar af „Þrjátíu ævintýr-
um“ í gömlum fórum. Þessa
Því skal ekki haldið fram, að
| hér sé allt æskufólk föðurbetr-
ungar, þó að það sé margt til
. . , , _ „ , fyrirmyndar um ráðdeild og
bok las eg barn með firna-m.kl- ( manndóm; ekki heldur, að af-
lim ahiiff q r\ cf Vioffli n V>nrr ó oíC —_t 1_i_____r • _ «• u
um áhuga og hafði nú hug á að
gjöra tilraun, hvort mín böi*h,
30—40 árum yngri, væru ekki
algjörlega ónæm fyrir slíkri
skemmtan vegna spiliingar þess-
ara tíma! Ekki ber þó á öðru en
þau kunni vel að meta, og því
er nú lesið á hverju kvöldi, með-
an bókin endist. Og þótt mér
sjálfum þyki sögurnar ekki svo
æsifengnar sem fyrrum, hrífa
þær með nýjum hætti og ljúkast
upp eins og kvæði, sem löngu
var lært, en ekki skilið að sinni.
Það mun hafa verið kvöldið,
sem ég las Velvakanda og bræð-
ur hans, að ég heyrði ávæning
af því í útvarpi, að UMF Aftur-
elding ætti fimmtugsafmæli í
dag. Líklega þess vegna fléttast
síðan í huga mér saman starfs-
saga félagsins og uppistaða þessa
forna ævintýrs.
Einhvers staðar hefi ég séð í
letur fært, að fyrsta ungmenna-
félag á íslandi hafi verið stofn-
að 1906, svo að „Afturelding"
hlýtur að vera í hópi þeirra,
sem fyrst voru stofnuð og enn
standa með blóma. Þetta voru
merkileg ár í sögu okkar, full
grósku og baráttuvilja, er þjóð-
inni tók að vaxa fiskur um
hrygg, og hún réttir úr kútnum
eftir aldalanga vesöld og kot-
ungsbrag. Engin undur, þó að
þau verði skeið mikilla hugsjóna
og fagurra fyrirheita. Og mér
skilst, að í þessum anda yrki
Guðmundur skólaskáld þetta,
sem ungmennafélagar sungu full-
ir hrifningar fyrr á. árum:
Vormenn íslands! — yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið grænum skógi að skrýða
skriður berar, sendna strönd!
Og því verður kannski spurt:
Hvar eru skógarnir ykkar, góðir
hálsar, hvar hin græddu heiða-
lönd um fimmtíu ár?
Fram um aldamót var fjöl-
breytni íslenzks atvinnulífs ekki
meiri en svo, að hvar sæmilega
verki farinn og skynbær maður
gat innt af höndum þorra þeirra
starfa, sem fyrir kom. Nú er
öldin önnur og verkskipting vex
í sífellu. Áþekku máli gegnir
um þróun félagssmálastarfsemi
okkar.
Ungmennafélögin létu sig
flest það varða, sem horfði til
framfara og þrifnaðar og kusu
sér að vígorði: Islandi allt; ann-
að og minna samrýmdist ekki
þeim hugsjónaeldi, sem þessu
fólki brann í brjósti. Síðar hlaut
þó að koma á daginn, að félags-
skapurinn helgaði krafta sína
tilteknum verkefnum öðrum
fremur, þótt hugsjónum forvíg-
ismannanna hafi engum verið
lagt fyrir óðal, heldur hafi þær
fundið margvíslegustu félags-
samtök og áhugamannahópa að
farvegi.
Það hefir orðið þáttur „Aftur-
eldingar" að beita sér einkum
fyrir íþróttaiðkunum, leiklistar-
starfi og hollu skemmtanalífi
æskufólks og raunar fleiri, því
að segja má, að félagsstarfið hafi
náð bæði til ungra og gamalla
í sveitinni. Og við þessi verk-
efni öll, sem og fyrir áhrif heil-
brigðs félagsanda, er þroskazt
hefir í frjálslegum og góðum fé-
lagsskap, hefir félagið lagt sveit
sinni gull í hönd, sem hún hefði
orðið af að öðrum kosti. Því
að hversu mjög sem við metum
efnislegar framfarir, og þær
hefir „Afturelding" ekki heldur
látið sér óviðkomandi, þá er
„maðurinn gullið þrátt fyrir
allt.“
mælisbarnið hafi um fram alla
aðra glætt þröska sinna vildar-
vina í hálfa öld. Hitt gefur auga
leið, að hvert það byggðarlag,
sem á innan vébanda sinna
traustan og vökulan félagsskap
vonglaðra manna, leggur sveit
sinni drjúgum, þótt á skemmri
tíma sé.
Hver af öðrum hafa þeir risið
á legg mennirnir, sem lögðu sitt
pund á vöxtu hjá ungmennafé-
laginu; þeir hafa komið hver um
sig með skerf sinn, — smáir ein-
staklingar, sem máttu sín lítils
einn og einn. En það, sem einum
var vant, lagði annar fram; þeg-
ar einn var fátækur, var annar
ríkur; ef einlfvern sigraði svefn,
stóð annar vörð og vakti. Og
það er ósk mín og von á þessum
afmælisdegi „Aftureldingar", að
ungmennafélagar megi sem fyrr,
samhentir í átökum, hreppa sína
kóngsdóttur í laun — og leggja
enn um sinn sína hamingju við
hamingju sveitarinnar.
Bjarni Sigurðsson
Mosfelli.
Teikning af Hlégarði í Mosfellssveit
Öflugs
minnzt
i
starfs Aftureldingar
veglegu afmælisriti
I TILEFNI af 50 ára afmæli
UMF. Aftureldingar gefur fé-
lagið út veglegt og vandað af-
mælisrit. Ýmsir forystumenn 1
þjóðmálum, íþróttamálum og
héraðs Aftureldingar, rita þar
um margvísleg störf félagsins.
Afmælisritið er fagur vitnis-
burður um hin miklu störf þess
fjölda manna, sem á liðinni hálfri
Frá leikstarfsemi Aftureldingar
öld hafa gert Aftureldingu að leik, sem án efa verður nýstár-
því góða afli sem hún hefur ver-
ið í Mosfellssveit.
Afturelding var stofnuð til að
gefa fólki tækifæri til að starfa
að áhugamálum sínum. Mörg
verkefni lét félagið til sín taka,
en íþróttir hafa jafnan verið
einn aðalþátturinn í félagslífinu
og Afturelding átt marga lands-
kunna íþróttamenn í frjálsum
íþróttum, glímu og sundi. Um
þessar mundir ber hæst í félag-
inu handknattleiksmenn og
knattspyrnuáhugi fer mjög vax-
andi.
Félagið minnist afmælisins
með hófi í hinu glæsilega félags-
heimili sveitarinnar að Hlégarði.
Þar hefur félagið aðalbækistöð
sína og umhverfis það hús hefur
á síðasta áratug og einkum þó
síðari árum verið unnið geysi-
mikið starf að byggingu fullkom-
ins íþróttasvæðis. Er það mál
nú vel á veg komið, og verður
hluti þess tekinn í notkun í vor.
Á mánudaginn er afmælismót
félagsins að Hálogalandi. Leika
þá í handknattleik Hafnfirðing-
ar við úrvalslið og Afturelding
leikur gegn Fram. Þá fer einnig
fram í fyrsta sinn hérlendis
markskotakeppni í handknatt-
skrifar ur daglega lífinu :
I\f'
hún langt komin, þegar gildir
fætur í háhæluðum inniskóm
þustu framhjá: „Guð almáttugur,
við verðum of sein í kirkjuna.
Fermingin byrjar kl. 11 og hér
erum við öll en» á náttfötunum.
Trítlaði um bæinn
á sunnudagsmorgni
Ð vorinu fyllast allir ævin-
týraþrá og langar til að fara
að skoða sig um í heiminum.
Þetta gerði lítil hagamús um dag-
inn, og þannig vildi til að hún
kom trítlandi inn í Reykjavík síð-
astliðinn sunnudagsmorgun.
Sem hún trítlaði nú inn í eitt
af úthverfum bæjarins, og beygði
fyrir horn, heyrði hún allt í einu 1
glamur í flöskum fyrir ofan sig.
Hún flýtti sér að skjótast í felur
og gægðist út úr fylgsni sínu.
Þarna stóð hópur af fólki fyrir
framan harðlæstar dyr með mjólk
urflöskur í töskurn og net um. 1
„Ætla þær aldrei að opna? !
Hvers konar svefnpurkur eru
þetta?“ sagði hvöss rödd.
„Þær hafa ekki hlustað á út-
varpið í gærkvöldi. Klukkunni
var flýtt í nótt, án þess að al-
mennileg aðvörun væri gefin. Ekki veit ég hvernig hefði farið,
Aumingja stúlkurnar halda að ef hún systir mín hefði ekki að-
klukkan sé að verða níu en ekki varað okkur um að klukkunni
tíu“, svaraði önnur. Músinni litlu var flýtt í nótt. Halda mennirnir
leizt ekkert á að ryðja sér braut að allir hlusti á hvert orð í kvöld-
fram hjá öllum þessum hættulegu fréttum". Þessu fylgdu upphróp-
fótum, enda hafði henni verið j anir úr öllum áttum og berir
sagt það að mannfólkið brygðist j fætur, stórir og smáir, æddu fram
stundum furðulega við, þegar í og aftur um gólfið. Músin litla
það sæi lítið saklaust músarkríli. var dauðhrædd um að hún yrði
Hún stakk sér því inn um næsta troðin, t. d. af karlmannafótun-
kjallaraglugga og tritlaði sem 1 um með stóru uppbrettu tærnar.
leið lá upp á hæðina. Ekki var I Hún forðaði sér því sem mest
hún mátti, jafnvel þó búast mætti
við kræsingum í húsi, þar sem
ferming var í undirbúningi.
Til að gera langa sögu stutta,
skulum við hlaupa yfir hið langa
ferðalag músarinnar þennan dag.
Um átta leytið um kvöldið var
hún stödd í nýju húsi, og ekki
var þar friðsamlegra en annars
staðar. Innan úr svefnherberginu
barst org og grenj. „Hvað á þetta
eiginlega að þýða? Vita krakka-
skammirnar ekki að búið er að
flýta klukkunni? sagði ergileg
konurödd. „Nú er háttatíminn
þeirra klukkutíma fyrr en áður.
Geta þau ekki lokað augunum
þegar klukkan er níu, ems og
venjulega."
J
Mannfólkið er skrýtið
A, mannfólkið er skrýtið, hugs-
aði litla músin, svona fer það
að því að reyna að afla sér meiri
birtu. Þetta minnir mig á Bakka-
bræðurna skemmtilegu. sem hún
mamma sagði mér einu sinni frá.
Hún hafði lært söguna, þegar hún
var ung og bjó í holu í skóla-
stofu, til að afla sér menntunar.
Bakkabræðúrnir sælu hafa senni-
lega verið brautryðjendur í því
að reyna að ná sér í meira dags-
ljós en manni ber samkvæmt nátt
úrulögmálunum. Þeir reyndu að
bera birtu í bæinn, mennirnir
reyna að plata sjálfa sig með því
að færa til vísana á klukkunni.
leg. í sambandi við afmælið
verður og leiksýning, en leik-
flokkur félagsins hefur starfað
af miklum krafti undanfarin ár,
og einnig verður bridgekeppni,
en Afturelding á góða sveit
bridgemanna.
Afmælisritið sem fyrr er nefnt
er fjölbreytt að efni og gefur
góða innsýn í starf félagsins á
liðnum árum. Útgáfa afmælis-
ritsins er merkileg út af fyrir
sig, því að henni starfaði aðal-
lega einn maður, Ásbjörn Sig-
urjónsson, Álafossi, og leysti það
verk af hendi á mettíma, 3 vik-
um, en þó svo vel að eigi verður
að fundið. í ritinu birtist for-
síða úr 1. árgangi Dagrenningar
— í janúar 1910. Útgáfa blaðs-
ins 1910 er eitt af stórafrekum
félagsins. Þá ritar forseti Islands,
Ásgeir Ásgeirsson ávarp, þar sem
hann m. a. óskar þess „að síðari
aldarhelmingurinn megi líkjast
hinum fyrra sem er genginn
um garð“. Núverandi formað-
ur félagsins, Guðjón Ó. Hjartar-
son, ritar ávarp og sömuleiðis
forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage. Páll
Ólafsson form. UMSK ritar
greinina „Litið um öxl á hálfrar
aldar afmæli" og kveðja er birt
frá Frjálsíþróttasambandinu og
Handknattleikssambandinu. —
Steindór Björnsson frá Gröf rit-
ar um Aftureldingu 50 ára og til-
drögin að stofnun félagsins. —
Grein er um blysförina til skálds
ins að Gljúfrasteini, þá er hann
hlaut Nóbelsverðlaunin. Guð-
mundur frá Miðdal skrifar grein-
ina „Bezti reynsluskóli lífs míns
— 50 ára minning". Samtal er
við Janus Eiríksson, einn af
beztu frjálsíþróttamönnum fé-
lagsins. Þorgils Guðmundsson
skrifar um Aftureldingu og glím-
una og Axel Jónsson um Aftur-
eldingu og íþróttirnar. Grein er
um handknattleikinn í félaginu
og knattspyrnu innan þess og
skrifað er um kvöldvökur fé-
lagsins, um leikstarfsemina og
„Drög að sögu“, eftir Guðmund
Þorláksson, Seljabrekku. Þá er
samtal við íþrótta- og hesta-
mennina Einar Björnsson og Þor-
geir í Gufunesi, greinar um skák
og bridge innan félagsins og
grein um íþróttasvæðið á Varmá.
Þá er í ritinu brot úr Mosverja-
sögu og Búendarímur eftir Örn
á Leirulæk. Síðast en ekki sízt
er þar grein eftir Halldór Kiljan
Laxness um félagið. Niðurlag
greinarinnar er svo:
„Þó margt sé enn ógert, sem
betur fer, þá held eg að það sem
áunnizt hefur með einni saman
tilvist svona félags, sem er inn-
blásið af hugsjónum göfugustu
æskumanna sveitarinnar, verði
seint ofmetið. Það hefur stefnt
að menningarlegri vakningu og
plægt jarðveginn fyrir framfarir
í sveitinni. Sá fyrirmyndarandi
sem jafnan hefur ríkt í Aftur-
Framh. á bls. 15.